Vísir - 19.12.1980, Side 5
Föstudagur 19. desembér 1980
5
VÍSIR
Þessi skopteikning birtist i breska blaðinu „Daiiy Mail” vegna kröfu hryðjuverkamannanna IRA um
sérstaka meðferð sem pólitiskir fangar. Grafskriftin á legsteininum þýðir: „Hér liggur Jón borgari,
sem fékk sérstaka meðferð IRA 1980”.
Vinsælu hjúkrunar-
kvennaskórnir
^kókjallarinn
Barónstíg 18 (rétt ofan við Laugaveg)
Sími 23566.
HÆTTIR HUNG-
URVERKFALLINU
Eftir 53 daga hungurverkfall
létu irsku fangarnir sjö loks i gær
af mótmælum sinum, og var þá
einn þeirra nær dauða en lifi og
blindur orðinn.
Félagarnir sjö eru allir dæmdir
hryðjuverkamenn úr trska lýð-
veldishernum (IRA), öfgasam-
tökum kaþólskra.ogkröfðust þeir
viðurkenningar sem pólitiskir
fangar og sérstakrar meðferðar
sem sh'kir i fangelsinu.
En Margaret Thatcher, for-
sætisráöherra Bretlands, hafði æ
ofan i æ hafnað kröfum þeirra og
siðast i gær skoraði hún á hungur-
verkfallsmenn að hætta mót-
mælaaögerðunum, þvi að breska
stjórnin mundi aldrei láta undan i
þessu máli. Þá voru hungurverk-
fallsmenn orðnir 40 talsins.
I Belfast var talið, að bænstafir
Thomas 0’ Fiaich, kardinála og
annarra k i rkju 1 eiðtoga
kaþólskra, hefðu þó valdið mestu
um, að fangarnir létu af föstunni.
Blaðamennska hættu-
legasta starfsgrelnln
Blaðamennska er hættulegasta
starfsgrein i heimi eftir þvi sem
fram kemur i ársskýrslu IPI, Al-
þjóða samtaka blaðamanna.
IPI, sem hefur innan sinna
vébanda blaðamenn og ritstjóra
frá 65 löndum, segir i skýrslu
sinni, að æ fleiri blaðamenn séu
myrtir, fangelsaöir, ofsóttir,
brottnumdir og pyndaðir en
nokkru sinni fyrr.
I fjölda rikja hefur stöðugt
verið dregið úr prentfrelsi, og eitt
versta dæmið er talið vera
Suður-Kórea, þar sem um 400 rit-
stjórar og blaðamenn hafi misst
atvinnu sina, vegna þess — eins
og stjórnvöld þar segja — að þeir
hreinsuðu sjálfa sig út”.
Bent er á, að ástandið i Tyrk-
landi hafi versnað, siðan herinn
gerði byltinguna, og verða blaða-
menn að beygja sig þar undir rit-
skoðun. Sömuleiðis hefur ástand-
ið versnað á Spáni, þótt Spánn
hafi snúist til aukias lýðræðis.
Margir blaðamenn hafa þar verið
verið dregnir fyrir rétt. Enn-
fremur eru i bigerð þar ný lög,
sem gera eiga blaðamennsku
háða starfsleyfum.
Þá er vakin athygli á versnandi
aðstöðu blaðamanna i Suður-Af-
riku og ýmsum Suður-Ameriku-
rikjum.
Alkunn er sú gamla staðreynd
að skammlifi er áberandi i blaða-
mannastétt. Hafa blaðamenn og
reynsluflugmenn haft hæstu
dánartiðni allra starfstétta, og er
það rakið bæði til streitusjúk-
dóma og slysatiðni.
HERLW
Um sex þúsund hermenn frá
Libfu hjálpuðu til við töku
N’Djamena, höfuðborgar Chad,
núna i' vikunni og höföu auk þess
sér til halds og trausts um 50
skriðdreka frá Llbfu stórskotalið
og 12 orrustuþotur.
Libfa ber á móti þvi að eiga
FRA LIBYU
nokkra hermenn I Chad, en leyni-
þjónustur ýmissa rikja hafa
staðfest, aö sannreynt hafi verið
að fjölmennt liö þeirra sé enn I
höfuðborginni.
Llbiumenn styöja Goukouni
Oueddi, forseta Chad, sem und-
anfarna niu mánuöi hefur háö
ICHAD
borgarastyrjöld viö Hissene
Habre, varnarmálaráðherra.
Habre var ofurliði borinn i vik-
unni og skrifaöi undir vopnahlés-
skilmála á þriðjudaginn en lýsti
þviyfiri fyrradag, aðhann mundi
halda áfram baráttu sinni gegn
Oueddi forseta.
Réðust inn í Líbanon
tsraelskt herlið réöst inn i Suð-
ur-Libanon i' nótt og felldi tiu til
fimmtán skæruliða Palestinu-
araba. eftir þvi sem segir I frétt
frá Tel Aviv.
Segir þar, að ráöist hafi verið á
sex skotmörk i bækistöövum
Palestinuaraba viö Mahmoudia-
þorp, skammt norðan Litani-ár-
innar. — Fjórir Israelskir her-
menn særöust i bardögunum.
Talsmenn Israelshers fullyrða,
aö þessir sex staðir hafi allir
verið notaðir til undirbúnings
hryöjuverkaárásum inn i Israel.
Skæruliðar Palestinuaraba
svöruðu árásinni með eldflaugna-
hriö sem beint var aö þeim hluta
Israels, sem liggur að noröaustur
landamærunum. Engar þessara
eldflauga eru sagðar hafa valdið
teljandi skaða
Undanfarið hafa borist fréttir
af tiðari tilraunum Palestinu-
skæruliða til árása i tsrael.
PÓSTSENDUM
^vprblirtinn
Lougalæk —Sími 3-37-55