Vísir - 29.12.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 29.12.1980, Blaðsíða 1
Mánudagur 29. desember 1980/ 301. tbl. 70. árg. TVEIR PILTAR URÐU DTI í EYJAFIRÐI Tveir ungir piltar urðu úti i óveðri i Eyjafirði á aðfaranótt sunnudagsins. Fimm ungir menn á aldrinum 15—20 ára, úr hjálparsveit skáta á Akureyri, höfðu farið i fjall- göngu á föstudaginn. Þeir höföu gengið inn i Finnastaðadal ofan við Grund i Eyjafirði og uþp i suðurhluta Kerlingarfjalls. A laugardaginn voru þeir á sömu slóðum og tjölduðu um nóttina, þegar óveður skall á, og eftir að annað tjaldið hafði rifnað upp, lögðu piltarnir fimm af stað til byggða. Aðeins einn þeirra náði af sjálfsdáðum til byggða, klukkan 7 á sunnudagsmorguninn. Hann kom niður að Holtsseli i Hrafna- gilshreppi og sagði þau tiðindi að fjórir af félögum hans væru uppi i fjallinu. Einn þeirra hafði þó fylgt honum eftir langleiðina en sfðan örmagnast. Strax og vitneskja barst um ferðir piltanna, af frásögn þess er komst til byggða, var kallað út 50 manna lið flugbjörgunar- sveitar- og hjálparsveitar skáta, og fannst þá sá sem lengst hafði farið, utan piltsins sem náði til byggða, og var hann þá lálinn. Hinir þrir fundust siðan langt upp i fjalli þar sem þeir höfðu grafið sig i fönn, en þá var einn þeirra látinn. Hinir látnu voru 15 og 16 ára gamlir piltar frá Akureyri. Hinir tveir, sem fundust á lifi, voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri og eru þeir ekki taldir í lifshættu. —AS ¦naHM Dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og frú Vala taka við blómvendi frá Visi,sem Sæmundur Guðvinsson blaðamaður afhenti beim fvrir hönd blaðsins i morgun. (Visism. GVA). Dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra siðtugur í dag: ílmw pp Engin afmæiislög verða gefln úl „Ég er fyrst og fremst þakk- látur fyrir góða heilsu og starfs- orku," sagði dr. Gunnar Thorodd- sen forsætisráðherra er blaða- hiaður og ljósmyndari Visis heimsóttu hann og frú Völu á heimili þeirra snemma i morgun. Gunnar Thoroddsen er sjötugur i dag og verður gestkvæmt á heimili þeirra hjóna i tilefni dags- ins. 1 spjalli yfir kaffi og kókum sagði Gunnar, að hann yrði á skrifstofu sinni i stjórnarráðinu fram að hádegi. „Nei, það verða ekki gefin út nein bráðabirgðalög i dag, engin afmælislög" svaraði forsætisráð- herra og brosti,er hann var spurð- ur hvort lög um efnahagsráðstaf- anir kæmu fram á afmælisdag- inn. Eftir hádegi munu ráðherrar rrkisstjórnarinnar koma i heim- sókn til forsætisráðherrahjón- anna, sendiherrar erlendra rikja hafa boðað komu sina, forystu- menn ýmissa félaga og samtaka munu árna afmælisbarninu heilla auk vina og vandamanna. Siðdeg- is i dag er svo ráðgerð blysför að heimili Gunnars og á að safnast saman við stjórnarráðið klukkan 17 og ganga þaðan vestur á Viði- mel.» ,,Þið eruð fyrstu gestirnir i dag og komið með fyrsta blómvönd- inn" sagði frú Vala þegar Visis- menn kvöddu og Gunnar bætti þá viðkiminn á svip: „Já, Visir seg- ist alltaf vera fyrstur á vett- vang." -SG. íbúðarhús brann viO Hvolsvöll tbúðarhús rétt utan við Hvois- völl brann til kaldra kola i gærdag. Það var um þrjúleytið að starfsmenn rafveitunnar gerðu lögreglunni á Hvolsvelli viðvart og sögðu að mikinn reyk legði upp frá ibúðarhúsinu Miðtúni. Eng- inn var I húsimi og þegar slökkvi- liðið bar að garði var húsið al- elda. Engu tókst aö bjarga út úr hús- inu og brann það til kaldra kola. Þetta var gamalt vikurhús með nýlegri timburviöbyggingu. 1 húsinu bjuggu hjón og tvö börn þeirra. Ekki er vitaö um eldsupp- tök, en likur benda til að kviknað hafi i út frá rafmagni, eða jafnvel að eldingu hafi lostið niöur i það. —ATA. Bpuninn á Hoísströnd: „Eill eld- haf er kom- ið var aö" „Þetta var eitt eldhaf, þegar við komum á vettvang og varð ekki við neitt ráðið," sagði Hann- es Óli Jóhannsson simstjóri á Borgarfirði eystra, þegar Visir sneri sér til hans og leitaði upp- lýsinga um bruna, sem varð á Hofsströnd aðfaranótt laugar- dagsins. Hofsströnd er um 4 km frá þorpinu og þar býr Ingibjörn KristinSson einn. Ingibjörn var i heimsókn i þorpinu ujn kvöldið, en á öðrum timanum um uóttina var hann á heimleið og sá þá ljósin kvikna hvert af öðru og þegar aö var komið reyndist húsið fullt af reyk og hann komst ekki inn. Hann kallaði strax á slökkvilið, en eins og fyrr sagði réð það ekki við eldinn, enda kom það dælunni ekki á staðinn, vegna ðfærðar. Húsið, sem var þriggja hæöa steinhús, byggt fljótlega eftir aldamót, brann til grunna. Ekki er vitaö um hvað olli ikveikjunni, ' en talið er aö það hafi verið raf- magn. sv. Útvarpslaust í Borgarfirði síðan á laugardag „Við höfum ekkert heyrt i útvarpi frá þvi langbylgjuloft- netið fór á Vatnsendahæð á laugardaginn", sagði Hiinbogi Þorsteinsson, sveitarstjóri í Borgarnesi, i viðtali viö Vfsi r morgun. „Þetta vekur mann óneitanlega til umhugsunar um það.hve ut- varpiðerótryggtsem mikilvægur hlekkur i almannavarnakerfinu, ef eitthvað alvarlegt bæri út af. Við náum engri útvarpsstöð hér i Borgarfirðinum, þar sem hér er enginn FM-sendir . Viö höfum það stundum á tilfinningunni, aö við séum látnir sitja á hakanum hér vegna nálægöar við Reykja- vík", sagöi Húnbogi. Sjá nánar á blaðsiöu sex. — ATA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.