Vísir - 29.12.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 29.12.1980, Blaðsíða 3
Mánudagur 29. desember 1980 VtSÍR Fjórða hvert sýni drykkjarhæft! Könnun á gerlamengun neyslu- og baðvatns á ferðamannastöð- um, aðallega i óbyggðum lands- ins, fór fram i sumar á vegum Heilbriðiseftirlits rikisins sem og tvö undanfarin sumur. Rann- sóknin staðfesti svo ekki verður um villst að töluverð gerlameng- un er i neyslu- og baðvatni þó i óbyggð sé. 40 sýni af neysluvatni voru rannsökuð i sumar. Sjö sýni reyndust nothæf, þrenn sýni voru gölluð, en þrjátiu sýni voru ónot- hæf, eða um 75%! Sambærilegar tölur miðað við rannsóknina i Kvenréttindafélag íslands: Mótmælir fækkun kvenna í miðstjórn ASÍ Kvenréttindafélag Islands hefur sent Alþýðusambandi íslands yfirlýsingu þar sem lýst er van- þóknun á þvi að á siðasta ASl þingi fækkaöi kvenmönnum i miðstjóm sambandsins um þriöj- ung á sama tima og kvennaára- tugur sameinuðu þjóðanna er hálfnaður. I lok yfirlýsingarinnar segir: „Það er yfirlýst markmið stjórnvalda á Islandi að vinna aö jafnrétti kynjanna i reynd. Al- þýðusambandi Islands, sem stærstu launþegahreyfingu i landinu, ber skylda til aö virða þessi markmið og framfýlgja þeim i' hvívetna”. — AS Islenskup æðardúnn á 400 nús. kílólð Heimsmarkaðsverð á is- lenskum æðardún, hefur nú tvö- faldast á þessu ári og mun hvert kiló vera selt á 1300—1400 vestur- þýsk mörk ^ ;um 400 þúsund is- lenskar krónur. Upplýsingar þessar komu fram á aðalfundi Æðarræktarfélags Islands sem haldinn var 15. nóvember siöast liðinn. tslenskur æðardúnn mun hafa algjöra sérstöðu umfram annan dún, hvað verð og gæði varöar á heimsmarkaöi, og er hann þar þekktur sem einstök gæðavara. —AS fyrra eru 62% nothæf, 20% gölluð og 18% ónothæf. Af baðvatni voru rannsökuð 17 sýni úr náttúrulegum laugum og var baðvatnið alls staðar metið ónothæft eins og i fyrri rannsókn- um. Vatnið er metiö sem sund- laugarvatn, þar sem ekki er til staðall um náttúruböð. Þess ber að geta að af neyslu- vatnssýnunum voru langflest tek- in i Jökulsárgljúfri, eða 27 af 40. Af þessum 27 sýnum reyndust öll ónothæf nema eitt, en það var tekið úr eldhúskrana landvarðar. Neysluvatnssýnin voru tekin á eftirtöldum stöðum. i Jökulsár- gljúfri reyndust 26 sýni ónothæf en eitt sýni var nothæft. A Hvera- völlum voru tvenn sýni nothæf, tvenn voru gölluð og tvenn ónot- hæf. I Landmannalaugum voru tekin tvenn sýni og reyndust þau bæði nothæf. 1 Þórisdal voru tekin fjögur sýni, tvenn voru ónothæf, eitt gallað og eitt nothæft. Á tjald- svæðinu við Mývatn var svo tekið eitt sýni og reyndist það nothæft. Þá voru tekin 17 baðvatnssýni, sem öll reyndust ónothæf. Þau voru tekin á Hveravöllum, Land- mannalaugum og úr Stórgjá við Mývatn. I þessari könnun Heilbrigðis- eftirlitsins, sem Kolbrún Haraldsdóttir hafði yfirumsjón með, kom einnig fram, að i engu sýnanna fundust salmonellasýkl- ar. I lok skýrslu, sem gerð var um könnunina, segir að lokum: „Koma má i veg fyrir mengun neysluvatns með viðeigandi hæf- um umbúnaði vatnsbólanna og verndun vatnstekjusvæðanna. Slikt kostar að sjálfsögöu fé og fyrirhöfn, sem ekki verður hjá komist.” —ATA Vatnið f Landmannalaugum stenst ekki kröfur Heilbrigðiseftirlitsins um baðvatn frekar en önnur náttúruböð landsins. Seitlarnarnesbær: AHERSLA a félags- LEGAR BYGGINGAR A NÆSTA ARI Fjárhagsáætlun Seltjarnames bæjar mun að öllum likindum hækka um 53% milli áranna 1980 og 81, en fyrri umræða um áætlunina fór fram 17. desember siðast liöinn. Hljóöar hún upp á tæpan 1,7 milljarða. Sömu álagningarreglur gilda og siðasta ár 10% útsvar miðað við viömiðunartölur þjóöhags- stofnunar um teknaviömiðun 20% afslátturá Ibúöarhúsnæöi 0,4% en 1% á annað húsnæði. Vegna niöurfellingar eöa lækk- unar fasteignagjalda hækka við- miöunartekjur elli- og örorku- þega. Langstærstu útgjaldaliöir næsta árs eru fræöslumál al- mannatryggingar og félagshjálp og gatna og holræsagerö. Nú verður varið hærra hlutfalli af rekstri til svonefndra eigna- breytinga, eða 26% og er þar meö dregið úr þjónustuframkvæmd- um, en áhersla kemur á innrétt- ingu Heilsugæslustöövar sund- laugabyggingu, dagheimili og ibúðir fyrir aldraða. — AS Sértilhort / á kjúklingum ^ til áramóta.aðeins kr. 3.200.- - pr. kg. ímiðað við 5 stk. ^ í poka) /a a a a. a a v __ rj yiJDgjjj j . _____ IMýr matvörumarkaður Leggjum áherslu á: Mikið vöruúrvai — Lágt vöruverð Kiöt - F,skur ^jóikurvörur Ný\enduvor A"ar °g hreinlaetis vörur alltaf á -^Qátterverði At/ar vorur á Eigum ennþá úrvals hangikjöt á gam/a verðinu Heimsendingarþjónusta á miðvikudögum MATVÖRUMARKAÐUR Hringbraut 121, S. 10600/28602 J|| Jón Loftsson hf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.