Vísir - 29.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 29.12.1980, Blaðsíða 8
vtsnt Mánudagur 29. desember 1980 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvcmdastióri: Davlft Goómunduon. Ritstiórar: ólafur Ragnarsson og Eltert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Ellas Snaeland Jónsson. Fróttast|óri er- lendra frótta: Guðmundur G. Pétursson. Blaóamenn: Axel Ammendrup. Aml Sig- fússon. Frlða Astvaldsdðttlr. Gylfl Kristjónsson. lílugi Jökulsson. Kristln Þor steinsdóttir. Páll Magnússon. Svelnn Guðjónsson. Sárr.undur Guðvlnsson, Þórunn Gestsdóttlr. Blaóamaóur á Akureyri: Glsll Slgurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundúr O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elln Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andréssoru Kristján Arl Einarsson. OtlHsteiknun: Gurmar Trausti Guöbjörnsson. Magnús Olafssan. Auglýsingastióri: Páll Stefánsson. Dreifingarstióri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjóra: Slðumúll 14. slmióMII 7 llnur. Augiýsingarog skrifstofur: Slðumúla 8. slmar 86611 og Ó2áO. Afgreiósla: Stakkholtl í—4. slmi 86411. Askriftargjald kr. 7.000 á mánuói innanlandsog verði lausasölu 350 krónur eintak-. ift. Visir er prentaður i Blaðaprenti hf .,Siðumúla 14. Gunnar Thoroddsen Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra er sjötugur í dag. Á slíkum tímamótum er það gam- all siður að fara fögrum orðum um af mælisbarnið og bera á það mærðarfullt lof. Ekki hafa þó forystumenn Sjálfstæðisf lokks- ins haft geð í sér til að upphef ja slíkan lofsöng á þessum tíma- mótum í lífi varaformanns flokksins eins og sjá má af afmælisgreinum Morgunblaðs- ins. Þeim er vorkunn eins og allt er í pottinn búið. Auðvitað er það hræsni og Gunnari lítill greiði gerður, ef menn tala sér þvert um hug. En það er vissulega merkisatburður, þegar forsætisráðherra verður sjötugur í embætti, ekki síst eftir langan og litríkan feril í íslensku þjóðlífi. Þau tímamót verða ekki afgreidd með þögninni. Stundum er sagt að stjórn- málamaður þurfi að eiga sér mörg líf. Það á vel við um Gunnar Thoroddsen. Hvað eftir annað hafa menn spáð því, að hann ætti ekki afturkvæmt. Þegar hann reis upp gegn flokknum í forsetakosningunum 1952, var talið að hann hefði brennt allar brýr að baki sér. Það sama var sagt, þegar hann kvaddi ráðherradóm og varafor- mennsku 1965. Ósigurinn í for- setakosningum 1968 átti að verða hans banabiti. Misheppnuð tilraun Gunnars Thoroddsen til að ná kosningu sem varafor- Gunnar Thoroddsen á sjötugsafmæli í dag. Ferill hans er langur og litrikur, þótt ekki sé hann öllum að skapi. Forsætisráöherra situr ekki á friðarstóli, en Vlsir flytur honum og fjölskyldu hans bestu afmæliskveöju á þessum merku timamótum. maður Sjálfstæðisflokksins 1971 var talin örlagarík og nú á allra síðustu tímum var varafor- mennska og þingmennska Gunnars meir í ætt við tiliitssemi við gamlan samherja, heldur en umboð til forystu. En alltaf hefur Gunnar risið upp frá pólitískum dauðadómum og nú síðast með svo eftirminni- legum og afdrifarikum hætti, að hann trónar nú f æðsta stjórn- málaembætti þjóðarinnar. Líf hans hafa reynst fleiri en kattarins. St jórnmálasaga Gunnars Thoroddsen er samtvinnuð íslenskri stjórnmálasögu í hálfa öld. Stjórnmálaafskipti hans hófust um það leyti sem útvarp kom til sögunnar. Hann reið hestum til sinna fyrstu framboðsfunda. Gunnar var orðinn áhrifamiki11 stjórnmálamaður löngu fyrir lýðveldisstofnun. Enginn maður annar hefur verið bæði yngsti og elsti þingmaður þjóðarinnar. Enginn maður annar hefur lifað það að vera trúnaðarvinur Jóns Þorlákssonar og samstarfs- maður Svavars Gestssonar. Gunnar Thoroddsen hefur frá fyrstu tíð verið í hópi forystu- manna Sjálfstæðisf lokksins. Flokkurinn og fylgismenn hans hafa lyft honum til æðstu met- orða. Lítill vafi er á því, að ef Gunnar hefði ekki sjálfur kosið að draga sig í hlé árið 1965 og gerast sendiherra í Kaupmanna- höfn, hefði hann orðið sjálf- skipaður til formennsku í Sjálf- stæðisflokknum eftir fráfall Bjarna Benediktssonar. Þau átök og sviptingar sem staðið hafa um Gunnar eftir endurkomu hans í flokkinn 1970 eru að miklu leyti sjálfs hans sök. Aðrir menn og honum yngri höfðu valist í tómarúmið sem hann skildi eftir. Metnaður Gunnars hefur gert honum erfitt að skilja þá staðreynd, hvað þá að sætta sig við hana. Ekki síst af þeim sökum gat hann réttlætt það fyrir sjálf um sér að mynda ríkisstjórn í blóra við sjónarmið flokksbræðra sinna. Fyrir vikið situr Gunnar Thor- oddsen ekki á friðarstóli á sjö- tugsafmæli sínu. Það er sorgleg staðreynd. Gáfur hans, þekking, reynsla og glæsileg framkoma eru óvéf eng janlegar stað- reyndir. Við hlið sér hefur Gunnar notið elskulegrar og glæsilegrar eiginkonu. Ferill Gunnars og framlag hans til sjálf stæðisstef nunnar hefði sannarlega átt skilið önnur örlög á þessum tímamótum en kalda vist í náðarfaðmi þeirra, sem hann hef ur barist gegn allan sinn stjórnmálaferil Vísir flytur Gunnari Thor- oddsen þá afmæliskveðju að honum megi auðnast að taka höndum saman við sína fyrri samher ja áður en langt um liður. iðnaðarmenn gera tillögur um opinber Innkaup: „Viljum benda á pjöð- hagslega hagkvæmnl” Landssamband iönaöar- manna hefur lagt til aö mótuö veröi islensk innkaupastefna opinberra aöila, sem hafi þann tilgang aö beina innkaupum opinberra aöila markvisst aö innlendri framleiöslu og þjón- ustu, þó innan ramma raunhæfs samanburöará verðiog gæðum. 1 tillögunum kemur meöal annars fram að niöurstööur og tillögur rikisskipaörar nefndar, sem skiiaöi af sér 1979, veröi nýttar sem grundvöllur aö stefnumótun í rikiskaupum. 1 þvi sambandi er lögö áhersla á aö árlega verði birtur listi yfir verkefni og framkvæmdir á vegum rikisins, sem eru á ákvörðunar/ og/eöa hönnunar- stigi. — Sérstakur fulltrúi vinni aö gagnkvæmu upplýsinga- streymi milli opinberra aðila og innlendra framleiöslu- og þjónustufyrirtækja. Þá er bent á aö gefinn veröi út upplýsinga- bæklingur um islensk iönfyrir- tæki, verkgetu, vöruval o.fl. önnur tillaga sambandsins kveöur á um þaö, aö taka inn- lendu tilboöi frekar en erlendu, þá veröi sá kostnaður greiddur- af Byggöasjóði, þar sem þjóð- hagslega hljóti að vera hag- kvæmt aö innlenda tilboöinu sé tekiö, ef um litinn verömun til- boöa er að ræöa. Þá er ein hugmyndin aö skipuö veröi nefnd til þess aö segir Sigmar Armannsson gera tillögur um val tilboða til viðkomandi ráðuneyta eöa sveitarfélaga. Þar er hug- myndin aö innlendir framleiö- endur geti visaö deilumálum, er ku.nna aö risa vegna töku er- lendra tilboða, til umsagnar nefndarinnar. „Síður en svo haftastefna" Aö lokum er i tillögu Sam- Sigmar Ármannsson bandsins aö samdir veröi sér- stakir vöru- og þjónustukaupa- staölar fyrir opinbera aðila hér- lendis, meðal annars með það að markmiði að beina opin- berum innkaupum i rikari mæli til innlendra fyrirtækja, og sporna þannig gegn óeðlilegum samkeppnisáhrifum erlendra fyrirtækja. óneitanlega hljómar ýmislegt i tillögum þessum sem ákveöin haftastefna, og leitaöi Visir þvi til Sigmars Armannssonar hjá Landssambandi iönaðarmanna og innti hann nánar eftir um- ræddum tillögum. „Meö þessu erum viö ekki að boöa neina haftastefnu, siöur en svo. En við viljum benda á hina þjóöhagslegu hagkvæmni sem felst i þvl aö skipta við innlenda aöila. Auk þess viljum viö nefna aö I sambandi viö ýmsar verk- legar framkvæmdir sem ráðist hefur verið i á undanförnum árum, þá hafa jafnvel erlendir aöilar, notið ýmissa forréttinda umfram islensku aöiiana t.d. I sambandi við ýmiskonar aö- flutningsgjöld og annarra þátta. Þetta er þvi fyrst og fremst leiö- rétting á aöstöðumálum frekar en ósk um forréttindi” sagöi Sigmar Armannsson. —AS Opinberir aðiiar beini innkaupum sinum markvisst aö innlendri framleiöslu og þjónustu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.