Vísir - 29.12.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 29.12.1980, Blaðsíða 9
Mánudagur 29. desember 1980 vtsioa 9 Paradísarheimt: Sjónvarpskvikmynd í þrem þáttum, gerö eftir sögu Halldórs Laxness. Leikstjórn og handrit: Rolf Hádrich Tónlist: Jón Þórarinsson Leikmynd: Björn Björnsson Búningar: Ulla-Britt Söderlund Hljóð: Hans Diestel Klipping: Ingeborg Bohmann Kvikmyndataka: Frank A. Banuscher Aðstoð við leikstjórn: Sveinn Einarsson, Guðný Halldórsdóttir. Aðalleikarar: Steinar: Jón Laxdal Steina: Friða Gylfadóttir Biskup: Róbert Arnfinnsson Konungur: Dietmar Schönherr Sýslumaður: Gunnar Eyjólfsson Kona Steinars: Arnhildur Jónsdóttir Björn á Leirum: Þórður B. Sigurðsson Joi: Jóhann Tómasson. Kvikmyndin Paradisarheimt eftir Rolf Hadrich hefst eins og samnefnd bók Halldórs Laxness á frásögn af yfirnáttúrulegri komu hestsins Krapa i þennan heim. Þetta upphaf er visir þess sem á eftir gengur. Hadrich fylgir sögu Laxness all nákvæmlega, rekur efnisatriði i þeirri röð sem þau koma fyrir i bókinni, þó tengingar milli þeirra verði oft ögn á annan veg i kvikmyndinni og margt auð- vitað niður fellt. Kvikmyndin Paradisarheimt er i þrem hlut- um, hver um sig 110 minútur að lengd og hefur ekki áður veriö gerð viðameiri mynd byggð á islensku bókmenntaverki. Þó Hádrich kjósi að nota sem mest af sögu Laxness og auki fáu við hana i efnisatriðum er hérekki á ferðinni myndskreyt- ing við söguna heldur sjálfstætt listaverk sem staðið getur eitt og sér, viðsfjarri fyrirmynd sinni. Samanburður verkanna tveggja verður þó ævinlega ofarlega i huga þeirra sem kynnst hafa báðum, en ætti hvorugu að spilla. Grjótveggir Paradisar. Hliðabæinn endurgerði Björn Björnsson austur i Lóni og þar hleður Jón Laxdal i hlutverki Steinars bónda Steinssonar grjótveggi svo rammbyggilega að aðra slika ber vart fyrir augu nútima Islendinga. Ekki sýnist Steinar eiga Paradis sina i þessu grjóti, en á daginn kem- ur, að hvergi nema i þvi fær hann endurheimt hana. Hvern skyldi lika gruna þegar hann stendur á sama punkti og afar hans i marga ættliði og glimir viö fátæktina eins og þeir, að gylling draumanna sé fals og hann muni til einskis leita að fyrirheitna landinu? Hann gefur konungi hest sinn ágætan og kistil forkunnargóðan með hólfum fyrir gull og jarkna- steina, og leynihólfi fyrir það sem er gulli dýrara. Þjóðrekur biskup spyr er hann fréttir um gjafir til konunga: „Til hvers ætlastu af þessum mönnum?” Svarið kemur löngu seinna: „Einu sinni hélt ég að ég mundi geta keupt þeim kóngsriki fyrir hross.” Að baki öllu amstri Steinars liggur sama ástæðan, og hann segist „vinna til að klaungrast yfir eyðimörkina vegna barnkindanna.” Raunar hefur börnum Stein- ars fækkað um eitt i kvikmynd- inni Paradisarheimt frá þvi sem er i bókinni og á hann eina dótt- ur, Steinu. Vikingur Steinarsson er að sönnu ekki stór persóna en tilvist hans i skáldsögu Halldórs Laxness undirstrikar einkum fátæktarbasl Hliðarfólksins þvi hann sætir sömu meðferð og aðrir sveitarómagar og mat- vinnungar. Raunar virðist á fleiri en einn hátt dregið úr eymd almennings i Paradisar- heimt Hádrichs. Til dæmis er frásögninni af uppeldinu á niðursetningnum, sem siðar var nefndur Þjóðrekur biskup, nær alveg sleppt. Steinar Steinsson kann af þessum sökum að virðast þvi meiri draumóra- maður sem ástæðan fyrir leit hans að hamingjulandinu verður óljósari. Staðsetning í samfélagi Steinar verður að Stone P. Stanford mormóni i Spánsforki en menningin vestanhafs veldur vonbrigðum. Mormónarnir þreytast ekki að lofa trúarbrögð sin en það eru ekki þau heldur staða mannanna i þjóðfélaginu sem máli skiptir. Mormóni á lika að veita sem flestum kon- um hlutdeild i góðri stétt og stöðu. Halldór Laxness dregur fram sitthvað um einkvæni og fjölkvæni en að lokum verður ekki svo mikill munur þar á. Steinar segir: „tuttugu og sjö konur, einar dyr: ein kona, tuttugu og sjö dyr”. Halldór Laxness virðist löng- um hafa dálæti á óbreyttu al- þýðufólki sem laust er við hleypidóma.einnig sérlunduðum bændum og sönnu tignarfólki sem hvorki þarf að sanna sig með nafni né ætt en fylgir fáguðum lífsháttum ytra sem innra. Steinar frá Hliöum er sérlundaður alþýöumaður en einnig tignarmaður. Hann minnir kónginn á frændsemi þeirra, en sami kóngur er ævin- lega nefndur Kristján Vil- hjálmsson. Ekki fylgir nafni Kristjáns númer, tignin hverfur og öll framganga Steinars i kon- ungsgarði minnir á þær fjar- lægðir sem einlægt voru á milli Islendinga og danskrar hirðar. Aðrar persónur Paradisar- heimtar eru ekki siður sér- kennilegar en Steinar.Þær mæla einsog uppúr þjóðsögu og hegð- an þeirra er oft á mörkum hins sennilega og ósennilega. En til hvers væri lika að kyrkja þær i harðri greip raunsæis? Mark- mið Halldórs Laxness er að gefa innsýn i mannlifið en ekki búa tii eftirprentun af þvi. Ekki er annað sýnt en Rolf Hadrich hafi fylgt þessu markmiði eftir og liklega getur tækni kvikmynd- arinnar og frásagnarmáti á kvikmyndir BJónsdóttir skrifar stundum fært okkur enn nær sögunni af endurheimt Paradis- ar. „Défilsgóður kall" Jón Laxdal fer meö hlutverk Steinars Steinssonar. Þar er kominn „défilsgóður kall” eins og Björn á Leirum kallar Stein- ar, og fátt finnst sem erfitt er að sætta sig við i túlkun Jóns á Steinari. Friöa Gylfadóttir er án efa einhver eftirtektarverðasti leikarinn en hún leikur Steinu dóttur Hliðabóndans. Steina er býsna fyrirferðarmikil persóna. Hún er sú sem gjörðir Steinars snúast um, barneignir hennar og Björns á Leirum er nokkurs konar skopstæling á mey- fæðingunni og Steina verður að lokum biskupsfrú i Júta. Vart held ég að hægt hefði verið að finna betri Steinu en Friðu enda telur Rolf HSdrich feng að sam- starfi við þessa ungu leikkonu. Margir gamalreyndir leikar- ar sýna enn á sér nýja hlið i Paradisarheimt. Má jpar nefna Róbert Arnfinnsson i hlutverki Þjóðreks biskups og Rúrik Har- aldsson sem leikur Runólf prest. Róbert fer ljómandi vel meö hlutverk hins sauðþráa mor- móna, sem ef til vill er marg- þættari en aðrar persónur leiks- ins. Rúrik túlkar hinn frakka- klædda furðufugl á þægilegan háttánallra skrumskælinga. Þó Ronki komi ekki lengi við sögu hefur hann samt einhverja mestu speki „Paradisarheimt- ar” fram að færa. Túlkun Þórðar B. Sigurðsson- ar á Birni á Leirum gæti hjálpaö mörgum til að öölast skilning á himnarikisljósinu honum Birni sem bæði er úlfur og refur en liklega dálitið meira. Nær hafði ég alveg gelymt þvoglaranum séra Jóni eftir bókarlestur, en Helgi Skúlason gerir hann i kvikmyndinni að einhverri skemmtilegustu persónunni i Paradisarheimt. Gunnar Eyjólfsson i hlutverki Benedikt- sens sýslumanns nær sér varla á strik fyrr en i Edinaborgar- ófriðnum, enda kannski ekki tií þess ætlast. Kona Steinars (Arnhildur Jónsdóttir) og Jói á Dröngum (Jóhann Tómasson) þykja mér leikin af helst til mik- illi hógværð en likast til eru þessar persónur ótrúlegar i eðli sinu, auðmjúkir þolendur. Tíðindi án uppþota. Björn Björnsson höfundur leikmyndar og Ulla-Britt Söder- lund búningateiknari hafa unnið nokkurt þrekvirki en þau settu saman andrúmsloft liðinnar aldar i þrem löndum jafn lag- lega og kvikmyndin Paradisar- heimt vitnar um. Tónlist Jóns Þórarinssonar er ekki aðeins undirleikur viö kvikmynd, heldur lifleg og undirstrikar merkingu ein- stakra atburða. Af tæknivinnu við Paradisar- heimt er fátt að finna. Marg- rómuð islensk náttúrufegurð nýtist Frank A. Baunscher ágætlega eins og mörgum fyrr. Kvikmyndin Paradisarheimt er eins og andinn i samnefndu verki Halldórs Laxness meö kyrrlátu yfirbragði. 1 henni ger- ast allstór tiðindi án allra upp- þota. Einsýnt þykir mér aö verkið muni falla flestum vel i geö þó fátt sé um barsmiðar ■ eða umbúðamikil ástarævin- ® týri. ' —SKJ |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.