Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. janúar 1981 5 * % ♦ # + 9 ♦ t < • VÍSIR Sfoasta forselaræöa Jimmy carters hjarnorkustriöshættu Carter Bandarikjaforseti flutti i gærkvöldi i sjónvarpi kveðjuræðu sina.en Ronald Reagan mun leysa hann af hólmi i Hvita húsinu á þriðjudaginn. Varaði Carter bandarisku þjóð- ina við aukinni hættu á kjarn- orkustyrjöld, sem gæti — hverja sekúndu sem hún stæði — valdið eins miklu tjóni og siðari heims- styrjöldin. 1 fimmtán minútna langri tölu sinni sagði Carter um kjarnorku- hættuna: „Þaðer aðeins spurning um tima. hvenær brjálsemi, ör- vænting, græðgi eða misreikning- ur leysir þennan ægikraft úr læðingi”. Carter var með alvarlegra bragði. Brosi brá ekki fyrir nema stöku sinnum. Hann varði mann- réttindastefnu sina og sagði að önnur hætta, sem steðjaði að mannkyninu væri spjöll á um- hverfi jarðar og fegurð. Hann sagðist ekki vilja spá fyrir um það. hvort bandarisku gislarnir i íran yrðu látnir lausir fljótlega og bað áheyrendur sina að leggjast á bæn með sér fyrir lausn þeirra. Fjáriagatrumvarp Carters lagl fram Carter Bandarikjaforseti legg- ur fyrir þingið i dag fjárlaga- frumvarp sitt fyrir árið 1982, en niðurstöðutölur þess eru upp á 740 milljaröa dollara. Þar af eru 196 milljarðar ætlaðir varnarmálum. En Reaganstjórnin mun fara sinum höndum um þetta frum- varp, og nokkuð vist, að framlög til varnarmála verði hækkuð, og sennilega mörgu fleiru breytt. Fréttir herma, að á fjárlaga- frumvarpi Carters sé 30 milljarða dollara halli, en á fjárlagafrum- varpinu fyrir 1981 hafði verið 60 milljarða dollara halli og niður- stöðutölur þó aöeins 660 milljarð- ar dollara. Fjárhagsáætlun Reaganstjórn- arinnar fyrir árið 1982 verður sennilega lögð fram i febrúar ein- hvern tima. Reagan þykir knúinn til þess að skera niður útgjöld rikissjóðs, þvi aö hann hefur heitiö kjósendum 10% skattalækkunum þetta árið. Komi ekki til sparnaðar á móti, gæti hallinn farið upp I 100 mill- jaröa dollara.. Fjárlagafrumvarp Carters er sagt taka mið af þeim áætlunum sérfræðinga að verðbólgan sem i nær tvö ár hefur veriö um 12,6% falli niður fyrir 10% á árinu 1982. Um leið er gengið út frá þvi að verði kreppa aftur þetta árið i viðskiptalifinu, en um það eru ekki allir eins bjartsýnir, Crysler enn I kröggum Ein af nefndum Banda- rikjastjórnar hefur mælt meö þvi, að Chrysler verði veitt rikisábyrgö fyrir 400 milljónum dollara til viðbót- ar viö fyrri opinber lán, til þess að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Rikisábyrgðin skal þó bundin þvi skilyrði, að starfsmenn, lánadrottnar og ýmsir viðskiptaaðilar Chryslers samþykki sparnað upp á 1.700 milljónir dollara. Andófsmenn hreinsaðir bun Feliks Serebrov, einn þeirra siðustu, sem enn gengu lausir úr „Helsinki- hópnum”, var handtekinn i siðustu viku, eftir þvf sem kona hans segir. Serebrov, sem er jaröfræð- ingur, fimmtugur að aldri, gekk i mannréttindabarátt- una i fyrra, eftir að margir úr Helsinkihópnum höfðu ýmist verið handteknir eða flæmdir úr iandi. Þessi mannréttindasam- tök voru mynduð eftir undir- ritun Helsinkisáttmálans 1975, þar sem meðal annars var kveðið . á um nokkur mannréttindaatriði. 1977 var Serebrov dæmdur i eins árs fangelsi fyrir að hafa borið á sér falsað vinnu- leyfi, eins og sagt var. Um það leyti starfaði hann i samtökum, sem beindu at- hygli umheimsins á mis- notkun geðveikrahæla i Sovétrikjunum til þess að þagga niður i andófsmönn- um. Eftir aðhann losnaði úr fangelsi, hélt Serebrov þvi starfi áfram. Flestir i þeim samtökum „Vinnunefndina” kölluðu þau sig, hafa verið han dteknir á siðustu mánuðum.. - Yflrheyrslum yfir Haig lýkur I dag Utanrikisnefnd Bandarikja- þingsgreiðir i dag atkvæði um út- nefningu Alexanders Haigs til utanrikisráðherraembættisins, og þykir nær vist, að hún verði samþykkt. Að visu þykja nokkrir demó- krataþingmenn, sem eru i minni- hluta i nefndinni, liklegir til að greiða atkvæði á móti, en meiri- hlutinn lætur sér útnefninguna vel lika. Flestir nefndarmenn hafa farið aðdáunarorðum um hvernig Haig stóð af sér orrahriðina, meðan þingmenn yfirheyrðu hann i þaula. Samtals stóðu yfir- heyrslurnar i 32 stundir og þykja það lengstu yfirheyrslur yfir utanrikisráðherraefni, svo að menn muna. Haig var sá ráöherra Reagans sem mestur styrr stóð um, vegna starfs sins i Hvita húsinu i for- setatfð Richard Nixons, þegar Watergatehneykslið stóö sem hæst. Eins þótti sumum hann vilja fylgja æði harðri stefnu gagnvatSovétrikjunum og i varn- armálum. En tveir þingmenn, sem áður Nancy og Reagan \ lll Wasnington Ronald Reagan kom tilj Washington i gærkvöldi tii þess að j undirbúa eiðtökuna og forseta-j skiptin. Sagðist hann hlakka tii aðj byrja. Með þau Nancy og Ronald! Reagan var flogiö frá Los Ange-j les í Air Force One, einkaþotuj Bandarikjaforseta, sem Carterj forseti léði þeim. Þau voru kvödd af Los Angeles-j búum við hátiðlega athöfn. voru andvigir útnefningu Haigs, | hafa látið á sér skilja, aö þeir ihugi að greiða honum atkvæði, eftir að hafa heyrt svör hans við | fyrirspurnum nefndarmanna. Næst mun þingnefnd taka til umfjöllunar útnefningu Jeane Kirkpatrick, sem Ronald Reaean tilnefndisem sendiherra USA hjá Sameinuðu þjóðunum, og eina demókratann á ráðherralista Reagans. Rauöu herdeildírn- ar lofuðu aö láta dömarann lausan eftir birtingu blaöagreina Rómarblaðið „II Messaggero” barst simleiðis i gær tilkynning, sem sögð var i nafni Rauðu her- deildanna, og var þar boöað aö dómaranum Giovanni D’Urso yrði sleppt i dag. Þegar siðast fréttist hafði þó ekkert sést til hans og vildi For- lani, forsætisráðherra, draga I efa, að simaboðin væru ekki gabb. Lögreglan telur þó, aö þau hafi verið gild. 1 orðsendingunni var sagt, aö dómarinn hefði verið „náðaður” af dauðarefsingunni til aö sýna „örlæti” Rauðu herdeildanna. Sá kvittur komst á kreik i gær, að D’Urso hefði verið sleppt, og að hann lægi á sjúkrahúsi i Róm, en þær fréttir voru bornar tií baka. Svo virðist, sem ræningj- arnir ætli aö standa viö loforö sin um að sleppa dómaranum, eftir aö tvö af stærri blöðum Italiu höfðu birt áróðursyfirlýsingar fangelsaðra félaga þeirra. Hvda húsið Nefnd sú, sem undirbýr hátiöarhöldin vegna em- bættistöku Ronald Reagans, hefur séð sig knúna til þess að verja það, að Frank Sinatra skulihafa verið falin stjórnun hátiðarinnar. Sinatra hefur mjög veriö orðaður viö mafiuna. — En nefndarformaöur sagði, að ráðning Sinatra hefði verið fastmælum bundin, áður en það komst i hámæli, að Sinatra kynni að vera nátengdur mafiunni. Meðal annarrra skemmti- krafta, sem ráðnir hafa veriö til hátiðarinnar, eru Dean Martin, Stevie Wonder, Charlton lleston og Debbie Boone. Slnaira og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.