Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 15. janúar 1981 vtsm J>aö ep ekki tll nema ehm séra Matmías” Matthias Jochumsson: LJÓÐ — úrval. Ólafur Briem bjó til prentunar. Rannsóknarstofnun i bók- menntafræöi og Menningarsjóö- ur gáfu út 1980. Þegar leiö aö siöustu jólum, þá dagana sem sextiu ár voru liöin frá láti séra Matthiasar Jochumssonar, kom út allstórt úrval af ljóðum þjóöskáldsins á vegum Rannsóknarstofiiunar i bókmenntum og Menningar- sjóös — einn þeirra góöu ávaxta, sem samvinna þessara stofnana er aö bera þessi árin. Ólafur Briem bjó verkið til prentunar og valdi ljóöin meö góðri leiðsögn og samdi ýtar- lega inngangsgrein um Matthi- as og skáldskap hans, og er rit- gerð þessi hartnær hundrað blaðsiöur i bókinni, sem er alls um 400 siður, ákaflega vönduö aö ytri búnaði og falleg, og enn vandaöri að öllum innri frá- gangi, textagerö, handritarann- sókn og prófarkalestri, svo að viö fyrsta yfirlestur fann ég varla hnökra, og er slikt harla fátitt. Ljóðasafn séra Matthiasar allt er svo viðamikið og stórt, og auk þess sundurleitt og misjafnt að gæöum, aö hætt er við að mönnum vaxi þaö i augum að halda viö kynnum sínum af þjóöskáldinu með lestri þess, og þvi er hætta á, að þaö fyrnist i hugum landsmanna, ef ekki er hendi nær staðgott og vandaö allstórt úrval úr ljóöum þess. Svo hefur satt aö segja ekki ver- iö hin siöustu ár. Nú er úr þvi bætt meö frábærum hætti. Þarna getur lesandi fengiö i senn greinargóðan leiöarvi'si um lif, starf og ljóðagerö Matthiasar og hin bestu ljóö hans i einni vænni bók. Þessi út- gáfa hefur alla burði til þess að veröa kjörgripur á hverju is- lensku heimilisbókasafni um langa tiö. Þetta er fjórða úrvalssafn is- lenskra ljóðskálda meö vand- aöri heimanfylgd, sem Rann- sóknarstofnun i bókmennta- fræði lætur frá sér fara og er aö minu viti nauösynlegast þeirra allra vegna þess hve Matthias var afkastamikiö og misgott ljóðskáld. Hin ljóðskáldin, sem eru i þessum flokki og áöur út komin, eruJóná Bægisá, Bjarni Thorarensen og Daviö frá Fagraskógi. Þau úrvöl voru 1., 2. og 3. bindi þessarar útgáfu „islenskra rita”, en 4. bindið sögur Þorgils gjallanda og 5. Sagnadansar. Matthias er þvi 6. bindið. Ritstjórn þessarar út- gáfu hafa þeir Njöröur P. Njarövik, Óskar Halldórsson og Vésteinn ólason. Eins og Ólafur Briem bendir réttilega á i aöfararorðum sin- um um útgáfuna, er „úrval úr ljóöum Matthiasar óvenju mikl- um vandkvæðum bundið”. Matthias var andleg hamhleypa og háfleygt hughrifaskáld og orðgnóttarmaður en ekki band- ingi sjálfsaga eöa kröfuharöur svarfmeistari. I einu og sama kvæöi hans er oft að finna svo andrika snilli, aö menn standa á öndinni, en einnig háfleyga orö- ræðu og málróf, hversdagslegt tal. En þaö er andrikið og snilli- gáfan, sem verður mælikvaröi á skáldskap hans. Mjög fá kvæöi hans eru gerseman fullkomins skáldskaparforms eöa sorfnir gimsteinar máls og hugsunar sem heild, en þó eru þau til. Ef stefnaættiaðþvi markmiöi I úr- vali aö koma til skila gersemum náöargáfunnar og hátindum innblástursins i skáldskap Matthiasar yröi aö gera annaö hvort að birta aðeins einstakar visur eöa ljóölinur og kurla kvæöin þannig sundur eöa birta mörg og löng kvæöi sakir nokk- urra ljóðlina i þeim, en þá vofir sú hætta yfir, aö oröaflóð kæfi lifsandann. Hvorugt er þvi i raun og veru frambærilegt verklag viö úrvaliö, enda reynir Ólafur aö fara aöra og farsælli leið, velja aöeins þau kvæöi, sem eru best heildarverk eða geyma svo mikil tilþrif, að ekki veröur fram hjá gengið, en sleppa ööru, þótt hætta sé á „að ekki verði unnt aö halda til haga öllum gullkornum i ljóöum skáldsins”. Ólafur segist hafa farið mest eftir östlundsútgáfunni viö frá- gang kvæðatexta, svo og öörum bókum, sem Matthiasi entist aldur til aö fjalla sjálfur um, en þau kvæöi sem hér eru valin, en ekki er aö finna i þessum bók- um, séu oftast prentuð eftir út- gáfu Arna Kristjánssonar. Þá hefur Ólafur kannaö hið mikla handritasafn Matthiasar sem geymt er í Handritasafni Landsbókasafns og rýnt i texta þeirra kvæöa, sem þar eru og hann tók í úrvalið. Þar segir hann að finna um 50 þeirra 120 kvæða, sem eru i þessu úrvali og reynt sé aö fylgja þvi oröalagi sem Matthias haföi á þeim i siö- ustu gerð eftir þvi sem auöiö er aö rekja. örfá kvæöi eru nokkuö stytt en þess jafnan getiö. Um þaö segist Ólafur hafa haft náin samráð viö Kristján Arnason, sonardótturson skáldsins. Aftast i bókinni er skrá um rit Matthiasar og heimildir um hann og verk hans gerð af Ólafi Pálmasyni. 1 fyrsta kafla inngangsrit- gerðarinnar er fjallað um ein- staka og stórbrotna andagift og innlifunargáfu Matthiasar og málsnilld hans, og hæfirþað vel, þvi aö þar er um að ræöa kjarna skáldskapar hans. Þar næst er fjallaö um afstöðu og skyldleika skáldsins viö önnur skáld í sam- tima og fortið, siöan um lifs- reynslu hans og hlut hennar i kvæðunum — ættjaröarinnar, náttúrunnar og lifsins. Ólafur bendir glögglega á, að Matthi'as sé „mannsins skáld”, eins og Steingrimur J. Þorsteinsson hefur rækilega rökstutt i riti sinu um Matthias. Loks eru kaflarum trúarskáldskapinn og þýöingarnar en skáldferill Matthiasar rakinn aö lokum. Þaö sem mér finnst mest til um i þessari ritgerö um Matthi- as er hve skilrik hún er og laus viö langsóttar skýringar og vafninga. Fyrir bragöiö veröur hún afar gagnlegur lykill al- mennum lesanda að bestu kvæðum Matthiasar, skilningi á þeim og gerö þeirra. Ólafur bendir glögglega á þá merkilegu staðreynd hve Matthias — hrifnæmastur allra skálda — var sjálfstæöur og óháöur áhrifum af öörum skáld- um. Þetta tvennt fer sjaldan saman og sýnir stærö hans. Skyldleiki hans viö islensk sam- timaskáld viröist mestur viö Gröndal, en það er aöeins sam- leiö ákveöinna persónuein- kenna. 1 trúarskáldskapnum kemur þetta sama fram. Þar er Matthias svo frjáls i hugsun og viðhorfum, að hann á fáa eða enga sina lfka sem sálmaskáld. Hann var svo kreddulaus og ó- háöur bibliulegum kennisetn- ingum og „orðinu” aö andlegt frelsi á varla betri fulltrúa. Þó tileinkaöi hann sér öllum betur mannlegan kjarnaboöskap kristindómsins, færði hann heim í fullum skilningi, og hóf hann i nýtt veldi i sálmaskáld- skap.sem bereinsog gull af eiri I trúarlegri túlkun tslendinga eftir Hallgrim Pétursson og kemst nær hjarta samtiðar- manna sinna en nokkurt annað Islenskt trúarskáld. Frelsi hans i krafti skáldlegrar andagiftar og tárhreins trúarsannleika og mannlegra samkennda I hjart- ans einlægni var svo mikið, aö það hrein ekki á honum fremur en ryð á skiru gulli, þótt hann misbyöi „oröinu” eins og þaö stóö i bibliunni, svo harkalega, aö hann hlaut hneykslun og for- dæmingu skriftlærðra. Persónulega þykir mér mest- ur féngur aö umfjöllun Ólafs Briem um ljóðaþýöingar Matthiásar, einkum hve hann styður þaö augljósum saman- buröardæmum, hvilikt vald hannhaföi á birtingu hugmynda i máli og lifsmyndum og gerði hvort tveggja aö skila kvæöis- efniog blæ af trúleik og islenska þaö i fullri merkingum svo aö fyrir hugskotssjónum okkar blasa viö miklu hugtækari og snjallari myndir en i frum- kvæöi, en þaö er auövitaö ekki þar meö sagt, aö viö getum dæmt um það, hvort þýöingin sé i raun betri en frumgerö, þótt hún sé okkur nærtækari og virö- ist þvi snjallari. t úrvalinu er hlutur þýöinganna lika mikill eða allt aö þriöjungi og sýnir það athyglisvert sjónarmið, sem á fullan réttá sér til þess aö sýna, hver Matthias var. Þaö yröi of langt mál i þessu spjalli aö rekja þá kvæöaskrá, sem talin er hiö besta eftir Matthias iþessu úrvali,en hvort sem þar er til skila haldið öllu sem máli skiptir eöa ekki, lokar maður bókinni sannfærðari um það en nokkru sinni fyrr, að þaö er og var aöeins til einn séra Matthias I skáldskaparheimi okkar íslendinga, og orð Grön- dals, er hann hálfrimaði i gam- ansömu ljóðabréfi til Matthias- ar einhvern tima, koma i hug- ann. Þau eru á þessa leiö aö mig minnir: Þótt íslendingar á einu fleti allir lægju meðsama nafn og Matthias þeirra hver og einn héti og það væri skrifað i bókasafn ekkert hef ég um þetta f jas, það er ekki til nema einn séra Matthias. Andrés Kristjánsson. i ÞJÓBSAGA GEFUR ÖT ] j ÞJÖBSOGUR SIGFÚSAR í | Eftir að grein um útgáfu þjóösagna Ólafs Daviössonar birtist i J | Visi fyrir nokkrum dögum, hringdi Ilafsteinn Guðmundsson J | framkvæmdastjóri Bókaútgáfunnar Þjóðsögu til mín vegna um- j | mæla minna um nauösyn á útgáfu þjóösagnasafns Sigfúsar Sig- J ■ fússonar og lét þess getið, aðsú útgáfa væri einmitt i prentun hjá I ■ Þjóðsögu, og mundu fyrstu bindi væntanlcga koma út á næsta I j hausti, en þau munu alls verða átta. Óskar Halidórsson annast | útgáfuna aöallega. — Þá lét Hafstcinn þess getiö, af þvi að það j j kemur ekki fram i útgáfu þjóðsagna ólafs, að Einar Sigurðsson j I hefði tekiö saman hinar ýtarlegu nafna-, flokka- og atriðaskrár, j I sem eru i siðasta bindinu. A.K. | Bankavlðskipti unflir ráöstjórn afgreiðsiu Landsbankans Bankakerfið virðist vanta leiðsögn um framhald peninga- viðskipta á þessu ári. Orðræður ráöherra og vangaveltur um margvislegt gengi peninga, hefur sett lánastofnanir út af sporinu. Fullar verðbætur á sex mánaöa innstæður setja bank- ana jafnframt i þann vanda aö þurfa.að sækja tekjur á móti til almennra viðskipta á sviöi vixla og hlaupareikninga sem hafa verið einstaklingum og fyrir- tækjum til hagræðis. Nú virðast verðbætur, sem munu ná til inn- stæðna, ætla að setja þessi mál endanlega úr skorðum með þeim hætti, að annað tveggja verður að leggja vixla og hlaupareikninga niður eða finna þeim stað i verötryggingarkerf- inu sem getur reynst erfitt. Verðtryggður vixill yrði að likindum að hljóða á upphæð, sem næmi nokkru hærri upphæð en þeirri sem kæmi til útborg- unar að frádregnum vöxtum, svo næmi áætlaðri verötrygg- ingu og hlaupareikningar yröu færðir til samræmis verðtrygg- ingu með likum hætti (úrtökum) og útreikningur vaxta. Allt mundi þetta fiækja máiin veru- lega og valda erfiðleikum og skriffinnsku úr hófi. Það er þvi ekki einugis unnið af fullum krafti að þvi að millifæra fé frá fyrirtækjum i rikishitina. heldur er samhliða verið aö gera fyrir- tækjum erfitt fyrir aö starfa frá degi til dags. Það liggur i augum uppi að fjármagnshreyfingar fyrir- tækja eru það örar, að þau eiga þess engan kost að taka kannski verötryggt lán fyrir hádegi, borga það eftir hádegi og efna sér i nýtt lán rétt fyrir lokun. En eins og þessi mál eru i pottinn búin núna virðist aðeins um að ræða verötryggð lán I bönkum. öllu öðru hefur verið varpað á dyr. Nú er það staðreynd að marg- ur einstaklingurinn slær vixil tii að bjarga sér i tvo eða þrjá mánuði. Varla er svo keyptur smálegur hlutur, að ekki séu boðin afborgunarkjör, þar sem vixlar eru notaöir, og i öllum meiriháttar viðskiptum er notast við vixla. Nú munu bank- ar láta liklega með að halda áfram að kaupa svonefnda vöruvixla til tveggja mánaða. Ekki verður séð hvernig bankar geta verðtryggt þá, sem þó hlýtur aö vera nauðsynlegt, fyrst færa á öll bankaviöskipti yfir á sviö verðtryggingar með hinum sérstöku inniánskjörum. Hlaupareikningsviðskipti eru nauðsynleg fyrirtækjum. Ekki verður séð aö gert sé ráð fyrir þeim i hinum nýju tillögum um verðtryggingu bankafjár. En þessar ráöstafariir skiljast náttúriega allar, þegar haft er i huga þaö andrúmsloft sem ríkir I stjórnarherbúðunum í garð at- vinnurekstrar i landinu. Þar eiga þeir engan taismann og þar þykir fínt aö þrengja svo að þeim, að þeir beri sig ekki. Þrátt fyrir erfiðleika viröast þó atvinnuvegirnir hafa baslast sæmilega fram að þessu. En nú á með skipulegum hætti í gegn- um bankakerfið að þrengja enn betur að atvinnuvegunum með þvi að loka að mestu fyrir venjuleg bankaviðskipti en taka i þess stað upp verötryggingar- kerfi sem er svo þungt I vöfum, aö þeir sem þurfa að færa til peninga frá degi til dags hafa þess engin not. Helsti banki landsins hefur fengið hugmyndasmið hins nýja bankakerfis fyrir formann bankaráðs. Lúðvik Jósepsson héit nýlega fyrsta fund banka- ráðs Landsbankans og flutti þar „pepp” ræðu um að nú yröi að láta hendur standa fram úr ermum. Hvaða ermum er manni spurn? Lúðvík er frægur fyrir að búa til kerfi ofan á kerfi sem ekkert hafa dugað meöan á ráðstjórn Alþýðubandalagsins hefur staðið. Kerfi Lúðviks hafa einugis dugað til að sökkva okk- ur lengra niörf svað skriffinnsku og verðbólgu. Svo mun enn veröa. En þessi maður, sem er frægur fyrir að reikna sinar prósentur sjálfur, mun i frapi- tiðinni litiö þurfa að reikna annað en verðtryggingu út frá daglegum viðskiptum. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.