Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 11

Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. janúar 1981 Næslu ttyggingarsvæöi í Reykiavík: „Þessi svæðl aðskilia sig kostn- aðarlega - segir Guðrún Jónsdóttir. forstððumaður Borgarskipulags um pá ákvörðun að dyggt verði næst áSelás og Ártúnssvæðinu Artúnssvæöið: annað af tveimur svæöum, sem ákveöiö hefur veriö aöbyggja á næstunni. Visismynd:EÞS VÍSIR „Þessi tv5 svæði, Selássvæðið og Artiínssvæðið hafa verið til umfjöllunar hjá Skipulagsnefnd Reykjavikurborgar að undan- förnu. Það er þegar búið að samþykkja Selássvæðið sem byggingarsvæði en það er beint framhaid af byggðinni i Selási, yfir ásinn i áttina að Rauðavatni. Hinsvegarer ekki enn búið að af- greiða Artúnssvæöið sem bygg- ingarsvæði, en það verður væntanlega tekið fyrir á fundi Borgarstjórnar á morgun (fimmtudag)” sagði Guðrún Jónsdóttir forstöðum aður Borgarskipulags er Visir ræddi við hana um næstu byggingar- svæði i höfuðborginni. Athugunarsvæði ,,Við höfum gert athugun á byggingarsvæðum innan borgar- markanna og höfum kallað þessi svæði Athugunarsvæði” sagði Guðrún. ,,Við höfum nefnt þetta athugunarsvæði 1-13 og gert kostnaðarsamanburð við að gera þessi svæði byggingarhæf. Þessi samanburður á kostnaði og ýmsu öðru s.s. þjónustuþáttum hefur skilað þvi að þessi tvö svæði eru ódýrari en önnur og liggja betur við. Þau heita samt enn athug- unarsvæði hjá okkur og er ekki vistaðalltathugunarsvæðið verði byggingarsvæði, það getur verið að þar komi inn mörk á útivist og öllu mögulegu sem gangi inn i þetta.” — Er til i dæminu að næstu byggingarsvæðii Reykjavik verði önnur svæði en þessi tvö? „Þessi tvö svæði eru þau sem aðskilja sig kostnaðarlega og i okkar athugunum höfum við einkum beint á þessi svæði aug- unum i sambandi við næstu bygg- ingarsvæði, og við mælum með þvi að næstu ára úthlutanir fari fram þarna”. — Nú talar þú um 13 byggingar- svæði eða athugunarsvæði, hver eru hin? „Ef þú athugar borgarmörkin þá eru þau upp við Korpúlfsstaða- land, þar er endinn á borginni i þá áttina, siðan förum við upp i Lambahaga og siðan yfir i Reynisvatn. Allt þetta landssvæði og raunar allt landssvæði innan borgarmarkanna hefur verið athugað. Svo eru auðvitað stór landssvæði innan borgarmark- anna sem er nú þegar ljóst að verður aldrei byggt á t.d. Rauð- hólasvæðið, Heiðmörkin og allt það svæði. Við erum þvi raun- verulega komin i austurmörk þegar við tölum um Selásinn, þá erum við komin að mörkum þess sem hægt er að ræða um sem byggingarsvæði i Reykjavik, i þá áttina”. „Siðan kemur til ákvörðun um það hvað við förum langt inn á Hólmsheiði, hvað við viljum byggja i mikilli hæð yfir sjávar- máli og þar höfum við myndað okkur ákveðna skoðun um það hvað er hægt að fara hátt. Við töl- um um 130 metra hæðarmörk sem efstu mörk byggðar og á þennan hátt höfum við afmarkað svæðið sem okkur finnst að þurfi að athuga nánar sem bygginar- svæði. Siðan á eftir að raða þessu saman i timaröð. Það er hægt á ýmsan máta en er háð fram- kvæmdaáætlun, byggingarhraða og ýmsu sliku hvernig það verður gert.” -gk 0=19.00 Fundurum tlluuuæáiuBU Leiðir tölvuvæðingin til atvinnuleysis - styttri vinnutíma - bættra lífskjara. Leysir tölvuvæðingin starfsgreinar af hólmi? FRAMSÖGUERINDI: Magnús L. Sveinsson Pétur H. Blöndal Sigfinnur Sigurðsson Reynir Hugason formaður Vfí. framkv.stj. Lffeyrissj. Vfí. hagfræðingur VR. verkfræðingur Hótel Saga, Súlnasalur fimmtudaginn 15. janúar 1981, kl. 20.30 Fundurinn er öllum opinn Viltu vinna Colt eins og Valgeröur? • Taktu þátt í áskrifendagetraun Vísis • AUir, sem gerast áskrifendur Vísis í þessum mánuöi geta unniö Vísis-Coltínn • Líka gömlu áskrifendumir • Vertu Vísis-áskrifandi • Askriftarsími 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.