Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 15
VISIR Fimmtudagur 15. janúar 1981 Fimmtudagur 15. janúar 1981 VISIR 15 14 Verkstjórarnir Vilberg Ágústsson og Gunniaugur Pétursson sem stjórna snjórufiningsdeiidinni. Visismynd G.V.A. i gærmorgun voru karlarnir mættir til vinnu kl. 4 og hér sést er verift er borgarinnar. afi moka salti upp á einn beirra fiögurra bila sem dreifir þvi á götur Visismynd Emil. Og áfiur en lagt er af stafi á saltbilunum þarf afi athuga hvort dreifibúnafiurinn er ekki f gófiu lagi. Visismynd Emil. Slappafi af yfir bolla af kaffi i „bækistöfiinni” vifi Ellifiaárvog. Visismynd G.V.A. Visismynd G.V.A. Þeir gáfu sér tima til afi stilla sér upp til myndatöku vifi „bækistöfiina". iRIDDARAn QÖTUHHAR „Jú, sennilega verður að telja þetta vanþakklátt starf sem við vinnum, að minnsta kosti heyrum við ávallt mun meira af kvörtunum yfir okkar 'vinnu en að einhverjir þakki okkur fyrir. Þó kemur það fyrir, en það má telja þau skipti og hitt fólkið er alltaf háværara”, sögðu starfsmenn snjó- ruðningsdeildar Reykjavikurborgar er við ræddum við þá i bækistöðvum þeirra við Elliðaárvog. Þeir voru i kaffi þegar okkur bar að garði og drukku kaffið sitt i bækistöð- inni sem er gamall og lúinn skúr svona ca. 12-13 fermetrar að stærð. „Þetta er engin aðstaða sem við höfum hérna, ekki einu sinni hægt að þvo sér um hendurnar og við förum út og pissum upp i vindinn þegar við þurfum að kasta af okkur vatni”. Ýmsir erfiðleikar Það kom fram i spjalli okkar við þá sem þarna starfa að þeir eiga við ýmsa erfiðleika að etja i starfi sinu og voru ekkert aö fara i felur með það. „Það versta er þegar bilum er illa lagt i þröngum götum”, sagði Vilberg Ágústsson verk- stjóri þeirra. „Við getum imyndaö okkur hvernig vinnu- skilyrði það eru þegar við þurf- um að ryðja snjó af 6 metra breiðri götu þar sem bilum er illa lagt beggja megin, og tönnin sem rutt er með er hálfur fjórði meter á breidd. Þá er ýmislegt annað sem pirrar okkur eins og til dæmis þegar menn sýna það, að þeir hafa engan skilning á starfi okkar”. „Já, hugsaðu þér drengur, að menn skuli geta verið að hamast á flautunni á bilum sin- um fyrir aftan okkur þegar viö erum að ryðja”, sagði nú Hall- dór Gunnarsson, einn af bil- stjórunum sem þarna voru i kaffinu. „Tillitsleysið er algjört gagnvart okkur. Þaö er engu likara en fólk haldi að við séum að ryðja göturnar fyrir okkur og okkur til skemmtunar en ekki i þeim tilgangi að umferð geti gengið greiðlega”. Upp i 19 tæki Þegar snjóar hressilega i höfuðborginni og snör handtök Texti: Gylfi Kristjánsson þarf við ruðninginn eru 19 vinnutæki i mokstrinum. 7 bilar, tveir heflar, 9 hjólaskóflur og ein jarðýta. Annars er tækja- kosturinn sem notaður er við gatnahreinsunina dags daglega mun minni. „Þetta er gamall tækjakostur sem við höfum”, var svarið þegar við spurðum um ástand þeirra véla sem þeir hafa yfir að ráða. „Hann stendur þó fyrir sinu, enda er honum ekki lagt fyrr en hann kemst á giftingar- aldurinn”, bættu þeir við hlægj- andi. Dýrt að ryðja göturnar Éngar nákvæmar tölur liggja fyrir um kostnaðinn við að ryðja og moka snjónum af götum höfuðborgarinnar, en þó er talið að hann nemi 7-10 milljónum á dag þegar allt er á fullri ferð. Þegar snjóað hefur er vinna hafin.kl. 3 að nóttu með þvi að einn úr hópnum fer á kreik og kannar ástandið, en það er reyndar gert hverja einustu nótt. Þegar þessi maður hefur kynnt sér færðina og ástæða er til að kalla út allt tiltækt lið hefja menn vinnu kl. 4 og ef vel gengur er búið að ryðja allar helstu götur 6-8 klukkustundum siðar ef ekkert bætist við af snjó á meðan. Saltausturinn Sl. vetur voru borin á götur Reykjavikur hvorki meira eða minna en 3855 tonn af salti hvort sem menn trúa þvi eða ekki, og sennilega verður sú tala ekki lægri i vetur. Við þetta starf eru notaðir fjórir bilar á hverjum degi og á kvöldin og um helgar eru farnar aukaferðir á leiðir strætisvagna. Þessir fjórir bilar eru ekki lengi að aka út þeim 50 tonnum sem á eru bornir i hverri umferð, hver bilanna ek- ur i ákveðin hverfi og menn eru orðnir „rúteneraðir” i þessu starfi. „Það kemur fyrir að við erum húðskammaðir fyrir saltaustur- inn, bæði er hringt hingað og svo fáum við orð i eyra, þegar við erum að vinna”, sagði Halldór Gunnarsson. „En við erum undirmikilli pressu frá SVR um að vera fljótir að salta þeirra leiðir og ef það bregður eitthvað út af þá keyra strætisvagnarnir ekki. Auðvitað vita allir hvað saltið er hvimleitt, en spurning- in er bara, hvað er hægt að gera i staðinn fyrir að salta?” í malbikið Þegar snjóa leysir á vorin snúa karlarnir i snjómoksturs- deild sér að öðrum störfum. Þeir vinna allir við malbikunina á götunum á sumrin, og er þvi sanni hægt að segja að þeir séu „riddarar götunnar” i höfuö- borginni. gk—.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.