Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 15. janúar 1981 vfsm 19 Fransie Geringer er sköllóttur, tannlaus og hrukkóttur. Hann lit- ur út fyrir að vera áttræöur en er þó enginn öldungur þvi hann er aðeins sjö ára gamail. Fransie er haldinn afar sjald- gæfum sjúkdómi sem gerir það að verkum að likami hans eldist með ógnarhraða og læknar segja, að einhvern tima á unglingsárunum muni hann deyja úr elli. En þrátt fyrir þetta er enga sjálfsmeðaumkvun að finna i fari drengsins. Hlátur hans og geð- prýði lifgar alla upp sem um- gangast hann og eftir honum sjálfum er haft, að vorkunnsemi bæti ekki úr sinum vandamálum. „Mér finnst ég ekkert vera öðruvisi en aðrir þrátt fyrir útlitið og mér er sama hvað læknarnir segja, mér mun batna bráðum”, segir hann. „Ég veit að mér mun batna þvi að ég trúi á að Jesús geri kraftaverk. En samt sem áö- ur, þótt mér batni ekki er það allt i lagi þvi þá fer ég til himnarik- is”, segir þessi litli drengur sem er uppáhald allra i fjölskyldunni. „Hann reyniralltaf að lifga upp á tilveruna og er mjög hjálpsam- ur við aðra”, segir faðir hans Herman og móðir hans Magda bætir við, að hann deili öllu sinu með öðrum börnum. En sum börn hafa þó ekki skiln- ing á þvi hvers vegna hann er öðruvisi en aðrir. Og til aö forðast særindi gengur Fransie ekki i skóla heldur kennir móðir hans honum á heimili þeirra i Orekney i Suður-Afriku. Þegar hann var fimm ára gam- all fór hann að gera sér grein fyrir ástandi sinu, að sögn móður hans. „Ég var vör við, að hannn horfði á önnur börn og siðan leit hann á hendur sinar eða i speg- il.Ég gleymdi aldrei deginum sem hann kom til min með angist- arsvip og spurði: „Mamma, af hverju er ég svona ljótur?”. Ég reyndi að útskýra sjúkdóminn fyrir honum og sagði honum aö fyrir mér væri hann ekki ljótur. Hann grét svolitiö og siðan náði hann sér aftur og hefur ekki minnst á þetta sfðan. Fransie heyrist aldrei kvarta jafnvel þótt hann fái slæm höfuð- veikiköst. Þá segist hann aðeins þurfa að leggja sig og biður fólk um að hafa engar áhyggjur af sér. Og þrátt fyrir þennan hræði- lega sjúkdóm er hann alltaf i góðu skapi. „Hann er sólargeislinn i fjölskyldunni”, segir Magda Ger- ingar. 99 Vorkunn- semi læknar mig ekki — SEGIR SJÖ ÁRA DRENGUR SEM ER AÐ DEYJA ÚR ELLI Fransie er kátur þrátt fyrir sjúkdóm sinn. Hér er hann með 9 ára bróð- ur sinum Paui. Innfeilda myndin sýnir Fransie tveggja ára, en þá bar hann engin merki þess að hann gengi með þennan hræöilega sjúkdóm. Dr. Kristján Éldjárn fyrrum forseti islands heiðraði samkomuna með Svavar Gests stjórnaði málverkauppboðinuaf röggsemieins oghans var von og visa. nærveru sinni oghér er hann Ihópi Njaröarféiaga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.