Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 15.01.1981, Blaðsíða 16
varasamir Félag Farstððvaeigenda á fslandi: Nýir féiagar velkomnir brautir, glannaskapur við gang- brautir, óþolinmæði viö um- ferðarljós og fleira kemur upp i hugann þegar mér verður hugsað um framkomu þeirra. Yfir höfuð eiga þessir menn það sameigin- legt að vera tillitslausir ökumenn og ef ég man rétt eru þeir oftar viðriðnir árekstra og óhöpp en fjöldi þeirra gefur tilefni til. Margrét Hrönn Helgadóttir viö F.R. 200 IReykjavík, en þar er veitt þjónusta við félaga I Reykjavik. s aíiap í umferDinnl Vegna fyrirspurnar sem birtist hér á lesendasiðunni sl. föstudag um það, hvernig hægt væri að komast i samband við talstööva- klúbba, sem starfandi eru hér á landi hefur Jónas Bjarnason, framkvæmdastjóri Felags far- stöðvaeigenda á islandi, sent okkur eftirfarandi grein til birt- ingar: Félag farstöðvaeigenda á ís- landi, skammstafað F.R., var stofnaö22. febrúar 1970. Félagið á þvi bráðlega 11 ára afmæli. A þessum tima höfum viö vaxiö úr þvi að vera klúbbur áhugasamra notenda iReykjavik og nágrenni i landsfélag, sem f dag er skipt i 18 deildir með aðalskrifstofu i Reykjavik. Að auki höfum við umboðsmenn bæði innan deilda og utan, þar sem strjálbýlt er. Félagsmenn okkar eru f dag liðlega 6000. Félagið er þannig uppbyggt, aö á aðalfundum deilda eru kosnir fulltrúar á árs- þing, sem siöan kýs landsstjóm á hverjum tima. F.R. rekur radióþjónustu fyrir félagsmenn um land allt i sam- vinnu viðdeildir og umboösmenn. öll slik vinna er innt af hendi af sjálfboðaliðum og yfirleitt er tækjabúnaður fjármagnaður af landsfélaginu. Fyrir utan radióþjónustuna býður félagið upp á viöamikiö félagsstarf innan deildanna. Félagsf undir, fræðslufundir, skemmtikvöld og námskeið ásamt tæknilegri aðstoð i sam- bandi við búnaö. Blað félagsins RÁS-6, kemur minnst út fjórum sinnum á ári og flytur fréttir og fróðleik. Árlega er gefið út félagatal sem oft hefur verið nefnt handbók. Allt er þetta félagsmönnum að kostnaðar- lausu. Arlegir viöburöir eru Sumarhátiö i Galtalækjarskógi ásamt árshátið sem haldin er i febrúarmánuði. Aö auki má nefna afsláttarkerfi frá og með 1. febrú- ar nk. þar sem félagsmönnum F.R. er gefinn kostur á afslætti á ýmsu, er viðkemur talstöðvum sinum og annarri þjónustu. Allt frá upphafi hefur félagið komið fram sem hagsmunasam- tök þeirra, sem eiga og reka al- menningstalstöðvar, gagnvart Póst og si'mamálastofnuninni. Stór áfangi náöist i baráttunni viö yfirvöld með útkomu reglugerðar 19. desember 1979, en með henni var fengin full viðurkenning á 40 rása talstöðvum með óskertu út- gangsafli. F.R. vinnur einmitt nú af fullum krafti að þvi að afla félagsmönnum enn frekari rétt- inda hvað varðar tæki og reglu- gerðir. Félag farstöðvaeigenda á ís- landi er viðurkenndur tengiiiður við Almannavarnir rikisins, Slysavamafélag íslands og önnur félög og stofnanir af þvi' tagi. Þessir aðilar ásamt Félagi Is- lenskra bifreiðaeigenda, hafa gert með sér samstarfssamninga, sem t.d. fela i sér gagnkvæma samninga um rásir. F.R. hefur aðsetur að Síðumúla 2 i Reykjavik. Skrifstofan er opin daglega kl. 13-17.00. Siminn er 91- 34100. Utan þess tima er simsvari er gefur helstu upplýsingar. Félagsgjaldið 1981 er nýkrónur 120.- Nýir félagsmenn eru ávallt vel- komnir. BARSMÍÐAR UNGLINGA A GAMLA FÓLKINU Reykvikingur skrifar Ég er oft að brjóta heilann um þaö hversu heppinn maöur ég er að þurfa ekki aö aka mikið um götur heimabyggðar þeirra bila sem bera einkennisstafinn G. Nóg finnst mér að þurfa að deila meö þeim að talsverðu leyti götum Reykjavikur þvi mér virðist sem ökumenn þessara bila séu þeir til- litslausustu I umferðinni. Ekki veit ég hvað veldur þvi að svo fjölmennur hópur ökumanna getur fengið á sig þennan ljóta stimpil en ég hef sjálfur marg- reynt að þeir eiga hann skilið, þvi miður. Mesti ljóðurinn á akstri þeirra er hversu tilhtslausir þeir eru, það er engu likara en þeir haldi að bókstafurinn G á númeraplötum þeirra veiti þeim einhvern for- gang og undanþágu frá þvi að þurfa að fara að lögum og reglum og sýna almenna kurteysi og til- litssemi. Svinbeygjur þeirra inn á aðal- Gefum fuglunum Anna dýravinur hringdi. Viljið þið á VIsi ekki koma þviá framfæri við fólk að það hugsi beturum smáfuglana en það ger- ir. Mér rennur til rifja að sjá aumingja smáfuglana sem eru yndi okkar á sumrin þjást I vetrarkuldunum sem hafa veriö að undanfömu. Ef fólk leggur sig fram á einhvern hátt, þótt ekki sé nema það aö gefa þeim brauðmylsnu út i garð er mikið unnið. H. Jónsson skrifar. eru margir sem gleöjast yfir þvi ........ ..... og tala mikið um. Hinsvegar eru Reykjavik er óðum að fá á sig þejj. ekiá siður fjölmennir sem blæ erlendra stórborga, og þeir horfa með kviða fram á veginn ASTANDIÐ ER VfDA SLÆMT Verkamaður skrifar Grein Visis á dögunum um að- búnað á vinnustöðum var afar fróðleg þvi aldrei er of mikil at- hygli vakin á þvi hvaö verkamenn viðsvegar um land mega hafa og búa við I þeim efnum. Viðast hvar er aðstöðuleysið al- gjört og mönnum gert að drekka kaffið sitt undir berum himni og engin hreinlætisaðstaða fyrir hendi. Þetta er auðvitaö til hábor- innar skammar i þjóðfélaginu en má þó á vissan hátt segja að þetta sé betra en þar sem einhverju er hrúgað upp og ekkert hirt um að halda þvi við eöa að þrifa og hreinsa. A minum vinnustað er ástandið þannig að við höfum 18 saman að- gang að 15 fermetra kaffiskúr og aðgang aö einum vaski og einu salerni. Þetta er allt saman gamalt og útjaskað, vaskurinn oröinn gulur og brúnn af margra ára óhreinindum og ákjósanleg <.. ..............m. Svona er hreinlætisaðstaða manna þvi miöur allt of víða. siklagildra. Þá er salernið marg- brotið og mölvað. Allt er þetta morandi i skit og öörum óhrein- indum og þótt allt annað sé þrifiö i byggingunni er okkur tjáð af ræstingarkonum að þeim sé ekki uppálagt aö þrlfa salernið okkar. A öðrum stöðum I fyrirtækinu er hinsvegar annar bragur á, enda ganga þar um itienn i jakka- fötum með bindi, svokallaðir betri borgarar þessa lands. Þeir hafa sina hreinlætisaðstöðu i góðu lagi, þrjú salerni fyrir 12 manns meöa jafnmörgum vöskum, allt saman hreinsað og strokið á hverjum degi. Þeirra salernisað- staöa er einnig upphituð eins og vera- ber en þvi er ekki fyrir að fara hjá okkur. Kvartanir okkar hafa ekki fengiöneinnhljómgrunn. A okkur er litiö sem 3. flokks menn og að- staðaokkarerhöfðisamræmi við það. Ég þori ekki aö nefna þennan vinnustað af ótta við hefndarað- gerðir þvi þaö hefur verið látið I veðri vaka að ef slikt verði gert verði grafist fyrir um frá hverj- um það sé komið. En ég get ein- ungis sagt það aö Heilbrigðisyfir- völd mættu standa sig betur. þvi þessum stórborgarblæ fylgir ýmislegt sem þykir miður æski- legt. Sem dæmi má nefna að nú ger- ist það si'fellt hættulegra fyrir fólk að vera eitt á ferli eftir að skyggja tekur á kvöldin, og á það ekki hvað sist viö um gamalt fólk og annað fólk sem á erfiðara með að bera hönd yfir höfuð sér ef á það er ráðist. Nýlega var sagt frá þvi i frétt- um að unglingar hefðu ráðist á gamlan mann á Laugavegi fjórir saman dregið hann inn i húsasund þar sem hann var rændur pening- um sinum og skilinn þar eftir liggjandi i götunni. Það fylgdi lika frétt af þessum atburði að lögreglan heföi haft upp á þessum unglingum og hefðu þeir verið teknir til yfirheyrslu. En er það nóg? Hvað er gert við þá unglinga sem verða uppvisir af árásum eins og þessum? Eru þeir látnir mæta á lögreglustöðina til skýrslugerðar einungis eða eru einhverjar aðgeröir i framhaldi af þvi? Þetta er ekki litið mál fyrir okkur sem eru komin á efri ár þvi vitaö er að harðari refsingar myndu draga úr þessum ófögnuði. Það er hart fyrir okkur sem nú horfum til elliáranna að geta átt von>4 þvi að glæpaung- lingar ráðist á okkur á götum úti og misþyrmi okkur og ræni. Verði ekki skorin upp herör gegn þessu er hætt við að almenningur sofni á verðinum og svo fari að þetta verði jafn algengt og i' sumum borgum Bandarikjanna. Þar er ástandið þannig að enginn hreyfir sig til hjálpar þvi fólki sem ráðist erá af ótta við barsmiðar. Eigum við einnig von á þessu hingað?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.