Vísir - 30.01.1981, Page 4

Vísir - 30.01.1981, Page 4
4 Föstudagur 30. janúar 1981 Tilboð óskast í eftirfarandi bifreiðar i tjónsástandi. Toyota Mark II árgerð 1973. Mazda 323 árgerð 1977. Ford Escort árgerð 1973. Volkswagen 1300 ágerð 1972. Lada 1500 árgerð 1977. Mazda 818 árgerð 1976. Austin Allegro árgerð 1978. Lancer 1400 árgerð 1975. AMC Hornet árgerð 1971. Daihatsu Charmant árgerð 1978. Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfirði, laugardaginn 31. janúar frá kl. 1-5. Tilboðum sé skilað til aðalskrif- stofu Laugavegi 103 fyrir kl. 5 á mánudag- inn 2. febrúar. Brunabótafélag íslands. AÐALMANNTAL 1981 Dreifingu manntalseyðublaða á nú að vera lokið alls staðar. Þeir, sem hafa ekki feng- ið eyðublöð i hendur, eru vinsamlega beðnir að afla sér þeirra á skrifstofu sveit- arstjórnar. í þéttbýli á höfuðborgarsvæð- inu og á Akureyri eru eyðublöð einnig fá- anleg á lögreglustöðvum. Hagstofan. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 78., 80. og 82. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta iHagainel 17, þingl. eign Péturs Rafnssonar o.fl. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Lífeyrissj. verslunarmanna og Helga V. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudag 2. febrúar 1981 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið iReykjavik. Lindargata Lindargata Klapparstígur verkamannallokk- urlnn breski klof- inn I brennt . Breski verkamannaflokkur- inn er nií klofinn i þrennt, og einn hlutinn er kominn á fremsta hlunn með að skilja alveg við hann og mynda lýð- ræðisjafnaðarflokk sem gjör- bylt gæti stjórnmálamyndinni i Bretlandi. Siðustu tuttugu ár hefur verkamannaflokkurinn farið með rikisstjórn i ellefu ár, og skipst þar á við ihaldsflokkinn. betta tveggja flokka kerfi hefur sett sinn svip á bresk stjórnmál frá lokun siðari heimsstyrjald- ar. Stofnun lýðræðisjafnaðar- flokks, sem gengi i kosninga- bandalag við frjálslynda flokk- inn, kynpi aö breyta miklu þar um. Það bandalag mundi höfða til miðjunnar og laða að sér kjósendur, sem leiöir eru orðnir á valkostunum til vinstri eða hægri. Framtiðaráhrif þessa eru mönnum þó ekki svo ofarlega i huga þessa dagana, meöan þeir sitja eins og áhorfendur á fremsta bekk fjötraðir af þvi sem fyrir augu ber, meðan verkamannaflokkurinn tætir sig sjálfur í sundur. — Við siðustu kosningar hlaut verkamanna- flokkurinn um 11,5 milljónir atkvæða, meðan ihaldsflokkur- inn þokaði honum úr rikisstjórn með 13,7 milljónum atkvæða. Vinstriarmur verkamanna- flokksins hefur lengi verið há- vær i minnihlutaaðstöðu sinni innan flokksins, en er nú skyndi- lega orðinn hið ráðandi afl þar innan veggja. Af 267 þingmönn- um flokksins heyrir þriðjungur-: inn, til vinstri arminum, en meö þvi að beita fyrir sig nýtilkomn- um áhrifum verkalýösfélag- anna og starfsmanna flokksins úti i kjördæmunum, tókst hon- um að sveigja flokkinn á siöasta ársþingi, sem haldið var i Blackpool I október, til róttæk- ari vinstristefnu. Um siöustu helgi vann vinstri armurinn annan sigur, sem kom fjórum fyrrverandi ráðherrum úr ríkis- stjórnum verkamannaflokksins tilþess að stiga fyrstu skrefin til að kljúfa sig út úr flokknum og mynda samtök lýðræðisjafn- aðarmanna. A sérstöku flokksþingi, sem haldið var i Wembleyráðstefnu- höllinni, var þingflokkurinn sviptur hefðbundnum rétti sin- um til þess að velja flokksfor- manninn. 1 staðinn var sett á laggirnar sérstakt kjörráð, og svo búið um hnútana, að verka- lýösfélögin munu ráða 40% full- trúa þessa kjörráðs, og þar með mest áhrif hafa á val næsta flokksformanns, sem yrði þá forsætisráðherra, þegar flokk- urinn fær kosningasigur næst. Mest er óánægjan meöal þing- manna og meðal hægrisinnaðri flokksmanna, sem lengst af hafa ekki þolað róttæklingana á vinstri vængnum en ekki þó ris- ið upp gegn uppgangi þeirra. Niu þingmenn fylgdu fljótlega á eftir ráðherrunum fyrrverandi inn i lýðræðisjafnaðarmennsk- una. 1 hópi hinna óánægðu, sem eftir sitja þó enn i verkamanna- flokknum — þótt þessir ofan- nefndu hafi ekki enn sem komið er sagt sig úr verkamanna- flokknum — eru margir, sem lýst hafa þvi yfir, að þeir muni berjast fyrir þvi á næsta árs- þingi að snúa aftur við þessari þróun til vinstri og draga úr rót- tækninni i stefnuskrá flokksins. Þeirra á meðal eru fyrrverandi ráðherrar og miklir áhrifamenn eins og Denis Healey, Peter Shore og Roy Hattersley. Aörir velta þvi svo fyrir sér, hvort þeir eigi ekki að slást i lið með fjórmenningunum, sem eru Roy Jenkins, fyrrum forseti Evrópuráðs EBE, Shirley Willi- ams, fyrrum heilbrigðismála- ráöherra og ein úr hópi mestu áhrifamanna ^ flokksins, dr. David Owen, s'ém verið hefur yngstur utanrikisráð herra Bretlands (og stýrði samning- unum um lausn Ródesiudeild- unnar) og William Rodgers, enn einn fyrrverandi ráðherra úr rikisstjórnum Verkamanna- flokksins. Þessir fjórir ásamt niu þingmönnum til viðbótar kalla sig nú „Ráð lýðræöisjafn- aðarmanna” og hafa uppi áform um að stofna nýjan stjórnmálaflokk á næstu mán- uðum. öljóst er nákvæmlega hvenær, og fremur óliklegt þyk- ir, að þeir muni standa að fram- boði til sveitarstjórnakosninga- anna, sem fram eiga aö fara i mai i vor. En þessir lýðræðisjafnaðar- menn hafa strax markað sér þá stefnu að viðhalda blönduðu hagkerfi Breta, halda tryggð Bretlands við Norður-Atlants- hafsbandalagiö og Efnahags- bandalag Evrópu og fylgja áfram þeirri miðflokksstefnu, sem rikisstjórnir verkamanna- flokksins hafa til þessa fylgt. — Þetta voru þau stefnumörk, sem ársþingið i Blackpool i október hafnaði. Þar komu vinstri- mennirnir hverju þvi fram, sem þeir vildu. David Owen fyrrum utanrikisráðherra unir ekki nýju stefnunni, sem vinstrisinna róttæklingar hafa markað gagnvart kjarnorkuvopnum, NATO, aðild Breta að EBE, þjóðnýtingu o.fl. Sovésk kvlkmynd um Afghanlstan Sovétmenn vinna um þessar mundir að gerö kvikmyndar, sem verður i þrem hlutum, og fjallar um sambuð Rússa og Afghana allar götur frá þvi 1830 til okkar daga. Fyrsti hlutinn, sem kailast ,,1 þjónustu ættjaröarinnar”, er kvikmyndaöur i Uzbekistan I Sovétríkjunum og fjaliar um tog- streytu Rússiands og Engiands urn itökin i Afghanistan á fyrri helming siöustu aldar. Annar hlutinn fjallar um diplómataheimsóknir Sovét- manna i Afghanistan á þriöja áratug þessarar aldar, og sá þriðji um ,,þá bróðurlcgu hjálp, sem land okkar veitir nágrönnum okkar i dag”. Smíðuðu gervihlarla Gerfihjarta úr plasti og áli hefur hlotið náð læknaháskólans i Utah, en á eftir að hijóta sam- þykki heilbrigöisyfirvalda Bandarikjanna, sern getur tekiö nokkurra mánaða bið. Þetta er áhald á stærð við mannshjarta og ætlunin að græða þetta i brjóstkassa hjartasjúkl- inga, sem þcss þurfa með. Þaö er rafknúiö en rafmótorinn hafður utan likamns. A meðan samþykki heii- brigðisyfirvalda liggur ekki fyrir, cru ekki gerðar tilraunir meö þetta tæki á mönnum. En i Salt Lake City hafa þeir gert tilraunir á dýrum, og græddu t.d. i kálf fyrir 200 dögum og lifir hann góðu lifi, eftir þvi scm best verður séð. Húsnæðisvandl V-Berlínar Yfirvöld Vestur-Berlinar hafa kunngert áætlanir um samvinnu við sjáifboöaiiða tii lausnar hin- um eilifa húsnæðisvanda borgar- búa. i hópi þessara sjálfboðaliöa veröur að finna marga þá, sem sest hafa að i óleyfi i yfirgefnum eða auðum húsum. Þeir hafa ein- mitt átt i mestum útistöðum við yfirvöld i ýmsum mótmælaaö- geröum sinum. Yfir 80 þúsundir manna eru talin eiga við hús- næðisskort aö striða i V-Berlin.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.