Vísir - 30.01.1981, Síða 5
Föstudagur 30. janúar 1981
5
yísiR
„Þeip Ijúga. svíkja og
fremja hvaða glæp sem
fyrir markmið sín”
Ronald Reagan vandar Sovétleiðtogunum ekki kveðjurnar.
„Sovétmenn telja sig hafa rétt
til þess að fremja hvaða glæp,
ljúga og svikja til þess að koma
sinufram,” sagðiRonald Reagan,
Bandarikjaforseti, á fundi með
fréttamönnum i gær.
Hann og Haig, utanrikisráð-
herrathans, hafa nú hvor á sinum
blaðamannaf undinum kippt
hrottalega i stoðir ,,dé-
tente”-stefnunnar i sambúð
Bandarikjanna og Sovétrikjanna.
Svo harðorða hafa menn ekki
heyrt leiðtoga Bandarikjanna
vera i garð Sovétstjórnarinnar
siðan á isköldustu dögum kalda
striðsins.
t fyrradag sakaði Haig Sovét-
menn um að róa undir með
hryðjuverkaöflum i' heiminum, og
sagði, að barátta við hryðju-
verkaöfl væru höfuðverkefni nýju
stjórnarinnar i Washington. Tæki
sú barátta sæti mannréttindanna
i utanrikisstefnu Carters, enda
hryðjuverk versta tegund brota á
mannréttindum.
Reagan sagði, að leiðtogar
Sovétrikjanna fyrr og nú stefndu
ljóst að framgangi byltingarinnar
til þess að breyta heiminum i eitt
kommúnistiskt riki. Vitnaði hann
til ýmissa ummæla þeirra þvi til
stuðnings.
Reagan og Haig ætla greinilega
ekki að láta sitja við kaldar
kveðjur einar, þvi að i gær, þegar
Sovéski sendiherrann i Washing-
ton, Anatoly Dobrynin, ætlaði að
nota sérinngang úr bilageymslu
utanrikisráðuneytisins, sem hon-
um stóð opinn frá þvi i tið Kiss-
ingers utanrikisráðherra, var
honum visað á aðalinnganginn,
eins og öðrum, sem reka þurfa er-
indi i utanrikisráðuneytinu.
Þeir Reagan og Haig héldu báð-
ir opnum möguleika á þvi að
halda áfram viðræðum við
Moskvustjórnina um afvopnun og
takmarkanir á herafla, en gerðu
það ljóst, að slikir samningar
yrðu þá á grundvelli þeirra skil-
mála og tengdir framferði Sovét-
manna annarstaðar i heiminum.
Þiðan i sambúð Bandarikjanna
segir Ronalö
Reagan forseti
USA um ráða-
menníMoskvu
Köldustu
kveðjur síOan
í helkulda
kalda stríðsins
og Sovétrikjanna, sem hófst 1972 i
forsetatið Nixons, hefur naumast
verið annað en orðin tóm eftir
innrás Sovétmanna i Afganistan.
— „Þiðan hefur verið einstefnu-
gata, sem Sovétmenn hafa notað
til þess að koma markmiðum sin-
um fram,” sagði Reagan i gær.
Reagan sagði, aö Bandarikja-
stjórn hefði engan hug á að hefna
á Iran hertöku sendiráðsins fyrir
15 mánuðum. En hann varaði
hryðjuverkamenn við þvi aö
vinna bandariskum borgurum
mein. Hryðjuverkamenn gætu
ekki lengur sofið rólegir i þeirri
vissu, að Bandarikin mundu
ekkki hegna þeim. — „Ég veit
ekki, hvort sættir eru mögulegar
viö núverandi stjórn, eða stjórn-
leysi, i íran,” sagði Reagan.
Varsjárstlórnin
hótar „Einingu
99
Forsætisráöherra
skipti á Spáni
Framkvæmdaráð Miðflokks
Spánar, sem stendur að rikis-
stjórninni, valdi i dag mann i stað
Adolfo Suarez, forsætisráðherra,
sem sagði af sér i gær öllum að ó-
vörum.
Flokkurinn valdi i staðinn Leo
Poldo Calco Sotelo, aðstoðarfor-
sætisráðherra, til þess að mynda
nýja rikisstjórn, en Sotelo hafði
efnahagsmálin á sinni könnu i
stjórn Suarezar.
Carlos konungur mun eiga i dag
fundi með leiðtogum stjórnmála-
flokkanna, áður en hann leggur
fyrir þingið tillögu sina um nýjan
forsætisráðherra. — Enginn
hinna flokkanna hefur stungið
upp á nýjum forsætisráðherra.
Afsögn Suarez, sem er aöeins 48
ára að aldri, kom mjög á óvart.
Hann bar við „persónulegum á-
stæðum”. Meðráðherrar hans
fóru að hans fordæmi og sögðu
allir af sér um leið, en stjórnin
mun sitja áfram til bráðabirgða
fyrst um sinn.
Pólsk yfirvöld lýstu þvi yfir i
gær, aö þau væru reiðubúin að
gripa til nýrra og strangari að-
gerða til að hindra, að vaxandi
vinnudeilur landsins leiði til
glundroða og stjórnleysis.
Þessu var lýst yfir i gærköldi,
eftir að „Eining” hafði tiikynnt,
að samtökin mundu eiga við-
ræöur i dag meö Pinkowski for-
sætisráðherra i viðleitni til þess
að stöðva nýjustu verkfallsölduna
og leysa önnur deilumál verka-
lýösins.
I tilkynningu þess opinbera var
þvi hótað, að gripið yrði til hverra
þeirra ráða, sem nauðsynleg
þættu til að afstýra „glundroða og
stjónleysi”. A miðvikudag höfðu
landssamtök „Einingar” frestaö
öllum verkföllum i fimm daga til
þess að hefja viöræður við stjórn-
völd, en það kom þó ekki i veg
fyrir verkföll á þeim iðnaðar-
svæðum i gær.
1 Jelenia hefur verið boðaö til
allsherjarverkfalls i héraðinu i
dag, þrátt fyrir boö forystumanna
„Einingar” um aö biða til.þriðju-
dags. Viröist sem forysta sam-
takanna eigi orðið æ erfiöara meö
að sefa þá óþolinmóöustu úti i
héruðum.
Til viðræðnanna i dag lætur
stjórnin senda flugvél til Gdansk
eftir samninganefnd „Ein-
ingar”.
Skrúðganga til heiöurs gíslunum
Það hefur löngum verið um
New York sagt, að hún, eða öllu
heldur bæjarbúar, elski skrúð-
göngur. Ein slik verður farin i
dag til heiðurs gislunum, sem á
dögunum komu heim úr prisund-
inni i Iran.
Hún mun hefjast við Man-
hattaneyju og liggur leið hennar
um Wall Street, en eftir einnar og
hálfrar stundar þramm likur
henni við ráðhúsið, þar sem Ed-
ward Koch borgarstjóri mun af-
henda gislunum tröllstóran lykil
að borginni.
Ekki munu allir gislarnir sjá
sér fært að vera viðstaddir, en að
minnsta kosti 19 þeirra.
Þetta tilstand Nýju Jórvikinga
hefur mælst misjafnlega fyrir,
eftir að fréttist að gislarnir heföu
ekkí allir jafnað sig enn andlega
eftir álagið i prisundinni. Koch
borgarstjóri hefur visað allri
slikri gagnrýni á bug og segir, að
besta læknisráðiö sé, að almenn-
ingur ausi yfir gislana velvild og
virðingu.
Evröpa lendir undlr
samkeppnínni
Hagfræðingar spá þvi, að iön-
riki vesturlanda standi nú á þrep-
skildi hnignunartimabils, sem
haldast muni út þennan ára-
tug. — Þau verðleggi framleiðslu
sina svo hátt, að þau hljóti að
detta út úr samkeppninni á al-
þjóðamörkuðum.
Aðallega er kennt um háum
launakostnaði i Evrópu, sem leiöi
til verðlagningar á útflutnings-
vörum Evrópumanna, er sé 15%
hærri en á Bandarikjunum og allt
að 50% hærri cn útflutningsverö
Japana.
Kemur i ljós þegar gluggað er I
þessa spá og gáð aö þvi, hvað átt
er viö með hækkandi launakostn-
aði, að þykir muna mest um ýmis
launagjöld og greiöslur til lif-
eyrissjóða, lengri sjúkra- og
sumarorlof og margan annan
kostnað af starfsmannahaldi,
sem ekki rennur beint i launaum-
slög starfsfólks.
Olbeldl í Brasillu
Yfirmaður öryggislögreglu Rio
de Janciro hefur sagt af sér eftir
mikla holskeflu manndrápa. rána
og götuóeiröa sem þar hefur
gcngið yfir.
Ofbeldisverkum i borginni
hefur fjölgaö mjög Það er vitað
um 2.826 morö i borginni árið
1980, en það var 25% aukning frá
þvi árið áður.
Fjölmiðlar i Braziliu hafa
inikið fjallað um þetta vandamál
að undanförnu, og hefur í þeiin
koniið fram hörð gagnrýni á yfir-
völd fyrir skort á lögreglumönn-
uin á götunum.
Aflélll verölpysi-
ingu á ollu
Keagan Ba ndarikjaforseti
hefur aflétt takmörkun á álagn-
ingu á oliu og oliuvörum. Vonast
hann til þess meö þvi, að örva
ol iuf ra mleiðslu Bandarikja-
manna sjálfra og um leið hvetja
landsmenn til orkusparnaðar.
Sagði hann, að verölags-
ákvæðin, sem sett voru i for-
setatiö Carters, hefðu gert
Bandarikin háðari oliu frá
OPEC-rikjunum, grafiö undan
öryggi USA og raskaö jafnvægi
efnahagsmálum.
400 kg. fli stoiíð
Fílsunganum Sonju var stoliö
á dögunum úr dýragarði Kaup-
mannahafnar og ieitaði lögregl-
an hans dyrum og dyngjum.
Grunur féllá júgóslavnesk hjón,
sirkusfólk, sem komu með
Sonju frá Indlandi. Fillinn var
af þeim tekinn og settur i vörslu
og sóttkvi i dýragarðinum, með-
an tilheyrandi yfirvöld ákváðu,
hvort þau hjón fengju innflutn-
ingsleyfi fyrir hann. Þau höfðu
grcitt morðfjár fyrir filinn og
kviðu stdrtapi, ef þeim væri
'synjaö um leyfið.