Vísir - 30.01.1981, Síða 12

Vísir - 30.01.1981, Síða 12
12 Föstudagur 30. janúar 1981 HÁRGREIBSLA VIKUNNAR ,,Margar konur sem eru meö lint og mjúkt hár eða það sem ég kalla skandinaviskt hár, en vilja safna siðu hári gefast oft upp á því að safna. Með það í huga valdi ég þessa hárgreiðslu vikunnar, sem er tilbreyting fyrir þær sem ekki vilja fórna síða hárinu, sagði Guðný Gunnlaugsdóttir hárgreiðslu- meistari. Hárgreiðslustofa Guðnýjar á vikuafmæli i dag, ber stofan heitið Meyjan og er i Hafnarfiröi. Létt permanent er sett á þetta axlarsiða hár, siö- an er hárið þurrkað i infralampa. Toppurinn er blasinn sléttur, hárið spennt aftur með vöngunum. Mjór borði bundinn yfir hárið til að fá finlegri svip á hárgreiðsluna. Má breyta til og setja litlar f léttur i vangana og smella litlum perlum í flétturnar. Þær sem hafa þessa sídd á hári, geta svo bundið' hárið i tagl einn daginn og fléttað það allt næsta dag, tilbreytinguna ætti ekki að vanta. —ÞG Guóny Gunnlaugsdóttir hargreiðslumeistari valdi þessa hárgreiðslu fyrir þær sem ekki vilja fórna siða hárinu. —ÞG Visismynd/Emil HUGMYNDARIK HANDAVINNUKONA Guðrún Þorgelrsduttlr kennlr okkur að nnýta einfalda lléttu „Hvert stykki er svo fljótt aö verða til, árangurinn kemur strax I ljos, ætli aö þaö sé ekki stærsti þátturinn sem gera hnýtingar eöa macrame aö skemmtilegri handavinnu”, sagði Guðrún Þor- geirsdóttir, er við heimsóttum hana á heimili hennar við Völvu- fell i Breiðholti nýlega. Þar sem Fjölskyldan og heimil- ið er okkar vettvangur er okkur hugleikið hvaö einstáklingar inn- an fjölskyldunnar taka sér fyrir hendur i dagsins önn. Bæði ein- staklingurinn einn sér og hvað fjöl skyldan bardúsar við saman. Tekið skal þó fram að áhugi okk- ar er af allt öðrum toga spunnin en manntal yfirvalda. Guðrún Þorgeirsdóttir er hand- lagin mjög, við höfðum t il dæmis frétt aö hun hafi búið til skemmti- legar strádúkkur fyrir jólin og marga fallega muni hefur hún. hnýtt i tómstundum, e:<ra og Hér sjáum viö aðGuðrún hefur hengt fléttuna á krók. —ÞG Visism./Emil Dúkka úr stráum, eitt sýnishorn af handavinnu Guörúnar Þor- geirsdóttur. _ÞG visism./EmiI Fléttan tilbúin og komin á sinn staö á vegginn.... .. og svo getum við skreytt fléttuna meö þurrkuðum stráum, könglum og slaufum. —ÞG/Visism. Emil heimili hennar reyndar ber vott um. „Ég fór einu sinni á tusku- teppandmskeiö, það skýrir sig sjálft heitið á námskeiðinu, þar lærði ég að búa m.a. til teppi úr tuskum eða efnaafgöngum. Fleiri hannyröanámskeið hef ég sótt mér til mikillar ánægju, en fyrir tveimur árum fór ég og lærði hnýtingar, það er með þvi skemmtilegasta sem ég hef lagt fyrir mig. Möguleikarnir eru líka margir, þú getur hnýtt rúmteppi, gluggatjöld, blómahengi og svo margt og margt fleira. 1 bóka- verslunum er mikið úrval af erlaidum blöðum með skyringar- myndum sem auðvelt er að hnýta eftir. Svo er líka mikið úrval af garni í tömstunda- og hannyrða- verslunum” sagði Guðrún og nú vindur hún sér i að kenna okkur að flétta einfalda fléttu, en til þess var leikurinn gerður: Við skulum nota Hobbygarn. Við byrjum á þvi að klippa niður ■•niu (9) enda, hvern garnenda höf- um við tveggja metra langan. Finnum miðjuna (sem er þá 1 mtr.) leggjum þessa niu garn- spotta saman um miðju og þá eru komnir átján endar. Klippum tvo enda til viðbótar, hvorn ca 1 1/2 mtr. t miðjunni sem er efsti hluti fléttunnar, myndum við lykkju (opiö ca. 7 cm) tökum annan end- ann sem er 11/2 mtr. aö lengd, og vefjum lykkjuna. A einni skýr- ingarmyndinni sjáiö þið hvernig þaö er gert. Þegar þið hafið vafið lykkjuna er lausa endanum stungið undir 'vafninginn siðast. Þá hengjum við tilvonandi fléttuna upp á vegg, skiptum átján endunum i þrjá hluta,sex i hverjum, og flétt- um á venjulegan hátt, eins og við séum að flétta hár. séum að flétta hár. Þegar fléttan sjálf er oröin ca. 75 cm löng, tökum við hinn end- ann (þennan sem er 11/2 mtr.) og vefjum neðst á sama hátt og lykkjuna efst. Neöstu cm eru ófléttaðir, en þar rekjum við garnið, kemur þá nokkurs konar „búskur” neðst á fléttuna. Til frekari glöggvunar vonum við að myndirnar hjálpi til að skýra verkið betur og segjum góða skemmtun. —ÞG Vafningur um lykkjuna efst

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.