Vísir - 30.01.1981, Qupperneq 21
Föstudagur 30. janúar 1981
21
VtSLR
Fypsia frumsýning Alpýðuleikhússins í nýju húsnæði:
f - hrir einhátfungar eflir Dario ^
i, Fo og Franca name J
Erik og Traute Sönderholm. (Vlsism. E>S)
Forstlóraskipti í Norræna Itúsinu:
Erik og Traute á förum
„Kona” verður frumsýnd hjá
Alþýðuleikhúsinu i kvöld. Er
þetta jafnframt fyrsta frumsýn-
ing leikhússins i hinum nýju
húsakynnum i Hafnarbiói.
„Kona” er samheiti yfir þrjá
einþáttunga, sem heita „Fóta-
ferð”, „Ein” og „Við höfum allar
sömu sögu að segja”. Höfundar
„Konu” eru hjónin Dario Fo og
Franca Rame og hafa þau sagt,
að þættirnir séu framlag þeirra til
jafnréttisbaráttu kynjanna og
hafa þessir þættir farið sigurför
viða um Evrópu i túlkun Franca
Rame, enda skrifaðir sérstaklega
fyrir hana sem leikkonu. Um til-
urð þáttanna segir Franca:
„Árum saman var ég að nauða i
Dario að skrifa leikrit um konur
og stöðu þeirra. Ég hótaði meira
aðsegja aðskilja við hann. Hvers
vegna um konur? Vegna þess að
ég er kona. Ég hef svo margt að
segja. Gallinn er bara á, að ég gat
ekkiskrifað sjálf. Ég keypti allar
bækur, sem mér fundust koma að
gagni, las og fékk þær svo Dario.
Eftir tvo mánuði spurði ég:
„Jæja, er þetta ekki að koma?”
En hann svaraði afundinn, „láttu
mig i friði, mér finnst ég utan-
veltu i þessari umræðu”. En
verkið komst á skrið. Dario Fo
bætir við: „Ég skrifaði og skrif-
aði og alltaf reif hún niður allt
mitt verk og sagði mér að gera
betur, þar til það loksins fædd-
ist”. „Kona” var fyrst sýnd i
Milanó 1977.
Einþáttungarnir, sem venju-
lega eru leiknir af sömu leikkon-
unni eru i sýningu Alþýðuleik-
hússins leiknir af þeim Sólveigu
Hauksdóttur, Eddu Hólm og Guð-
rúnu Gisladóttur. Leikstjóri er
Guðrún Ásmundsdóttir, búningar
og tjöld eru eftir Ivan Török,
Gunnar Reynir Sveinsson hefur
samið áhrifahljóð, lýsing er hönn-
uð af David Walters. Sýningar-
stjóri er Guðný Helgadóttir. Olga
Guðrún Árnadóttir þýddi „Fóta-
ferð” og „Ein”, en Ólafur Haukur
Simonarson og Lárus Ýmir
Óskarsson þýddu „Við höfum all-
ar sömu sögu að segja.”
Alþýðuleikhúsið hefur áður
sýnt eftir Dario Fo „Við borgum
ekki, við borgum ekki.”
— KÞ
Nú um mánaðarmótin lætur
Erik Sönderholm af störfum sem
forstjóri Norræna hússins i
Reykjavik, flyst til Danmerkur á-
samt f jölskyldu sinn og tekur upp
aftur fyrri störf við Kaupmanna-
hafnarháskóla.
Þau fjögurog hálft ár sem Erik
og kona hans, frú Traute, hafa
verið húsbændur á þessum sam-
norræna rausnárgaröi i Vatns-
mýrinni hefur starfsemi hússins
staðið með miklum blóma. Þar
hafa verið kynntar meö myndar-
brag ýmsar greinar norrænnar
menningar og lista, sem annars
kynnu að hafa farið fyrir ofan
garð og neöan hjá okkur
Islendingum, og er það allt góöra
gjalda vert. En hitt er ekki siður
þakkarefni, að þar hefur veriö
skotiö skjólshúsi yfir ýmislega
islenska menningarstarfsemi,
sem ella hefði verið á hrakhólum.
Jafnvel hefur forstjórinn átt
frumkvæði að þvi, að islenskum
listamönnum hefur verið gert
kleift að skapa verk, sem annars
hefðu h'klega aldrei litið dagsins
ljós. Þannig hefur Norræna húsið
i stjórnartið Eriks Sönderholm
sýnt jákvæöari afstöðu til
islenskrar menningarviðleitni en
margar þær stofnanir, sem alisl-
enskar eiga aö heita og ætlað er
aö stuöla að framgangi og út-
breiðslu menningar i landinu.
Það er ekki sist á tónlistarsvið-
inu sem þessi orð eru sannmæli,
enda mun engum af fyrri for-
stjórum Norræna hússins gert
rant til, hefur aldrei verið fjör-
meiri og áhugaverðari en i for-
stóratið Eriks Sönderholm. I öllu
þvi starfi hefur frú Traute, sem
sjálf er tónlistarkennari, tekið
virkan þátt áf águga og eldmóði.
Þau hjón hafa m.a. af þessum
sökum eignast marga vini i röð-
um islenskra tónlistarmanna, og
þeirra verður sárt saknað, þótt
enginn vænti annars en góðs af
þeim, sem við starfinu tekur.
Fjölmennur vinahópur Eriks og
Traute Sönderholm mun lengi
minnast þeirra með þakklæti og
góðar óskir fylgja þeim, er þau nu
hverfa til annarra starfa.
Jón Þórarinsson
Guðrún Gisladóttir fer með aðalhlutverkið I „Við höfum allar sömu
sögu að segja.”
■BORGAR^
DíOiO
SMIDJUVEGI 1, KÓP. SÍMI 43500
(Útvagtbankahútlnu
•uataat I Kópavogi)
/#The Pack"
Frá Warner Bros: Ný ame'-
risk þrumuspennandi mynd
um menn á eyöieyju, sem
berjast viö áður óþekkt öfl.
Garanteruð spennumynd,
sem fær hárin til aö risa.
Leikstjóri: Robert Clouse
(gerði Enter The Dragon)
Leikarar:
JoeDonBaker.........Jerry
Hopi A. Willis......Millie
Richard B. Shull. Hardiman
Sýnd kl. 5, 7 og 9
tslenskur texti
Bönnuö innan 16 ára.
//Ljúf leyndarmál"
Erotisk mynd af sterkara
taginu.
Sýnd kl. 11
Stranglega bönnuð innan 16
ára.
Nafnskirteini
TÓNABÍÓ
Simi31182
Manhattan hefur hlotið verö-
laun, sem besta erlenda
mynd ársins viða um heim,
m.a. iBretlandi, Frakklandi,
Danmörku og.Italiu.
Einnig er þetta best sótta
mynd Woo.dy Allen.
Leikstjóri: Woody Allen.
Aöalhlutverk: Wo<idy Ailen,
Diane Keaton.
Sýnd kl. 5,7 og 9.
Stórkostleg og mjög vel leik-
in itölsk-amerisk mynd eftir
Bernardo Bertolucci. Mynd
sem viða hefur valdið upp-
námi vegna auglýsinga á
mjög sterkum böndum milli
sonar og móður.
Aðalhlutverk: Jill Clayburgh
og Matthew Barry.
Bönnuð börnum innan 16
ára.
Sýnd kl. 5 og 9.
Stund fyrir strið
Ný og sérstaklega spennandi
mynd um eitt fullkomnasta
striðsskipiheims. Háskólabió
hefur tekið i notkun DOLBY
STEREO hljómtæki sem
njóta sin sérstaklega vel i
þessari mynd.
Aðalhlutverk: Kirk Douglas,
Katharine Ross, Martin
Sheen.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Hækkað verö.
Trúöurinn
Spennandi, vel
gerö og mjög dul-
arfull ný áströlsk
Panavision-lit-
mynd, sem hlotiö
hefur mikiö lof. —
Robert Powell,
David Hemmings
og Carmen Dunc-
al.
Leikstjóri: Simon
Wincer.
Ð0693C POUJfli
_mogkian or rruderer?
laaaiasimni
íslenzkur texti
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd ki. 3, 5, 7, 9 og 11.
Sólbruni
Hörkuspennandi ný bandarísk litmynd.
um harösnúna tryggingasvikara, meö
Farrah Fawcett feguröardrottningunni
trægu, Charles Gordin, Art Carney.
íalanakur taxti
Salur Uönnuó innan 16 ára.
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05,
og 11.05.
| Farrah Fav
H frægu. Char
I salur
Llí
°oo TheMcMasters
BURL IVES •
BROCK PETERS
NANCY KWAN
Afar spennandi og viöburöahröö
litmynd meö Davld Carradine, Burl
Ives, Jack Palance, Nancy Kwan.
Bönnuö innan 16 ára. íalenakur texti.
Endura. kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10,
______________11.10.
Hjónaband Maríu Braun
3. sýningarmánuöur.
Sýnd kl. 3.15, 6.15, og 9.15.
Ljósin í lagi
- lundin góð
Slík áhrif hafa
rétt stillt Ijós
í umferöinni.
IUMFEROAR
RÁÐ
★ * ★
, SNEKKJAN ♦
Opid til kl ki. 03.00 ^
* Hin frábæra h/jómsveit
KyL. ★ OLIVER ★ *
^ skemmtir í kvöld ^
Halldór Árni verður í diskótekinu
* SNEKKJAN ★