Vísir - 07.02.1981, Síða 4

Vísir - 07.02.1981, Síða 4
■4 VÍSIR Laugardagur 7. febrúar 1981 UXSKORNAR LIKKISTUR 'Frásaga eftir Truman Capote um fjölda morö í bandarlskum smábæ — 1. hluti Bandaríski rithöfundurinn Truman Capote hefur nú sent frá sér nýja bók eftir langt hlé. Capote varð frægur fyrir bækur eins og Með köldu blóði en í henni sást fyrst hinn sérkennilegi stíll hans sem kenndur hefur verið við blaða- mennsku og margir hafa siðan líkt eftir, þar á meðal einhver versti óvinur Capotes, Norman AAailer. Nýja bókin heitir Music for Chameleons, Tóníist fyrir kamelljón, og í henni eru 14 „smásögur" eða frásagnir. Við birtum hér eina þeirra, Handcarved Coffins, eða Útskornar líkkistur, en framhald verður í næstu blöðum. Fullyrða má, að enginn verði svikinn af Capote að þessu sinni. Mars 1975. Smábær i einu vesturrikjanna. Miðstöð fyrir kúabýlin sem umlykja hann. 1 bænum búa innan við 10 þúsund manns, þar eru tólf kirkjur og tvo veitingahús. Kvikmyndahús stendur þögult og yfirgefið á Main Street, þar hefur ekki verið sýnd biómynd i 10 ár. Eina hótelinu hefur sömuleiðis verið lokað og næturgist- ingu er aðeins að fá á Prairie Motel. Mótelið er hreinlegt, herbergi eru upp- hituð en þar með eru kostir þess upptaldir. Maður sem heitir Jake Pepper hefur búið þar i næstum fimm ár. Hann ér 58 ára, ekk- ill sem á fjóra uppkomna syni. Hann er fremur hávaxinn, vel á sig kominn likam- lega og litur út fyrir að vera 15 árum yngri en hann er. Hrokkið hárið og dularfullt brosið gefa honum svip galgopalegs stráklings. Jake Pepper er leynilögreglumaður á vegum fylkisstjórnarinnar. Við hittumst fyrst fyrir milligöngu sameiginlegs vinar en árið 1972 skrifaði hann mér bréf og sagð- ist vera að vinna að morðmáli sem mér þættief tilvill áhugavert. Ég hringdi i hann og næstu þrjú árin ræddumst við við á nokkurra mánaða fresti. Að lokum stóðst ég ekki lengur mátið en tók mér ferð á hendur vestur á bóginn til að geta metiö málsatvik sjálfur. Þannig stóð á þvi, að þétta kalda mars- kvöld sat ég i mótelherbergi Jake Pepper og spjallaði við hann. Herbergið var vist- legt, enda hafði hann búið þar i tæp 5 ár eins og ég sagði áðan, myndir af fjölskyldu hans og bækur i hundraðatali. Margar þeirra voru um borgarastriðið i Bandarikjunum, aðrar eftir Dickens, Melville, Trollope eða Mark Twain. Jake sat á gólfinu með kross- lagða fætur og viskiglas við hlið sér. Fyrir framan hann var skákborð og hann handlék taflmennina annars hugar. TC: Það sem mér finnst merkilegast er, að enginn virðist vita neitt um þetta mál. Það hefur ekki komist i hámæli. JAKE: Þaö á sér sinar skýringar. TC: Mér hefur aldrei tekist að fá sam- hengi i máliö. Það er eins og púsluspil sem nokkur stykki vantar i. JAKE: Hvar eigum við að byrja? TC: A byrjuninni. JAKE: Gáðu þarna i efstu skrifborðs- skúffuna. Sérðu litla pappakassann? Opn- aðu hann. (I kassanum var ofurlitið likkista. Hún var fagurlega útskorin úr léttum balsam- viði, alveg óskreytt, en þegar maður opnaði hana kom i ljós að hún var ekki tóm. í henni var ljósmynd af miðaldra pari að ganga yfir götu. Það sýndist auglýst af myndinni að skötuhjúin höfðu ekki haft hugmynd um að verið væri að mynda þau.) Þessi litla likkista. Það má liklega kalla hana byrjunina. TC: Og ljósmyndin? JAKE: George Roberts og konan hans. George og Amelia Roberts. TC: Herra og frú Roberts. Auövitað Fyrstu fórnarlömbin. Hann var lögfræðing- ur? JAKE: Hann var lögfræðingur og einn góðan veðurdag (10. ágúst 1970) færði pósturinn honum pakka. Þessa litlu lik- kistu. Með ljósmyndinni innan i. Roberts var kærulaus, hann sýndi þetta nokkrum og lét eins og einhver væri aðgera gabb að sér. Einum mánuði siðar voru þau George og Amelia mjög dauð. TC: Hvenær tókst þú málið að þér? JAKE: Undireing. Klukkutima eftir að likin fundust var eg sendur með tveimur strákum af skrifstofunni að rannsaka mál- ið. Þau voru ennþá i bilnum þegar við kom- um. Og snákarnir sömuleiðis. Þvi gleymi ég aldrei. Aldrei. TC:Biddu við. Lýstu þessu nákvæmlega. JAKE: Roberts-hjónin áttu engin börn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.