Vísir - 07.02.1981, Qupperneq 5
Laugardagur 7. febrúar 1981
■
VlSIR
5
Enga óvini heldur. öllum likaði vel við þau.
Amelia vann hjá manninum sinum, hún var
einkaritarinn hans. Þau áttu bara einn bil
og keyrðu alltaf saman i honum. Þennan
morgun var óskaplega heitt svo þau hafa
liklega orðið hissa þegar þau sáu að einhver
hafði skrúfað rúðurnar i bilnum upp. Hvað
um það — þau fóru inn i bilinn og um leið og
þau settust: BAMMM! Heil flækja af
skröltormum réðist á þau með eldingar-
hraða. Við fundum niu risastóra skröltara
inni bilnum. Amfetamini hafði verið
sprautað i þá alla og þeir voru brjálaðir,
þeirbitu hjónin alls staðar: ihálsinn, hand-
leggina, eyrun, kinnarnar, lófana. Aum-
ingja fólkið. Höfuðin á þeim voru útblásin
eins og grasker sem hafa verið máluð græn.
Þau hljóta að hafa dáið samstundis. Ég
vona það. Ég vona það svo sannarlega.
TC: Skröltormar eru ekki sérlega al-
gengir á þessu svæði. Ekki svona stórir.
Einhver hlýtur að hafa komið þeim inn í
bflinn.
JAKE: Þaðheldégnú. Frá snákabúgarði
i Nogales i Texas. En ég segi þér ekki strax
hvernig ég komst að þvi.
Hitt er svo annað mál að við vitum i raun-
inni ekki hvort Baxters-hjónin fengu senda
likkistu. Ég er aftur á móti alveg viss um
það, það kemur ekki annað til greina. En
þau minntust aldrei á það og við fundum
ekkert sem liktist henni.
TC: Hún hefur auðvitað eyðilagst i eldin-
um. En það voru einhver önnur hjón með
þeim?
JAKE: Hogans-hjónin.
Frá Tulsa. Þau voru
kunningjar Baxters-
hjónanna og komu i
heimsókn. Morðinginn
hefur ekki ætlað sér að drepa þau. Það var
slys. Það sem gerðist var þetta: Baxters-
hjónin voru að smiða sér nýtt og flott hús en
það var ófrágengið nema kjallarinn sem
var tilbúinn. Roy Baxter var i góðum efn-
um, hann hefði vel haft efni á að leigja allt
mótelið undir sig meðan verið var að klára
húsið. En þau vildu heldur búa i kjallaran-
um og eina útgönguleiðin var fellihleri.
Þetta var i desember — þremur mánúðum
eftir skröltormamorðin. Það eina sem við
vitum með vissu er, að Baxters-hjónin buðu
Hogans-hjónunum að gista i kjallaranum
hjá sér. Og einhvern timann rétt fyrir dög-
un braust mikill eldur upp úr kjallaranum
og fólkið brann til ösku. Ég meina þetta
bókstaflega: brann til ösku.
TC: Hefðu þau ekki getað komist út um
hlerann?
Clem Anderson, hann var af norskum
ættum og hafði erft búgarð fyrir utan bæinn
eftirföðir sinn. Við vorum saman i skóla þó
hann væri að vísu busi þegar ég var að
klára. Hann giftist gamalli kærustu minni,
það er yndisleg stelpa, sú eina sem ég hef
séð með ljósrauð augu. Stundum þegar ég
var fullur fór ég að röfla um Amy og ljós-
rauðu augun hennar og konunni minni
fannst það ekkert sniðugt. Alla vega, Clem
og Amy giftu sig, settust að á búgarðinum
og áttu sjö krakka. Ég borðaði hjá þeim
kvöldið áður en Clem var myrtur og Amy
sagði að hún sæi eftir þvi einu i lifinu að
hafa ekki átt fleiri börn.
Ég hafði kynnst Clem mjög vel eftir að ég
fór að vinna aðþessumáli. Hann var dálitið
villtur, drakk mikið en hann var klár og
kenndi mér allt sem hægt var um þennan
bæ. Eina nóttina hringdi hann i mig, hingað
á mótelið. Hann virtist vera eitthvað æstur.
Hann sagðist þurfa að hitta mig strax svo
ég sagðihonum að koma bara. Ég hélt hann
væri fullur en það var ekki það, hann var
hræddur. Veistu út af hverju?
TC: Jólasveinninn hafði sent honum gjöf.
JAKE: Umhumm. En sjáðu til, hann
vissi ekkert hvað hún þýddi. Likkistan. Eða
þá að hún tengdist hinum morðunum. Við
höfðum aldrei upplýst það. Svo þegar hann
kom og sýndi mér nákvæma eftirlikingu af
likkistunni sem þú ert með i höndunum, þá
vissi ég að vinur minn var i mikilli hættu.
Hann hafði fengið likkistuna i pósti, nafnið
hans og heimilisfang voru skrifuð með
svörtu bleki á brúnan umbúðapappir.
TC: Og það fylgdi mynd af honum?
JAKE: Já. Og égskal lýsa henni fyrir þér
af þvi það skiptir máli i sambandi við
hvernig hann dó. Ég held reyndar að morð-
inginn hafi verið að skemmta sér, gefa i
skyn hvernig hann myndi drepa Clem. Á
myndinni sat Clem i jeppa, nokkurs konar
jeppa, sem hann hafði sjálfur smiðað. Það
varekkerthús á honum og engin framrúða,
yfirleitt ekkert til að vernda bflstjórann.
Þetta var bara vél á fjórum hjólum. Hann
sagðist aldrei hafa séð myndina áður og
hafði ekki hugmynd um hver gæti hafa tek-
ið hana. Nú var ég i vanda. Atti ég að trúa
honum fyrir öllu saman? — segja honum að
Roberts-hjónin hefðu fengið svona stuttu
áður en þau voru myrt og Baxters-hjónin
sennilega lika. Á vissan hátt var vænlegra
að segja honum ekki neitt, þannig gæti
hann kannski fært okkur á slóö morðingj-
ans ef við fylgdumst rækilega með honum.
TC: En þú ákvaðst að segja honum allt af
létta?
JAKE: Já. Af þviað nú var ég viss.hand-
viss, um að það væri tengsl milli morðanna.
Og mér fannst að Clem yröi að fá að vita
Capote.
mér aftur og loks virtist Clem ekki hafa
neinar áhyggjur lengur. Sex mánúðir liðu.
Amy hringdi og bauð mér i mat. Það var
hlý sumarnótt. Loftið var fullt af eldflug-
um. Sumir krakkanna hlupu fram og aftur
og reyndu að veiða þær i glerkrukkur. Þeg-
ar ég var að fara labbaði Clem með mér
niðrað bilnum minum.
Litil á rann meðfram
stignum upp að bæn-
um og Clem sagði:
,,Þú manst að við vor-
um að leita að tengsl-
um. Mér datt dálitið i hug um daginn. Ain”.
Hvaða á, spurði ég og hann benti á ána sem
rann framhjá okkur. „Það er flókin saga og
sennilega heimskuleg”, sagði hann. ,,En ég
segi þér hana næst þegar við hittumst”.
Auðvitað sá ég hann aldrei framar. Alla
vega ekki lifandi.
TC: Það er eins og hann hafi heyrt i þér.
JAKE: Hver?
TC: Jólasveinninn. Það er skrýtið, meina
ég, aðeftir alla þessa mánuði minnist Clem
Anderson á ána og daginn eftir er hann
p
L * „ r * . 4" i
.ig
JAKE: Held nú ekki. Brennuvargurinn,
morðinginn, hafði hlaðið sementhellum of-
an á hann. King Kong hefði ekki getað loft-
að þeim.
TC: En einhver tengsl hljóta að vera milli
brunans og skröltormanna.
JAKE: Það var hægara sagt en gert að
finna þau. Ég fann þau alla vega ekki. Við
létum fimm stráka vinna við málið og ég er
viss um að við vissum orðið meira um
George og Ameliu Roberts, um Baxters-
hjónin og um Hogans-hjónin en þau vissu
nokkurn timann sjálf. Ég er til dæmis sann-
færður um að George hafði ekki hugmynd
um að konan hans hafði átt krakka þegar
hún var 15 ára en gaf einhverju fólki hann.
Auðvitað þekkja allir alla meira eða
minna á þetta litlum stað en fjandinn hafi
það: ég fann ekkert sem tengdi þetta fólk
saman. Oghvaöþá aðég vissi af hverju þau
höfðu verið myrt eða af hverjum. Ég þekkti
ekkert þeirra, hafði ekki einu sinni heyrt
minnst á þau áður en þau voru myrt. En sá
næsti sem var drepinn var vinur minn.
hvað væri á seyði. En þegar ég hafði út-
skýrt þetta fyrir honum fékk hann taugaá-
fall. Ég varð að gefa honum utanundir. Svo
lagðist hann á rúmið og byrjaði að snökta:
„Einhver ætlar að drepa mig! Hvers
vegna? Hvers vegna?” Ég reyndi að hug-
hreysta hann og spurði hann hvað hann ætti,
sameiginlegt með hinu fólkinu. Hann vissi
það ekki, hann vissi ekkert. Ég gaf honum
að drekka þangaö til hann var orðinn svo
fullur að hann sofnaði. Hann var hérna um
nóttina. Um morguninn var hann rólegri en
gat samt ekki fundiö neitt sem tengdi sig
við hina sem höfðu fengið likkistur. Ég
sagði honum að minnast ekki á þetta við
konuna sina og hafa engar áhyggjur, ég
myndi sjá til þess að ekkert kæmi fyrir. Ég
fékk tvo stráka i viðbót til að elta hann um
allt.
TC: Og hvað var langt þangað til likkistu-
smiðurinn stóð við loforð sitt?
JAKE: Djöfull held ég hann hafi notið
sin? Hann var eins og veiðimaður að þreyta
lax. Skrifstofan tók strákana fljótlega frá
drepinn, án þess að geta sagt þér nokkurn
skapaðan hlut.
JAKE: Hvernig ertu i maganum?
TC: Sæmilegur.
JAKE: Ég ætla að sýna þér ljósmyndir.
En þú ættir aö fá þér stóran sopa fyrst. Þú
þarft á þvi að halda.
(Myndirnar voru þrjár og teknar á svart-
hvita filmu að nóttu til með flassi. A fyrstu
myndinni var heimssmíðaður jeppi Ander-
sons. Hann hafði oltið út fyrir þröngan
troðning og framljósin loguðu ennþá. Næsta
mynd var af höfuðlausu liki sem lá á sama
troðningi, það var hauslaus maður i leður-
stigvélum, gallabuxum og ullarskinns-
jakka. Siðasta myndin af af höfði fórnar-
lambsins. Skurðlæknir hefðu ekki getað
sniöið það snyrtilegar frá bolnum. Það lá
við vegarbrúnina eins og einhver prakkari
hefði fleygt þvi þangað. Augu Clem Ander-
sons voru opin og þau virtust ekki vera dá-
in, bara dálitið stjörf. Fyrir utan skrámu á
enninu var andlitiö óskaddað, hann virtist
rólegur og friðsæll þar sem hann starði á
mig út úr myndinni sakleysislegum, fölum
Norðmannaaugum sinum. Meðan ég skoð-
aöi myndirnar hallaði Jake sér yfir öxlina á
mér og leit á þær lika.)
JAKE: Það var farið að skyggja. Amy
bjóst við Clem heim i kvöldmatinn. Hún
sendi einn strákanna niður á veginn til að
taka á móti honum. Það var strákurinn sem
fann hann. Fyrst sá hann bilinn. Hundrað
metrum lengra fann hann likiö. Hann hljóp
heim til sin og mamma hans hringdi i mig.
ÞU getur nærri að ég blótaöi sjálfum mér i
sand og ösku. Þegar við komum á staðinn
fann einn strákanna frá skrifstofunni
höfuöiö. Það lá góðan spöl frá lfkinu.
Reyndar lá það nákvæmlega þar sem vir-
inn hafði lent á þvi.
TC: Virinn, já. Ég skildi aldrei þetta með
virinn. Það er svo —
JAKE: Svo sniðugt?
TC: Meira en það. Ósvifiö.
JAKE: Ekkert ósvifið við það. Vinur okk-
ar hafði barasta upphugsað hentugan máta
til að myrða Clem Anderson án þess að
nokkur vitni væru aö þvi. Hann þurfti að
visu að reikna þetta töluvert nákvæmlega
út.
TC: Hann strengdi virinn milli tveggja
trjáa?
JAKE: Milli trés og simastaurs. Þetta
var niðsterkur stálvir og beittur eins og
rakvélarblað. Næstum ósýnilegur, jafnvel i
dagsljósi. En I rökkrinu, þegar Clem hafði
beygt út af aðalveginum, var ekki mögu-
leiki á að sjá hann. Virinn lenti á honum ná-
kvæmlega þar sem hann átti að lenda:
undir kjálkunum. Og skar höfuðið rétt
sisona af.
TC: Ef eitthvað hefði nú farið úrskeiðis?
JAKE: Hvað þá? Hann hefði bara reynt
aftur, þangað til honum heppnaöist aö
drepa Clem.
TC: Þaö er þetta sem er ósvifið. Honum
heppnast alltaf það sem hann ætlar sér.
JAKE: Já og nei. En við komum að þvi
siðar.
(Hann virtist þreyttur. Ég spuröi hvort
hann vildi fara að sofa en hann neitaði,
sagðist aldrei fara i bólið fyrr en um mið-
nætti og nú væri klukkan bara niu.)
TC: Ertu einn hérna?
JAKE: Nei, guð minn góður, ég yröi vit-
laus. Ég tek vaktir með tveimur öðrum. En
ég er við stjórnpölinn. Það er lika það sem
ég vil. Ég ætla mér að negla þennan gæja
þó það verði mitt siðasta verk. Það kemur
að þvi að hann gerir mistök. Reyndar hefur
hann þegar gert mistök þó ekki geti ég sagt
að morðið á dr. Parsons hafi verið eitt
þeirra.
'TC: Likskoðaranum?
JAKE: Já Horaða óþolandi likskoðaran-
um með herðakistilinn.
TC: Hvernig var þetta aftur? Fyrst hélstu
aö hann hefði framið sjálfsmorð?
JAKE: Ef þú hefðir þekkt Dr. Parsons
hefðir þú lika haldið að þetta væri sjálfs-
morð. Hann haföi allar hugsanlegar ástæð-
ur til að drepa sig. Eða láta drepa sig. Kon-
an hans var virkilega falleg og hann hafði
gert hana háða morfini, þannig fékk hann
hana til að giftastsér. Hann var okurlánari.
Leynifóstureyðingarlæknir. Ég veit ekki
hvað margar gamlar ruglaðar kerlingar
arfleiddu hann að öllum eignum sinum.
Hann var þorpari.
TC: Þér féll ekki við hann?
JAKE: Engum féll viö hann. En þetta var
vitleysa i mér: hann hafði sosum enga
ástæðu til að drepa sig. Guð var á himnum
og slólin skein á Ed Parsons daginn út og
inn. Eina sem var að honum voru maga-
truflanir og hann bar alitaf á sér glas með
Maalox-töflum. At nokkrar á dag.
TC: Og samt uröu allir undrandi þegar þeir
fréttu að Dr. Parsons hefði drepið sig?
JAKE: Nei, eiginlega ekki. 1 fyrstu hélt
enginn að hann hefði drepið sig.
TC: Fyrirgefðu Jake, þetta er fariö að vefj-
ast fyrir mér. En segðu mér, hvað var langt
milli jarðarfara? Milli jaröarfara Clem
Andersons og Parsons?
JAKE: Fjórir mánuðir. Um þaö bil.
TC: Og sendi jólasveinninn Dr. Parsons
pakka?
JAKE: Biddu, biddu. Þú ferö of fljótt yfir
sögu. Daginn sem hann dó — já, við héldum
bara að hann hefði dáiö. Rétt sisona.
Hjúkrunarkonan hans fann hann á gólfinu á
skrifstofunni hans. Alfred Skinner, annar
lækniri bænum, sagði að likastil hefði hann
fengið hjartaslag en krufningin myndi
skera úr um það. Sama kvöldið hringdi
hjúkrunarkonan i mig. Hún sagði að koma
Parsons vildi tala við mig og?g sagöi ókei.
Hún tók á móti mér i svefnherberginu en
mér skilst að hún fari sjaldnast þaðan.
Morfinið bindur hana liklega niður. Hún er
enginn aumingi, ekki i venjulegum skiln-
ingi, hún er indælis kona og hraustleg i
þokkabót. En augun eru of stór, of daufleg.
Hún lá i rúminu og studdi bakiö við kodda.
Ég tók eftir nöglunum á henni, þær voru
langar og snyrtilegar, hendurnar sömuleið-
is. En það sem hún hélt á var hins vegar
ekki snyrtilegt.
TC: Gjöf?
JAKE: Einmitt. Nákvæmlega
eins og hinir höfðu fengið.
Hún sagði: „Ég held að eigin-
..................... —p