Vísir - 07.02.1981, Page 8
8
Laugardagur 7. febrúar 1981
VÍSIR
VlSIR
utgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjöri
erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig-
fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig-
þórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson,
Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á
Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O.
Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V.
Andrésson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn-
vörður: Eiríkur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúli 14, sími 86611, 7 línur.
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4 nýkrónur eintakið.
Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Auglýsingin frá Hambros
Lýöveldiö ísland
15,000,000 £
14V2% Skuldabréfalán til ársins 2016
Hambros Bank Limited
„Lýöveldiö tsland, 15.000.000 dollarar 14 1/2% skuldabréfalán til ársins 2016. Hambros
Bank Limited”. Eins og sagt er um jaröarfarir: Þetta var látlaus og viröuleg auglýs-
ing.
íslendingar hafa löngum átt
hauk í horni þar sem Hambros
Bank Limited er. Sá banki kom
við sögu þegar Bretar seildust til
áhrifa á Islandi og þá áttu
áhrifamenn íslenskir innangengt
hjá bankastjórum Hambros á
öllum tímum sólarhringsins, ef
marka má nýjustu sagnfræðirit.
Þær eru ófáar ferðirnar sem
virðulegar sendinefndir banka,
stjórnvalda og meiriháttar stofn-
ana hér á landi, hafa lagt á sig til
Lundúna í þeim þægilegu
erindagjörðum að kvitta fyrir
stórlán frá Hambros.
I sjálfu sér eru þessi kyrrlátu
bankaviðskipti alla jafna ekki í
frásögur færandi, enda bera þau
vott um gagnkvæmt traust og
nána samvinnu. Ekki kæmi það á
óvart þótt Hambros hefði á
veggjum sinum myndir af ís-
lenskum f jármálaráðherrum og
bankastjórum allt frá því
íslandsbanki var stofnaður og
Islendingum fyrst treyst fyrir
peningum.
Tilefni þess að Hambros Bank
Limited fær inni í þessum leið-
ara, er auglýsingin í Morgun-
blaðinu í gær, merkt þessum
ágæta banka.
,,Lýðveldið (sland. 15.000.000
dollarar, 14 1/2% skuldabréfalán
til ársins 2016. Hambros Bank
Limited". Eins og sagt er um
jarðarfarir: Þetta var látlaus en
virðuleg auglýsing.
Skjaldamerkið íslenska skreyt-
ir auglýsinguna eða setur á hana
forsetalegan stimpil, enda er það
ekki hverjum degi, sem ,,Lýð-
veldið Island" kemst í auglýs-
ingu upp á 15 milljónir punda.
Vextirnir sýnast hóflegir,
miðað við þá vexti sem aumur al-
menningur greiðir í lýðveldinu
sjálfu, og sérlega rausnarlega
lánað, til þrjátíu og fimm ára,
afborgunarlaust. Það er ekki að
spyrja að Hambros og vinsemd-
inni, þegar lýðveldið er annars
vegar.
Hvaða skilyrði þurfa við-
skiptamenn hjá Hambros að upp-
fylla til að öðiast slikt láns-
traust? Viðhalda 50% verðbólgu,
eða festa gengi í nokkrar vikur?
Hækka og lækka vexti samtimis í
eigin bönkum eða setja á verð-
stöðvun meðan búðum er lokað?
Þessum spurningum fæst
sennilega ekki svarað hjá
Hambros Bank, enda bankavið-
skipti trúnaðarmál.
Það sem er þó athyglisverðast
við hina merku auglýsingu frá
Hambros Bank Limited er smá-
letrið efst. Ekki er víst að allir
gefi því gaum, en þar stendur:
„auglýsing þessi er einungis birt
sem heimild".
(slenskur almenningur sem
þekkir aðeins þau bankaviðskipti
sem felast í víxlakaupum upp á
par mánuði með 45% vöxtum
áttar sig ekki í fljótu bragði á
framangreindum orðum. Hvers-
konar heimild á þessi auglýsing
að vera?
Nú skal það útskýrt.
Auglýsingin er heimild um það
að ráðherrarnir hafi gert ráð
fyrir því, að ríkisstjórnin muni
láta af störfum fyrir 2016.
Auglýsingin er heimild um það
að íslenska ríkisstjórnin hefur
aflað sér 65 milljóna punda, án
þess að þurfa að hafa af því
frekari áhyggjur.
Auglýsingin er heimild um það,
að á árinu 1981 voru íslensk
stjórnvöld nægilega ábyrgðar-
laus til að taka fé að láni, sem
afkomendur þeirra þyrftu að sjá
um að greiða.
Auglýsingin er heimild um það
siðferði, sem ríkir í æðstu stöðum
í landinu á því drottins ári 1981,
og lýsir sér í hendingunni: drekk-
um í dag, iðrumst á morgum.
Auglýsingin er einungis birt
sem heimild, því Hambros Bank
Limited telur ástæðu til að varð-
veita og skrá, þann einstæðan at-
burð, þegar (slendingar vörpuðu
byrðinni yfir á börnin sín.
Rikisstjórn Islands er liklega i
þann veginn að setja Evrópu-
met i vinsældum. Hvar sem
maður mætir manni á förnum
vegi, staðfestast þær niðurstöð-
ur sem fengust i skoðanakönnun
Dagblaðsins, og vel það. Ég hitti
varla mann á götu sem af ein-
hverjum ástæðum er ekki harð-
ánægður með rikisstjórnina.
Sumir eru meira að segja svo
ánægðir með hana af þvi að hún
er svo vond, að kenning þeirra
um, aö rikisstjórn sé alltaf ill,
hefur aldrei verið betur sönnuð
en nú.
Naumast þarf að spyrja fylgj-
endur þeirra flokka sem óskipt-
ir standa að stjórninni. Alþýðu-
bandalagsmenn er auðvitað i
sjöunda himni. Oll okkar bar-
áttumál hafa fengið hinn ágæt-
asta framgang, sagði einn
þeirra viö mig. Stöðugt er veriö
að ógilda kjarasamninga með
lögum, þannig að slagorð okkar
Samningana i gildi verður
aldrei úrelt. Þá er vitanlega öll-
um orðið ljóst að kosningar eru
kjarabarátta. Hitt er hins vegar
enn ofurlitið óljóst, hvort
„leiftursókn gegn lifskjörum”
hefði orðið árangursrikari held-
ur en sú langtimasókn gegn
kaupmætti sem nú er stöðugt
haldið uppi með bærilegum ár-
angri.
Þá er ekki amalegt að hugsa
til að geta eftir nokkrar vikur
haldið fagnaðarhátið i ráö-
herrabústaðnum til þess að
bjóða aftur velkominn hingað
franskan hugsjónamann sem
kemur að þessu sinni með ófals-
að fint, danskt vegabréf og trú-
lega sérstakt verndarbréf ráð-
herra og þingmanna. Ennþá
ánægjulegra er þetta fyrir þá
sök, að um leið og týndi sonur-
inn kemur heim, verður obbinn
af þeim óþjóðlega auðvalds-
drykk, Coca-cola, horfinn af
markaði fyrir sakir kostnaöar.
Af vinsældum
Það var svo erfitt að stilla sig
um að fá sér eina og eina kók,
bara af hugsjónaástæöum.
Það er heldur ekkert smáræði
sem rikissjóður græðir á þvi að
taka til sin svo sem 60% af verði
hverrar gosflösku, ölflösku og
konfektkörtu i landinu. Hitt
hefur að visu gleymst og sker
eilitið skarð i gleðina, að rikis-
sjóður græðir litið á 60 prósent-
unum af þeim flöskum og
súkkulaðistykkjum sem ekki
seljast. Og verða kannski aldrei
framleidd. En hvað um. Alltjent
er þetta ærlegt handtak i barátt-
unni við þá heimsvaldasinna
sem fundu upp Coca-cola. Þó
einhverjir verði atvinnulausir,
eru það smámunir, enda er
vinna böl. Allir eiga rétt á þvi að
á förinum vegi
Gisli Jónsson
skrifar:
vinna ekki. Þess vegna eru
Ragnar Arnalds og aðrir stjórn-
arherrar að sjálfsögðu ekki til
viðtals, þegar sendimenn koma,
sem svo eru gamaldags i hugs-
unarhætti, að þeim er efst i huga
og skapi næst að fá að vinna
fyrir kaupinu sinu. Þeim á eftir
að kenna að kaup eigi menn
engu að siður að fá, þótt þeir
vinni ekki. Og það verður gert,
ef þessi góða rikisstjórn nýtur
nógu margra lifdaga.
Framsóknarmenn eru i sjö-
unda himni lika. Sérstaklega
þykir þeim ánægjulegt að fylgi
flokksins skuli vera á þvi meiri
uppleið sem niðurtalningin
þeirra er á örari niðurleið, svo
mikilli að um hrið sér i iljar
henni. Nærri stappar, að þar
hafi orðið „gengissig i einu
stökki.” Þá glittir i þá náðar-
daga öfugrar viðreisnar, að
hafa margs konar verð á gjald-
eyri og allt skuli skammtað
verðugum af herrum stjórnar-
innar. Framsóknarmenn minn-
ast með söknuðu hinna gömlu,
góðu daga, þegar menn fengu
ekki að kaupa bil né reisa hús
nema með þvi að falla á kné á
réttum stöðum. .
Það merkilega er, aö Sjálf-
stæðismenn og Alþýðuflokks-
menn eru alveg jafnánægðir
með rikisstjórnina og hinir. Það
hefur nefnilega komið i ljós að
klofningurinn i Sjálfstæðis- ,
flokknum, sá sem stafar af
myndun þessarar rikisstjórnar,
hefur orðið flokknum til mikils
framdráttar. Hann myndi nú
verða á mörkum þess að fá
helming þingsæta samkvæmt
Dagblaðinu. Sjálfstæðismenn
hafa þvi engan hug á að fella
stjórn sem hefur eflt flokk
þeirra svona mikið. íb
En kratar? Nú segir Dagblað-
ið að þeir hafi tapað fylgi. En
Alþýðuflokksmenn segja aftur á
móti: Við sögðum Dagblaðs-
mönnum að við værum ánægðii1
með stjórnina. Við erum einmitt
harðánægðir með þess konar
stjórn sem ný-afdankaður for-
maður okkar telur sig geta velt
á einni næturstund i mai. Eitt-
hvað var hann að nefna ólikleg
nöfn væntanlegs forsætisráð-
herra. Við vitum alveg hver á að
verða forsætisráðherra i vor-
næturstjórninni nýju, og þá bæt-
ist honum upp á vori hvernig við
brugðumst honum á hausti.
En stjórnleysingjar? Jú, aö
sjálfsögðu eru þeir harðánægðir
eins og allir hinir. Það hefur
sem sagt komið i ljós að rikis-
stjórn er þeim mun vinsælli sem
hún er svifaseinni, verkasmærri
og klaufskari. Rökrétt afleiðing
af sliku er auðvitað sú, að þeim
fjölgi sem enga stjórn vilja.
Sem sagt. Allir, sem ég hitti
að máli á förnum vegi, voru
ánægðir með stjórnina, en til
þess að hún fengi ekki 100%-
fylgi eins og Gaddavir Libiu-
fursti og Bókassi blámaður, þá
mælti ég fáein orð við sjálfan
mig á leiðinni heim.
24.1.’81
G.J.