Vísir - 07.02.1981, Qupperneq 9

Vísir - 07.02.1981, Qupperneq 9
Laugardagur 7. febrúar 1981 r-------------------------------- Siðastliðinn miðvikudag birt- ist hér i blaðinu grein eftir Jón Þórarinsson tónskáld þar sem hann ræðir opinskátt um Sin- fóniuhljómsveitina og hlut is- lenskra tónskálda. Tilefnið er tónleikahald hljómsveitarinnar um siðustu helgi, en þá voru eingöngu flutt islensk verk. Ekki tókst þó betur til en svo, að tónleikarnir fóru nánast fram i kyrrþey og báru „flest ytri merki þess, að vera taldir annars flokks af forsvars- mönnum hljómsveitarinnar”, segir Jón. Siðan segir Jón: ,,Það er mikil gróska i tónlistarstarfi á þessu landi. Þar ætti Sinfóniu- hljómsveitin að vera i fylking- arbrjósti, og hún ætti að hafa alla burði til að vera það. En þvi miður verður að játa, að flest það áhugaverðasta, sem gerst hefur á tónlistarsviðinu hér nú siðustu árin, hefur oröið fyrir framtak annarra aðilja. Þó þarf ekki að kvarta undan áhuga almennings”. I grein sinni tekur Jón Þórar- insson upp hanskann fyrir is- lensk tónskáld af hreinskilni og Imetnaði. Adeila Jóns er hvöss en . rökföst, enda talar þar maður sem veit sinu viti. Gagnrýnendur Það er meira en hægt er að segja um marga þá sem kveða sér hljóðs á opinberum vett- vangi i hlutverki gagnrýnand- ans. Gagnrýni og skammir. ef ekki dylgjur og svivirðingar vaða uppi i fjölmiðlum og fæstu hlift. Einkum eru það lesenda- bréfinsem sýna æru manna litla miskunn. En hvort sem gagn- rýni er réttmæt eða ekki, þá er hún hluti af lýðræðinu, frelsi til Hvenær byrja vopnin aö hugsa? tjáningar og skoðana, og gegnir sinu hlutverki. Efasemdin er upphaf allrar hugsunar, en án hennar yrði litið um framfarir og nýjungar. Gagnrýni getur og haft mis- mikil áhrif. Litið lesendabréf getur velt þungu hlassi, og ein setning getur verið beinskeytt ádeila. A hinn bóginn er ekki ætiö nóg að hafa fin próf og mik- inn lærdóm til að setjast i sæti dómarans. Það fer ekki saman lærdómur og dómgreind. Nýju fötin keisarans Einhvern veginn hafa flestir tilhneigingu til að trúa þvi sem þeim er sagt. Efasemdir vakna ekki af sjálfu sér. Við þekkjum öll söguna um nýju fötin keisar- ans. Það þarf stundum barna- lega einfeldni, saklausa fáfræði, til að koma auga á sannleikann. Eftir þvi sem sérfræðikunn- áttan eykst, minnkar sjálfs- traustið og hugrekkið til að hafa eigin skoðun. Fólk er hrætt við að spyrja eða gagnrýna af ótta við að það sé heimskulegt. Hið rétta er þó, aö heimskur veröur sá einn sem hræöist að játa fáfræði sina. Ekki bætir sjónvarpsglápið úr, ekki verður sérfræðiþekking til að virkja fólk til sjálfstæörar hugsunar. Leiklistagagnrýnandinn hlýt- ur að hafa rétt fyrii; sér vegna þess að hann er læröur i fræðun- um. Stjórnmálamaðurinn hefur tvimælalaust á réttu að standa vegna þess að hann er foringi i flokknum þinum. Visinda- maðurinn verður ekki véfengd- ur, þvi hann kann formúlurnar. Biómyndin, málverkasýningin eða höggmyndin hlýtur að vera góð, þvi kritikerinn sagði það. Humoristar verða ekki ríkir Okkur er eðlilegt að vera áhrifagjörn, enda er það eitt af undrum mannsins, hversu fljót- ur hann er að tileinka sér hvaö- eina. Ekki má einhver spjátrungurinn i Paris kynna nýja tisku, öðru visi en hálf heimsbyggðin api eftir honum. Stundum mætti ætla, að tisku- frömuðir væru einfaldlega að gera grin að almenningi, en þeir græða sennilega of mikiö til þess að humorinn komist að. Humoristar verða ekki rikir. Oscar Wilde sagði: Ekkert er eins hættulegt, eins og að fylgj- ast með tiskunni. Menn geta allt i einu orðið gamaldags! Wilde varð aldrei rikur. Uppivaðsla frá vinstri Að undanförnu hefur allmikið verið sagt frá pólitiskum hræringum i Noregi og Bret- landi. t báöum tilvikum er flokkur jafnaöarmanna i sviðs- ljósinu, vegna innbyrðis vanda- mála. Það er athyglisvert að i jafn rótgrónum flokkum og þeim sem hér eru nefndir, skuli nú koma til slikra átaka milli vinstri og hægri arma. t báðum tilvikum hafa hinir hófsamari fengið sig fullsadda af uppivööslu og vinnubrögöum róttækari armsins. Nordli dreg- ur sig i hlé, þremenningaklikan stofnar nýjan flokk. Hvenær skyldu menn átta sig á hliðstæöri þróun hér á landi að þvi er varðar áhrif hinna rót- tæku? Hvenær ætla hin hófsam- ari öfl i islensku þjóðfélagi að taka höndum saman? ritstjórnar pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar Jafnréttið i framkvæmd A sama tima og þessir stjórn- málaatburöir i Noregi og Bret- landi leiða til þess, að konum er lyft upp til æðstu embætta og jafnréttisbaráttan er aö festa sig i sessi i þeim löndum eru jafnréttismál á dagskrá á Is- landi af þveröfugum ástæðum. Svavar Gestsson heilbrigðis og félagsmálarúöherra hefur sniðgengið konu, þegar hann veiti lyfsöluleyfi á Dalvik. Þó hafði konan meðmæli og starfs- reynslu umfram þann sem fékk starfið hjá Svavari. Þetta er eftilvill ekki stórt mál nema fyrir þá sem eiga hlut að máli, en er þó athyglisvert fyrir þær sakir, hve formaður Alþýöubandalagsins telur jafn- rétti kynjanna skipta litlu máli, þegar hann fær tækifæri til aö styrkja það i reynd. Þaö skildi þó ekki vera að pólitisk fyrirgreiðsla sé for- manninum hugstæðari en bar- átta kvenna fyrir jafnrétti? Persónuréttur Réttindi manna eru ekki ætið virt eða viðurkennd af stjórn- völdum. Þvi persónubundnari sem rétturinn er, þvi heilagri er hann fyrir einstaklinginn. Þetta finnum viö á sjálfum okkur. Heimilið er okkur heilagt, einkamál, sjáfsákvörðunar- rétturinn, nafnið og persónu- skilrikin. Efnt var til manntals um sið- ustu helgi. Þaö mun hafa gengiö bærilega fyrir sig, og almenn- ingur sýnt viðeigandi þegn- skyldu. Hinsvegar var allur þorri manna mjög á varöbergi, um að upplýsingarnar gengju ekki of nærri einkalifi, að með svörin yröi farið sem trúnaðar- mál. tslendingar vilja ekki að um þá sé snuðraö og telja það með réttu að þeim verði ekki komiö fyrir ,,i litlum kössum”. Nafn er nafn t siöustu viku var lagt fram frumvarp þriggja alþingis- manna, þess efnis, aö erlendir menn sem öðlast islenskan rikisborgararétt fái aö halda sinu upprunalega nafni. Sú krafa islenskra laga og stjórnvalda að breyta þurfi um nafn til aö gerast rikisborgari er angi af þeirri þjóðernisstefnu aö varðveita skuli islenska siöi og hefðir. Þetta er góðra gjalda vert, en gengur þó út i öfgar, þegar um það er að ræða, að svipta menn skirnarnafni sinu. Þaö er skerðing á persónu- frelsi, afarkostir sem tslending- um sjálfum mundi illa lika ann- ars staðar. Nafn er nafn, gæti Einar i Undirhlið sagt. Hvenær hugsa vopnin? En hvilikur sparðatiningur og smámunasemi er þetta spjall um manntal og skirnanöfn i samanburði viö lifið sjálft, og virðingu manna fyrir þvi. Þaö verður vist litið eftir af manntali og fáir til frásagnar um nafngreiningu, ef til þess kemur aö manndrápstækjum nútimans veröur einhverntim- ann beitt. Hér i blaðinu var minnst á nifteindasprengjuna. nýjasta og fullkomnasta vopnið i vigbúnað- arkapphlaupinu um jafnvægi óttans. Af þvi að nú vill svo til að þessi tiltekna sprengja er fram- leiðsla Bandarikjanna, hafa ýmsir islenskir bandamenn þeirra tekið það stinnt upp að bomban skyldi forsmáö i VIsi. Sjálfsagt eru þeir margir sem eru nægilega kaldrifjaöir og raunsæir til að vega vopna- framleiösluna út frá sjónarmiöi herfræöingsins, sem telur lifin i milljónum og mælir skotmörk sin i heimsálfum. En til eru þeir, þar á meðal undirritaður, sem telur það óhugnanleg tiðindi, ef sprengjurnar eru orönar svo fullkomnar að þær geti gert greinarmun á lifandi og dauðu, en skiiji þó allt dautt eftir. Hve- nær fara vopnin að hugsa? I nafni mannúðar, friðar og frelsis, verður að vona, hvar i fylkingu sem við stöndum, að afstaöa okkar og siðfræði kom- ist aldrei á það stig, að slik vopn veki ekki viðbjóö. Ellert B. Schram

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.