Vísir - 07.02.1981, Qupperneq 12
12
VÍSLR
Laugardagur 7. febrúar 1981
ÞEYR I
VESTURBÆNUM
Tónleikar Hótel Sögu.Súlnasal. Miövikudaginn 28. jan. kl. 21.00-23,48
— Jói á hakanum — Þeyr —
Þaö var dágóöur hópur
unglinga samankominn við
anddyri Súlnasals Bænda-
hallarinnar þegar undir-
ritaöan bar aö garöi um
niu ieytið miðvikudags-
kvöldiö28. jan. Ein stúlkan
spuröi í hæðnistón: //Ertu
með passa"? og viti menn i
dyrunum stóð ábúðarfullur
dyravörður og heimtaði
skilríki/ nokkuö sem hefur
ekki hent mig i mörg ár.
Þar sem ég var ekki með
skilríkin á mér þurfti
nokkuð þref áður en
maðurinn félst á að ég
hlyti að hafa nokkur ár um
tvítugt. Þegar inn var
komið fékk ég aðgöngu-
miðann afhentan og rétti
hann i átt til dyravarðar
sem stóð við hlið nokkuð
sem búið var að koma fyrir
við enda stigans sem liggur
upp í Súlnasal. Aðrar eins
varúðarráðstafanir hef ég
ekki áður séð gerðar á
þessum stað, en trúlega
hafa forráðamenn hússins
átt von á hinu versta frá
Þey og áhangendum
þeirra.
Hakaskak
Tónleikahaldib hófst á þvi að
Jói á hakanum, ný hljómsveit
skipuö nemendum úr MH var
kynnt til leiks. Tónlistin sem Jói
karlinn framdi var heldur af lé-
legra taginu, þ.e. ef hægt er þá aö
tala um tónlist. Trommarinn hélt
ekki takti og það sem hljómborös-
leikararnir voru aö gera, var
fremur ómerkilegt. óhljóöin sem
einn meölimurinn gaf frá sér
minntu helst á þegar hermt er
eftir spangóli úlfs sem liggur hel-
særöur og biöur dauða sins. Mót-
tökurnar voru einnig i samræmi
við þetta og eftir þrjár tillögur að
lögum hurfu Jóarnir af sviðinu.
Þaö þurfti smá tilfæringar á
sviöinu áður en Þeyr kom fram.
Hljómsveitin hefur tekiö nokkr-
um breytingum frá þvi hún kom
fyrst fram. Gitarleikarinn Jó-
hannes Helgason og söngkonan
Elin Reynisdóttir eru hætt, en i
þeirra stað er Þorsteinn Magnús-
son fyrrum meðlimur Eikar kom-
inn á gitar. Steini lék aö visu
nokkuö á plötu Þeys sem út kom
um jólin, en nú er hann orðinn
fastur meðlimur. Magnús söngv-
ari er hættur aö leika á pianóið, i
þ.m. aö sinni og leggur aöal-
áherslu á sönginn. Er þetta til
bóta þvi sifelldar tilfæringar meö
hljóönemann til og frá pianóinu
slitu dagskrá Þeys allverulega i
sundur áður fyrr. Reyndar eru
tafir og snúningar ennþá mjög til
baga hjá Þey og brjóta
stemmninguna nokkuð niöur i
salnum, en þessir annmarkar eru
trúlega aöeins byrjunaröröug-
leikar sem koma má i veg fyrir
meö aukinni æfingu.
Vaxandi
Tónlist sú sem Þeyr flutti var