Vísir - 07.02.1981, Síða 13

Vísir - 07.02.1981, Síða 13
Laugardagur 7. febrúar 1981 i Toto — Turn Back . BCS 84609 I Sexmenningarnir I Toto eru engir unglingar sem eru aö leika sér viö aö spila rokk inni bilskúr uppá grin. Þetta eru þaulvanir stúdlúmenn sem kunna vel til verka i þessu fagi. Það er þvi varia aö finna feilpunkt á þessari piötu. Mat- reiðsian er vel af hendi reidd en hráefniö er jafnvenjulegt og hvert annaö bandariskt rokk. Þaö úir og grúir af rokk- hijómsveitum sem flytja svíp- aöa tönlist og Toto. Þetta er still sem brey tist varla nokkuö eöa endurnýjast. Þær eru hinsvegar æði fáar hljóm- sveitirnar sem hafa eins pott- þéttum hljóðfæraleikurum á aö skipa og Toto og það er ein- mitt sú staðreynd sem gerir Toto aðeins fremri fiestum stallbræðrum sinum. Tónlist þeirra er hvorki betri né verri en gengur og gerist. Lögin vinna ágætlega á og er þetta þvi ágætis plata fyrir unnendur bandarisks iðnaðarrokks. Lou Reed — Rock and Roll Diary 1967—1980 Arista A 2 L 8603 Lou Reed er án efa einn af merkustu áhrifavöldum pönk- og nýbylgjunnar og er þessi tveggja plötu samstæöa góöur úrdráttur úr tónlistardagbók hans. A meðan Velvet Under- ground starfaöi i N.Y. þótti hún allfuröuleg, en I dag er tóniist þeirra hluti af sögunni og þar var þáttur L.R. veru- legur. Fyrstu tvær plötu- hliöarnar i þessari samstæöu innihalda 9 lög frá þessum tima þ.á m. „Heroin”. Tiunda lagiö á fyrri plötunni er svo „Walk on the Wild Side”. A seinni plötunni eru einnig 10 lög sem spanna yfir sólóferil Reeds. The Kids, All Through the Night og StreetHassle - sóma sér vel i þessu safni og i heild virðist valiö á lögunum vera mjög gott, þó ég sakni nokkurra góðkunningja hér. t augum þcirra sem eru að uppgötva pönk og nýbylgju um þessar mundir, er L.R. kannski gamall karl, en ég vil benda öllum sem áhuga hafa á þróun rokksins á þessa safn- plötu þvi hún er gripur góöur. L. frumsamin að hluta sem og er- lend lög eftir ýmsar litt þekktar nýbylgjuhljómsveitir. Hljóm- sveitin var greinilega ekki i sinu besta formi enda ekki langur timi liðinn frá þvi mannabreytingarn- ar áttu sér stað. Þorsteinn skilaði hlutverki sinu með stakri prýði enda er hann með betri gitarleik- urum hérlendum.. Útsetningarn- ar hafa aðeins breyst með til- komu hans i hljómsveitina og eru þungarokk áhrif komin nokkuð til sögunnar og vinnur ágætlega á móti nýrri straumum sem Gunn- laugur ber með sér. Gunnlaugur gitarleikari var heldur hlédrægur að minu mati. Hefði ég viljað heyra meira i honum þvi gitar- leikur hans er einkar smekklegur og athyglisverður á stundum. Hann hefur gott eyra fyrir óvenjulega glettna frasa sem lita tónlistina oft á tiðum. Sigtryggur trommari þenur húðirnar af öryggi og er hann efni i góðann taktmeistara. Það verður at- hyglisvert að fylgjast með honum i framtiðinni. Bassaleikurinn týndist nokkuð eða féll það þétt inni heildina að ég varð ekkert sérlega var við hann allt kvöldið. Helsti gallinn á tónlistarflutn- ingnum var hve illa textar kom- ust til skila og hve söngurinn var almennt óhreinn. Framburðurinn þarf að vera skýrari til að textarnir njóti sin og tjáningin komist almennilega til skila. ókeypis klipping J ýmsir sem þáðu að fá sér pönk- koll, sér að kostnaðarlausu. Þessi uppákoma var i senn nýstárleg og stórfyndin, en heldur dróst hún um of á langinn. Þegar Þeyr hóf svo leikinn að nýju var nokkuð liðið á kvöldið. Ekki tókst að ná upp verulegri stemmningu i saln- um og áttu tafir þar nokkurn þátt i. Greinilegt var að hljómsveitin hafði ekki nógu langa dagskrá uppá að bjóða til að geta haldið uppi góðri „keyrslu” heila kvöld- stund. Lögin sem Þeyr léku voru þvi heldur fá. Þrátt fyrir það fóru tónleikarnir fram yfirJfSyfilegann tima og á slaginu kl. 23,30 voru ljosin kveikt i miðju lagi, öllum til mikillar undrunar. Uppklapp í björtu 1 hléinu var „klippi uppá- koma”. Tvær stúlkur ásamt Magnúsi söngvara buðu gestum ókeypis klippingu og voru það Hljómsveitin var klöppuð upp og i fyrstu ætlaði hún ekki að leika aukalag. Ung og fögur snót færði söngvaranum blómvönd. og áfram var klappað þar til Þeyr birtist á sviðinu á nýjan leik og lék eitt aukalag. Ljósin voru hrópuð niður en ljósameistari hússins hélt áfram að láta ljós sitt skina svo að Þeyr endaði kvöldið i björtu. Áheyrendur hurfu á braut nokkuð hressir i bragði eftir ágæta kvöldstund, en það voru samt fleiri sem þurftu frá að hverfa vegna stæla og hörku dyravarðanna við passaskoðun þetta kvöld. Jafnvel fólk sem komið er nokkuð á fertugsaldur- inn þurfti frá að hverfa vegna þessa. Það er þvi saga til næsta bæjar að undirritaður komst inni Bændahöllina miðvikudagskvöld- ið 28. janúar sl. —jg vísnt 13 Molakaffi og með þvi Alkunnur er brandarinn um svissneska flotamálaráðherr- ann. Hann þykir vitiaus en Will- iam Jennings Bryan, sem þá var utanrikisráöherra Banda- rikjanna, hefur varia þótt þaö. Hann sendi boðskort til svissneska flotans um aö vera viðstaddur opnun Panana skurðsins... önnur mistök ennþá verri, voru gerð i stjórnsýslu Banda- rikjanna fyrir mörgum, mörg- um árum. Eins og margir vita stendur á bandariskum mynt- um: In God We Trust (Við treystum á Guö) Þegar fara átti að dreifa nýrri myntsláttu upp- götvaöist allt i einu aö á þeim stóð: In Gold We Trust (Við treystum á gull!) Engin skýring fékkst á mistökunum. Fleiri mistök: i bókinni frægu, Robison Crusoe, segir Daniel Defoe frá þvi þegar Crusoe ætlar að freista þess að bjarga einhverju úr skipsflaki. „Ég afklæddist, þvi sjórinn var ákaflega heitur, og lagöist til sunds.” Siðar segir frá þvi aö Crusoe er kominn um borð I skipið. „Ég komst að þvi að vistir skipsins voru óskaddaðar og þar sem ég var svangur, gekk ég niður i messan og fyllti vasa mina af kexi...” A.Conan Doyle, höfundur Sherlock Holmes bókanna var heldur ekki yfir mistök hafinn. 1 bókinni A Study in Scarlet segir frá þvi að Dr. Watson hafi gam- alt skotsár i öxlinni. i bókinni The Sign of Fear er sárið allt i einu i öðrum fæti hans! Fleira af þessum toga: Sir Joshua Reynolds, frægur og starfssamur portrettmálari, málaði einu sinni fyrirmyndina með hatt i annarri hendinni. Allt i lagi með það nema hvað annar hattur sat ofan á hausnum! Þá getur nútimalist stundum vafist fyrir mönnum. Arið 1961 hékk listaverk eftir Henri Matisse i 47 daga á sýningu i New York. Myndin var öfug en enginn tók eftir þvi.. • Breska blaöiö The Observer baö nýlega lesendur sina að stinga upp á hentugu starfi fyrir Karl krónprins. Fjölmargar uppástungur bárust en sú sem einna mestan hljómgrunn fékk var um að hann starfrækti hjónabandsmiðlun fyrir fina fólkiö. Hann hefur alla vega viö- tæka reynslu af þeim málum... Hvert skyldi vera uppáhalds „country” lag söngvarans Johnny Cash? Það heitir „I Walk the Line” og söngvarinn er enginn annar en Johnny Cash! Fyrir nokkru var i Helgar- blaðinu birtur skákstigalisti karla. En hvað um konurnar? Heimsmeistarinn Maya Chi- burdanidze frá Sovétrikjunum, hefur 2425 stig, Nana Ioseliani (einnig frá Sovétrikjunum) 2345, Alla Kushnir frá tsrael 2330, Irina Levitina 2320, Nona Gaprindasvili, fyrrum heims- meistari, 2300, Nana Alexandria 2295 og Nina Gurieli 2290. Þær Eva Peron er mikiö f sviösljósinu um þessar mundir. Leikkonan . Faye Dunaway hefur til dæmis nýlokið viö að túlka hana i kvik- mynd og hún var ekkert að skafa utan af ummælum sinum um þessa umdeildu konu: „Evita var frábær einræðisherra. Hún vissi hvernig átti að ná til fólks.” Af Dunaway er þaö annars aö frétta aö hún er nú að fara að leika Joan Crawford, leikkonuna frægu, i myndinni „Mommie Dearest” sem gerö er eftir sögu dóttur Joan, Christinu. i bókinni fær móðirin mjög siæma útreiö en þvi mun eiga að breyta i kvikmyndinni.... Hun var nógu tilkomumikil, Broadway-sýningin á ævintýrinu gamia um Frankenstein, tvær milijónir dollara voru notaöar til að framkalla þrumur og eldingar, sprengingar, fjallskriöur, rigningu og annað havari. Gagnrýnendur voru hins vegar litt hrifnir og eftir frumsýningu var leikritið tekið af sýningaskrá leikhússins. Svo hrikalega hefur sýning ekki fallið iengi i New York. Aðalleikararnir, John Carradine (sem leikur blindan einsetumann) og Keith Joxhim (skrimsliö) höfðu sinar skýringar. „Við höfðum leikið fyrir fullu húsi vikum saman meðan á æfingum og forsýning- um stóð,” sagöi Carradine. „Framleiðendur hættu vegna þess að þeir eru huglausir.” Allir muna eftir fjöldasjálfs- morðunum Guyana fyrir tveimur árum þegar ofstækis- fullur sértrúarsöfnuður fylgdi foringjanum, Jim Jones, i dauð- ann. Skömmu áður hafði banda- riski þingmaðurinn Leo Ryan verið myrtur i búðum hópsins þar sem hann var að rannsaka hvað þar færi fram. Nú hefur dóttir hans, Shannon Jo Ryan, sjálf gengið til liðs við sértrúar- söfnuð. Gúruinn er Indverji sem heitir Bhagwan Shree Rajneesh og segir tengja austræna dul- speki saman við vestræna menningu. Shannon var spurð hvað hún héldi að faðir hennar hefði sagt ef hann vissi hvað hún væri að gera. „Hann myndi styðja mig”, sagði hún hiklaust. „Ég er viss um að svona sjálfs- morðsæði myndi aldrei gripa um sig hjá Bhagwan, hann myndi aldrei fara fram á slikt.” Svo bætti hún við: „En ef hann vildi að ég svifti mig lifi myndi ég gera það.” Fór þar barátta Ryan þingmanns fyrir litið... fjórar siðustu eru allar frá Sovétrikjunum. Hæst Norður- landakvenna er Pia Cramling frá Sviþjóð sem hefur 2200 stig. • Attu erfitt með svefn? Þá get- urðu huggað þig við að fleiri hafa þurft að glima við sama vandamál. Napóleon til dæmis svaf aldrei meira en þrjár eða fjórar klukkustundir á hverri nóttu. Katrin mikla gat alls ekki sofnað nema einhver greiddi hár hennar meðan óli Lokbrá læddist að, Winston Churchill lá gjarnan og velti sér klukku- stundum saman en gat ekki sofnað. Hann leysti málið með þvi að eiga tvö rúm og skipta um til tilbreytingar. Charies Dickens átti og erfitt með svefn en hann áleit að staða rúmsins og hans sjálfs skipti meginmáli i þvi sambandi. Hann sneri ávailt rúmum sinum i norður og kom sér svo fyrir nákvæmlega i miðju þess. Franz Kafka áieit hins vegar að mestu skipti að vera sem þyngstur i rúminu. Þess vegna studdi hann höndun- um á axlir sér og þrýsti á. Og Cary Grant getur ekki sofnað nema yfir gömlum biómyndum i sjónvarpinu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.