Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 2
2 Finnst þér að það ætti að hafa næturklúbba í Reykjavik? Áslaug Björnsdóttir: Já, af hverju ekki? Guöbrandur Jóhannsson: Nei þaö er nóg af skemmtistöðum Dagbjört Bjarnad ó 11ir , verslunarmær: Já alveg endilega. Magnús Halidórsson Að sjálfsögðu Páll Pálsson, nemi: Alveg sjálfsagt. Þá getur maður skemmt sér lengur. vtsm Fimmtudagur 12. mars 1981 „Hef aldrei oroið hræddur ð ævinni" - segip Jóhann Þórir Jónsson ritstjóri Skákar „Starf mitt innan skákhreyf- ingarinnar hófst 1960. Þá var mikil lægð i þessum málum, eink- um i Reykjavik. Á þessum árum var ég búinn að fá þennan sýkil, þannig að ég var alveg viðþols- laus og til þess að geta viðhaldiö skákiðkuninni, gcrðist ég for- maður Taflfélags Reykjavíkur 1961”. Það er Jóhann Þórir Jónsson ritstjóri timaritsins Skákar, sem er mættur i viðtal dagsins i dag. Hann hefur unnið mikið starf i þágu skákhreyfingarinnar og gegndi meöalannars formennsku i ofangreindu félagi um 4 ára skeið. ,,Á þessum timum var ekkert til, Taflfélagið i húsnæðishraki og taflmótin haldin á þrem til fjórum stöðum. Það sem til þurfti var þá gjarnan borið á milli þeirra”. Árið 1962 tók Jóhann Þórir við stjórn timaritsins Skákar. „Þessi fyrsta stjórn T.R. 1961, sem ég átti sæti i kom upp fyrsta alþjóö- lega skákmótinu, sem haldið hef- ur verið hér, árið 1964. En það hafa orðið algjör stakkaskipti i þessum málum og með áðurnefndu móti hófst býsna mikil uppsveifla. A þessum árum var Friðrik Ólafsson að „brillera” mikið i skákheimin- um. Hann komst á „kandidata- mót” og 1964 varð Ingi R. Jó- hannsson svo alþjóðlegur skák- meistari, þannig að grundvöllur- inn var að skapast. Þá var farið að kenna skák i gagnfræðaskólum og 1967 eign- aðist skákhreyfingin húsnæði við Grensásveginn. Með tilkomu þess var hafin mikil æskulýðsstarf- semi undir forystu Hólmsteins Steingri'mssonar. 1972 kemur svo heimsmeistara- einvigið inn i dæmið, og má kalla það sigurkórónuna i skákverki þjóðarinnar. Það má lika segja, aö meö tilkomu þess þróttmikla starfs, sem skapaðist af þessu, hafi valist ákaflega dugmiklir og harðfylgnir menn i forystu skák- hreyfingarinnar, og hafa þeir staðiö sig hver öðrum betur”. Ekki er hægt aö sleppa Jóhanni Þóri, án þess að minnast á helgarskákmótin, en hann átti einmitt hugmyndina að þeirri nýjung i starfinu. „Einn af minum stærstu ókost- um er sá að ég hef aldrei orðið hræddur á ævinni”, svaraði hann aðspurður um hvort hann hefði ekki óttast að þessi hugmynd misheppnaðist. „Um áraraðir hefur það verið höfuðverkur skákhreyfingarinnar hver erfitt það er að halda tengslum við skákmennina úti á landi. Slikt samstarf hefur verið miklu minna, en það ætti að vera. Þá Jöhann Þórir Jónsson, ritstjóri timaritsins Skákar. hafa verið reynd ýmis brögð til að leysa þetta, m.a. með skólaskák- inni. Hún var stórt skref i rétta átt. Svo var deildarkeppni, sem kölluð er. Þar leiða bestu skák- menn hvers byggðarlags saman hesta si'na. En gallinn við þetta var sá, að þarna vantaði eitthvað á milli. Margir höfðu áhuga á að leysa þetta og þá datt ég ofan á þetta form helgarskákmóta”. „Náði hún tilgangi sinum?” „Já og hún náði til skákáhuga- manna. Þá hafa okkar snjöllustu skákmenn verið með og farið ótrauðir um allt land, þó allra veðra væri von. Er nú svo komið að menn eru farnir að fjölmenna á þessi mót af landinu öllu. Hins vegar er ég miklu spennt- ari fyrir þvi að aðlaga þessa hug- mynd alþjóölegri þátttöku. Erlendis eru haldin slik mót og hafa menn héðan tekið þátt i þeim. Eftir þessa æfingu i skipu- lagningu o.fl. getur vel verið að útfæra megi þessi mót enn frekar. Til dæmis á að verða Norðurlandamót hér á næsta hausti. Ef hægt væri að demba einu helgarskákmóti ofan i það væri hægt að fá einhverja af þessum mönnum til að vera með og þar með væri fyrsta skrefið stigið. Möguleikarnir i þessum efnum eru alveg óþrjótandi”, sagði Jó- hann Þórir að lokum. — JSS. sandkorn Þarna eru þeir Geiri gúmmitarsan og Bisleifur I einni sæng. Geiri er sá með skottiö. Stefnubreyting Umtalsverö stefnu- brcyting viröist nú vera i aösigi á Mogganum, þótt hljútt fari. Er hennar þú þegar farið aö gæta i fjúr- blööungnum, sem gefinn cr út um hclgar undir heitinu „Myndasögur Mogga”. i siðasta blöðungi má llta eftirfarandi klausu, undir heitiuu „Kattar- hornið”: „Herdis ^únsson er kona ein vestfirsk og á hún sér kattargrey, sem hún nefnir „Geira gúmmitarsan”. Köttur- inn lifir hálfgerðu hunda- lifi, þvi að i hvert skipti sem hann cr lokaður úti, skriður hann inn i hunda- kofann, þar sem „Björn isicifur” á hcima. En það gerir nú ekki mikiö til, þvi Gciri og Bislcifur eru mestu mátar”. Já, þeir eru viða laumukommarnir, eða hvaö? • Viðgerðin Dyrabjallan hringdi og þegar frúin opnaði dyrnar sá hún nábúa sinn á neöri hæðinni standa fyrir utan meö öxi I hendinni. Frúin bauö kurteislega gúöan dag og spuröi hvert er- indið væri. „Ég var sendur tii að gera við pianúiö yðar. Blöndungarnir á bolun- um. Myndina fékk Sandkorn „aö iáni” úr Timanum. Biöndungar á bolum Það vakti athygli, þegar stuðningsmenn Blönduvirkjunar súttu iönaðarráöherra hcim, aö þeir kiæddust sérstökum holum. þar scm á var prentað „Virkjum Blöndu”. En þar sem slikar flikur teijast ekki til ytriklæöa, uröu Biönd- ungar að svipta sér úr úlpum og jökkum til að hvatningarorðin sæjust. Þotti þingheimi þetta lifleg uppákoma. að von- um, og segir sagan að Páll Pétursson hafi lieyrst muldra’ „Ber er hver að baki, nema bol sér eigi”. Talað við vélina Þá vöktu Blöndu- umræðurnar á þingi, sem sjúnvarpaö var, ekki m i n n i a t h y g 1 i . Staöreyndin er nefnilega sú. að ekki má sjást myndavéi frá sjúnvarp- inu i þingsölum. öðru vísi en aðallir þingmenn rjúki upp til handa og fúta. Æða þeir i púltið hver á fætur öðrum og ræða viðkom- andi mál. sumir af miklu viti, aðrir af litlu. Ef þeir hafa ekkert vit á málinu þá tala þeir bara um eitt- hvað annað. (sbr. Blöndumálið). Eins er það afskaplega hjákátlegt að sjá þing- mennina við það að fara1 úr hálsliðnum, til þess cins að geta inænt inn i myndavélina um leið og ræðan cr flutt. Heyrist þá ekki nema annaö. þriðja hvcrt orð, sem sagt cr, — sem cr ef til vill eins gott i sumum tilfelium.... Sjónvarpið setti svo góðan punkt aftan við umræðuþáttinn, með þvi aö spila lagið: „Það blanda allir landa upp til stranda....”. Það töksl... Þrir Hafnfirðingar voru hætt komnir I höfninni á dögunum. Þeir voru að ýta kafbáti i gang.. ... og Dö ,„.En þvi miður sökk kafbáturinn. Skipstjúrinn hafði opn- aö lúguna. til að segja vinum slnum, að hann væri kominn i gang. • vondur, verri. verstur Þeir Halldúr Blöndal og Eyjúlfur Konráð Júnsson hleyptu heldur betur lifi i ahnennan stjúrnmála- fund, sem sjálfstæðis- menn héldu á Húsavik á dögunum. Halldúr flutti skörulega ræðu og hefur Halldór flutti skörulega ræöu... Jóhanna S. Sigþúrsdúttir hlaðamaður skrifar: ....og Eyjúlfi var greinilega mikið niöri fý rir líka. Vikurblaöið eftirfarandi eftir honum: „Við verðum að byggja upp þjóðfélag okkar að nýju, það þjúöfélag scm svikulir stjúrnmálamcnn og vondir fjölmiðlar hafa komið á kaldan klaka. Fyrir utan vonda stjúrn- málamenn er ekkert verra I landinu en vondir blaðamenn". Sigurður Júnsson lét ádrepu Halldúrs engin álirif á sig hafa og sagöi i lok sinnar ræöu: „Þú Húsvíkingar séu trúgjarnir, þá trúa þeir varla að þessir mcnn, Halldór og Eykon, geti stjórnað landinu”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.