Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. mars 1981 vtsnt 5 Opíumræktin stjorn- laus í „Gullna hálf- Heróinstraumurinn til Banda- rikjanna og V-Evrópu hefur aukist vegna slælegrar stjórnar á ópiumræktinni. Yfirmaður fikniefnaeftirlits Bandarikjanna sakar Iran, Pakistan og Afganistan um aö hafa haft slælegt eftirlit ó ópium- rækt i löndum sinum, en fyrir þá sök hafi stóraukist straumurinn á heróini til Bandarikjanna og Vestur-Evrópu. Peter Bensinger, yfirmaður DEA, sagði blaðamönnum i gær, aðsovéskahernámið i Afganistan og tilburðir Zia-Ul-Haqs forseta Pakistans, hefðu haft óveruleg á- hrif til þess að draga ilr eitur- lyfjasmygli frá hinum svonefnda „Gulina hálfmána”, eins og fikni- efnayfirvöld kalla þetta ópium- svæði. Sagðihann, aö efnahagslegir og pólitiskir öröugleikar þessara landa hefðu leitt til stóruakinnar ópiumframleiðslu. Talið er, að heróinstraumurinn frá þessum þrem löndum til Bandarikjanna hafi á siðustu þrem árum aukist Ur 2% af öllu Ópiumvaimúinn, sem er spretta „hvita dauðans”. upp- eiturlyfjasmygli til USA upp i 71%. Raunar er það ópium, sem smyglað er Ut Ur „Gullna hálf- mánanum”, en i neðanjarðar- verksmiðjum á Italiu er þvi breytt i heróin. Yfirvöldum á Itali'u hefur hinsvegar orðið nokk- uð ágengt við að hafa upp á og loka þessum verksmiðjum. A sið- asta ári var lokað 14 slikum. BUist er við þvi, að smyglarar snUi sér þá að þvi að koma upp slikum verksmiðjum annarstað- ar, og taliö, að þeir hafi augastað á Syrlandi og öðrum rikjum I austurlöndum nær. Skorið hefur vcrið i hýðisaldin ópíums- valmúans og mjólkursaf- inn vætlað út á yfir- borðið. Hvlar verkfallstiótanir Fyrlrmynd nlósnahöfundanna lan Fiemlngs og John Le Carré er láilnn Fyrrum njósnaforingi Ur leyni- þjónustu Breta, sir Maurice Old- field, andaðist i gærkvöldi. Sir Maurice var eitt sinn yfirmaður þeirrar deildar leyniþjónustunn- ar, sem auðkennd var með stöf- unum MI6. Hann var 65 ára að aldri og kominn á eftirlaun, en Margaret Thatcher kvaddi hann samt til skipulagsstarfa varðandi öryggismál Norður-Irlands og vann hann enn við þau, þegar veikindin sóttu að honum. Sir Maurice var nær 40 ár starf- andi i leyniþjónustu Breta, slöustu tólf árin sem yfirmaður MI6, og gekk þá undir dulnefninu ,,C” (ControD. Hann lét af störf- um 1979. Lengst af haföi ,,C” tek- ist að halda raunverulegu nafni sinu leyndu fyrir blöðum, en 1973 fletti bandariskt timarit ofan af þvi. Hann þjónaði i upphafi i leyni- þjónustu hersins i siðari heims- styrjöldinni og þá viða: I Afriku, Austurlöndum nær, Austurlönd- um fjær og I Bandarikjunum. Hann starfaði um hrið undir þeim fræga Kim Philby, sem siðar strauk til Moskvu, eftir að hafa þjónað leyniþjónustu Rússa. I Washington erfði sir Maurice stöðu Philbys. bað er flestra hald, að njósna- höfundurinn Ian Fleming, sem sjálfur var i leyniþjónustunni i siðariheimsstyrjöldinni, hafi haft sir Maurice i huga, þar hann skapaði „M” yfirmann söguhetju sinnar James Bonds eða 007. — Það er vitað með vissu, að John Le Carré haföi hann að fyrir- mynd, þegar hann skapaði George Smiley I njósnareyfurum sinum („Tinker, Tailor Soldier, Spy” og „The Honourable School- boy”). En öfugt við James Bond- sögurnar sendi sir Maurice ekki út flugumenn til manndrápa. 1973 sá hann sig neyddan til þess að fullvissa starfslið sitt I MI6 um, að deildin sóðaði sig ekki út á manndrápum. 11 daga Dóf við Sýrlandsstjórn segist ekki munu siga hernum á flug- ræningjana I Damaskus til þess að bjarga þeim 100 gislum, sem ræningjarnir hafa á valdi sinu i flugvélinni frá Pakistan. Þykir sýrlenskum yfirvöldum of mikil hætta á þvi, að lifum sak- lausra verði stefnt I voða, ef reynt verði að beita ræningjana hörðu. Flugræningjarnir hafa nú haft gfslana á valdi sinu i ellefu daga, og segjast hafa veitt Pakistan- Verkalýðsleiðtogar i bænum Radom i Póllandi ræða i dag verkfallsboðun, sem hótað hefur verið, ef yfirvöld fást ekki til við- ræðna um leiðréttingar á kvört- unum þeirra. Þetta fylgir i kjölfar deilunnar i Lodz, þar sem um 300 þúsund manns lögðu niður vinnu á þriðju- dag. Sú deila hefur nú verið til lykta leidd, að þvi leyti, að setst hefur verið að samningaborðinu. 1976 kom til átaka i Radom, flugrænlngjana stjórn lokafrest til þess að upp- fylla kröfur þeirra fyrir klukkan fjögur i dag. Þeir krefjast þess, að um 90 föngum, sem allir eru félagar i sömu samtökum og flug- ræningjarnir, verði sleppt úr fangelsum i Pakistan. Annars muni þeir gripa „til róttækra ráða” við glsla sina. Ræningjarnir hafa þegar myrt einn fanga sinna, diplómat frá Pakistan, sem þeir skutu tilbana, meðan flugvél þeirra beið i Kabúl i Afganistan. þegar verkalýðurinn reis upp. i Var lögreglunni beitt gegn verk- fallsmönnum þá. Margar af kröf- unum núna lúta einmitt að rann- sókn á misbeitingu lögreglu- valdsins þá, en verkalýðsfor- ingjar krefjast refsingará hendur lögreglumönnum, sem haröast gengu fram. Eins krefjast þeir þess,ð aö leiðtogi kommúnista- flokksins i Radom verði látinn vikja, ásamt fleiri embættis- mönnum. Einingarmenn i Radom krefj- ast ennfremur að hætt verði of- sóknum á hendur verkalýðs- mönnum. Segjast þeir hvergi munu hvika, fyrr en þessum kröfum þeirra hafi verið sinnt. A meðan hefur frekari verkföll- um verið aflýst i Lodz, en mikil ólga er i bæjum allt frá Suwalki i Norður-Póllandi til Nowy Sacs i Suður-Póllandi. Er þar ýmist krafist brottvikninga embættis- manna, eða að hiö opinbera af- hendi ýmsar byggingar sinar til velferöarmála. I Majdanow hefur verið boðað til kröfugöngu i dag til þess að fylgja eftir kröfum um smiði nýs skóla fyrir börn bæjar- biía. Mikil spjöll urðu á um 200 byggingum I þorpum i Epirus- héraði, sem er I norðvesturhluta Grikklands. öflugasti kippurinn mældist 5,6 stig á Richterkvarða. Hryillleg vlnnubrögð selveiðlnnl Enn hefur sprottið upp vegna selveiöi Kanadamanna, og hefur selveiðin á Prince Edward- eyju verið stöðvuð fyrir tilstilli Grænfriðunga. Astæðan fyrirstöðvun veiðanna voru hryllilegar aðfarir viövan- inga, sem fást við veiðarnar i ár. Voru veiðimenn staðnir aö þvi að flá kópana lifandi, þegar þeir náðu ekki aö deyða þá almenni- lega, vegna kiaufaskapar. Kom I Ijós, að stór hluti veiði- manna er viðvaningar og iúta lciðsögn og stjórn eldri veiði- manna, sem ekki hafa stundað selveiðar i fjölda ára. Vmist I ðkkia eða eyra Rumlega 40 milljónir manna munu hafa orðið fyrir einhverjum búsifjum'vegna flóða og þurrka i tveim héruðum Kina. Hefur Pekingstjórnin falast eftir við- lagaaöstoð Sameinuðu þjóðanna. Miklir þurrkar hafa leikiö upp- skeruna illa í Hebeihéraði, en þó hefur tekist að halda hungurvof- unni þar frá dyrum. A sama tima uröu mikil flóð i Hubei og þar rikir matvælaskortur. Munu það vera mestu flóð, sem komiö hafa I 26 ár, en þurrkurinn i Hebei er meiri cn nokkur, sem komiö hefur i 37 ár. Oliuvinnsla Dana Anker Jörgensen, forsætisráð- . herra Dana, greindi frá þvi i fyrradag, að nú hillti undir sam- komuíag við fyrirtækið A. P. Möller i ágreiningnum um rétt- indin til þess að vinna gas og olfu i Norðursjó, Danmerkurmegin. 1962 var A.P. Möller veittur einkarétturinn, en I janúar i ár lagði stjórnin fram lagafrum- varp, sem gerði ráö fyrir, að rikið endurheimti vinnslurétttinn á öll- um svæðum i Norðursjó, þar sem vinnsla er ckki þegar hafin. Það mun vera um 80%. Fyrirtækið hótaöi málshöfðun vegna samningsrofa og stjórnar- skrárbrots, en nú mun hafa sam- ist um, að það fái framlengingu á vinnsluréttindum I suðvesturhlut- anum, þar sem mest hefur verið leitað. Blaðamaður fyrlr réttl Blaðamaðureinni Boston hefur veriðdæmdur i fangelsisvist fyrir að neita að bera vitni um sam- ræður, sem hann átti við ákærðan morðingja. Fékk hann 90 daga fangclsisdóm. Hann hafði átt viðtal vib Ed- ward nokkurn Kopacz, sem aKæiuui ci lynr moro a Kynvill- ingi 1978. Blaðamaðupinn vildi ekki skýra lögreglunni frá þvi, hvaö þeim fór á m^Ili og bar fyrir sig rétti blaðamanna til þess aö vernda heimildir sinar. Viðtalið, sem birtist l Boston Hcrald, þótti bera meö sér, að hinn ákærði heföi játaö moébið. 2.5 lonn af hassi Lögreglan I Hamborg komst yfir tvær og hálfa smálest af hassi sem hún lagði hald á I vikunni, A svarta m-arkaðnum er þetta magn mctiö til 10 milljón marka. Tilviljun olli þvi að hassfarmur þessi fannst. Hafnarlögreglan I Ilamborg veitti eftirtekt sendi- feröabifreiö sem henni fannst ólöglega mikiö hlaðin, og veitti ökumanninum og aðstoðarmanni hans tiltal. Kom þá I Ijós, hver farmurinn var. Komst lögreglan þar yfir jafn mikiö magn af hassi og yfirvöld i V-Þýskalandi lögöu hald á allt áriö 1980. í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.