Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Fimmtudagur Í2. mars 1981 VlSIR utgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert Ð. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- þórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Gúðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Ólafsson. Safn- vörður: Eiríkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Oreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjorn: Siðumúli 14, sími 8óóll, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 nýkrónur eintakið. Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. Hðfuðstaðarferð Húnvetninga Enda þótt Húnvetningar geti kallast þrýstihópur og vi&brögð þingmanna hafi verið brosleg, þá má ekki iita framhjá aðaiatriði þessa máls. Förin lýsir vilja fólksins i landinu til að hafist sé handa um uppbyggingu og athafnir. Enda þótt sendiför Húnvetninga til Reykjavíkur vegna Blönduvirkjunar beri keim af þeim hreppasjónarmiðum, sem allsráðandi hafa verið hér á landi, er engin ástæða til að álasa norðanmönnum fyrir tramtak þeirra Þeir aðhafast aðeins það sem árangursríkast hefur verið fram að þessu, beita þrýstingi, undirskrif tum og f jöldafundum , í þeirri trú að þingmenn láti undan þeim að- ferðum. Það var einnig broslegt að fylgjast með því, hvernig þing- menn, hver á fætur öðrum, létu lýðskrumslega við gestina, stilltu sér upp til myndatöku í hópi þeirra, tóku undir kröfurnar í ræðustól og lögðu sig f ram um að ganga í takt við komumenn með lagni hins auðsveipa þjóns. Allir nema Páll Pétursson. Hann sást hvergi né heyrðist, f yrr en í held- ur dapurlegri ræðu undir lok um- ræðunnar. En hann átti sosum um sárt að binda, rúinn þeim stuðningi, sem þeir Guðlaugsstaðafrændur eru vanastir. Þessi sviðsetning þrýstihópsins og sjálfgefin undirgefni þing- mannanna er ekki ný af nálinni. Að því leyti bar höf uðstaðarferð Húnvetninga árangur. Hún var í samræmi við þann pólitíska stíl sem alkunnur er hér sunnan Holtavörðuheiðar. Hitt skiptir þó meira máli, að hin almenna samstaða, sem tek- ist hefurá Norðurlandi vestra um virkjun Blöndu er gleðilegur vottur um vilja og skilning hins almenna borgara í virkjunar- og atvinnumálum. Þótt Austfirð- ingar eða Sunnlendingar hafi ekki enn hópast til höfuðborgar- innar í þeim tilgangi að árétta kröfur sínar um virkjunar- framkvæmdir í þeirra landshlut- um, þá leikur enginn vaf i á því að hugur þeirra er sá sami. (slend- ingar hvar sem er á landinu vilja að miklum meirihluta, að stór- huga og djarftækar ákvarðanir verði teknar í virkjunarmálum. Þeir gera sér grein fyrir því, að stórvirkjunum fylgir atvinna og uppbygging, stóriðja og arður og eru þess fýsandi. Þetta er mergurinn málsins. Við höfum nógu lengi búið við svartagallsraus og úrtölur. Við höfum nógu lengi mátt þola samdrátt og vanbúinn atvinnu- rekstur. Við höfum nógu lengi hlustað á niðurdrepandi ráð- herraræður um erfiða tíma og versnandi afkomu. íslendingum er bjartsýnin og dugnaðurinn í blóð borinn. Sjálfsbjargarviðleitni hefur verið aflgjafi og aðalsmerki þjóðarinnar. Einstaklingarnir hafa fengið að njóta sín, áræði þeirra hefur fengið útrás. Þar hafa ekki verið farnar troðnar slóðir og í þeim efnum hafa menn ekki treyst á neinn nema sjálfan sig. Eftir því sem velsældin hefur aukist og f járráðin orðið meiri, hafa ríkishyggjumenn seilst til meiri valda. Þeir hafa aukið skatta og skyldur og seilst svo djúpt í vasa atvinnulífsins að enginn hefur lengur möguleika til að færa út kvíarnar. Arð- semin er rægð, atvinnurekandinn úthrópaður. Atvinnurekstur er kominn upp á náð og miskunn hins opinbera, ríkið leggur sína dauðu hönd yf ir athafnir og frumkvæði. Stóriðja er sögð af hinu illa, og fram- kvæmdir í virkjunum, iðnaði og öðrum framleiðslugreinum eru kaffærðar í nefndum og skýrslu- gerð kerfiskarla. Það er þessu ástandi, þessum neikvæðu og niðurdrepandi ríkis- afskiptum, sem fólkið í landinu hefur nú fengið nóg af. Það vill ákvarðanir og athafnir, vill fá tækifæri til að bjarga sér sjálft. Það er af þessum ástæðum sem Húnvetningar leggja land undir fót, og að því leyti er för þeirra af hinu góða. Megi fleiri feta í fótspor þeirra. [‘""‘VEmUR EmOKUN'RÖFTN?""""] Enn einu sinni hafa blossað upp umræður um islenska ein- okunarflugfélagiö sem ræöur fcröum og fargjöldum milli ts- lands og annarra landa. Aö þessu sinni vegna þess aö ferða- skrifstofa samvinnumanna og launþegasamtakanna hefur látið sig hafa aö afþakka forsjá þess um ferðir þeirra sem á vegum hennar vilja ferðast til útlanda. Skilst manni helst á neyöarópum einokunarsinna aö stórhætta sé á að samgöngur við island aö vetrarlagi kunni aö leggjast af, veröi að þvi ráöi horfið að leyfa frjálsa sam- keppni i sumarleyfisferöalögum landsmanna. Grátbroslegur skrípa- leikur Flugleiöamálið svokallaða er löngu oröinn grátbroslegur skripaleikur. Þjóöin hefur fylgst með þvi undanfarin ár hvernig stjórnvöld hafa æ ofan i æ tryggt einokun þessa flugfélags á sam- göngum viö landiö með þvi að leggja stein i götu hvers þess aðila sem hefur viljað halda frjálsa samkeppni i heiðri. Þær ferðaskrifstofur, sem ekki hafa viljaö sætta sig við það sem þeim var skammtað hafa smám saman horfið út úr myndinni. Tilraunir til stofnun- ar annarra flugfélaga hafa yfir- leitt endað með gjaldþroti eða þá með þvi að einokunarfélagið hefur komist yfir þau. Þegar ekkert af þessu hefur dugað til hefur veriö rokið upp og kallað á aðstoð rikisvaldsins. Þá hefur ekki neitt smáræði gengið á. Verði einhverjum þingmanni eða ráðherra þaö á að vilja fá skýr svör um að- stæður og ástand upphefst slikt moldviðri svivirðinga og óhróðurs i flestum fjölmiðlum landsins um þá menn, að halda mætti aö galdraofsóknir hefðu bara fyrir misgáning fallið niður um tima. Hávaðinn og gauragangurinn hafa hingað til náð tilgangi sin- um. Þegar málefni félagsins var til umræðu á alþingi fyrir nokkrum mánuðum heyktust stjórnvöld á þvi að framfylgja sjálfsögðum kröfum með þvi að lögfesta þær og árangurinn er sá að forráðamenn félagsins gefa þeim nú langt nef, eða reyna það að minnsta kosti, i von um að enginn þori út i nýja orrustu. Ný staða Nú er hins vegar komin upp nokkuð ný staða i þessu furöu- lega máli. Sú ferðaskrifstofa sem nú hefur vogað sér aö leggja til atlögu við einokunar- félagið á öllu meira undir sér en þeir aðilar, sem hingað til hafa skekið bitlitil vopn. Að auki hef- ur þar verið farið að með mikilli gát, raunar svo mikilli að hæpið verður að telja gagnvart öðrum samningsaðila, ef trúa má grein forstjóra ferðaskrifstofunnar. Þar var Flugleiðum sýnt tilboð erlends aðila og þeim boðið að ganga inn i það og þætti liklega sumum verktökum innanlands slikt hæpin vinnubrögð. En allt kemur fyrir ekki og þá er rokið upp og til þess ætlast af samgönguráðherra að hann banni notkun erlendra flugvéla til ferðanna, svo einokunin geti haft sinn gang. Vafalaust verður honum borið það á brýn að annars gangi hann gegn hagsmunum islenska rikisins sem hefur veitt félaginu miklar ábyrgðir með veði i eignum þess, sumir segja sængur- fatnaöi og borðbúnaði. Verður fróðlegt að sjá hvernig ráðherr- ann bregst við i þessu máli. Ætla mætti að minnsta kosti að ef nýr visitölugrundvöllur tekur senn gildi með sumarleyfisferð- um sem gildum þætti i visitölu, þá kynni stjórnvöldum að vera nokkur hagur i þvi að tryggja sem hagstæðastar samgöngur við landið. Hvers vegna? En hvers vegna getur erlent flugfélag boðið okkur svo miklu hagstæðari fargjöld en okkar eigið flugfélag? Miklar trölla- sögur hafa gengið um ósam- komulag og skipulagsleysi inn- an félagsins. Einnig hafa gengið staflausar gróusögur um for- ráðamenn þess. Vera kann að talsvert sé hæft i sögunum um ósamkomulagið og skipulags- leysið en ég held að forráða- menn félagsins vilji þvi i raun allt hið besta og reyni hvað þeir geta til að halda þvi á floti. Ég held að orsakanna sé annars staðar að leita og þá fyrst og fremst i þvi að einokunarhug- sjónin sé búin að eyðileggja félagið. Ég trúi sjálfur á frjálsa samkeppni —- auðvitað innan þess ramma sem hagsmunir heildarinnar krefjast — eins og raunar yfirgnæfandi meirihluti tslendinga gerir. Arum saman jafnvel áratugum saman hafa tilraunir til frjálsrar samkeppni i flugsamgöngum okkar verið miskunnarlaust barðar niður með tilstyrk rikisvaldsins nema þegar Loftleiðir brutust foröum út úr vitahringnum með flugi milli heimsálfa sem islensk stjórnvöld þorðu ekki til við. Árangurinn er staðnað bákn i likingu við sum litt arðbær rikisfyrirtæki. Ég held að þaö yrði bæði Flugleiðum og þjóðinni til góðs að vitahringur einokunarinnar yrði rofinn og frjáls samkeppni leidd til nokkurra áhrifa i flug- Magnús Bjarnfreðsson f jallar um það tilboð sem Samvinnuferðir hafa fengið frá erlendu flug- félagi um ódýrari far- gjöld í sumarleyfisferðir, og viðbrögð Flugleiða við því. Magnús kveður Flug- leiðir einokunarfélag, sem komi i veg fyrir að frjáis samkeppni fái notið sín, þannig að Islendingum bjóðist lægri fargjöld. samgöngum. En það verður fróðlegt að sjá viðbrögð þeirra aðila i þessu máli næstu daga, sem sjálfir telja sig sjálfkjörna postula frjálsrar samkeppni. Magnús Bjarnfreðsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.