Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 12. mars 1981 VÍSIR ER HÆGT Afl SKERA NIÐUR FJARMAGN OG AUKA ÞJÚNUSTU UM LEIÐ? ..Uggandi” skrifar: Umræða um þjóðmál er ávallt nauðsynleg til þess að við séum vakandi fyrir nýungum og þvi sem hagkvæmast er fyrir okkur á hverjum ti'ma. Mér sýnist alveg ljóst, að ýmsu er ábótavant i þjóðfélagi okkar og til þess að slikum málum sé kom- ið á hreint þarf stóraukið fjár- magn til ákveðinna þátta. Ég nefni sem dæmi fullorðinsfræðslu sem mér er nærtækt, þar sem ég hafði á sinum tima ekki tök á að mennta mig sem skyldi en hef nú hug á frekari menntun. Vanda- mál aldraðra er annað atriði, sem allir þurfa að horfast i augu við þvi það er hlutur sem flestir standa frammi fyrir siðar á lifs- leiðinni. Ég nefni einnig öruggari varnir þjöðarinnar, ekki aðeins hið ytra öryggiskerfi, heldur einnig vegamál, sem bæði er þjóðhagslega hagkvæm aðgerð og öryggisatriði. Varla er þörf á að minnast á fleiri þætti, þvi augljóst er að til allra þessara þátta þarf gifurlegt fjármagn. En á sama tima og þessi vanda- mál eru óleyst talar stærsti flokkur þjóðarinnar um niður- skurð i rfkiskerfinu. Varla ætlar hann að skera niður framlög til aldraðra, varla ætlar hann að loka skólum og varla að skera niður framlög til vegamála eða öryggismála. Ég veit þó að ýmis- legt sem bent hefur verið á hjá stjdrnendum flokksins um niður- skurð, er mjög athyglisvert. Vissulega má færa til fé innan heilbrigðiskerfisins vissulega má reka skólana hagkvæmara og vissulega borgar sig að leggja mikið fé i vegamál sem siðar leiðirtil sparnaðar i þjóðarbúinu. En spurning min er þessi: Ná endar saman i dæminu. Er hægt að sýna fram á að hægt sé að lækka skatta almennings um leið og ýmis þjönusta er aukin? Von- andi verður einhver almennur sjálfstæðismaður til þess að svara spurningunni þvi ærið brynt er að henni sé svarað. AFENGISDUFTH ER VARLA TIL BÓTA Á.Þ.S. hringdi: Vegna skrifa i Visi um áfengis- duftið vildi ég benda á, að þar er varla til böta að fá þetta hættu- lega efni i þægilegra formi. Það yrði einungis til þess að unglingar gætu þvælst með þetta i skóla- ferðir svo litið beri á. Áfengi i duftsformi, er liklega til þess að gera þessa þjóð svo illa háða áfengi að hún myndi aldrei bera sitt barr aftur. Þvi skora ég ein- dregið á þann sem ræddi um þetta á lesendasiðunni að kynna sér málið betur, áður en hann fer að láta hafa meira eftirsér i þessum efnum. ÁÞS telur að á fengisduftið yröi til þess að gera þjóðina svo háða áfengi að hún bæri aldrei sitt barr aftur. ,,Ef rikisvaldið ætiar ekki að sitja uppi með vandamál atvinnu- lausra i stórauknum mæli, er eins gott að það fari að stiga úr draumaheimi sinum...” ERU MENN ÝMIST EFNAÐIR EÐA FATÆKIR HÉRLENDIS? Iðnaðarmaöur skrifar: Það hefur löngum verið aug- ljós staðreynd að opinberir aðil- ar hafa úrslitaáhrif varðandi byggingu ibúðar-húsnæðis hverju sinni. Þeir veita þau lán sem eiga að nægja húsbyggj- endum þótt ekki sé það nema fyrir li'tinn hóp. Nú er svo komið að verkefn- um i byggingariðnaði hefur fækkað um 40%. Á sama tima og þessi samdráttur á sér stað, virðist stefnan vera sú, að svipta húsbyggjendur enn frek- ari lánum. Smánarlega litið hlutfall byggingakostnaðar er lánað til hins almenna hús- byggjanda, þess i stað eru veitt lán til hriplekra bygginga sem verkamönnum er ætlað að hýr- ast i. Þeir sem fá 90% lánin eru hins vegar örfáir þar sem tekju- markið er svo lágt, að menn þurfa að hafa verið frá vinnu stóran hluta ársins, til þess aö eiga kost á sli'kum lánum, þótt tekjur hinna sömu séu siður en svo hátekjur. Það er ekki ný staðreynd að byggingar á hinum frjálsa markaði eru betur gerðar og hlutfallslega ódýrari i byggingu en þær sem einhverjir em- bættismenn sjá um að reistar séu. Þetta liggur i hlutarins eðli. Húsbyggjandi sem þarf að selja vöru sina vandar til hennar, svo hún sé betur seljanleg. Hann setur upp það verð sem freistar kaupenda. Félagslegu bygg- ingarnar eru hins vegar byggðar án ábyrgðar, þvi það er valdhafinn sjálfur sem reisir og erfiðara er að lögsækja hann eftir krókaleiðum kerfisins. Að- gangur að fjármagni er auð- vitað mun auðveldari fyrir þann aðila sem hefur valdið i sinum höndum og fjármagnið i næsta herbergi. Hann getur tekið lán á vildarkjörum langt undir verð- bólguvöxtum, sem auðvitað er þar með tekið á kostnað al- mennings. Starfsmönnum i byggingar- iðnaði fer fækkandi, það sýna siðustu tölur frá Landssam- bandi iðnaðarmanna. Ef rikis- valdið ætlar ekki að sitja uppi með vandamál atvinnulausra i stórauknum mæli, er eins gott að það fari að stiga úr drauma- heimi sinum um að allt sé i stak- asta lagi. Það er nefnilega ekki bara verið að gera axarsköft varð- andi togaramái, framkvæmda- leysi í virkjunarmálum og ábyrgðarleysi í öryggismálum, heldur eru vandamál húsbyggj- andans að aukast á kostnað fáránlegra hugmynda um það að hér á landi séu menn ýmist ömurlega fátækir eða stórkost- lega efnaðir. Þannig er það bara ekki og þvi verða ráðamenn að opna augun fyrir vandamálun- um og leysa þau i samræmi við það sem raunveruleikinn sýnir þeim. Svefninn er þeim aðeins góöur, sem hefur hugsað sér að vakna aftur. Þeypá meira erlndi Sigurbjörn K. hringdi: A lesendasiðu blaðsins hafa margir minnst á að Bubbi Mortens eigi að koma fram i sjón- varpi. Ég get svo sem og vil ekk- ert vera að mótmæla þvi i sjálfu sér, en ég held þó að hljómsveitin Þeyr eigi miklu meira erindi i sjónvarpið, heldur en Bubbi. ,,Hjá Þey er ekki aö heyra neinn ameriskan blæ I textafram- burði”. Þeyr er nýstárleg hljómsveit og hjá henni er ekki að heyra neinn ameriskan blæ i textaframburði, eins og mér finnst vera hjá Bubba. Ég held að þessir menningarpostular hjá sjón- varpinu ættu að ihuga það næst þegarþeir splæsa i sjónvarpsupp- tiScu með islenskri hljómsveit. ÞjððlífS- Páttum verði fjölgað Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Ég er hér með hugmynd, til at- hugunar fyrir sjónvarpið nú þeg- ar á að fara að skera niður efni. Væri nokkuð út i hött, að loka fyrir allt innlent efni, nema Þjóð- lifsþættina hennar Sigrúnar, sem gætu þá verið til dæmis tvisvar i viku? Hún hefur yfirleitt tekið fyrir hin besta efni og við gætum örugglega verið án þessara kjaftaþátta, sem aldrei kemur neitt úr út, þvi sjónvarpiðer alltaf á eftir blöðunum með fréttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.