Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 12
LOFAÐU SJALFUM þer ... Sagt er að blaðamenn velti sér I tima og ótima upp úr þvi, sem miður fer og feitletraðar fyrir- sagnir blaðanna séu næstum ein- göngu tii að benda lesendum á neikvæðar hliöar þjóðféiagsins. Vel getur verið, að satt sé. i 15 ára afmæiisriti Dale Carnegie-manna sem nýlega kom út, rákumst við á klausu fyrir- ferðalitla að orðum en öllu inni- haldsrikari meiningar og þær jákvæðar. Teljum við, sem ölum önn fyrir fjölskyldunni og heimilinu hér i Vísi, aö hollt sé að lita á bjartari hliðar Iffsins eins og segir i eftir- farandi hliðar pistli. Vonum, að þeir lesendur, sem meðtekið hafa allt hiö neikvæða eygi nú Ijós i myrkrinu, og lofi nú sjálfum sér... Að vera sterkur, svo að ekkert geti truflað hugarró þina. Aö tala um heilbrigði, ham- ingju og velgengni viö alla þá sem þií hittir. Að láta alla vini þina finna það, að þeir séu mikils virði. Að horfa á bjartari hliðar lifsins og láta óskir þinar rætast. Að hugsa aðeins um það besta, vinna að þvi besta og búast viö þvi besta. Að vera jafn áhugasamur um velgengni annarra eins og þina eigin. Að gleyma mistökum fortiðar- innar og stefna að betri árangri i framtiðinni. Að vera alltaf glaðlegur og eiga bros handa öllum þeim.semþú mætir. Að gefa þér svo mikinn tima til að þroska sjálfan þig, að þú hafir engan tima til að gagnrýna aðra. Að vera of stór fyrir áhyggjur, of göfugur fyrir reiði, of sterkur fyrirótta og of hamingjusamur til ' að leyfa vandamálum að festa rætur. íeldhúsinu EINFALDUR ABÆTISRÉTTUR FJÖRA potti og setjið hnetukjarnana (hakkaða) i pottinn ásamt sykri, hveiti og mjólk, Hellið svo blönd- unni yfir eplin og setjið mótið i 225 gr. heitanofn. Siðanbakað i ca. 15 minútureða þar tileplin eru orðin mjúk og ljósbrúnn litur á hnetu- blöndunni. Kælið aðeins og berið fram með vel kældum, þeyttum rjóma. Þessi ábætisréttur er eins og þið sjáið ákaflega fljótlagaður og góöur! FYRIR Hnetuepli 5-6 epli 50 g smjörliki (eða smjör) 100 g heslihnetukjarnar 1 dl sykur 2 msk. hveiti 2 msk. mjólk Skeriö eplin i ,,báta” og setjið i eldfast mót. Bræöið smjörlikiö i Egilsstaðasilfriðsvokallaða: Þegar fornir gripir finnast, sem liggja eða hafa legiö I jörðu, skal finnandi tilkynna þjóðminjaverði svo fljótt sem við verður komið. Skal finnandi fá helming matsfjárhæðarinnar greiddan úr rikissjóði og eigandi lands þess, er hlutur finnst i hinn helminginn. FUNDIÐ FÉ Með orðunum fundið fé er átt við hluti, sem ætla má eign einhvers ótiltekins aðila og finnast við þær aðstæð- ur, að ástæða er til að ætla, að þeir séu ekki i vörslum neins, til dæmis á götu eða á ber- angri. Nú mun algengt að kalla slika hluti ó- skilamuni. Til eru al- mennar reglur, sem gilda um nokkrar teg- undir af fundnu fé. Almennu regluna að finna i Jónsbók Almennu regluna er að finna i Jónsbók ( frá 1281), Þjófabálki 14. kap., — og segir þar meðal annars ,,Ef maðr, finnr fjárhlut manns, ok hefir eigandi glatat, þá skal lýsa fyrir mönnum...” Samkvæmt þessu ákvæði, sem enn veröur að telja i gildi, ber þvi þeim, sem finnur hlut, aö auglýsa fundinn á þann hátt, sem tfökast á hverjum tima á viðkomandi stað, til dæmis i dagblaöi eða með upplestri aug- lýsingu á almannafæri. Ennfremur heimilar ákvæði þetta, að finnandi megi nota hlutinn, án þess að bæta slit á honum. Það er þó þannig skýrt i dag, að finnandi veröi i alla staði að fara vel með hlut eins og honum hefði veriö trúaö fyrir honum til geymslu. Jónsbókarákvæðið kveður ekki á um fundarlaun. Hins vegar hefur stundum verið beitt öðrum lagaboðum, jafnframt þessu ákvæði Jónsbókar, sem kveða á um fundarlaun, og er þau að finna i opnu bréfi frá kanseliinu frá 8. júni 1811, um meðferð á fundnu fé i kaupstöð- um. Bréf þettavar upphaflega sett fyrir kaupstaði i Danmörku og Noregi 1767, en var ekki birt hér á landi — og þvi ekki lögleitt hér. Eftir þvi hefur þó verið farið og er nú talið að meðferð sú á fundnu fé, sem þar er mælt fyrir um, sé lögmæt samkvæmt venju og gildi þvi jafnhliöa ákvæði Jónsbókar. I twéfi þessu, sem birt er nú i Lagasafni, er kveðið svo á, að finnandi skuli afhenda fundna muni á skrifstofu lög- reglustjóra og skuli lögreglu- stjóri láta auglýsa þa.' Gefi eigandi sig fram ber hon- um að greiða finnanda fundar- laun, sem lögreglustjóri úr- skurðar eftir verðmæti hlutar- ins og atvikum. Ef eigandi gefur sig ekki fram innan árs og dags, skal sam- kvæmt bréfi þessu selja hið fundna fé og fær finnandi þriðj- ung andvirðisins i fundarlaun, en afgangurinn rennur i lög- reglusjóð. unnar ef það hefur týnt ein- hverju. Fundarlaun og ólög- mæt meðferð fundins fjár Um fundarlaun er þaö að segja, að nafn finnanda ertekið niður, einkum þegar um verö- meiri hluti er að ræöa, og þess getið, hvort finnandi óski eftir fundarlaunum. Ef slikri ósk er ekki til að dreifa, þá er eiganda hlutar i sjálfsvald sett, hvort hann greiðir fundarlaun, en hann fær að jafnaði gefið upp nafn finnanda, ef það liggur fyrir. Þess ber að geta, aö gerist maður sekur um ólögmæta meöferö fundins fjár, þ.e. ef hann kastar eign sinni á fundna muni, eða muni sem án aðgerða hans sjálfs eru komniri vörslur hans, þá varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum skv. 246 gr. almennra hegningarlaga. Lðgfræðin og fjðlskyldan óskilamunadeild i Reykjavik t Reykjavik skal skila inn fundnu fé á skrifstofu lögreglu- stjóra við Hverfisgötu og er ó- skilamunadeildin i vestúrenda byggingarinnar, gengið inn frá Snorrabraut. Þar er sá háttur hafður á, aö óskilamunir eru geymdir i minnst 1 ár. „Hreinsað er til” einu sinni á ári og hlutir, sem legið hafa inni lengur en 1 ár, teknir frá og ým- ist fleygt, ef um verðlausa eða ónýtahluti er að ræða, en aðrir hlutir settir á uppboð, sem haldið er einu sinni á ári. Slik uppboð eru vel auglýst. Einstakir hlutir, sem berast, eru ekki auglýstir, jafnvel þó um verðmikla hluti sé að ræða. Verður að gera ráð fyrir, að fólki sé kunnugt um starfsemi þessa og að það leiti til skrifstof- Sérreglur um forngripi Varðandi sérreglur um fundið fé verður hér aðeins getið til gamans reglna þeirra er gilda um forngripi, en þær að finna i Þjóðminjalögum nr. 52/1969, 17 og 18 gr. Þar segir, að þegar fornir gripir finnast, sem liggja eða hafa legið i jörðu og eru ekki, svo vitaö sé, I einkaeign, skuli finnandi tilkynna þjóðminja- verði fundinn svo fljótt sem við verði komið og skuli finnandi ekki hagga við fundinum, nema til að forða honum frá skemmd- um eða glötun sbr. 17. gr. Samkvæmt ákvæði þessu eru allir þeir munir, er greinin fjallar um, eign rikisins og skulu þeir varðveittir I Þjóð- minjasafni íslands eða byggða- söfnum, ef sérstaklega stendur á. Ef finnandi hefur haft útgjöld af fundinum, þá skal greiða honum þau, sbr. 18 gr. Ef um er að ræða forngrip úr gulli eða silfri þar á meðal gull- eða silfurpeninga, þá bér að meta málmverð hlutarins eftir ákveðnum reglum. Skal finnandi fá helming matsfjárhæðarinnar greiddan úr rikissjóði og eigandi lands þess, er hlutur finnst I, hinn helminginn. Ingibjörg J. Rafnar lögfræðingur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.