Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 12. mars 1981
r
Þegar ég kom heim af þingi
Norðurlandaráðs í siðustu viku
rakst ég á forystugrein i Visi
undir fyrirsögninni „1 anda nor-
rænnar samvinnu”. 1 greininni
andar heldur köldu til norrænn-
ar samvinnu, og er fyllsta
ástæða til að svara henni, enda
gefur hún ranga mynd af þvi
starfi, sem ég hefi haft kynni af
innan Norðurlandaráðs.
íþróttamálin
I forystugreininni segirm.a.:
,,En þegar kemur að æskunni
eða iþróttunum, þar sem hópar
norrænnar æsku gætu tengst
vináttuböndum fyrir lifstið, þá
kemur annað hljóð i strokkinn.
Það þykir ekki nógu fint”.
Ég er formaður menningar-
málanefndar Norðurlandaráðs,
sem m.a. fjallar um framlög til
iþröttamála. í það röska ár sem
ég hefi gegnt formennskunni,
hefur ekkert lát verið á kröfum
minum og nokkurra annarra
nefndarmanna um aukin fram-
lög til iþróttamáia ekki ein-
göngu hinna almennu iþrótta,
heldur einnig til iþrótta
fatlaðra. A þessu sviði höfum
við átt undir högg að sækja en
náð talsverðum árangri.
Það gieymist oft
sem vel er gert
Samkvæmt ákvörðun
ráðherranefndar var á árabil-
inu 1979-1980 gerð tilraun með
sérstakan stuðning til að auka
þátttöku Færeyinga, Græn-
lendinga og Islendinga i nor-
rænu íþróttasamstarfi. Arið
1979 var veitt 100 þúsund dönsk-
um krónum til þessa samstarfs
og 1980 250 þúsund krónum.
Frá og með þessu ári er þessi
stuðningur fastur liður á
menningarfjárlögum Norður-
landaráðs og nemur i ár 300 þús.
dönskum krónum. Þá hefur
veriðákveðið að þetta samstarf
nái einnig til Nordkalotten og
Svalbarða. Framlagið hefur nú
verið hækkað i 500 þúsund
danskar krónur árið 1982, (um
50 milljónir gamlar islenzkar
krónur) og hækkar þvi um 200
þúsund danskar krónur frá
þessu ári. Þetta er meiri hækk-
un á einum einstökum lið
menningarfjárlaganna en dæmi
eru til, en meðalhækkun á fjár-
lögum i' heild er nánast engin.
Á fundi sem menningarmála-
nefndin átti með menntamála-
ráðherrum í Kaupmannahöfn i
siðustu viku, gerði ég kröfu til
þess, fyrir hönd nefndarinnar,
að sérstakt framlag til iþrótta-
mála fatlaðra yrði 250 þúsund
krónur danskar á fjárlögum
næsta árs, enda taldi nefndin
það hreina óhæfu að ekki yrði
tekið tillit til óska samtaka
iþróttafélaga fatlaðra, einkum
þegar þess er gætt, að nú er Al-
þjóðaár fatlaðra. Ráðherrarnir
tóku vel vel i þessar óskir og
verða þær væntanlega sam-
þykktar.
Æskulýðssamstarfið
1 fyrrnefndri forystugrein er
jafnframt vikið að æskunni, og
kemur það fram i tilvitnun hér á
undan. — Arið 1973 var hafin til-
raun með samstarf Norðurland-
anna á sviði æskulýðsmála. Frá
árinu 1976 hefur stuðningur við
þetta starf verið fastur liður á
menningarfjárlögum Norður-
landaráðs. — A þessu ári verður
framlag til þessa samstarfs
rösklega 2 milljónir danskra
króna eða rúmlega 200 milljónir
gamalla islenzkra króna.
Ráðstefna um iþrótta-
mál
A fundi sinum i Kaupmanna-
höfn i siðustu viku gerði
menningarmálanefndin það að
tillögu sinni, að fþróttamálum
yrði sérstaklega sinnt á næst-
unni. Norðurlandaráð hefur ár-
lega haldiðráðstefnur um ýmsa
málaflokka og vildi nefndin, að
iþróttir yrðu þar á dagskrá.
Þetta var ekki samþykkt i ráð
herranefndinni. — En við
ákváðum að gefast ekki upp, og
fara aðrar leiðir til að koma
iþróttunum á dagskrá. Þau mál
munu skýrast fljótlega.
Árni Gunnarsson.
alþingismaður gerir
athugasemdir vegna
leiðaraskrifa Visis á dög-
unum um norræna sam-
vinnu. Árni er formaður
menningarmálanefndar
Norðurlandaráðs og upp-
lýsir hér hverju nefndin
hefur fengið áorkað
varðandi styrki til æsku-
lýðs- og íþróttamála.
Hann fjallar einnig um
störf Norðurlandaráðs að
öðru leyti.
"i
Sjálfur hef ég sérstakan
áhuga á þvi, að þeirri spurningu
verði svarað hvort stjórnmála-
mennirnir hafi svikið iþróttirn-
ar i starfi sinu og ákvörðunum
um norrænt samstarf. Þar þarf
einkum að aðgæta hvaða mögu-
leika hin svonefndu jaðarsvæði
hafa á almennri þátttöku i nor-
rænum íþróttamótum, en eins
og sakir standa eru þar margir
Þrándar i Götu.
Hið gagnlega og
„snakkið”
Ég mun ekki rekja hér allt
það gagn sem Islendingar hafa
haft af samvinnunni innan
Norðurlandaráðs. Það hefi ég
gert oft aður. Hins vegar skal
það játað að Norðurlandaráðs-
þing eru að drekkja sjálfum sér
i pappirsfargani og málæði. A
þinginu i Kaupmannahöfn fóru
tveir heilir vinnudagar i al-
mennar umræður, þar sem
stjórnmálamenn reyna að aug-
lýsa skoðanir sinar. Hin eigin-
legu störf fóru hins vegar fram i
nefndum, nefndaformenn skil-
uðu áliti samningar voru undir-
ritaðir um gagnkvæm hags-
munamál og hinar gagnlegu
umræður fóru fram i lok þings-
ins en þá var eins og enginn
hlustaði. Að minnsta kosti hefur
minna farið fyrir fréttum af
þeim umræðum, en karpinu um
utanrikismálin.
Vera má, að til séu þeir er lita
á Norðurlandaráðsþing sem
gagnslausar samkomur og
samstarf Norðurlandaþjóðanna
litið meira en orðin tóm. Það er
ma. vegna þess að alltof fáir
þekkja hið eiginlega starf, sem
ber mikinn árangur og verður
ekki dæmt af þrefi stjórnmála-
mannanna i almennum eldhús-
dagsumræðum á Norðurlanda-
ráðsþingum.
Eða tók einhver eftir þvi að á
Norðurlandaráðsþinginu var
undirritaður stórmerkur
samningur um aukin réttindi á
sviði félagsmála eða hefur ein-
hver heyrt að þar var ákveðið
að hefja herferð gegn eiturlyfja-
notkun eða að árið 1983 verður
varið 10 milljónum norskra
króna til að auka öryggi i um-
ferð á Norðurlöndum. Eða hefur
yfirleitt nokkur heyrt um allar
þær tillögur, sem samþykktar
voru og stuðlað geta að bættu
mannlifi á Norðurlöndum á
næstu árum, og ekki bara á
Norðurlöndum, heldur einnig i
hinum fátækustu löndum, með
;aukinni þróunarhjálpi
Það gleymist oft, sem vel er
gert.
Árni Gunnarsson
alþm.
LAUQARVATN - SELFOSS - HRAÐFERÐ
i 64. grein vegalaga
segir, að „þegar vegur er
fullgerður eða almenn
umferð hefur verið leyfð
um hann, skal honum
haldið við, eftir því, sem
aðstæður leyfa, þannig að
hann gegni sem best hlut-
verki sinu".
Eitthvað virðast þeir
misskilja þetta, for-
sprakkar vegagerðarinn-
ar á Selfossi, i sambandi
viðspottan frá Selfossi til
Laugarvatns. Alla vega
litur málið undarlega út
frá sjónarhorni leik-
manns sem þarf að fara
áðurnefnda leið oftar en
einu sinni í viku hverri.
Mokstursdagar á titt-
nefndri leið eru tveir,
þriðjudagur og föstudag-
ar. Vegna veðurs hefur
komið fyrir að mokstur
hefur fallið niður á þess-
um dögum. Er þá ekkert
að gert þó létti til aðra
daga, Laugarvatn er ein-
angrað sem Hveravellir.
Er það verjandi?
Laugarvatn er liklega fjöl-
mennasti skólastaöur landsins i
sveit. A helgum fer þorri nem-
enda til Reykjavikur meö áætl-
unarbifreiðum Ólafs Ketilsson-
ar. Þær ferðir hafa gengið mis-
jafnlega i vetur og er ekki við
Ólaf og hans menn að sakast
heldur veðráttuna sem enginn
ræður við. Vegagerðin getur þó
hjálpað til og hefur gert en oft
virðist hún þó gleyma hlutverki
sinu. Svo var til dæmis laugar-
daginn 7. mars siðastliðinn.
Þrír skaflar
Aætlun frá Laugarvatni féll
niður bæði fimmtudag og föstu-
dag vegna ófærðar og skafrenn-
ings, en á laugardagsmorgun
var veðrið gengið niður. Hringt
var i vegagerðina og spurt hve-
nær byrjað yrði að ryðja:
Grimsnesið er kolófært og viö
hreyfum okkur ekki fyrr en læg-
ir. Kannski verður þetta athug-
að seinnipartinn en liklega ekki
fyrr en eftir helgi. Hvað með ýt-
una á Borg? Ekki til að tala um.
tJtlitið var svo sannarlega
ekki glæsilegt samkvæmt upp-
lýsingum vegagerðarmanna.
Nokkrir veðurtepptir á Laugar-
vatni voru þó ekki á þvi að gef-
ast upp og fengu Börk bilstjöra
Ólafsson til að fara og lita á aö-
stæður.
Mikið rétt, það voru þrir
skaflar á Laugarvatnsafleggj-
aranum. En þeim var rutt úr
vegi á svipstundu með handafli.
Rokið hafi feykt snjónum af
veginum að öðru leyti. Við Borg
var sama aðkoma. Auður vegur
eins og á sumardegi. Sömu sögu
hafði bilstjóri einn á austurleið
að segja um leiðina til Reykja-
vikur, holur i Þrengslunum.
Börkur lét vegagerðina vita,
sagðist ætla að fara á áætlun
klukkan 13 frá Laugarvatni,
sem og hann gerði. En hver
verða viðbrögð vegagerðarinn-
ar? Jú, þegar senda þeir veg-
hefil og blásara til að ryöja leið-
ina til Laugarvatns en þeir
Steinþór Guðþjértsson
á Laugarvatni hefur sent
Vísi meðfylgjandi grein,
þar sem hann gagnrýnir
vegagerðina á Selfossi
fyrir slælega framgöngu
við að halda leiðinni til
Laugarvatns opinni.
komu of seint. Nokkrar röskar
hendur höfðu þegar tekið af
þeim ómakið, þrjár skólfur
gerðu meira gagn en floti vega-
gerðarinnar.
Listaverk á Hellisheiði
Aætlunarferðir til og frá Laug-
arvatni hafa gengið óvenju vel i
vetur miðað við aðstæður. Að
visu hafa ferðir oft verið langar
og strangar, en bilstjórar Ólafs
Ketilssonar hf. hafa gert allt
sem þeir hafa getað til að koma
fólki á áfangastað. Berki og fé-
lögum ber að þakka fyrir þeirra
störf en sama er ekki hægt að
segja um vegagerðina.
Er ekki kominn timi til að for-
svarsmenn vegagerðarinnar á
Selfossi fari að huga að öðru
heldur en listaverki sinu á Hell-
isheiði? Vist er snjóveggurinn
þar fagur ásýndum, en er ekki
verðugra verkeini að halda leið-
innitilLaugarvatns opinni? Þar
gæti komið upp sú staða eins og
annars staðar að einhver þyrfti
til dæmis á læknishjálp að
halda og það fljótt. Eiga þrir
litlir skaflar að hindra slika að-
stoð?