Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 11

Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. iriars 1981 vtsm Framkvæmdanefndin og húsin í Hamrahergi: Húsin ekki dyggö eftir teikningum? „Það hefur ósköp litið gerst i okkar málum siðan við fórum á fund með Framkvæmdanefndinni 23. febrúar” sagði Ágúst ísfjörð, formaður Húseigendafélags ibúa i Hamrabergi 3-21 i Breiðholti, er Visir ræddi viðhann í gær, en eins og Visir skýrði frá á sinum tima telja ibúar þar að óverandi sé i húsum þeim sem Framkvæmda- nefnd Byggingaáætlunar seldi þeim s.l. sumar. Upp hafa komið gallar á húsunum, sérstaklega hvað varðar frágang á þökum og hefur ringt og snjóað þar inn. „Þetta er ekki eina atriðið sem við erum óánægðir með” sagði Agúst. ,,A fundinum þann 23. febrúar lagði ég fram fyrir hönd húseigendanna athugasemdir i fimm liðum um atriði sem við viljum að verði lagfærð, og eru það þessi: 1. Leki á þökum. 2. Skemmdir v/þakleka svo sem leki í lofti og hugsanlegur raki sem fer niður með einangrun i veggjum i gólf og undir parket. 3. Ctidyrahurðir óþéttar og leka miklu vatni i forstofu. 4. Gler i gluggum óþétt, laust og blæs inn með þvi. 5. Parket byrjað að ganga til svo innanstokksmunir vagga. „Þetta voru þau atriði sem ég lagði fram á fundinum, og þeir Gisli Halldórsson arkitekt og Rik- harður Steinbergsson lofuðu þvi að maður eða menn yrðu sendir á staðinn til að kynna sér þessi atriði. Þetta var 23. febrúar, en þessir menn hafa ekki sést hér ennþá. Svona er öll framkoma gagnvart okkur.” ,,Ekki fullnægjandi” „Að okkar mati er langt frá þvi að það sé viðunandi lausn að setja plast neðan á þökin og áipappir þarundir. Égreikna ekki með þvi að nokkur af ibúðareigendunum samþykki slikt. Það er okkar Ágúst tsfjörð. (Vísismyndir Gunnar.) frumkrafa varðandi þökin að þau standist veður, og haldi vatni og vindum. Ástandið er þannig i dag að s.l. sunnudag er sólin fór að skina eftir að 7 stiga frost hafði verið um morguninn var eins og i steypibaði upp á loftunum”. „ónýtt rými” „Gisli Halldórsson sagði á þessum fundi okkar með Fram- kvæmdanefndinni að loftin á hús- unum hefðu verið hugsuð sem ónýtt rúmi, með öðrum orðum að þau hefði ekki átt að nýta sem geymslur eða neitt annað. Það skýtur skökku við að heyra þetta þvi til hvers eru þá lúgurnar i loftunum og stigar upp á loftinV Menn nota auðvitað loftin sem geymslur, þeir sem eru svo heppnir að geta það, en ég til dæmis hef ekki komist upp á loft i langan tima þvi loftlúgan hefur bólgnað svo i falsinu og stiginn tútnað þannig út af rakanum að ég næ honum ekki niður”. ,,Of mörg börn”! „Ein kona sem kvartaði undan leka af loftinu fékk þau svör að ástæðan væri sú að það væru of mörg börn i ibúðinni. Furðulegt svar þvi skilyrði fyrir þvi að fá ibúð var að hjón væru með 4 börn. Svona eru öll svör sem fengist hafa”. „Stimplaðar teikning- ar” „Eitt furðulegasta málið er þó sennilega það að ég fékk að sjá, stimplaðar teikningar af húsun-' um hjá byggingafulltrúa, og á þeim teikningum er reiknað meö að þökin séu klædd með 16 mm rakavarðri spónarplötu oggefur þá auga leið að einangra hefði átt á milli. Viðerum nú að láta kanna það hvers vegna ekki var byggt samkvæmt þessum stimpluðu teikningum”. „Klórað yfir skitinn” „Eyjólfur K. Sigurjónsson, for- maður Framkvæmdanefndar sagði i viðtali við Visi að það mætti koma fram að hér væri um mjög ódýr hús að ræða, þau hefðu ekki kostað nema um 30 milljónir gkr. Það rétta er hinsvegar að þessi hús koma sennilega til með að kosta 300-400 milljónir ef mað- ur lifir það að greiða þau upp. Oll lán eru visitölutryggð og húsin eru ekki ódýr, þau fengust ein- ungis með mjög góðum kjörum”. ,,En það sem Framkvæmda- nefndin ætti að sjá sóma sinn i að gera nú, er að flytja ibúa þessara húsa i raðhúsin sem nú er verið að byggja á vegum nefndarinnar og fara siðan i það að endurbyggja húsin við Hamraberg. Þau svör sem fólkið hefur fengið og fram- koma þeirra manna sem hafa verið i forsvari fyrir Fram- kvæmdanefndina sýna einungis vanmáttugar tilraunir til þess að reyna að klóra yfir skitinn”. gfc.. 1 I .' í> **?/*•> <'» + /** f ■■■■ *?rm t&' *+/’ <£* Í4 * ?. srr *■** S<***Us**7 ; í 1 1 p •, É í i 1 I J ■ i ' ■■ »*m. '*■**-* y/'/ ***'•*■*m *. ne -fxtt' > 4 Teikning af þaki Hamrabergs 11. Eins og glöggt sést á myndinni stendur að þökin skuli klædd meb 16 mm rakavarinni spónarplötu. Teikningin er stimpluð af Byggingafulltrúa Reykjavikurborgar. m Oll hreinlætistæki í baðherbergið Greiðsluski/málar £ arma Byggingavörur hf. He/lisgötu 16 Hafnarfiröi. simi 53140 Lattu ekki blekkjast á malbikinu Hugsaðu til þjóðveganna Wartburg er eins og byggður fyrir íslenska vegakerfið Námskeiðí modelsmíði hefst þann 16. mars j) fyrir 14 ára og eldri FLUGMODELFELAGIÐ ÞYTUR TÓm$TUnDfiHÚSIÐ HF Laugouegi ISVneMbiouil: s=21901 > ................ ALLT TIL MÓDELSMÍÐA Flugmódel i miklu urvali, svifflugur og mótorvélar fyrir fjarstýringar linustýringar eða fritt fljúgandi. Fjarstýrðir bilar, margar gerðir (ná allt að 50 km, hraða.) Fjarstýringar: 2ja-3ja-4ra Mikiö úrval af glóöarhaus og og 6 rása. rafmótorum. Balsavidur í flökum • Balsaviður í listum Furulistar • Brennidrýlar Flugvélakrossviður »ÁI og koparröri stálvir Smáhlutar (fittings) til módelsmíðá Verkfæri til módelsmíða og utskurðar o.fI. o.fl. Höfum einnig flugmódel i sérstökum pakkningum fyrir skóla á mjög hagstæðu verði. Póstsendum Fjarstýrð bátamódel i miklu úrvali.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.