Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 4
BÍÍ.4L £IG4
Skeifunni 17.
Símar:
81390 og 81391.
FREEPORTKLÚBBURINN
Fundur í Kristalsal Hótels Loftleiöa fimmtu-
daginn 12. mars kl.20.30.
Gestir fundarins:
Félagar úr Samhygö.
Freeport-félagar/ fjölmennið.
Stjórnin.
r
i
v.v.w.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.vv.v.w.v.v.w.:
Bíla- og vélasalan
HLEKKUR
Sími 31744
Mikiö úrvai vörubíla 10 hjóla — 6 hjóla
Einnig vantar vörubíla og vinnuvélar á skrá
vegna mikillar eftirspurnar.
Opið frá kl. 9-20 alla daga nema sunnudaga.
Sími 31744.
iV.W.WAV.VAVAV.V.’WWAV.V.Vrt'.V.V.V.-.
j
í
ÁSKRTFT
ER
AUÐVELD!
Sendu seðilinn til Vísis Síðumúla 8 eða hringdu
í síma 86611 og við sjáum um framhaldið.
VÍSIR
Fimmtudagur 12. mars 1981
„Dagbók Onnu Frank” má hik-
laust kalla eina af þýðingarmeiri
bókunum, sem út voru gefnar eft-
ir siðari heimstyrjöldina. Hún
hefur komið út i milljóna upplög-
um viða um heim og verið þýdd á
56 tungumál.
Fáum mun samt kunnugt, að
bókin er töluvert stytt frá upphaf-
legu handriti. í Hollandi er nú i
undirbúningi að gefa dagbókina
út i fullri lengd. Gera menn sér
vonir um, að þessi nýja lengri út-
gáfa muni i eitt skipti fyrir öll
kveða niður allan orðróm, að dag-
bókin sé fölsuð, sem raunar hefur
verið afsannað fyrir rétti.
I felum í tvö ár
Annelies Marie Frank, kölluð
Anna, fæddist 12. júni 1929 i
Frankfurt am Main. 1933 fluttist
hún með foreldrum sinum til
Amsterdam i Holllandi, þar sem
fjölskyldan fór huldu höfði i leyni-
herbergi, eftir að nasistar her-
námu Holland. Þar leyndist hún i
rúm tvö ár. A þeim tima, eða frá
12. júni 1942 til 1. ágúst 1944 skrif-
aði Anna Frank dagbók sina. 1
ágúst 1944 uppgötvaði gestapó
felustaðinn, og Frank-fjölskyldan
var flutt til Belsen-fangabúðanna,
þar sem Anna Frank dó i mars
Slepotl 40%
1946 kom dagbók hennar i
| fyrsta skipti út á prent i Hollandi
og var kölluð „Het Achterhuis”
(achterhuis er hollenska yfir
leyniherbergi). Það var faöir
önnu, Ottó Frank, sá eini eftirlif-
andi af fjölskyldunni, sem undir-
bjó handritið fyrir útgáfuna. Hol-
lenska striðsskjalasafnið, sem
hefur upphaflegu dagbókina
undir höndum, hefur upplýst, að
Ottó Frank hafi stytt hinn upphaf-
lega texta um ca. 40%. Eftir þvi
sem hann sjálfur sagði, gerði
hann það til þess að hlifa dóttur
sinni heitinni og ýmsum vinum
nákomnum henni.
Ottó Frank andaðist i ágúst i
fyrra i Basel i Sviss, þá orðinn
nitiu og eins árs gamall. Hann gaf
hollenska rikinu upphaflegu dag-
bókina eftir sinn dag, og hefur
striðsskjalasafniö bókina til varð-
veislu og textarannsóknar. For-
stöðumaður safnsins, A.H.
Paape, upplýsti nýlega, að sá
hluti dagbókarinnar, sem hingað
til hefur ekki verið birtur hefði að
geyma ýmis miður vingjarnleg
ummæli önnu um móður sina, og
niðurlægjandi umsagnir um
nokkrar skólasystur hennar. Þar
að auki hafði Ottó Frank sleppt
vangaveltum önnu, sem komin
var á gelgjuskeiðið um kynlifið og
kynhvötina.
Annar tiðarandi
Paape forstöðumaður telur
þetta skiljanlegt tiltæki hjá
fööurnum. í hinum frjálslynda
Ottó Frank, faöir önnu Frank, andaðist i fyrra 91 árs að aldri. Hann
var sá eini eftirlifandi af fjölskyldunni. Hann sleppti 40% textans úr
frumhandritinu.
inga nýnasista. Þar hefur slikum
áburði verið hrundið, en orðróm-
urinn hefur verið þrálátur.
Afsannar
föisunaráburðinn
Hollendingar telja, að með
þessari nýju útgáfu verði þessi
draugur kveðinn niður i eitt skipti
fyrir öll. Meðan dagbókin var i
vörslu Ottó Franks, sem lét
geyma hana i banka i Basel, var
erfiðleikum bundið að fá að
nálgast hana, og enn siður að
birta hana óstytta. A.H. Paape
sem hefur kynnt sér frumhand-
ritið, segist ekki i nokkrum vafa
um, að bókin sé gullekta.
1 kjölfar þessa kom til umræöu
meðal nokkurra þingmanna Hol-
lands, hvort rétt væri að gefa bók-
ina út óstytta. Sumir vildu biða,
þar til öruggt væri, að enginn
þeirra, sem nafngreindur er i
dagbókinni, eða þekkti önnu
Frank, verði styggður af
ummælunum. Sú skoöun varð þó
að lúta i lægra haldi.
Hollenska striðsskjalasafnið
hyggst gefa dagbókina út óstýtta
fyrir lok næsta ár. t inngangi aö
bókinni verður gerð grein fyrir
þvi, hvernig hún varð ti. Er kunn-
ara en frá þurfi að segja, að úr
ákveöinni átt hefur annað veifið
skotið upp fullyrðingum um, að
dagbók önnu Frank væri fölsun.
Hafa orðið málaferli t.d. i V-
Þýskalandi vegna slikra fullyrð-
tiðaranda, eins og ríkir í dag,
þættu vangaveltur önnu um kyn-
lifið barnslega saklausar. En 1946
riktu önnur viðhorf, og hætt við að
sumt af þeim teksta hefði verið
stimplað klám.
Guðmundur
Pétursson
skrifar
DAGBÚK ÖNNU FRANK
VÆNTANLEG ÚSTYTT
Sjð útiendingum
visað úr Ghiie
Chile hefur visaö sjö V-Evrópu-
mönnum úr landi og sakar þá um
að hafa egnt til uppþota. Menn-
irnir voru handteknir ásamt 28
Chiiebúum eftir leynilegan
verkaiýðsfund meö starfsfólki
fatavcrksmiðju einnar.
Einn sjömenninganna er norsk
biaðakona, en hinir eru þýskir og
hollenskir.
D'Estaing seldi
demantana
Vaiery Giscard D’Estaing,
Frakklandsforseti, greindi frá þvi
i vikunni, að skartgripirnir og
demantarnir, sem Bokassa ein-
ræöisherra Mið-Afríkuveldisins
gaf honum á sinum tima, hefðu
verið seidir og andviröiö látið
rcnna til góðgerðarstarfsemi i
Afriku. Aöallega til Rauða kross-
ins.
Sagði hann, að gjafir þessar
hefði naumast verið unnt að kalla
demanta, en eðalsteinar hefðu
það verið þátt smáir væru. Sagði
hann aö verðmæti þeirra hefði
ekki verið meira en gengur og er-
ist um gjafir þjóöhöföinga i milli.
Þetta kom fram i fyrsta sjón-
varpsviðtalinu, sem forsetinn
veitir vegna forsetakosninganna,
sem framundan eru.
Demantar þessir hafa valdið
miklu fjaðrafoki og eins þaö vin-
fengi, sem Giscard og fjöiskylda
hans var talin eiga við harðstjór-
ann. Forsetinn upplýsti í viðtal-
inu, að hann hefði verið valdur að
þvf að Bokassa væri velt úr stóli.
Jarðskjállti i
Grikkiandi
i fyrradag urðu enn einu sinni
jarðskálftar i Grikklandi. Að
þessu sinni fórust tveir menn, en
tíu slösuðust. Annar mannanna,
sem fórst, var leigubilstjóri og
gdrfst hann í bil sinum undir aur-
skriðu skammt frá bænum
Preveza.