Vísir - 20.03.1981, Page 1
AIDan BroúDeck. aðstoOarmaður Kortsnojs:
Það verður
Las Palmas
eða Meranot
- telur að Frlðrlk ðiafsson munl draga
á mllli oessara tveggja staða I dag.
og að ísiand sé úr sögunnl
„Min skoðun er sú, að Friðrik
Ólafsson, forseti FIDE, muni
draga um þá tvo staöi, sem voru
efstir á lista hvors keppandans
um sig, þannig að einvigið mun
annaðhvort fara fram á Las
Palmas eða i Merano”.
Þetta sagði Alban Brodbeck,
fulltrúi Kortsnojs, þegar blaða-
maöur Visis hafði samband við
hann i Sviss i morgun.
Friðrik Olafsson mun kveða
upp úrskurð sinn i sambandi við
einvigisstaðinn siðdegis i dag, en
þegar blaðamaður hafði samband
vð hann i' morgun, vildi hann
ekkert tjá sig um væntanlega
niðurstöðu. Friðrik hefur siðustu
daga átt itrekaðár viðræður við
fulltrúabeggja skákmeistaranna.
Alban Brodbeck sagði i
morgun, að ekkert samkomulag
hefði orðið milli aöila varðandi
einvigisstaðinn, þannig að
Friðrik yrði að taka af skarið, og
sér fyndist sem sé liklegast, að
hann gerði það með þeim hætti að
láta hlutkesti ráða á milli Las
Palmas og Merano, — ísland væri
þarmeð úr sögunni i þessu máli.
Ef sú verður niðurstaðan, er
liklegt, að báðir keppendurnir
hafi látið i það skina, að þeir
myndu fallast á slikt samkomu-
lag, þótt ekki hafi verið um það
formlegt samkomulag. —PM
Rúmlega 60 manns
voru yllrhevrölr
Samkvæmt upplýsingum Guð-
mundar Gígju hjá fikniefnalög-
reglunni i Reykjavik, er nú að
mestu lokið rannsókn flkniefna,
sem verið hefur til meðferðar hjá
Rannsóknardeild fikniefnamála f
Reykjavík og s'akadómi i ávana-
og fikniefnamálum.
Upplýst varð um smygl á
nokkrum kflóum kanabisefna auk
nokkure.magns af amfetamini og
kókaini. Minniháttar magn var
haldlagt af efnunum.
Rúmlega 60 aðilar voru yfir-
heyrðir vegria málsins, og 6 aðilar
voru úrskurðaöir i gæsluvarð-
hald. Sá sem styst sat inni, var i
gæslu i 7 daga, en lengst vist
manns i gæsluvaröhaldi var 50
dagar.
AHnýstártegir tónleikar voru á Borginni I gcrkvttldt. Hljómsvelt Ellu Magg kom þar fram og „þver-
braut allar tónlistarreglur”, eins og hljómsveitarmenn höföu lýst yfir fyrirfram, aö þeir myndu reyna
aö gera. Fjölmennt var á Borginni og var ekki annað að sjá en fóik skemmti sér vel við aö hlusta á þessa
óheföbundnu tónlist. Vfsismynd: GVA
Bauð mynflír af forseta ísiands til sölu:
„Engln heimild tn hess”
- segir forsetaritari um pessa myndatöku
Forstöðumönnum vmissa
opinberra fyrirtækja á landinu
hefur að undanförnu borist bréf
frá Ljósmyndastofu Mats Wibe
Lund, þar sem hann býður til
kaups ljósmyndir af forseta
tslands, Vigdisi Finnboga-
dóttur.
Samkvæmt þeim fregnum.
sem Visir hefur fengið, þá hefur
eitthvað selst af þessum
myndum, en sumir urðu þó
hissaer þeim var boðin mynd til
kaups, þvi umrædd myndataka
mun hafa farið fram á vegum
embættis forsetans og eingöngu
gerð i þvi skyni, að embættið
fengi þessar myndir.
„Nei, það er langt þvi frá,”
sagði Vigdis Bjarnadöttir, for-
setaritari, er við spurðum hana
hvort þessi myndasala Mats
Wibe Lund væri samkvæmt
heimild frá embættinu. „Hann
hefur enga heimild til þess hér
að gera þetta”, sagði Vigdis.
Starfsmaöur á ljósmynda-
stofuMatsWibeLundstaðfesti i
samtali við Visi i gær að um-
ræddar myndir væru til sölu.
„Þær kosta 1135 krdnur i
ramma, en rammalausar 780
krónur. Þetta eru litmyndir
50x60 cm á stærð.
„Myndin er tekin hér á
stofunni hjá okkur og er „Offi-
cielt portrett”, eins og maður
segir og hefur selst ágætlega,
opinberar stofnanir og fleiri
hafa keypt hana”.
Visir haföi samband viö Mats
Wibe Lund i morgun. Hann
sagði:
„Eftir að hafa afgreitt myndir
til embættis forseta Islands og
utanrikisráðuneytis til skreyt-
inga I sendiráðum og öðrum
opinberum stofnunum erlendis,
þá fór skrifstofan að beina til
okkar fýrirspurnum um myndir
frá ýmsum opinberum stofn-
unum og embættum, sem við
höfum siðan afgreitt. Engar
bréflegar umsóknir hafa fylgt
þessu, heldur aðeins munnlegar
frá þeim. sem hafa komið.
Ég hef haldið að það væri mér
ilófa lagt aðafgreiða hvern sem
er meö slfkar myndir þegar um
er að ræða opinberar stofnanir,
sem vani er aö hafa venjulega
uppi myndir af forseta
þjóðarinnar”, sagði Mats.
gk/—AS