Vísir - 20.03.1981, Page 8
8
Föstudagur 20. mars 1981
VtSIR
VÍSIR
Utgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig-
fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig-
jxirsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson,
Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á
Akureyri: Gfsli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O.
Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V.
Andrésson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Safn-
vörður: Eirikur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúli 14, simi 86611, 7 línur.
Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, Simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 nýkrónur eintakið.
Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
vopn í hendur Nato-vina
lilnika frWamefndÍB hefar ilarlat andir Vraggrl lelOsögn HeimsfriOarrdAains i
Moskvu og stjörnendanna i Kreml. Hún hefur unniO starf sitt af kostgæfni. En þá kemur
einhver Hjalti Kristgeirsson og vænir hana um mútuþægni og annaO i þeim dúr. Hvilikt
óþokkabragö!
Eins og flestum er kunnugt um
eru Sovétríkin friðelskandi ríki,
með hjartað fullt af manngæsku
og bróðurþeli. Einræðið í Kreml
stafar af einskærri umhyggju
fyrir samborgununum, enda þeim
fyrir bestu að stóri bróðir gæti
þeirra frá vöggu til grafar. Það
væri í meira lagi kaldranaleg
stjórn í svo stóru landi, ef hver og
einn einstaklingur þyrfti sjálfur
að hugsa um sinn eigin hag, eða
ákveða langanir sínar og lífs-
göngu. Breshnev er betur treyst-
andi til þess.
Hjartagæskan nær langt út fyrir
landamæri Sovétríkjanna og
fórnarlundin er af þeirri stærðar-
gráðu að helmingur mannkyns
nýtur leiðsagnar frá Moskvu.
Enginn vafi er á því, að Kreml-
verjar hafa mun betri tök á því
að stjórna lífshlaupi íbúanna í
Afganistan og Póllandi, heldur
en íbúarnir sjálfir.
En auk þess sem Sovétmenn
standa þannig dyggan vörð um
hagsmuni og daglegt líf alls
þessa stóra hóps þakklátra ein-
staklinga, þá hefur þeim tekist
að efla frið með mönnum í anda
mannúðar og mannhelgi. Þeim
hefur að vísu staðið ógn af árás-
arhneigð vesturlanda, og hafa því
hvergi getað undan látið í víg-
búnaðarkapphlaupinu, en ekkert
stendur hug þeirra nær en af-
vopnun og sættir við guð og menn.
Sovétmenn hafa haft forgöngu
um stofnun Heimsfriðarráðs og
þjóðlegra friðarnefnda um heim
allan. Einnig hér á íslandi hefur
kalli þeirra verið svarað.
(slenska friðarnefndin hefur
starfað undir öruggri forystu
Kremlverja, sem hafa sýnt það
örlæti að bjóða nefndarmönnum
til skrafs og ráðagerða á hverju
ári. Þannig hefur nefndin getað
fengið nýjustu upplýsingar um
friðarviðleitni Sovétríkjanna og
glætt hugsjónaeldinn.
En laun heimsins eru vanþakk-
læti.
Einn þeirra manna, sem hvað
gleggst þekkir til vinnubrgaða í
Kreml, Hjalti Kristgeirsson, sem
lengi naut góðs af rausn heims-
kommúnismans á námsárunum,
og þóttist hafa skilning á mark-
miðum hans og stefnu, þegar
Sovétmenn komu Ungverjum til
hjálpar 1956, hefur sýnt það
óþokkabragð að kasta rýrð á
íslensku friðarnefndina í blaða-
grein í Þjóðviljanum. Þar segir
Hjalti:
„(slenska friðarnefndin hefur
hingað til ekki verið mikið fyrir
f jölmiðlaljósin en læðst til okkar
flokksmanna (Alþýðubandalags)
sumra á síðkvöldum og boðið
fyrirgreiðslu um ferðalög í aust-
urveg., ráðstefnu í Austur-
Berlín, friðarþing í Varsjá, kynn-
isför til Moskvu, hressingardvöl
við Svartahaf. Gerið þið svo vel.
Heimsfriðarráðið borgar".
Maður gæti haldið að Hjalti sé
að væna Heimsfriðarráðið um
mútur. Hann er hreinlega að van-
þakka allar þær lystireisur, sem
flokksmenn hans í Alþýðubanda-
laginu hafa þegið árum saman!
Hann beinlínis skopast að því,
þegar Haukur Haraldsson. for-
maður íslensku friðarnefndar-
innar kynnir friðarstefnu Bres-
nevs á (slandi!
Og svo bætir Hjalti gráu ofan á
svart, þegar hann heldur því
fram, að ekki eigi að blanda
saman friðarnefndinni, boðskap
Bresnevs og samtökum her-
stöðvarandstæðinga.
Allir vita, að friðelskandi
Sovétvinir hafa verið manna
ötulastir í baráttunni gegn Nató,
borið jafnt íslenska fánann sem
þann rauða af óeigingjörnum
þegnskap, enda er það fullkom-
lega Ijóst, að fátt kemur friðar-
vilja Sovétmanna betur en brott-
för varnarliðsins frá (slandi.
Hjalti hefur lagt Nató-vinum
vopn í hendur. Hann gef ur í skyn,
að friðarins menn á íslandi séu
leppar Sovétríkjanna, sem þiggi
lystireisur austur fyrir járntjald
að launum.
Hvílíkt óþokkabragð. (slend-
ingar gætu farið að halda að
þetta væri satt!
pékklng er nauðsýn
Eitt af því sem flesta dreymir
um er sjálfsöryggi, örugg til-
finning fyrir þvi að verið sé að
gera réttu hlutina. Til þess þó að
vera viss um að gera réttu hlut-
ina er þekking nauðsynleg.
Sjálfsöryggi verður þvi aldrei
aðskilið frá þekkingu, hvort
heldur er að að ræða þekkingu á
umhverfinu eða sjálfum sér.
T.d. maður sem flytur erindi um
listirer undir öllum venjulegum
kringumstæöum gæddur sjálfs-
öryggi og ró-, ef hann veit hvað
hann er að tala um. Maður sem
kann litil skil á sinum hlutum
verður óöruggur, óstyrkur og er
engan veginn i jafnvægi.
Þekking er þess vegna nauðsyn-
leg til að skapa öryggi og and-
legt jafnvægi. Sjálfsöryggi er
þvi i beinu sambandi við
þekkingu þá sem maöurinn býr
yfir. Þeim mun viötækari og
dýpri sem þekkingin er þeim
mun meira er jafnvægi manns-
ins og öryggistilfinning. Algjör
þekking á lifinu og tilverunni
leiðir til algjörs sjálfsöryggis og
djúprar rósemi sem ekkert
getur haggað. Algjörðþekking
hefur einnig i för me,þ sér
árangur i llfinu, lif án mistaka
eða erfiðleika, stroggl eða
streðs. Vitur maSur siglir fram
hjá vandamálunum eöa leysir
þau áður en þau verða til eða
_vaxa úr hófi.
“L pr þvi þekking ’ er svona
jniidlvæg er ekki úr vegi að at-
húga meö hvaða hætti er hægt
að ná i þekkingu á sem skjót-
virkastan og greiöfærastan
máta. Sú spurning sem þvi
leitar á hugann er sú: Hvar er
þekkingu að fá, hvar er hana að
finna og hvernig er hennar aflað
á sem skjótvirkastan hátt? I
hugum flestra kemur upp það
svar að þekkingu er að fá i skól-
um, menntaskólum, háskólum, i
skóla lifsins, i bókum o.s.frv.
Allt er þetta gott og gilt. En
samt veit hver og einn aö
háskólanám er erfitt og langt,
bækur misvitrar og jafnframt
stundum villandi og skóli lifsins
ekki alltaf jafn gjöfull á þekk-
ingu og vænst var. Er kannski til
þekking einhvers staðar sem
auðvelt er að ná til á skjótvirk-
ari og eðlilegri máta en hingað
til hefur þekkst?
Vedísk vísindi svar viö
þekkingarleit mannsins.
Ef uppgötvanir eðlisfræð-
inga einkum þeirra sem fást við
skammtaeðlisfræði eru at-
hugaðar nánar kemur margt
mjög athyglisvert i ljós.
Samkvæmt skammtafræði
eölisfræðinnar er til eitt grunn-
ástand efnis sem er samnefnari
allra hreyfinga og orkuforma
tilverunnar. Þetta grunnástand
er nefnt tómasviö efnis.
Tómasvið efnis er óhreyfanlegt,
óbreytanlegt, er eins i dag og
þaö var fyrir milljörðum ára og
veröur eins eftir milljarða ára
og það er I dag. Þrátt fyrir
hreyfingarleysi sitt veldur það
öllum breytingum. Tómasviðið
er aðsetur óendanlegs skipu-
lags, svo notuö séu lýsingar
eölisfræðinga á þvi, það skipu-
leggur og samhæfir allar hreyf-
ingar hvort heldur er um að
ræða hreyfingar reikistjarna,
vetrarbrauta eða atóma. Það er
aðsetur óendanlegra möguleika
þvi að út úr tómasviði getur
birst hvaða hreyfingarform sem
vera skal.
Þessar lýsingar nútima eðlis-
fræði koma mjög vel heim og
saman við lýsingu Vediskra
bókmennta á grunnástandi hug-
ans sem nefnist svið minnstu
örvunar vitundar eða einfald-
asta form vitundar. Vedisk vis-
indi eru ævaforn visindi sem
hafa aö geyma frásagnir um
aðsetur tærrar þekkingar, hvar
hana er að finna og hvernig má
hagnýta sér þessa þekkingu.
Samkvæmt Veda er aðsetur
allrar þekkingar til staðar
handan hugsana og tilfinninga
hvers manns. Tær þekking er
grundvöllur sérhverrar efnis-
eindar sköpunarinnar, hún er
óbreytanleg, eilif og er
frummóðir allra þekkingar-
brota eða visku sem maðurinn
hefur vald á i dag og mun þróa
með sér i framtiðinni. Tær
þekking býr djúpt að baki hugs-
ana og vitundarlifs sérhvers
manns. Með einfaldri aðferö
sem kennd hefur veriö hér á
landi um árabil og sem nefnist
Innhverf ihugun er hægt að hag-
nýta sér þessa þekkingu sér
sjálfum og öörum til góðs. Af og
til eru haldnir kynningarfyrir-
lestrar á Innhverfri ihugun þar
sem fjallað er nánar um atriðin
sem minnst er á i þessari greiii.
Á stuttum námskeiöum er Inn-
hverf ihugun svo kennd þeim
sem þess óska.
Þegar Innhverf ihugun er
stunduö hægist á likamsstarf-
seminni, hugurinn kyrrist jafn-
framt þvi sem hann skynjar
finni og finni stigu hugsunar. Aö
lokum hverfur hann handan
fingerðustu stigu hugsunar og
hann hefur reynslu af tærri
þekkingu. Eftir ihugunina er
viðkomandi einstaklingur
gæddur eiginleikum tærrar
þekkingar. Athafnir hans
verða sjálfkrafa eðlilegar og
réttar, hugsanir hans i
samræmi viö aðstæður og
umhverfi og lif mannsins verður
án streitu eða mistaka. Hann
veröur yfirvegaður, gæddur
lifshamingju og þroski hans
andlegur sem likamlegur verð-
ur skjótur. Hann býr yfir
vaxandi sjálfsöryggi og skiln-
ingi á sjálfum sér og tilgangi
lifsins. Tær þekking hefur svör
við öllum spurningum þvi hún
Sturla Sighvatsson
skrifar um innhverfa
íhugun og lýsir kostum
hennar. Sturla segir
m.a.: „Eftir íhugunina er
viðkomandi einstaklingur
gæddur eiginleikum
tærrar þekkingar.
Athafnir hans verða eðli-
legar og réttar, hugsanir
hans í samræmi við
aðstæður og umhverfi og
líf mannsins verður án
streitu eða mistaka.
er grundvöllur allra hugsana og
þar með allra spurninga og
hugleiðinga mannsins um lifið
og tilveruna. Tær þekking er
grundvöllur hvaða þekkingar
eða visindagreinar sem vera
skal svo sem stærðfræði,
stjörnufræði, efnafræði, eðlis-
fræði, heimspeki, sögu, lista og
bókmennta. Án hennar væri vit-
undar og hugsanlif mannsins
ekki til né þekking yfirleitt.
Þess vegna er þaö bráðnauð-
synlegt fyrir hvern og einn að
hagnýta sér þessa þekkingu.
Sturla Sighvatsson.