Vísir - 20.03.1981, Page 14
14 /
Vt&ÉR
Fnstudaeur 20. mars 1981
Föstudagur 20. mars 1981
VtSIR
15
„Þetta er búin aö vera frábær ferð og mér fannst allt
jafn skemmtilegt; flugferðin, heimsóknin í Smiðjuna,
skíðaferðin, sundið, heimsóknin í Nonna-hús og ekki
sist að koma til Akureyrar og skoða bæinn", sagði
Auður Loftsdóttir, 10 ára gömul „tunnudrottning" i
kattarslag Vísis fra því á öskudaginn, eftir dagsheim-
sókn til Akureyrar. Ferðina fékk hún i vinning fyrir
frammistöðuna i kattarslagnum og með hénni var
„Kattarkóngurinn", Trausti Antonsson. „Þetta er bú-
inn að vera skemmtilegur dagur og ég væri alveg til
meðaðvera lengur," sagði Trausti. Samfylgdarmað-
ur þeirra í heimsókninni var Snorri Snorrason, 10 ára
„tunnukóngur" Akureyringa. Það var þvi kóngafólk á
ferðinni. ,
Það var sólskin og stilla þegar áætlunarvél Flugleiöa
lenti á Akureyri á laugardagsmorguninn. Auður og
Trausti höfðu notið gestrisni áhafnarinnar á leiðinni,
eins og títt er þegar kóngafólk er á ferð. Heimsóttu
þau flugmennina í stjórnklefann og sagði Auður að
það hafi verið skrýtið að sjá ekkert nema skýjabólstr-
ana eins og hvita breiðu eins langt og augað sá. „Á
einstaka stað var þó gat og niður um þau hefði ég
„pompað", ef ég hefði verið gangandi", sagði Auður
og hló við. '
Námsefnlð
forviinilegt
Við byrjuöum á þvi að fara i
Nonnasafnið, sem kennt er við
Jón Sveinsson. Stefania Ar-
mannsdóttir var svo vinsamleg
að sýna okkur safnið, en það er
Zontaklúbburinn á Akureyri, sem
kom þvi á fót og annast rekstur
þess.
Trausti og Snorri höfðu ekki
lesið Nonna bækurnar og þekktu
þvi litið til Nonna. Hins vegar
hafði kennari Auðar lesið mikið
úr Nonna bókunum fyrir nemend-
ur sina. Það var greinilegt að
Auður hafði tekið vel eftir þeim
lestri, þvi hún vissi eitt og annaö
um Nonna og hafði mjög gaman
af heimsókninni I safnið. Það má
lika mikið vera, ef heimsóknin
hefur ekki vakiö áhuga þeirra
Trausta og Snorra fyrir Nonna
bókunum.
Hvorki Auður eða Trausti höfðu
komiö til Akureyrar áður. „Það
er ekki ósvipað að koma hingaö
og þegar komið er á Selfoss”,
sagði Auöur þegar við vorum að
aka inn i bæinn. Trausta fannst
aðkoman likari þvi sem hún er á
Isafiröi. Snorri sagði ekkert um
þessar athugasemdir gestanna,
en ég er ekki frá þvi að honum
hafi þótt bænum sinum freklega
misboðiö með þessum samliking-
um!!
Nlaginn
sagði til sin
Þegar við höfðuum ekið um bæ-
inn og skroppið austur i Vaðla-
heiði, til að sjá vel yfir Akureyri,
sem tók sig vel út i bliöviörinu, þá
fór maginn að segja til sin. Það er
viða hægt að þjóna maganum á
Akureyri, en viö völdum Smiðj-
una, litinn og rólegan veitinga-
stað, sem rekinn er i tengslum við
Bautann.
Þar ræður Hallgrimur Arason
rikjum og bauð hann krökkunum
e x t i o g
myndir: Gisli
Sigurgeirs-
son, Akureyri
þaö sem þau vildu af matseðlin-
um. Ég átti von á að þau notfærðu
sér nú tækifærið og fengju sér
dýrindis steikur. 0 nei, „ham-
borgara með frönskum og
kokteilsósu, takk”. Snorri. var
meira að segja svo litillátur, að
hann vildi ekkert nema franskar,
en tók það aftur á móti skýrt
fram, að það yrði að vera mikil
kokteilsósa með! Hallgrimur
kom siðan með is i ábæti, þannig
að mannskapurinn stóð á blistri,
þegar staðið var upp frá borðum.
Nú var
sióra stundin
runnin upp
Nú settum við stefnuna á
Hliðarfjall og jeppinn frá Bila-
léigu Akureyrar rann þaö létt, þó
á brattann sé að sækja að „Skiða-
stöðum”. Þar tók Ivar Sigmunds-
son á móti okkur. Hann útvegaði
Trausta skiði, skó og stafi, en
Auður og Snorri höfðu sin skiði
með. ívar lét ekki þar viö sitja,
hann lagöi krökkunum einnig til
Trausti kunni vel að meta aðstöð-
una I Hliðarfjalli.
sklðakennara og það var hún
Auður Dia Erlingsdóttir.
Þá var ekkert að vanbúnaði og
hópurinn hélt af stað i fyrstu
brekkuna. Snorri fór fagmann-
lega af stað og það var greinilegt
. aö þetta var ekki i fyrsta skiptið,
sem hann brá sér á skiði, enda að-
->.staðan ekki dónaleg til sliks á
. Akureyri. Trausti kunni undir-
stöðuatriðin og var þvi fljótur að
ná tökum á tækninni”. Auöur sat
þvi ein, eða réttara sagt: renndi
sér ein að kunnáttu önnu. Tók
hún örum framförum við þá kúnst
að beygja. Slik einkakennsla
stendur öllum til boða i Hliðar-
fjalli: það þarf einungis að panta
með örlitlum fyrirvara i af-
greiðslunni. Einnig eru haldin
námskeið vikulega og skiðabúnað
er hægt að fá leigöan, lika göngu-
skiði. Fjölgar göngumönnum
stöðugt i fjallinu og kappkostaö er
að hafa þar troðnar gönguslóðir,
a.m.k. um helgar.
Nú var farið að kólna. Til að
taka úr okkur hrollinn fórum við
inn I „Skiðastaði” og fengum okk-
ur hressingu, brennandi heitt
kakó og brauð.
Leiðariok
„Það er það versta við að fara á
skiði, hvað erfitt er að slita sig frá
þvi aftur”, sagði Trausti þegar
hann hafði skolað niður kakóinu.
Snorri var ,
ferðinni.
,á heimavelli” i skiða-
Hann og Snorri ákváðu að halda
áfram á skiðum, en Auður brá sér
i sund.
En nú var komið að leiðarlok-
um. Trausti varð að skila skiðun-
um, þvi flugvélin beið. „Þetta er
stórkostlegt' skiðaland, ég vildi
glaður komast hingað aftur i vet-
ur”, sagði Trausti og Auður tók T
sama streng. Með það voru þau
flogin.
Helgarferðir til Reykjavikur
hafa notið vinsælda á undanförn-
um árum. En Reykvikingar vilja
lika tilbreytingu og notfæra þeir
sér slikar helgarferðir, t.d. til
Akureyrar, I auknum mæli. Er þá
hægt að kaupa ferðir, gistingu,
bilaleigubil og hver veit hvaö, allt
i einum „pakka”.
G.S./Akureyri.
KSð
Auöur skrifar nafnið sitt I gestabókina i Nonna-húsi
1 upphafi skiðaferðar: Snorri, Trausti, Auður og Anna Dla Erlingsdóttir, sklðakennari.
Auður naut kunnáttu önnu Diu og tók framförum I þeirri kúnst aðbeygja.