Vísir - 21.03.1981, Blaðsíða 2
Laugardagur 21. mars 1981.
2
r
VÍSIR
SVIKAHRAPPAR
AF GUÐS NAÐ
Fyrir ekki löngu var hér i Helgarblaðinu sagt
frá manni sem kveðst vera barnabarnabarn
Nikulásar II Rússakeisara og þvi réttborinn
erfingi hinnar horfnu krúnu. Allar götur siðan
keisarafjölskyldan hvarf, árið 1918, hafa sifellt
komið fram á sjónarsviðið menn og konur sem
látast vera ýmist meðlimir fjölskyldunnar eða
afkomendur hennar og má liklega slá þvi föstu að
allir séu svikahrappar þó vafi leiki á um ,,önnu
Anderson”. En hverjir eru aðrir mestu svika-
hrappar sögunnar? Hér verður sagt frá tiu.
Höfuðsmaðurinn frá Köpernick er meðal frægustu svikahrappa heims. Hann gerði priissneska herinn
að a thlægi áður en þaö komst upp að hann var bara réttur og sléttur skósmiöur.
Frakki kennir „for-
mósku”
Maðurinn sem kallaði sig Ge-
orge Psalmanazar mun hafa
fæðst i Suður-Frakklandi árið
1679 en árið 1703 skaut hann upp
kollinum i London og kvaðst
vera frá Formósu (sem nú heit-
ir Taiwan). Þess má geta að
hann var allt annað en austur-
lenskur i útliti en engu að siður
tókst honum að sannfæra bresk
yfirvöld og honum var falið að
kenna tungumál sitt, „for-
mósku”, við sjálfan háskólann i
Oxford. Varla þarf að taka það
fram aö „Psalmanazar” bjó
það tungumál til að öllu leyti.
Jafnframt dundaði hann sér við
að þýða Bibliuna á „móðurmál”
sitt. Hann skrifaði lika bók sem
varð metsölubók árið 1704,
„Sagnfræði og landafræði For-
mósu”, og lýsti þar nákvæm-
lega ýmsum siðum og venjum
sem giltu á Formósu: til að
mynda átu Formósubúar allt
kethrátt og þar á meðal manna-
kjötaf glæpamönnum sem tekn-
ir höfðu verið af lifi. Árlega
færðu þeir guðum sinum mikla
fórn, hjörtu 18 þúsund drengja
undir niu ára aldri en það skal
tekið fram að „Psalmanazar”
sagðist sjálfur orðinn góður
Kristlingur. Harin iðraðist siðar
meir gerða sinna og játaði belli-
brögðin i erfðaskrá sinni og i
bók sem gefin var út eftir dauða
hans árið 1763.
Systir drottningar
hleypir uppi
Sarah Wilson fæddist á
Englandi árið 1750 og varð ung
ein hirðmeyja Karlottu
drottningar sem þá var. Sarah
var glysgjörn og einu sinni
stóðst hún ekki mátið en setti á
sig alla gimsteina drottningar
til að geta séö sig i spegli klædda
drottningarskrúða. Svo óheppi-
lega vildi til að einhver kom að
henni og þetta voru drottins-
svik, hún var send i útlegð til
nýlendnanna i Ameriku.
Þangað kom hún árið 1771 en
hafði tekist að smygla með sér
nokkrum gimsteinum Karlottu
og eftir æsilegan flótta frá
fangaveröi sinum komst hún
suður á bóginn. Þar klæddist
hún sinum finustu fötum, setti
upp gimsteina drottningar og
kvaðst vera Súsanna Karólina
Matthildur, systir Karlottu. 1
átján mánuði var tekið fyllsta
mark á henni i Suðurrikjunum,
hún varð ástmær allrahelstu
toppa samfélagsins og þáöi i
staðinn miklar gjafir og stórar.
Arið 1773 var hún handtekin en
þegar byltingln braust út slapp
hún úr haldi og hvarf af sjónar-
sviöinu eftir að hafa gengið að
eiga breskan liðsforingja.
Ör reynist prinsessu
illa
Mary Baker var ekki ósvipuð
Söru, en hún fæddist árið 1800 á
Englandi. Hún reyndi fyrir sér
sem gengilbeina en var ótraust-
ur starfsmaöur og tiðum sagt
upp. Við svo búið mátti ekki
standa og 17 ára gömul gerði
húnsamningviö sjóara nokkurn
um mikil svik. Hún birtist allt i
einu á tröppum Gloucesters
hertoga og talaði „framandi
tungu” sem enskum málfræð-
ingum tókst ekki, þrátt fyrir
miklar tilraunir, að greina.
Steig þá fram sjómaðurinn og
kvaðst vita hver hún væri:
engin önnur en Caraboo, prins-
essa af Javasu sem hafði verið
rænt af sjóræningjum frá Sú-
mötru en siðan einhvern veginn
skolaði á land á Englandi. í eitt
ár lifði Mary Baker Caraboo
kóngalifi. Þá vildi það til að
gamallkunningi hen'nar, sem sá
i blöðunum lýsti öri sem prins-
essan hafði á bakinu, gaf sig
fram og kom upp um hana. Hún
játaðiundireins, fékk að flytjast
til Ameriku og siðan hefur
hvorki sést af henni tangur né
tetur.
Slátrari ummyndast i
aðalsmann
Árið 1834 fæddist Arthur
Orton i London en gerðist seinna
slátrari i Wagga Wagga i Ástra-
liu. Árið 1866 kom aftur til
Englands en kvaðst þá heita Sir
Roger Tichborne sem haföi far-
ist á sjó mörgum árum áður.
Lafði Tichborne hafði syrgt son
sinn mikið og greip Orton fegins
hendi þrátt fyrir að það væri
vægast sagt ýmislegt sem mælti
i móti þvi að hann væri sonurinn
langþráði. Sir Roger hafði til
dæmis aðeins verið 60 kiló að
þyngd, mjóleitur i andliti með
ljóst slétt hár, var tattóveraður
og talaði góða frönsku. Arthur
Orton var hins vegar 150 kiló,
með risastórt hnöttótt höfuö,
dökkt hrokkið hár og hvorki
tattó né frönskukunnáttu. Eftir
að lafðin dó gerði Arthur kröfu
til eignanna en eftir að réttur
hafði staðið i málinu i 3 ár var
komið upp um svikin. Arthur
var dæmdur i 14 ára fangelsi og
dó 64ra ára, þá allslaus.
Gordon-Gordon lávarð-
ur fremur sjálfsmorð
Arið 1872 átti járnbrautakóng-
urinn Jay Gould i erfiðleikum i
New York. Andstæðingar hans
voru að reyna að bola honum út
úr fyrirtækinu Erie Railroad en
þá kom Gordon-Gordon lávarð-
ur skyndilega til hjálpar.
Enginn veit hver hann var i
raun og veru en svo mikið er
vist að hann var ekki Gor-
don-Gordon sem lést hafa sam-
bönd hjá konungsfjölskyldunni i
Englandi og vera geysilega rik-
ur. Honum tókst að svikja eina
milljón dollara útúr Gould, gegn
„aðstoð” en tveimur árum siðar
var hann handtekinn. i vitna-
stúkunni hélt hann leiknum á-
fram, þuldi upp nöfn á áhrifa-
mönnum erlendis sem hann
þekkti og tókst að fá sig lausan
gegn tryggingu. Snimhendis
stakk hann af tii Kanada og þar
framdi hann sjálfsmorð árið
1873.
Dóttir auðkýfings
lendir i steininum
Hún mun hafa fæðst i Kanada
árið 1857 og gegndi snemma
nafninu Cassie Chadwick.
Snemma örlaði á alls konar
bellibrögðum hjá stúlkunni og
skömmu fyrir aldamót var hún
dæmd i fangelsi fyrir slikt. Arið
1893 var hún látin laus og hélt
þegar i stað til borgarinnar
Cleveland i USA. Þar þóttist
hún vera dóttir auðkýfingsins
Andrews Carnegie og tókst i
mörg ár að svikja milljónir doll-
ara útúr allskonar aðilum út á
nafn „föður sins”. Dagblaðið
„Cleveland Press” kom upp um
hana árið 1904 og Carnegie
sjálfur var viðstaddur réttar-
höldin. Hann hló við þegar hún
var dæmd i 10 ára fangelsi en
Cassie Chadwick lést áður en
hún var búin að sitja þau ár af
sér.
Piparfrú gerist
kvennaflagari
Frúin Jurado fæddist i Mexi-
kóborg árið 1864 og var léttlynd
alla ævi. Hún var alla ævi ógift
en lék þann leik að látast vera
Don Carlos Palormi, kvenna-
flagari og milljónamæringur, i
samkvæmum á heimili bróður
sins. 1 einum þúsund veislum
abbaðist hún uppá konur og
grobbaði sig af afrekum sinum
við karla en i lok hvers sam-
kvæmis lét hún yfirskeggið
falla, leysti niður hárið og upp-
lýsti hver hún væri. 3000 fórnar-
lömb, þar á meðal ýmsir æðstu
embættismenn Mexikó, féllust á
að halda leyndarmáli hennar
leyndu svo hún gæti haldið á-
fram að babba fleiri
„puerquitos” (grisi). Siðasta
sýning hennar var haldin árið
1931 en þá var hún að deyja úr
krabbameini.
Forsetasonur falsar á-
visanir
Frederick Emerson Peters
var ekki mjög stór i sniðum.
Hann fæddist árið 1885 og alla
ævi ferðaðist hann um Banda-
rikin og sveik út fé og fæði
undir ýmsum nöfnum. Sérgrein
hans var ávisanafölsun. Vana-
lega þóttist hann vera sonur
fyrrv. forseta Theodore Roose-
welts, fór inni smábúðir og
sjarmeraði kaupmennina uppúr
skónum. Siðan keypti hann eitt-
hvert smáræði og borgaði með
háum ávisunum. Peters var
vinsamlegur og var sjaldan
neitað. Hann lenti oft i fangelsi
og las þá jafnan gifurlega mik-
ið, kom einnig á fót ótrúlega
mörgum fangelsisbókasöfnum.
Siðasta svikaferð hans var farin
árið 1959 og gekk bara vel uns
hann fékk hjartaslag i New
Haven. Þar lést hann og var
grafinná vegum borgarinnar af
þvi hann átti ekki bót fyrir rass-
inn á sér.
Aðstoðarutanrikisráð-
herrann Weymann
Stanley Clifford Weymann
var svikahrappur af guðs náð.
Hann fæddist árið 1891 og gerð-
ist skrifstofumaður en i fyrri
heimsstyrjöldinni var hann öll-
um á óvart allt i einu orðinn
liðsforingi. Næstu árin lék hann
alls konar bellibrögö og þóttist
vera hinir dularfyllstu
karakterar en notaði næstum
alltaf sitt rétta nafn. „Dr.”
Weymann hafði umsjón með
byggingarframkvæmdum am-
erisks fyrirtækis i Perú árið
1920, rak sjúkrahús i New York
árið ’22 og huggaði leikkonuna
Pola Negri eftir dauða elskhuga
hennar — Rúdolfs Valentinós,
árið 1926. Árið 1921 var Wey-
mann „sjóliðsforingi” meðal
þeirra sem heilsuðu upp á
Warren Harding Bandarikja-
forseta i tilefni af heimsókn
Fatimu prinsessu af Afganist-
an. Þá heimsókn hafði Clifford
Weymann, „aðstoðarutanrikis-
ráðherra”, skipulagt...
Skepnuskapur i ýmsum
gervum
Annar svikari af guðs náð,
reyndar kallaður „Svikarinn
mikli” i Ameriku, var
Ferdinand Waldo Demara sem
fæddist i Massachusetts árið
1921. Hannhætti fljótlega i skóla
og eftir að hafa tekið sér ýmis
hlutverk var hann lengi vel
prestur við góðan orðstir. Siðar
gerðist hann m.a. múnkur, sálf-
ræðiprófessor við Pennsyl-
vaniuháskóla, krabbameinssér-
fræðingur hjá rannsóknarstofn-
un við Seattle og félagsfræðing-
ur við sérstakt öryggisfangelsi i
Texas. Hæst náði hann i Kóreu-
striðinu þegar hann þóttist vera
læknir og var ráðinn til kana-
diska hersins. Hann var i strið-
inu á herskipi úti fyrir ströndum
Kóreu, dró tennur úr mönnum,
tók kirtla og jafnvel skaddaða
útlimi og einu sinni náði hann
byssukúlu sem var alveg við
hjarta suður-kóreansks her-
manns. Hann kunni ekki annað
fyrir sér i læknisfræði en það
sem stóð i kennslubókunum um
borð. Þegar upp um hann komst
var hann fluttur aftur til Banda-
rikjanna og árið 1956 handtók
lögreglan i Maine hann fyrir að
þykjast vera vel látinn kennari
við barnaskóla. Fyrir þetta var
Demera nokkra mánuði i fang-
elsi, en annars tókst honum
yfirleitt ab sleppa við refsingar
fyrir stöðug brögð sin. Þegar
hann var spurður hvers vegna
hann væri alltaf að leika annað
fólk svaraði hann:
„Skepnuskapur, eintómur
skepnuskapur.”
Annar gifurlega frægur svindlari var De Vere Coles sem, árið 1910, blekkti yfirmenn breska flotans upp
úr skónum. Hann kaliaði tii nokkra vinisina, máiaði þá brúna I framan og nefndi keisaraf jölskylduna af
Abyssiníu — kom sér siðan inná gafl hjá yfirmönnum flotans og það var mikið látið með þessa góðu
gesti! De Vere Cole er lengst til vinstri.