Vísir - 21.03.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 21.03.1981, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 21. mars 1981. VlSIR vrsiR útgefandi: Reyk|aprent h.f . Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjöri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arnl Sig- fússon, Frlða Astvaldsdóttir, Gylfl Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- jjórsdóttlr, Kristín Þorsteinsdóttlr, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guð|ónsson, Sæmundur Gúðvlnsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaðamaður á Akureyri: Gísll Sigurgeirsson. Iþróttir: K|artan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Otlitsteiknun: Gunnar Traustl Guðb|örnsson, Magnús Olafsson. Safn- vörður: Eirlkur Jónsson. . Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Slgurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, sfmi 86611, 7 linur. Auglýsingarog skrifstofur: Siðumúla 8, Simar8óóll og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð I iausasölu 4 nýkrónur eintakið. I Vlsir er prentaður I Blaðaprenti, Siðumúla 14. Burt með ríkishyggjuna Atvinnurekstur á tslandi er svinbeygður og niðurnjörvaður af verölagshöftum, skatt- piningu og opinberum afskiptum. Meöan rikishyggjumenn ráöa feröinni hér á landi, er engin von tii þess aö Eyjóifur hressist. ( grundvallaratriðum snýst stjórnmálabaráttan um þá megin spurningu, hversu opinber af- skipti skulu vera mikil af at- vinnuleysi og athafnalífi. I einræðisríkjum, eins kommún- istalöndunum, eru yfirráð ríkis- ins yfir framleiðslutækjunum alger, en þar sem kapitalisminn er í hávegum hafður eru þau i ; lágmarki. Hér á landi hafa atvinnufyr- irtækin að mestum hluta til verið i höndum* einstaklinga, fyr- irtækja eða samtaka þeirra. Þvi fer þó fjarri að hér sé hákapítalískt jajóðfélag. Ríkið hefur í vaxandi mæli tekið at- vinnurekstur upp á sína arma, sveitarfélög reka umtalsverða atvinnustarfsemi og með löggjöf og reglugerðum hefur ríkisvaldið veruleg óbein áhrif á atvinnu- rekstur. Einkaframtakið er á undanhaldi. Skattalög, takmarkað fjármagn og látlaus verðbólga hefur dregið mjög úr mögu- leikum einstaklinga og fyr- irtækja til að hef ja áhættusaman rekstur eða færa út kvíarnar í at- vinnustarfsemi og framleiðslu- greinum. Atvinnureksturinn er háður bönkum og lánasjóðum, fyrirgreiðslu og geðþótta pólitískra jafnt sem opinberra aðila. Þessi aðstaða hefur dregið úr frumkvæði og framtaki ein- staklinga og aukið miðstýringu og opinber afskipti. Kaupmannasamtök (slands og Félag ísl. iðnrekenda héldu aðal- fundi sína nú í vikunni. Kaup- menn benda enn einu sinni á hvaða áhrif hin stranga verð- lagslöggjöf hefur haft á afkomu verslunarinnar og iðnrekendur sýna fram á hraðminnkandi fjárfestingu í iðnaðinum á síðasta misseri. Þrátt fyrir falleg orð um eflingu iðnaðar hefur þessari atvinnugrein verið mismunað, samkeppnisaðstaða hennar hef ur verið gerð erf ið, og í iðnaðinum jafnt sem verslun- inni er atvinnurekstrinum iþyngt með skattaálögum og öðrum kvöðum. Einhverjir kunna að taka þessum ályktunum með fyr- irvara og telja hann árlegan harmagrát, sem ekki eigi við rök að styðjast. Það eru þeir, sem telja arð af hinu vonda og vilja frjálsan atvinnurekstur feigan. Þeir mega sín því miður of mik- ils. Það var athyglisvert í þessu sambandi, að viðskiptaráðherra hefur marglýst yfir því, að verslunarálagningu ætti að gefa frjálsa, enda mundi það leiða til betri viðskiptahátta. En hann bætir því síðan við að mikil and- staða sé gegn því í ríkisstjórn- inni, og eins og áður, þá virðast hin neikvæðu öfl ráða ferðinni. Þótt fullyrða megi, að meiri- hluti þjóðarinnar skilji og styðji aukið frjálsræði og meira svig- rúm til handa einkaframtaki í at- vinnurekstri, þá er ekki von að hægt sé að hrinda þeirri stefnu fram, þegar sósíalistar og ríkis- hyggjumenn eru ætíð leiddir til valda. Nokkrir fullhugar hafa í hyggju að stofna fyrirtæki um stál- bræðslu. Þeir hyggjast stofna almenningshlutafélag. Það er góð hugmynd og í réttum anda. Vonandi er að hún takist. En svo hefur allur máttur verið dreginn úr áræði einstaklinga að leggja fé í atvinnurekstur að það verður að teljast kraftaverk ef almenn- ingshlutafélag um stálbræðslu verður að veruleika. Verkf ræðingaf élag íslands hef ur skýrt frá þeirri niðurstöðu sinni, að ef opinberar fram- kvæmdir yrðu boðnar reglulega út, þá myndu sparast fimmtán milljónir króna á ári hverju. Útboðin byggjast á því að einka- framtakið fái að spreyta sig á verkum sem ríkið stendur að, og er þannig í réttum anda. En í þessum efnum sem öðrum þvælast ríkishyggjumennirnir fyrir og þeir ráða ferðinni. Það er löngu kominn tími til að verðlagshöftum skattaálögum, ríkisafskiptum og ríkishyggju- mönnum se ýtt til hliðar. Frjáls og blómlegur atvinnurekstur er lykillinn að velferð okkar. r Alexander Haig fór aö hitta Konald Iieagan stuttu eftir aö hann tók viö embætti sem utan- rikisrúöherra Bandarikjanna. Þeir ræddu fyrst saman i ein- rúmi en buöu siöan blaöamönn- um aö koma og taka mvndir af sér saman. Einn starfsmanna Hvita hússins útskýröi fyrir blaöamönnunum aö fundur væri meðal annars haldinn til aö sýna, svo ekki yröi um villst, aö hinn nýi utanrikisráöherra ætti greiöan aögang aö forsetanum. Þá greip annar fram i: „Þetta er ekki rétt. Fundurinn er hald- inn til aö sýna aö forsetinn eigi greiöan aögang aö Al Haig.” Siöan Henry Kissinger var og hét hefur enginn utanrikisráö- herra Bandarikjanna vakiö aöra eins eftirtekt og Alexander Haig, fyrrverandi hershöföingi og yfirmaöur NATO. Stundum skyggir hann jafnvel á forset- ann sjálfan. Haig mun ekki þykja þaö óeölilegt, hann hefur mjög mikið sjálfsálit, eða sjálfsöryggi, og finnst sumum þaö nálgast hroka. Vinir hans segja hins vegar að A1 Haig viti hvað hann er aðsegja, hann hafi kynnt sér málavöxtu og fylgi siöan sinni stefnu. Bæöi banda- menn og andstæöingar Banda- Grískur guð? — Eða Alexander Haig? rikjanna hafa áhyggjur aö þvi aö þessi stefna Alexanders Haig sé einum of hægri sinnuö og ihaldsöm, hann viröist styöja allar herforingjastjórnirnar i Suöur-Ameriku, aöskilnaðar- sinnana i Suöur-Afriku og svo framvegis. Haig hefur engar áhyggjur af þessum gagnrýn- endum sinum. Hann þykist viss um að hafa ávallt rétt fyrir sér. En hver er þessi Alexander Haig? Hvaöan kemur hann? Hann ólst upp i Bal-Cynwyd, sem er útborg Filadelfiu, i dæmigeröu miöstéttarum- hverfi. Faöir hans var lögfræö- ingur en Haig var i miöið af þremur börnum. Eins og gerist með stráka var Haig i leyni- félagi.hann stjórnaði þvi reynd- ar og kallaöi þaö Skytturnar. Þá þegar var hann ákveðinn i að verða hermaöur. Systir hans, Regina hefur sagt: „Þetta byrjaöi þegar hann var fjögra ára. Hann kvaö einn daginn upp úr meö að hann ætlaði að veröa hermaöur. Mamma reyndi hvaö eftir annað aö fá hann til að leggja stund á lögfræöi en hon- um varð ekki haggaö. Hann skyldi i liösforingjaskólann i West Point.” Hann var alla tiö ákveðinn. Þegar hann var niu ára sannaði hann, með þrautseigri njósna- starfsemi, að það væru foreldr- arnir sem komu meö jólapakk- ana en ekki jólasveinninn og þegar Skytturnar lentu i átökum viö aöra strákahópa kaus Haig fremur aö semja en berjast. Og þegar kennari hans sagöi hon- um i gagnfræöaskóla aö hann kæmist aldrei áfram i lifinu af þvi aö einkunnirnar hans voru ekki nógu góöar, þá sagöi Haig rólega: „Vitleysa i þér. Ég spjara mig. Hann spjaraði sig siöar meir en til að byrja meö var fátt sem benti til þess. Þegar hann út- skrifaöist úr West Point árið 1947 varð hann aöeins 214öi i röðinni af 310 og haföi ekki vakiö mikla athygli á sér. Sumir kennarar hans þóttust að visu vissir um aö hann ætti leynda hæfileika, hann var mjög fljótur aö tileinka sér nýja þekkingu og sérstaklega aö vinna úr henni á eldsnöggan hátt. Hann átti i byrjun erfitt með aö lúta herag- anum en tókst aö hemja sig svo vel að áður en varði var hann farinn að hafa eftirlit með ný- nemum og agabrotum þeirra. Hann spi:laöi fótbolta i fri- stundum sinum og þegar hann var sendur til Japan hélt hann þvi áfram. Dag nokkurn var Alexander Haig 4ra ára, aö spila ameriskan fótbolta, aö gifta sig I Tókió, aö berjast viö Ap Gu. meðal áhorfenda stúlka sem hét Patricia Fox, dóttir háttsetts hershöfðingja sem var i herfor- ingjaráöi Douglas McArthurs. „Hann er eins og griskur guö,” sagöi stúlkukindin um Alexand- er Haig og þau giftu sig stuttu siðar. Ekki leiö á löngu áður en Haig var kominn til liös viö McArthur. Næstu árum eyddi Haig til að vinna sig upp. Hann var fljótt kunnur sem afbragös aöstoðar- maður, vinnusamur og snjall, þegar Robert McNamara var varnarmálaráöherra fékk hann Haig til að starfa hjá sér. Siðar, þegar Vietnam-striöiö var kom- ið I fullan gang, ákvað Haig að fara þangaö til að berjast, svo hann öölaðist bardagareynslu. 1966 fór hann austur og árið eftir vann hann góöan sigur yfir óvininum viö ApGu. Haig og hersveitir hans réöust aö baki viglinunnar með þyrlum, drógu aö sér athygli fótgönguliðs óvin- anna, Þjóðfrelsisfylkingarinnar og Norður-Vietnama, og héldu svo velli þar til aðstoð barst. Þegar hann kom aftur til Bandarikjanna varð hann aö- stoðarmaöur Kissingers, siöan aðstoðarmaður Nixons, þá æðsti yfirmaður herafla NATO, siöan forstjóri tölvufyrirtækis, loks utanrikisráðherra. „Sumarleyfi”, segir konan hans. „Hvað er þaö”? Alexand- er Haig vinnur allt upp i 17 klukkustundir á sólarhring og likar það vel. Hann reykti einu sinni tvo sigarettupakka á dag en reyndi að hætta að læknis- ráði. Nú þegar hann er orðinn utanrikisráðherra er hann byrj- aður aftur en geymir sigarettu- pakkann sinn i neðslu skrif- borðsskúffunni til þess að þaö sé ekki of auðvelt að ná i hann. Og svo ákveöur hann, i samráði viö Ronald Reagan, utanrikisstefnu Bandarikjanna. Þeir eru góðir 'Saman!!! 1 (Byggt á TIME) «5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.