Vísir - 21.03.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 21.03.1981, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. mars 1981.. vtsm 9 Hér I blaöinu var nti i vikunni tekiö undir þær athugasemdir sem Eiöur Guönason alþingis- maöur hefur gert viö kennslu- bókum Pólland fyrir nemendur i grunnskólum. Ingvar Siggeirsson náms- stjóri hefur fjallaö um þessa gagnrýni i grein i Morgun- blaöinu, þar sem hann skýrir ýmis þau sjónarmið, sem liggja til grundvallar nefndri bók. Svör Ingvars eru mismunandi þung á . vogaskálunum eins og gengur, en engin ástæða er til að væna hann um óhlut- vendni. Ein málsgrein, þar sem Ingvar svarar þeirri gagnrýni að ekki skyldi minnast á kommiínismann og þaö lög- regluriki sem Pólverjar búa viö, stingur þó i augun, en þar segir: „Pólland er kommúnistariki og þar rikir flokkseinræði. Um þessi mál er ekki fjallað sér- staklega i bókinni. Ekki er heldur gerö itarleg grein fyrir sambandi Póllands og Sovét- rikjanna, né heldur fjallað að ráði um samskipti rikis og kirkju. Þessir þættir þóttu of flóknir fyrir 11 ára börn. Við töldum að stjórnfræðileg við- fangsefni ættu betur við nem- endur siðar, t.d. á unglinga- stigi”. Stuttusiðar i grein sinni segir Ingvar aftur á móti: „Ég get hinsvegar fallist á, að til greina hefði komið aö vikja að stjórn- arfari og stjórnmálastöðu Pól- lands, þótt þaö hefði ekki veriö gertað aðalviðfangsefni i náms- efninu”. Forsenda fyrir frjálsu lifi Það er að sjálfsögðu ávallt til umhugsunar hvað langt eigi að ganga að fræða börn um stjórn- málalegar staðreyndir og var- færni i þeim efnum á fullan rétt á sér, ekki sist vegna þeirrar hættu aö misfarið sé með þær staðreyndir. Aö minu mati eiga skóla- og fræðsluyfirvöld á tslandi ekki aö vera feimin við aö upplýsa strax i ellefu ára bekk, i hverju lýöræðið sé fólgiö. Það á ekki að hika viö að leiða börnum fyrir sjónir andstæður kommúnisma og lýðræðis, vegna þess aö lýð- ræðishugsjónin og mann- réttindin eru hverjum lslendingi jafn brýn eins og Faðir vorið og margföldunar- taflan. Kennsla um lýöræöið er ekki pólitisk innræting heldur fræösla um grundvallarskilyrði fyrir mannlegum samskiptum, forsendan fyrir frjálsu lifi. Kommúnisminn og hvers- konar einræði er andstaða lýðræðisins, ógnun þess, og það Leppar í lystireisum er misskilin tillitssemi við þá andstyggö, að það sé offlókiö fyrir 11 ára börn að læra að þekkja staðreyndir. Það á að vera skyldunáms- grein i grunnskólum jafnt sem framhaldsskólum. „Stikk frí" Sannleikurinn er sá, að i seinni tið hefur verið tekiö með silkihönskum á þeim mönnum og samtökum sem tala máli kommúnismans hér á landi, rétt eins og boðskapur þeirra sé heilagur eða málstaöurinn rétt- lætanlegur. Auövitað hefur hver og einn rétt til þess að hafa sina pólitisku skoöun, en umburðar- lyndi gagnvart stjórnmála- skoöunum, jafngildir ekki aö neöanjarðarstarfsemi kommún- ista eigi að vera „stikk fri”. Hér er ekki verið að boða of- sóknir eða st jórnmálalega bannfæringu á kommúnista, frekar en öörum öfgum, hvort sem þær eru til hægri eða vinstri, en það er fullkomlega ástæöulaust að sýna þeim mis- kunn, þegar kemur að almennri fræðslu eða pólitiskum mál- flutningi. Sérstæöir karakterar Kommúnistar sigla oftast undir fölsku flaggi. Gott dæmi um dulargervin sem þeir bregða sér i, er Heimsfriðar- ráðiö og islenska friöarnefndin, sem eruhreyfingar stofnaðar aö undirlagi Sovétrikjanna. Hlut- verk þeirra felst i þvi einu, að kynna Sovétmenn sem boðbera friðar og frelsis, og bergmáia hvern þann áróður sem frá Kreml berst um lýðræðisþjóö- irnar. Það hlýtur að þurfa sér- staka karaktera að taka svo viðurstyggilegt þrælshlutverk að sér. Þeir hafa þó fundist og nú er formaður i friðar- nefndinni. Haukur nokkur Haraldsson, sem jafnframt er blaðafulltrúi islensku launþega- hreyfingarinnar og ritstjóri málgagns hennar. Ef einhver reisn væri yfir mann af, sem tekur að sér að vera málpipa Breshnevs á sama tima og ha nn á að kynna og boða sjónarmið islenskrar launþega- hreyfingar. Samasemmerkiö Hjalti Kristgeirsson, skribent á Þjóðviljanum, og maður sem lengst af hefur þótt hallur undir kommúnismann i meira lagi, hefur haft siðferðisþrek til að láta i ljós fyrirlitningu sina á hlutverki Islensku friðarnefnd- arinnar. Þá hreinskilni ber að virða. 1 Þjóðviljagrein á þriðjudag- inn rekur Hjalti vinnubrögö friðarnefndarinnar og upplýsir hvernig hún „læðist til okkar sumra á siðkvöldi” til að bjóða fríar ferðir austur fyrir járn- tjald. ,,.Og svo er hvislaö aö þeim sem langar i lystireisu”, segir Hjalti: „Við verðum aö koma Alþýðubandalaginu i' tengsl við heimsfriðarhreyfinguna til aö efla skilning flokksmanna á alþjóðamálum”. Enda þótt Hjalti hafi af þvi áhyggjur að glöggir menn setji samasemmerki milli Alþýöu- bandalagsins og friðarnend- arinnar og skrifi grein sina I þeim tilgangi að afneita þeim tengslum, þá er þvi ekki að ritstjórnar pistill £tlert R. Schram ritstjórí skrifar Albvðusambandi íslands ætti__________________1_____stjórnarinnar. miöstjórn þess, aö setja þann Varla verður annað sagt en neita að friðarnefndinni hefur orðiö vel ágengt með reisu- boðum sinum. Og hverjir eru það sem ganga fremstir i fylkingu i Keflavikurgöngum og andróðrinum gegn Atlantshafs- bandalaginu, nema einmitt lepparnir, sem Sovétrikin hafa mútaö og glapiö til fylgilags við „friðarnefndirnar” sinar. Leynisamningur? A Alþingi hafa farið fram all- langar umræður um svokall- aðan leynisamning milli þeirra, sem að rikisstjórninni standa. Þær umræður eru til komnar vegna ummæla Ólafs Jóhannes- sonar utanrikisráðherra, sem gat þess sérstaklega fyrir nokkrum vikum, aö hann vissi ekki til þess að neinn leyni- samningur væri fyrir hendi, sem skerti völd hans til ákvarö- ana i varnarmálum. Stjórnarandstaöan hefur haft fyllstu ástæðu til aö krefjast af- dráttarlausra svara af hálfu ráðherra, hvort slikur samning- ur hafi verið geröur. Ummæli ráöherra og þingmanna Alþýöu- bandalagsins hefur mátt skilja á þann veg. Það er vissulega timamóta- atburöur ef rétt reyndist, að Alþýðubandalagið heföi þá aðstööu að hafa úrslitaorð um varnarmál og geti sett fótinn fyrir nauðsynlegar ákvaröanir i þeim efnum. //Meiriháttar mál" Þeir ráðherrar úr rööum sjálfstæði'smanna og fram- sóknarmanna, sem hafa tjáð sig, hafa neitað að sérstakur samningur væri til staöar, nema aö þvi er varöar flugstöðvar- bygginguna, en um þá fram- kvæmd hefur Alþýðubandalagið neitunarvald samkvæmt stjórnarsáttmála. Hinsvegar hefur komið fram i umræðunni að ekkert mál sé af- greitt af rikisstjórninni sem teljist meiriháttar mál, nema meösamþykki allra aöila innan varnarmálin flokkist I augum allra stjórnmálaflokka undir „meiriháttar mál”, en auövitaö er þaö túlkunaratriði. Utan- rikisráðherra hefur undir- strikað að hann telji vald sitt varðandi utanrikis- og varnar- mál óskorað og stendur fastur fyrir, eins og hann er þekktur fyrir.. Ekki einkamál ráðherra Alþýöubandalagsmenn hafa tekið þann kostinn að segja sem minnst og þögn þeirra verður ekki skilin öðru visi en svo, aö þeir vilji biöa betra færis meö sin útspil. Forsætisráöherra hefur einnig tekið þann kostinn aö svara eins og véfrétt og ekki er það traustvekjandi. Honum er ljóst, að það fellur ekki i góðan jarðveg, ef leynisamningur hefur veriö gerður, eða loforö gefið um stöðvunarvald Alþýðu- bandalagsins i svo viökvæmu máli. Þvl verður hreinlega ekki trúaö, fyrr en tekið er á þvi, að Gunnar Thoroddsen hafi keypt sér ráðherrastólinn og rikis- stjórnina með einhverju sliku samkomulagi við Alþýðubanda- lagið. Tilþess þekkirhann of vel söguna um lystireisurnar og þjónkunina viö „friðarstefnu” Sovétrikjanna til að láta þeim eftir siöasta oröiö i málum er varða varnir landsins. Hann veröur að taka af skariö og gefa afdráttarlausa yfir- lýsingusvo tortryggni verðieytt Orlagamál af þessu tagi eru ekki einkamál nokkurra ráð- herra. Pukur til óþurftar 1 rauninni er það umhugsnar- efni hvaða tilgangi þaö þjóni aö fjalla um varnar- og öryggismál i leyndardómsfullum hvisl- ingum. Islendingar eiga aö fá miklu meiri vitneskju um eðli vamanna, tilgang þeirra og styrk. Pukur i þeim efnum er aðeins vatn á myllu herstöðvar-i andstæöinga og Sovétleppanna i friðarnefndinni. Sáö er fræ- kornum hræöslu og tortryggni um vafasaman tilgang og imyndað hlutverk varnarliösins i skjóli þeirrar leyndar, sem viðhöfö er um varnarmálin. Orðahnippingar i kjölfar frétta hljóðvarpsins um fyrirhugaðar framkvæmdir á vellinum væru óþarfar ef spilin eru lögð á borð- iö. Nema þá að stjórnvöld telji eins og námsstjórinn, aö varnarmál séu of flókin fyrir „ellefu ára böm”! Ellert B. Schram

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.