Vísir - 21.03.1981, Blaðsíða 5
5
(eyns/a sem þu geturbyggt
Lauiíardacur 21. mars 1981.
VlSIR
ofnæmisprófuðu
frönsku snyrtivörurnar
X- ^ eru lyktarlausar,
(Það eru oft ilmefnin, sem valda
ofnæmi. Ilmurinn er einnig oft notaður
til að hylja lykt af illa hreinsuðum
olíum).» Roc notar aðeins bestu fáan-
legu hráefni. *Roc notar aðeins örugg
litarefni.
•Roc snyrtivörurnar eru
innsiglaðar og fram-
leiddar undir ströngu
lyfjafræðilegu eftirliti i
sótthreinsuðu umhverfi.
•Roc snyrtivörurnar eru
ekki aðeins fyrir þærf
sem þegar hafa fengið
ofnæmi eða
eru með viðkvæma húð,
heldur einnig fyrir þær, sem vi/ja
forðast að fá ofnæmi.
t
'A pakkningum
Roc er gefið upp
nákvæmt innihald
vörunnar.
Roc
snyrtivörurnar
eru
dagstimplaðar.
Það tryggir
þér nýja og
ferska vöru.
KpC
Aðeins í apótekum
IBÚÐARHÚS
DAGHEIMILI SUMARHÚS
Verksmiötuframleidd hus ur timbn
'STOKKAHOSf klappar2s““
101 REVKJAVlK
Hádulegar
hrakfarir
kommúnista
Pólitikin var óvægnari á þess-
um árum en nú er: kommunist-
ar og ihald (jafnvel fasistar óöu
uppi og' Visir til að mynda var
sannfærður um að kommúnistar
á tslandi stefndu að byltingu og
kannski heimsyfirráðum. Þaí
er þvi kviðatónn sem eftirfar-
andi fyrirsögn er birt:
„Kommúnistar gera atlögu at
Frama — Reyna að ná völdum i
félagi atvinnubilstjóra.”
Fyrst félag atvinnubilstjóra,
siðan... hvað? Það er allshugar
feginn Visir sem daginn eftir
getur skýrt frá úrslitum mála:
„Kommúnistar fá skell. —
Stórkostlegar ófarir i Frama,
4félagi atvinnubilstjóra.”
Og svo segir i fréttinni:
„Kosningu stjórnar i Frama
lauk i gær og fór svo að
kommúnistar fóru hinar háðu-
legustu hrakfarir... Lýðræðis-
sinnar fengu 266 atkvæði en
kommúnistar hins vegar aðeins
158.”
Það fer ekki milli mála að
þarna hefur mikilvægur sigur
unnist á alheimskommúnism-
anum og Visir vandar um við
hina sigruðu: „Er þetta enn ein
sönnun þess að gegndarlaus
undirgefni og þjónkun fram-
sóknarforingjanna við
kommúnista vekur ógeð og and-
styggð þeirra óbreyttu fram-
sóknarmanna sem vilja ekki
láta skipa sér eins og skynlaus-
um skepnum. — Ættu bæði
kommúnistar og framsóknar-
menn að læra af þessu, en þó
mun örvænt um það.”
Æseiseijá.
Við skulum ljúka þessu með
þvi aö birta i heild skemmtilega
frétt sem birtist i Visi fimmtu-
daginn 9. mars fyrir tuttugu ár-
um. Bæði er hún merkileg i
sjálfu sér og lýsir um leið frjáls-
legum stil sem við lýði var i
blaðamennskunni þessa daga.
Fyrirsögnin er: „Brúðkaups-
nóttieinveru. —Frank Franken
fékk stundarleyfi úr gæsluvarð-
haldi I gær, til að kvongast Isl
stúlku.”
Það er forsaga þessa máls að
umræddur Frank Franken hafði
dvalistá Islandi i ein þrjú ár við
ágætan orðstir þegar það komst
upp að hann átti að baki fjöl-
skrúðugan atbrotaferil i heima-
landi sinu, V-Þýskalandi. Vest-
ur-þýska stjórnin heimtaði
hann framseldan og þegar hann
gifti sig var allt á huldu um
endalok málsins. En hér kemur
fréttin:
sé enga sckt
hjá þessum
manni...
„...Þá spyr ég þig brúðgumi,
Gunter Hermann Frank Frank-
en: Er þaö einlægur ásetningur
þinn.aðganga að eiga konuna..,
sem hjá þér stendur?
- Já.
— Vilt þú meö guðs hjálp lifa
saraan við hana I meðlæti og
mótlæti og hverjum þeim kjör-
um, sem algóður guð lætur ykk-
ur að höndum bera, eins og
kristnum eiginmanni ber að lifa
saman við eiginkonu sina?
— Já.
— Gefið þá hvort öðru hönd
ykkar þessu til staðfestu...
Ég sat inni i stofu hjá sira
Sigurjóni Þ. Arnasyni i gærdag
og hlýddi á þessi orð, sem bár-
ust að eyrum mlnum i gegnum
hurðina úr næstu stofu.
Við sátum þarna þrir saman,
tveir fulltrúar sakadómaraem-
bættisins i Reykjavik, og ég.
Þetta virtist vera skrifstofa
prestsins, klædd þægilegum,
„gamaldags” húsgögnum. Á
skrifborðinu var opin Biblia og
önnur guðsoröabók sem ég
Snemma árs 1961 vakti Baltasar fyrst á sér athygli á tslandi. Þessi
mynd birtist af honum I Visi með myndatextanum: „Myndræn mynd
af mynd og myndarlegum myndiistarmanni”.
kannaðist ekki við. Bækurnar
voru báðar þvældar og auð-
sjáanlega mikið notaðar. Orð og
setningar voru undirstikuð með
blýanti:
Eg sé enga sekt hjá þessum
manni... ég þvæ hendur minar...
Presturinn hafði sýnilega ver-
ið að semja ræðu um pislarsög-
una, þegar hann var beðinn að
gefa saman unga islenska
stúlku og framandi mann.
Hurðin fram i ganginn var op-
in til hálfs svo að fulltrúarnir
gætu fylgst með mannaferðum
þar. Enginn hefði getað komist
út, án þess að þeir vissu hver
það væri.
,,diter rot” átti Andrésblaðiö en
ekki Karl sonur hans.
Það var þeirra skylda og þess
vegna voru þeir þarna.
Heldur engin hætta á að neinn
færi aö hlaupast á brott á þess-
ari stundu. Þarna voru allir
staddir af fúsum og frjálsum
vilja, nema kannske lögreglu-
mennirnir tveir. Það var sýni-
legt, að eitthvað heföi átt betur
við þá, en sitja þarna aðgeröar-
lausir og hlusta á sálmasöng i
næsta herbergi.
„Þegar ég kvæntist,” sagði
annar þeirra upp úr eins manns
hljóði,” þá var svo mikil lykt af
prestinum aö það lá við að ég
rokfyndi á mér.”
„Já. Hann hefur tekið þetta
nærri sér, konunnar vegna,”
sagði hinn.
... þá lýsi ég yfir þvi — heyrð-
ist i gegnum hurðina — að þið
eruð rétt hjón, bæði fyrir guði og
mönnum... þaö sem guð hefur
tengt saman, má eigi maðurinn
sundur skilja.
Við þögðum allir frammi og
hver hugsaöi sitt. Ég stalst til að
lita framan i verði laganna.
Þeir voru skyndilega orönir al-
varlegir á svip.
Kannske þeir hafi verið að
hugsa um þaö, sem var að ger-
ast i stofunni við hliðina á okk-
ur. Kannske minnst sinnar eigin
hjónavigslu... eða kannske
munað skyndilega eftir þvi, aö
þeir áttu vixil á siöasta degi i
bankanum.
Aleifin á brúd«
kaupsnóttinni
En Frank á lika sinn vixil
óborgaöan og það er eiðasti dag-
urinn I dag. Hann hefur staðiö I
þvi nótt og dag I nokkrar vikur
að fá framlengingu á honum en
svar var ekki komið i gær, og
likur fyrir,þvi að vixillinn falli á
hann i dag og verði afsagður.
Það er i dag, sem úr þvi verður
skoriö hvort hann verður fram-
seldur til heimalands sins, Vest-
ur-Þýskalands, visað úr landi
eða hvort hann fær landvistar-
leyfi hér áfram.
Réttvisin þar hefur óskað þess
við islensk stjórnvöld að hann
yrði. þeim framseldur vegna
óafplánaðrar refsingar. Vera
má að hjá þvi verði ekki komist
— og kannske ekki réttlátt — að
hann taki út þá refsingu sem
hann á yfir höföi sér. Það kemur
sá dagur að hann verður aftur
frjáls maður og endurheimtir
sinn rétt til að lifa eðlilegu lifi,
endurheimta konuna sem hann
gekk að eiga i gær og barnið
sem i vændum er.
islensk réttvisi á ekkert sök-
ótt við Frank Franken. Hann
hefur verið hér á landi i tæp 3 ár
og þeir, sem hafa kynnst honum
á þessum tima, bera honum vel
söguna. Hann hafði mikinn
áhuga fyrir þvi að stofna hér
fyrirtæki til að verja Islenskar
stofnanir gegn innbrotum. Hver
getur sagt að það hafi ekki verið
gert af einlægum, góöum vilja?
Kannske hann hafi ætlað að
bæta fyrir villu sins vegar á
þann hátt, sem hann best
kunni...
Batnandi manni er best aö
lifa, og margir eru þeir afbrota-
mennirnir sem gerst hafa nýtir
þjóðfélagsþegnar eftir langan
afbrotaferil.
En réttlætið verður að hafa
sinn gang.
Sálmasöngurinn var hljóðn-
aður og athöfninni lokið. Fólkið
bjóst til brottferðar, hver til sins
heima. Hér var ekkert um
veisluhöld eða annan gleðskap,
þaö verður að biða betri tima.
Jafnvel brúðkaupsnóttin...
Hjónin kvöddust i ganginum
hjá prestinum og hann gekk út
úr húsinu giftur — en konulaus.
Til fylgdar hafði hann tvo þjóna
réttvisinnar og angurværan
blaðamann.
Brúðkaupsnóttinni eyðir hann
i einveru á köldu fleti á Skóla-
vörðustig 9.
Aleinn.”
. Nokkrum dögum siðar er'
þessi fyrir sögn á forsiðu Visis:
„Franken framseldur.”
Hvar hann er nú vitum við
ekki. En það væri gaman að
vita.