Morgunblaðið - 19.12.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.12.2003, Qupperneq 4
4 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ Við Hverfisgötu er gráleitt hús og inni í því er guð leiklist- arinnar tilbeðinn. Leikhús þetta er kennt við þjóðina og jólaleikritið í ár heitir Jón Gabríel Borkman og er eftir Henrik Ibsen. Það verður frumsýnt á öðrum í jólum. Með veigamikið hlutverk fer leikkonan Vigdís Hrefna Páls- dóttir, sem svaraði örfáum spurningum. Um hvað fjallar þetta leikrit, Vigdís, í örstuttu máli? „Það fjallar um afleiðingar þess að maður í hárri stöðu misnotar aðstöðu sína.“ Það er semsagt pólitískt. „Já, það er pólitískt.“ Hvaða hlutverk ferðu með í sýningunni? „Ég fer með hlutverk Fríðu Foldal, fátækrar dóttur fyrr- verandi undirmanns Borkmans, sem kemur til hans og spilar á píanóið reglulega.“ Ertu lík þessari persónu? „Nei.“ En þú spilar á píanó? „Já.“ Eru leikkonur eins og annað fólk? Fara þær í Bónus? „Já, þær fara sko í Bónus (hlær). Við erum á svo lág- um launum að við verðum að versla í Bónusi og Krón- unni.“ Þær eru hagsýnar? „Almennt? Ég bara veit það ekki.“ En þú ert hagsýn. „Já, ég held að ég sé bara nokkuð hagsýn.“ Ertu farin að hlakka til jólanna? Geturðu leyft þér það í þessu leiklistarstressi? „Já, ég er farin að hlakka til jólanna. Ég stressa mig reyndar ekkert út af þessu; við erum búin að undirbúa þetta svo vel og það er allt tilbúið. Oft er allt á seinustu stundu, en ekki í þetta skiptið. Það er rosalegur munur.“ Hvað viltu helst í jólagjöf? „Ég sá Sveppa og Audda spyrja að þessu í 70 mín- útum í gær og hugsaði með mér: „O hvað ég er fegin að vera ekki spurð þessarar spurningar“.“ Og þér er stillt upp við vegg hér og nú. „Hér og nú, já, ég stend einmitt fyrir framan innrétt- ingabúðina Hér og nú. En ætli ég væri ekki til í að fá bókina Öxin og jörðin, eftir Ólaf Gunnarsson.“ |ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Stillt upp við vegg hér og nú VIGDÍS HREFNA PÁLSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.