Morgunblaðið - 19.12.2003, Side 10

Morgunblaðið - 19.12.2003, Side 10
10 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 19|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ Maður er kallaður Tiny og er í hljóm- sveitinni Quarashi, sem er að fara að spila með Skyttunum á Nasa á morgun. Tiny hefur orðið: „Jú maðurinn er Tiny fullu nafni Egill Ólafur Thorarensen bú- settur í Hlíðunum. Aðeins hef ég nú búið í Englandi og Svíþjóð en það er nú assgoti fínt að búa bara hérna í Reykjavík. Rapp og textasmíð hef ég verið að fitla við allt frá því ég var 11 ára. Nú nýverið gekk ég í Quarashi-flokkinn og erum við nýbúnir að gefa út lagið „Race City“ og myndband við það. Framundan eru svo tónleikar á Nasa á morgun þarsem við ætl- um að gera allt vitlaust. Síðan höldum við til Japans og gerum allt meira vitlaust þar og svo beint í upptökur á næstu Quarashi- plötu sem koma á út næsta sumar og þá verður allt endanlega vitlaust. Ég er reyndar nokkuð súr á því þessa dagana vegna láts Keik- ós. Aðeins verið að velta því fyrir mér hvað gert verði við líkið og einnig hvernig Halli Hallssyni líður. Það þýðir samt ekkert að vera að velta sér uppúr því. Lífið heldur áfram. Það er reyndar fullt dimmt hérna fyrir minn smekk núna og hefur rökkrið valdið mér töluverðum vandræðum í morgun- skokkinu. Ég skokka 4 morgna í viku með félögum mínum og svo teygjum við vel á eftir og tökum heitu pottana í Laugar- dalnum með trompi og ræðum heimsmálin stór sem smá. Maður á í smá erfiðleikum með að vita hvert maður er að hlaupa þegar svona dimmt er úti. Þessi sami félagahópur fer svo aðra hverja viku í diskókeilu í Öskjuhlíðinni sem er magnaður skítur. Ég er sem stendur í 1. sæti í heildina og fellubani mikill. Set kúluna yfirleitt Breiðholts- megin. Annars er margt spennandi framundan yfir jól og áramót en toppurinn verður sjálfsagt ræða útvarpsstjóra á gaml- árskveld. Hlakka mikið til að heyra hvað hann hefur að segja þetta árið kallinn.“ Morgunblaðið/Árni Torfason Kúlan fer Breiðholtsmegin V I K A N 1 9 . - 2 3 . d e s . LaugardagurFöstudagur Víghöfði Spennumyndin Víghöfði (Cape Fear) sem gerð var árið 1962 með einvalaliði leikara, en síðar lék Robert De Niro í eftirgerðinni. Dæmi nú hver fyrir sig hvor myndin er betri. Sjónvarpið kl. 22. Sálin Lokaball Sálarinnar í Sjallanum, en hljómsveitin er að fara í frí. Borgardætur Borgardætur halda jólatónleika í Salnum í Kópavo kl. 20. Söngtríóið skipa Andrea Gylfadótti Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir Íslensku dívurnar Jólatónleikar með Íslensku dív- unum Margréti Eiri, Eivöru Páls- dóttur, Guðrúnu Árnýju, Ragnheiði Gröndal og Védísi Hervöru í Graf- arvogskirkju á föstudagskvöld. Maríus Sverrisson gestasöngvari. Dagur með Hobbitum Maraþonsýningar á Hringadrótt- inssöguþríleiknum í Regnboganum í dag, laugardag, sunnudag og mánudag. Allar þrjár myndirnar sýnd- ar hvern dag og miða- verð 1.900 kr. Tísku- sýning Rauðvínskynning kl. 20 og síðan tískusýning á Pravda. Blús Blúsmenn Andr- eu í Húsi Silla og Valda. Svart Í svörtum fötum spila á Players í Kópavogi. Sálin Sálin hans Jóns míns spilar á Nasa Páll Rósinkranz Páll Rósinkranz syngur matinn ofan í gesti í Leik- húskjallaranum í kvöld og laug- ardagskvöld. Súellen Útgáfutónleikar með Súellen í Egilsbúð á Neskaupstað kl. 21, en einnig koma fram Bjarni Tryggva og Out Loud. Bikarúr- slit Úrslitaleikur kvenna í Hópbílabikar- keppni KKÍ í körfu- bolta sýndur í beinni í Sjónvarpinu kl. 14.10. Pravda Tommi og Balli spila niðri á Pravda, en Áki á efri hæðinni. Quarashi Tvennir tónleikar Quarashi og Skyttnanna á NASA. Fyrri tónleikarnir verða fyrir 13 ára og eldri, en 20 ára aldurstakmark er á þá síðari sem hefjast upp úr miðnætti. DJ Magic og Sammi úr Jagúar taka síðan við. Doktor Dr. Gunni með útgáfutónleika á Grandrokk kl. 23.59. Margeir og Gald- ur á Kapital Hinir kunnu plötusnúðar Margeir og Gísli Galdur í essinu sínu á Kapital í kvöld. Filur á Kapital Danska dúóið Filur á Kapital, „eins og Basement Jaxx og Masters At Work.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.