Vísir - 25.03.1981, Blaðsíða 12
12
Miðvikudagur 25. mars 1981
vísir
NYJI FMNSKA LINAN KYNNT
SÆLKERAKVOLD í NAUSTINU A LAUGARDAGINN
Sælkerakvöld undir leiðsögn Sigmars B. Haukssonar yfirsælkera, hafa ætiðveriö fiölsótt. Myndin er
tekin I Naustinu á einu slfku.
Siðareglur sælkera verða i
hávegum hafðar i veitingahúsinu
Nausti næstkomandi laugardags-
kvöld. Hverjar þær siðareglur
eru, getum við gefið okkur að séu,
að njóta matar og drykkja með
tilheyrandi virðingu fyrir góðum
hráefnum og matargerðarlist-
inni. Hinn margumtalaði
sælkeraklúbbur, með yfirsælkera
Sigmar B. Hauksson i broddi
fylkingar, mun kynna nýja linu i
þessari listgrein sem fyrr segir á
laugardagskvöldið. Að sögn Sig-
mars er þessi nýja lina að sjálf-
sögðu komin frá Frakklandi,
Mekka sælkeranna. Við vitum af
reynslu að yfirleitt allt sem er
gott er jafnframt hættulegt lin-
unum. En af þessari nýju frönsku
linu stafar engin hætta fyrir hinar
linurnar, þvi þeir réttir sem fram
verða bornir eru allir kaloriu-
snauðir... Sigmar B. tjáði okkur
að nýja linan væri fólgin i þvi i
fyrsta lagi að nota gott hráefni og
i öðru lagi að láta'hið góða hráefni
njóta sin, . og ekkert vafamál
að við hér á Islandi eigum gott
hráefni þar sem fiskurinn og
lambakjötið er annars vegar”
sagði Sigmar.
A matseðlinum á laugardags-
kvöldið verða fimm réttir, allir
vandlega undirbúnir af sérfræð-
ingum nýju linunnar. Fyrst má
telja „franskættað” italskt salat,
siðan fisk paté með karfa og
humri, kryddað örlitið með -
whiskytári. Aðalrétturinn verður
svo rauðvinssteikt lambakjöt,
sem þegar er búið að hengja á
sinn stað, þvi nú vita allir að gæði
lambakjötsins margfaldast ef
kjötið er látið hanga i nokkra
daga fyrir steikingu. Með lamba-
kjötinu ætla sælkerarnir að snæða
oststeiktar kartöflur með stein-
selju og nýja islenska sveppi.
Paneraður port salut ostur með
ferskri peru og dönsku sólberja-
vini kemur á eftir steikinni og að
siðustu heimatilbúinn vanilluis
með Peter Herring likjör.
Ollu hráefni, sem þessi girni-
legi matseðill samanstendur af,
verðurraðaðá borð fyrir gesti svo
þeir geta barið það augum áður
en það er matreitt. Svo fylgja
uppskriftir af öllum fimm
réttunum sem matargestir fá
með sér heim til að spreyta sig á i
eigin eldhúsum.
Allt létt vin, sem boðið verður
upp á, er þegar komið til geymslu
við rétt hitastig, svo að sjá má að
allir hlutir verða að hætti hinna
sönnu sælkera.
Ljúf tónlist og fjölbreytt
skemmtiatriði verða einnig á
dagskrá kvöldsins.
Sælkeraklúbburinn hefur notið
mikilla vinsælda og þau kvöld
sem klúbburinn hefur boðið til
veislu, hefur ætið verið margt
manninn og færri komist að en
vildu. Þvhviljum við benda fólki
á að hafa samband við veitinga-
húsið Naust og tilkynna þátttöku
við fyrsta tækifæri.
—ÞG
Réttarvernd fjfiiskyldu sakbornings
„Heimiliðer friðheilagt” segir i
stjórnarskránni. Það er þó ekki
svo, að islensk lög varni þvi alfar-
ið að lögregla eða dömsvald megi
teygja arma sina á heimilin i
þágu rannsóknar opinberra mála
(sakamála).
Húsleit
Húsleiti þágu opinberrar rann-
sóknar má þvi aðeins gera, að
fyrirhenni sé sérstök lagaheimild
eða úrskurður dómara. Þannig
gera lögin ráð fyrir að húsleit
megi aðeins fara fram að upp-
fylltum vissum skilyrðum.
Meginreglan er sú, að húsleit á
heimili sakaðs manns, má aöeins
fara fram að hún sé gerð i þágu
rannsóknar afbrota og eru minni-
háttar brot þá undanskilin. Hjá
öðrum mönnum en sökuðum, má
aðeins gera húsleit ef brotið sjálft
hefur verið framið hjá þeim eða
sakborningur hefur verið hand-
tekinn þar. Einnig má gera hús-
leit hja öðrum en sakborningi ef
gildar ástæður eru til að ætla að
þar finnist sakargögn. Þegar
þessum skilyrðum er fullnægt má
lögreglaþó yfirleitt ekki ganga til
verks án þess að fyrir liggi úr-
skurður dómara. A þann hátt er
tryggt að lögregluvaldi verði ekki
beitt fyrr en dómari hefur kannað
sjálfstætt, hvort lagaskilyrði eru
fyrir þvi' að húsleit megi fara
fram. Frá þessu eru þó undan-
tekningar.
Ekki er þörf á dómsúrskurði, ef
húsráðandi samþykkir inngöngu
lögreglu i húsakynni sin og þar
með húsleit. Þá er heldur ekki
gert ráö fyrir að afla þurfi dóms-
úrskurðar ef biö eftir úrskurði er
talin geta spillt rannsókn máls-
ins. Þetta þarf að meta i hverju
einstöku tilfelli og getur vissulega
veriö vandasamt. Mörg dæmi má
hugsa sér þar sem snör handtök
löggæslumanna eru nauðsynleg
til aö koma i veg fyrir að sakar-
gögn verði eyðiiögð eða þeim
komiðundan á annan hátt. Vand-
inn er þá sá að meta hvenær slik
hætta er fyrir hendi.
Samkvæmt lögunum eru það
lögreglumennirnir sjálfir sem
meta aöstæöur og eiga þeir að
gripa tíl aögerða ef þeim sýnist
bið eftir dómara valda hættu á
sakarspjöllum. 1 þeim tilvikum
veröur þá ávalltað gera þær kröf-
ur að sérstakar aðstæður réttlæti
það að lögreglan gripi þá þegar til
aðgerða i stað þess að leita fyrst
fyrirmæla dómstöla.
Vitnaskylda
Þegar rannsókn sakamáls hef-
ur beinst að ákveðnum manni,
sakborningi, kemur til álita
hversu langt hið opinbera má
ganga i þá átt að gera sakborning
sjálfan, heimili hansog f jölskyldu
að rannsóknarefni.
Hér á landi er yfirheyrsla á
sakborningi mikilsverður þáttur i
rannsókn sakamála. Hans eigin
framburöur og frásögn af málsat-
vikum er einmitt likleg til að
varpa ljósiá staðreyndir málsins.
A sakborningi hvilir þó ekki laga-
skylda til að tjá sig um þau atvik
errefsiverða hegðun varða. Hann
á þannig lögvarinn rétt á að þegja
við yfirheyrslur, hvort sem hann
er yfirheyrður af lögreglu eöa
dómara.
Þessi réttur er þó að nokkru
leyti óraunhæfur, bæði vegna
þess, að sakborningi, sem skýrir
hreinskilnislega frá málsatvik-
um, verður hugsanlega umbunaö
fyrir slíkt, t.d. með mildari refs-
ingu, svo og er hugsanlegt aö
þögn sakbornings verði skýrð
honum í óhag. Þá má einnig
benda á að sakborningi gæti
hugsanlega verið hagur að þvi
rannsóknin leiði hið sanna i ljós
en ekki hið gagnstæða.
Fjölskylda sakbornings er á
sama hátt og sakborningur sjálf-
ur einmitt líkleg til þess að geta
gefið mikifvægar upplýsingar um
málsatvik. En um skyldu fjöl-
skyldu sakbornings til að bera
vitni gilda þó sérstakar reglur.
Almennt er öllum skylt að koma
fyrirdóm og bera vitni i' opinberu
máli. Þessi vitnaskylda nær þó
ekki til maka sakbornings, barna
hans, foreldra, systkina, tengda-
foreldra og tengdabarna. Nefndir
aöilar geta því skorast undan um
að bera vitni um atvik varðandi
sakborning en heimilt er þeim aö
bera vitni ef þeir óska þess. Þá
eru nánustu vandamenn sakborn-
ings undanþegnir þeirri almennu
skyldu að veita lögreglu og dóm-
ara lið i þágu opinberrar rann-
sóknar. tslensk lög virða þannig
greinilega hollustu fjölskyldu-
meðlima hver viö annan, enda
þótt sú tilhögun verði e.t.v. þéss
valdandi að réttvisinni verði ekki
fullnægt.
Gæslufanginn
og fjölskyldan
Við rannsókn sakamála kemur
stundum til þess, aö sakborningur
er beittur gæsluvarðhaldi. Gæslu-
varðhaldi má þó aöeins beita að
uppfylltum sérstökum skilyrðum
Meginreglan er sú, að gæsluvarð-
haldi má ekki beita nema ætla
megi að sakborningur hafi gerst
sekur um refsiverða hegðun. Oft
er tilefni gæsluvarðhaldsins slikt,
að talið er nauðsynlegt að sak-
borningi sé haldið i gæslu i þágu
opinberrar rannsóknar. Er þá
einkum átt viö, að gangi hann
laus á meðan rannsókn stendur
yfir, þyki hætta á að hann hati
eyðileggjandi áhrif á rannsókn
málsins, t.d. með því að koma
sakargögnum undan eða hafi
áhrif á vitni. Það er þvi ljóst, að
þegar gæsluvarðhaldi er beitt af
LÖGFRÆÐIN OG
FJÖLSKYLDAN
' vo
þessari ástæðu, er lögð áhersla á
einangrun sakbomings frá um-
heiminum.
Er þvi óhjákvæmilegt að þessi
lagasjónarmið hafi áhrif á rétt
sakbornings til að hafa samband
við fjölskyldu sina (og jafnframt
rétt fjölskyldu til að hafa sam-
band við sakborning, i þessu til-
felli gæslufangann).
Þvi er það svo, að ef sérstök
ástæða þykir til að ætla að rann-
sókn máísins torveldist við það að
sakborningur hafi samband við
fjölskyldu sina er honum það
meinað, annars er honum það
heimilt. Þessar reglur gilda að
sjálfsögðu eingöngu á þvi stigi er
mál er i rannsókn en eftir að dóm-
ur er fallinn, gilda tiltölulega
frjálsar reglur um heimsóknir til
refsifanga.
Niðurlag
Hér hefur verið getið nokkurra
lagareglna er gilda um réttar-
vernd fjölskyldu sakbornings.
Þessar reglur veita vissulega
verulega vernd á þeim sviðum
sem þeimersérstaklega ætlað að
vernda. Hitt er svo umhugsunar-
efni, að með tilliti tíl lagasetning-
ar hafa þýðingarmikil svið varð-
andi réttarvernd fjölskyldu orðið
útundan. Getur það bæði hafa
orðið á þann hátt að lagareglur
skortir eða þær eru svo óskyrar
að þær veita ekki æskilega réttar-
vernd. I þvi' sambandi má til
dæmis nefna ótimabæran, og með
tilliti til fjölskyldu sakbornings,
ógeðfelldan fréttaflutning fjöl-
miðla af rannsókn einstakra
sakamála. Að visu kemur þarna
til hagsmunamat, hagsmunir
frjálsrar fréttamiðlunar, sem
þykja sjálfsagðir gegn hagsmun-
um einstaklings og fjölskyldu
hans af þvi að ógæfa þeirra megi
liggja i kyrrþey. Þetta hags-
munamat er vandasamt og ekki
fært að gera þvi skil í stuttu máli.
Þór virðist sem reglur um frétta-
flutning, sérstaklega á frumstigi
rannsóknar eöa jafnvel áður en
hún hefst, taki ekki mikið tillit til
hagsmuna eða tilfinninga þeirra
er nákomnastir eru sakborningi,
eins og sjá má mörg dæmi um f
okkar islenska réttarríki.
Sigrlður Ingvarsdóttir
lögfræðingur.