Vísir - 25.03.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 25.03.1981, Blaðsíða 18
Þessi „sena" gæti veriö úr gatnalli kúrekamynd. Ronald hjálpar konu sinni Nancy aö komast niöur úr gömlum hestvagni. Snjáöir tennisskór innan um kúrekastlgvél af ýmsum geröum. Þannig er forsetinn búinn til fótanna er hann dvelst á búgaröi sinum. Kúrekinn og búgarður hans Af hlbýlum manna má oftráöa i persónuleika þeirra og þaö dylst engum, sem lltur inn á búgarö Ronaid Reagans i Kaliforniu, aö þar fer sannur aödáandi villta vestursins. Búgarðurinn, sem ber heitið „Rancho del Cielo", er yfir hundrað ára gamall, en Reagan festi kaup á honum og hrjóstugu landi umhverfis er hann var rikisstjóri i Kaliforniu. Búgarður- inn er u.þ.b. 159 milur norð-vestur af Los Angeles og þar hefur tim- inn staðið i stað nema að húsið sjálft hefur verið endurbyggt, en þó i hinum gamla góða kúreka- stil. Endurbygging hússins er verk Ronalds sjálfs og naut hann við þaö aðstoðar Nancy konu sinnar og bilstjóra sins fyrrver- andi Willard Barnett. t heilan vetur.um hverja helgi eyddu þau hjón öllum stundum við að gera húsið ibúðarhæft og hvergi una þau sér betur en i kyrrðinni og einmanaleikanum sem umhverf- ið þar býður upp á. Nú er hins vegar ljóst að þeim stundum mun mjög fækka þar sem Reagan verður upptekinn við stjórnsýslu- störf forsjár hjörð sinni, banda- risku þjóðinni. Að sögn þeirra sem best þekkja Reagan, einkennist persónuleiki hans af einlægri væntumþykju á landinu, aðdáun á fortiðinni og framtaki landnemanna (hann hefur sennilega ekki lesið bókina „Heygðu mitt hjarta við undað hné”) og ást á hestum. A búgarðinum koma þessi ein- kenniglöggtfram. ífataskápnum eru snjáðar gallabuxur og köflótt- ar skyrtur. A snögum hanga kúrekahattar og forstofan er full af kúrekastigvélum, bæði göml- um og óburstuðum og nýjum og gljáfægðum. A búgarðinum er einnig að finna ýmsar minjar frá gamalli tið svo sem reiðtygi og málverk frá öldinni sem leið. Þegar þau hjón dvelja á bú- garðinum haga þau lifi sinu eins og bændafólkið. Þau vakna eld- snemma á morgnana og fara þá að sýsla við skepnurnar og Ron- ald leysir ráðsmanninn af og gengur sjálfur til erfiðisverka, skitmokstur og skurðgröft og fri- timinn er notaður til útreiðatúra um landið. En nú eru breyttir timar. Eftir að Ronald var kjörinn forseti hafa leyniþjónustumenn hreiðrað um sig á staðnum og þeir hafa orðið að leggja á sig að læra að sitja hest til að geta fylgt húsbóndan- um eftir á yfirreið hans um land- ið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.