Vísir - 25.03.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 25.03.1981, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 25. mars 1981 vísm 5 Veröur Bíggs fram- seidur breskum yfirvöldum? Lögreglan á Barbados hefur nú til yfirheyrslu tvo forstjóra bresks öryggisfyrirtækis vegna ránsins á Ronald Biggs, breska lestarræningjanum. Einn af fimmmenningunum, sem handteknir voru um borð i snekkjunni, þar sem Biggs fannst, sagði einu dagblaða Bar- bados, að mannránið hefði verið „auglýsingabrella til þess að vekja athygli á öryggisfyrirtæki okkar”. Lögreglumenn segja, að mann- ræningjarnir sýnist hinir hröðug- ustu yfir þvi, hversu fljött og greiðlega rániðsjálft hafðigengið og nákvæmlega samkvæmt áætlun. Biggs i höndum brasilískra lög- reglumanna árið 1974, þegar hann siapp naumiega við að verða framseldur Bretum, vegna þess að hann hafði eign- ast barn með brasiliskri stúlku. Biggs, sem sömuleiðis hefur verið kyrrsettur i Barbados, meðan lögreglan gengur úr skugga um, hvort fingraför hans koma heim og saman við fingra- för lestarræning jans fræga (sendu þau til Bretlands), hefur farið fram á að verða sendur aftur heim til Brasiliu, þar sem hann hefur dvalið siðan 1970. Hann komst naumlega hjá þvi að verða framseldur breskum yfir- völdum. Utanrikisráöuneytið i Brasiliu sagöi I gær, að ekki væru i ráöi neinar diplómataaðgerðir til þess að Biggs yrði sendur aftur til BrasiKa nyggsi ekki leggja á slg lll að lá lestarræn- ingjann aftur Brasiliu. Sögðu menn, að þetta væri mál fyrir lögregluna. Um leið og sannað hefur verið með fingrafaraprófun, að Biggs er lestarræninginn, sem slapp úr fangelsi i Bretlandi — og það er ekki dregið i efa af neinum — er búist viö þvi, að Bretar leggi fram i Barbados kröfur um að fá hann framseldan. Milli Bretlands og Barbados, sem áður var nýlenda Breta, eru i gildi samningar um gagnkvæmt framsal á þeim, sem réttvisin seilist eftir. Flett ofan af gömlum njösnalmeykslismálum „Daíly Mail” birtír úrdrætti iir væntanlegrí bók um svikara i njósnakerfi Breta að hafa hag af Waiesa haföi sitt fram - eftir að hann hótaði að segja af sér, ef rokið yrði í verkfall fyrirvaralaust Breska blaðið „Daily Mail” heldur þvi fram i morgun, að fyrrum þingmaður og formaður Verkamannaflokksins, Tom Dri- berg, hafi verið njósnari tvöfald- ur i roðinu, og njósnað bæði fýrir bresku leyniþjónustuna og þá sovésku. Blaðamaðurinn, Chapman Pincher, tilgreinir Driberg, sem lést 1976, i nýjasta útdrættinum, sem blaðið birtir úr væntanlegri bók hans, „Svik eru þeirra iðn- grein”, en i henni fjallar hann um leyndarmál bresku leyniþjónust- unnar. Pincher heldur þvi fram, að i 30 ár hafiDriberg gefið bæði bresku njósnastofnuninni MI5 og KGB upplýsingar um einkalif og stjórnmálaathafnir ýmissa vina sinna og félaga Ur þinginu. — „Bæði MI5 og KGB gengu þess ekki dulin, að hann starfaði fyrir báða aðiía,” skrifar Pincher. „Báðir reyndu honum.” Heldur Pincher þvi fram, að Driberg hafi veriðkynvillingur og oft staðinn að þvi opinberlega, en forðað frá hneyksli vegna sam- banda þeirra, sem hann hafði við MI5. Það var einmitt i þessum bókarútdráttum Pinchers, sem fyrst kom fram, að sir Roger Hollis, fyrrum yfirmaður MI5, hafi verið njósnari á snærum Rússa. Pincher segir, að Driberg hafi verið ráðinn til bresku gagn- njósnastofnunarinnar fyrir siðari heimstyrjöldina og laumaö inn i kommúnistaflokkinn, en þaðan var hann siðar rekinn. —■ Um nokkurra ára bil afhentihann MI5 mörg þúsund sterlingspund, sem KGB greiddi honum fyrir skýrsl- ur hans. Driberg komst á þing 1942, og var aðlaður, þegar hann hætti 1974. Frá 1949 til 1974 átti hann sæti i framkvæmdaráði breska Verkamannaflokksins og var flokksformaður 1958. Pincher hefur flett ofan af fjölda hneykslismála á sviði varnarmála og leyniþjónustu. Bók hans á að koma út siðar i jiessari viku. Fyrir dyrum standa i dag við- ræður milli kommúnistastjórnar Póllands og forvi'gismanna „Ein- ingar’\ en mjög veltur á niður- stöðu þeirra, hvort til allsherj- arverkfalls kemur eða ekki. Boðaö hefur verið fjögurra stunda verkfall á föstudaginn og siðan allsherjarverkfall næsta þriðjudag, en meira þykir i húfi en það eitt að afstýra þvi. Hin óháðu verkalýðssamtök, „Eining”, telja tilveru sinni ógn- að með ofsóknum á hendur ein- stökum félögum úr samtökunum og jafhvellögregluofbeldi, eins og á dögunum i' Bydgoszcz. Pólsk stjómvöld vara við þvi, að verka- lýðsbaráttan geti leitt til eyði- leggingar efnahagslifs landsins og kallað yfir Pólland „mikla hættu”. Með hinu siðara gæti ver- ið átt við hugsanlega innrás Var- sjárbandalagsrikja. Agreiningur kom upp innan landsstjórnar Einingar, þegar hinir herskáustu vildu ólmir hefna lögregluaðgerðanna i Bydogszcz með verkföllum, en Walesa vildi reyna samningavið- ræður. Sæst var f gær á tillögur hans, en þó ekki fyrr en Walesa hafði hótað að segja af sér. Walesa heldur i dag frá Bodgoszcz til Varsjár til viðræðna við ráðamenn. Lak noger Hollis leynflarmalum Kanaflamanna? aði við dulmálsdeild leyniþjón- ustu Rauða hersins i Moskvu. 1 fyrirspurn i Ottawa-þinginu i gær bar Trudeau forsætisráð- herra á móti þvi, að hann tæki þátt i þvi að hylma yfir Hollis- málinu, sem veldurþessa dagana miklu fjaðrafoki i Bretlandi. Bresk blöðhalda þvifram, að fyr- ir löngu hafi komist upp um sir Roger, en það þaggað niður. Sir Roger Hollis, fyrrum yfir- maður MI-5, gagnnjósnastofnun- ar Breta — sem bresk blöð telja, að hafi verið á snærum Rússa — kann að hafa lekið upplýsingum, sem spilltu öryggi Kanada, eftir þvi sem sagt er i Ottawa. Robert Kaplan, rikissaksókn- ari, sagði blaðamönnum, að sir Roger (sem lést 1973) hafi i tveimur heimsóknum sínum til Kanada verið trúað fyrir mikil- vægum leyndarmálum. Heim- sóknir þessar voru á fimmta ára- tugnum. 1 annarrí þessari ferð yfir- heyrði sir Roger sovéskan flótta- mann, Igor Gouzenko, sem var skrifstofumaður i sendiráði Sovétrikjanna í Ottawa og starf- Hýjar bjdrgunartiiraunir vlð bor- pailinn Klelland Qin- og klaufaveiki Gin- og klaufaveiki hefur komið upp á eyjunni Wight við suður- strönd Englands, og hefur verið slátrað 240kúm ogsvinum til þess að hindra útbreiðslu veikinnar. Bannað er að flytja lifandi skepnur frá eyjunni vegna smit- hættunnar. Ferðafólk, sem til eyjunnar kemur, verður að ganga í gegnum sótthreinsandi efni, til þess að varna þvi, að skófatnaður þess beri með sér smit. Norðmenn bjðða Iðtluðum skólavist Norskir lýðháskólar bjóða ó- keypis skólavist öllum fötluðum á næsta ári. frá hvaða landi, sem þeir koma. Til að mismuna ekki þeim, sem efnaðri eru, bjóða þeir að greiða ferðakostn- aðinn og 5000 norskar krónur I vasapeninga. Tilefni þessa er al- þjóðaár fatlaðra. Gera skal nýja tilraun til þess aö rétta borpallinn, Alexander L. Kielland, við, en það er nú ár liðiö frá slysinu I Norðursjó. Norska stjórnin hefur boðist til þess að greiða 80% kostnaðarins viðað koma borpallinum á réttan kjöl aftur. Það er að segja, þegar frá er reiknuð sú upphæö, sem unnt verður að selja borpallinn fyrir. Fyrri tilraun til þess að koma borpallinum á réttan kjöl var stöðvuð af yfirvöldum i nóvem- berlok vegna hættunnar, sem samfara var þvi, aö loft lak úr einum belgnum, sem hélt pallin- um á floti. Ef allt fer að áætlun, á aö hefj- ast handa viö nýjar björgunaraö- gerðir eftir tvo mánuöi, og helst Ijúka þeim i sumar. Nýjar efnahags- aðgerðir á ftalíu ttalska stjórnin hefur fellt gengi lirunnar um 6% og boðaö takmarkanir á útlánum i viðleitni til þess aö hemja verðbólguna og draga úr skuldasöfnun við útlönd. Gert er ráð fyrir, að ýmsar sparnaðarráöstafanir muni á eft- ir fylgja. lítlendlngum fjðigar I Noregi Viö árslok 1980 voru 82 þúsund útlendingar á skrá i Noregi, eða tveim þúsund fleiri en áriö áður. 43 þúsund voru karlar, 39 þúsund konur. Nær 64% voru rikisborgarar I öðrum Evrópulöndum, og þar af 27 þúsund frá Norðurlöndunum. 3% komu frá Afriku, 15% frá Asiu og 16% frá N- og S-Ameriku. — Fjölmcnnastir voru Danir. FlÓðí Júgósiaviu Tólf fórust og 35 slösuðust i Júgóslaviu, þegar skriða hreif incösér tvo járnbrautarvagna og bar þá alla leið ofan I Morava-ána sunnan við höfuðborgina Belgrad. Miklar rigningar hafa veriö i Júgóslaviu að undanförnu og hafa orsakað skriðuföll. Vfirborö I ám og vötnum hefur vaxið mjög og sumar ár flætt yfir bakka sina. 5 manns hafa drukknaö í þeim flóð- um. Um 100.000 hektarar lands eru undir flóðavatni og hefur flætt inn i meira en 1000 hús.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.