Vísir - 25.03.1981, Blaðsíða 28
Veðurspá
dagsíns
Yfir Grænlandi er heldur
minnkandi 1022mbhæð, en 968
mb lægð 900 km suð-suövestur
af Vestmannaeyjum, þokast
norö-norðausturog siðarnorð-
vestur. Enn mun verða frost
um norðanvert landið, en við-
ast frostlaust sunnanlands.
Veðurhorfur næsta sólar-
hring:
Suðurland til Breiðafjarðar:
Allhvöss og sumstaðar hvöss
austanátt, sumstaðar snjó-
mugga eða slydda.
Vestfirðir: Hvass norðaustan,
stormur og mikil ising á mið-
um. Éljagangur.
Strandir og Norðurland
vestra: Allhvöss eða hvöss
autanátt og él á miðum, en
hægari og úrkomuminna til
landsins.
Norðurland eystra og Austur-
land að Glettingi: Austan
stinningskaldi, dálitil él, eink-
um á miðum og annesjum.
Austfirðir: Austan stinnings-
kaldi, allhvasst, sumstaðar él
i fyrstu, en siðan slydda meö
köflum, einkum sunnan til.
S-austurland:aistan stormur
eða rok á miðum, en hægari til
landsins, dálltil él í fyrstu, en
siðar slydda méð köflum.
veðriö hér
og har
Veður kl. 6 i morgun:
Akureyri skýjað -4-3, Bergen
léttskýjað -=-2, Helsinki al-
skýjað 1, Kaupm.höfn þoku-
móða 2, Osló heiðrikt +6,
Rcykjavík skýjað 1, Stokk-
hólinur léttskýjaöO, Þórshöfn
alskýjað 3.
Veður kl. 18 i gær:
Aþena skýjað 12, Berlin
skýjaö 12, Chicago léttskýjað
9, Feneyjar þokumóða 10,
Frankfurt rigning 12, Nuuk
úrkoma -^9, London alákýjað
13, Luxemborg rigninglO, Las
Palmas léttskýjað 20,
Mallorka léttskýjað 16,
Montreal skiir 6, New York
skýjaö 13, Paris rigning 15,
Róm léttskýjað 13, Malaga
léttksýjað 18, Vin léttskýjað
15, Winnipeg léttskýjað 11.
Loki
segir
Vinstri meirihlutinn i borgar-
stjórn neitar nú láglaunafólki
um sömu kjarabætur og há-
launamenn fengu. Ætli Sókn
sé ekki besta vörnin?
Steinullarnefndin tvístígur:
Erfítt að gera upp
á mllli slaða
Nefnd á vegum iðnaðarráðu-
neytisins, sem að undanförnu
hefur kannað hagkvæmni og
hugsanlega staðsetningu fyrir
steinullarverksmiðju hérlendis,
mun að öllum likindum skila á-
liti sinu til ráöuneytis um
mánaðamótin.
Samkvæmt áreiðanlegum
upplýsingum Visis, er nefndin
litlunær um, hvort staðurinn sé
hagkvæmari fyrir steinullar-
verksmiðjuna, Sauðárkrökur
eða Þorlákshöfn, og munu vera
sérálitum það efni. Þó eru flest-
ir nefndarmanna á þvi að mjög
mjótt sé á mununum um hent-
uga staðsetningu.
1 nefndarálitinu er gengið út
frá þeim forsendum, að vegna
hækkandi orkuverös verði
meira kapp lagt á einangrun
húsa en verið hefur, sem kallar
á aukna einangrun. Til þess að
verksmiðjan teljist arðbær,
þyrfti að flytja eitthvert magn
út,oghefur iþvi sambandi verið
rætt um útflutning til Bretlands
og meginlands Evrópu. Hér-
lendis ættum við að geta staðist
samkeppni erlendra aðila varð-
andi verð á steinull, en öllu ó-
ljósara er um steinull sem út-
flutningsvöru.
Kostnaður við steinullarverk-
smiðjuna er mikill, og veröi um
almenningshlutafélag aö ræða,
er ljóst, að útboð skuldabréfa
yrði með þeim stærri hérlendis,
eða svipað útboði að fyrirhug-
aðri stálverksmiðju.
—AS.
Starfsmenn Orkustofnunar hafa veriö aö prófa nýja aöferö viö hreinsun kalkmyndunar I borholum á
Svartsengi aö undanförnu. Þeir nota ákveöna gerö af pakkdósum á holuna og hleypa gufunni út um
hliöarventil á meöan á verkinu stendur. Reynist þessi aöferö vel, er hægt aö taka holuna strax i notkun,
að hreinsun lokinni, en aö öörum kosti þarf aö kæla hana niöur meö köldu vatni, og tekur þá nokkurn
tima aö fá hana i gagniö aftur. (Vlsismynd EPS.)
Fréti um lækkun lána Húsnæðismáiasiofnunar:
HandtökumállO:
vægari
dómur
í Hæstarétti
Hæstiréttur hefur kveöiö upp
dóm i handtökumálinu svonefnda
og hlaut Haukur Guömundsson
þar vægari dóm en I undirrétti.
Dómur Hæstaréttar hljóöar upp á
sjö mánaöa fangelsi I staö niu
mánaða dóms undirréttar.
Haukur Guðmundsson var
ákærður fyrir að hafa, sem rann-
sóknarlögreglumaður i Keflavik,
undirbúið og stjórnað ólöglegri
handtöku á Karli Guðmundssyni
og Guðbjarti Pálssyni þann 6.
desember 1976. 1 sakadómi var
Viðar Olsen dæmdur i þriggja
mánaða fangelsi fyrir að hafa
vlsvitandi rangfært framburð
sinn i þessu máli og þar með tor-
veldað rannsókn þess. Hæstirétt-
ur staðfesti þennan dóm.
Þeim var gert að greiða allan
áfrýjunarkostnað sakarinnar,
Hauki að 3/4 hlutum og Viðari að
1/4, þar með talin saksóknara-
laun I rikissjóð, sex þúsund krón-
TilhaafiilaiK xl moh íillii”
p91 HllccIllldUð il lllöU UIIU
„Þetta er hrapallegur mis-
skilningur”, sagði ólafur Jóns-
son, formaöur stjórnar Húsnæðis-
málastofnunar, þegar blaðamaö-
ur Visis bar undir hann frétt
Morgunblaðsins i morgun þess
efnis, að heildarupphæð hús-
næöismá lastjórnarlána myndi
lækka um tæp 14% á þessu ári.
„Þvert á móti munu heildar-
lánin gera meira en að fylgja
veröbólgunni. Hins vegar er gert
ráð fyrir 14% samdrætti i
byggingum einstaklinga, en á
móti kemur, að aukning verður i
byggingum á félagslegum grund-
velli”, sagði Ólafur.
1 Morgunblaðinu segir einnig ,
aö nýju úthlutunarreglurnar
valdi um 15% lækkun lána til 2-4
manna fjölskyldna. Ólafur var
spurður um þetta atriði.
„Þetta er tilhæfulaust með öllu.
Undanfarin ár hafa húsnæðis-
málastjórnarlánin einungis
hækkað einu sinni á ári, en nú
munu þau hækka fjórum sinnum
á árinu. Þetta þýðir, að stökkið
um siðustu áramdt var minna en
verið hefði samkvæmt gömlu
reglunum, en lánin hækka aítur
núna 1. april og siöan þrisvar til
viðbótar. Það eru einungis þeir
fáu, sem gera fokhelt á timabilinu
janúar — mars, sem fá heldur
lægri lán en verið hefði sam-
kvæmt gamla kerfinu, en þeir,
sem gera fokhelt seinna, fá allir
mun hærra lán en verið hefði.
Meðallán á árinu 1981 gera þann-
ig meira en að fylgja verðbólgu,
þannig að þessi frétt Morgun-
blaðsins á ekki við nokkur rök að
styðjast”, sagði Ólafur Jónsson.
—P.M.
ur.
— AS
Frestur tll
helgarinnar
„Það var farið að hringja i okk-
ur utan af landi, þetta voru simtöl
frá bankastofnunum, sem fluttu
þau skilaboð, að fólk hreinlega
kæmist ekki til þess að greiða
gjöldin vegna ófærðar og þvi
ákváðum við að framlengja frest-
inn til helgarinnar og ákváðum
einnig, að þetta skyldi ganga yfir
allt landið”, sagði Theodór
Georgsson, innheimtustjóri
Rikisútvarpsins, i morgun.
gk—•
Verður rekstur Iðunnar tryggður?
, Joltinn er hjá ríki og öæ”
- segir Hlörtur Eiríksson. framkvæmdasiiðrl iðnaðardeildar sís
„Þaö dugir ekkiaö lata fyrirtækiö
rúlla ár frá ári, án þess að gera
viðeigandi ráðstafanir til að bæta
reksturinn og tryggja hann til
langs tima”, sagöi Hjörtur
Eiriksson, framkvæmdastjóri
iðnaðardeildar Sambandsins, að-
spurður um málefni skóverk-
smiðjunnar Iðunnar, I samtali við
Visi i morgun.
Stjórn iðnaðardeildarinnar tek-
ur um það ákvörðun á föstudag-
inn, hvort rekstri skóverksmiðj-
unnar verður haldið áfram, en
rekstur hennar hefur gengið illa
áð undanförnu, eins og fram
hefur komið i fréttum. Hætti
verksmiðjan, verða 47 manns at-
vinnulausir, til viðbótar þeim,
sem þegar eru atvinnulausir, á
Akureyri. Taldi Hjörtur, að það
væri ekki stór upphæð, sem þyrfti
til að ná hagræðingu i rekstr-
inum. Nefndi hann 3 milljónir
króna i þvi sambandi.
, ,Þetta mál er I athugun hjá riki
og bæ. Við vorum búnir að ákveða
að loka, og sú ákvörðun stendur i
sjálfú sér, nema rekstrargrund-
völlur breytist.
Það dugir ekki að velta þessu
máli lengi fyrir sér og mér var
sagtf gær, að við yrðum búnirað
fá ákveðnar tillögur frá yfirvöld-
um fyrir fundinn á föstudaginn”,
sagði Hjörtur. G.S.Akureyri.