Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 4
TVEIR slösuðust í bílveltu á
Suðurlandsvegi rétt austan við
Rauðalæk um hádegisbil í gær
og voru fluttir á Landspítalann
í Fossvogi. Ekki var talið að um
alvarleg meiðsl hefði verið að
ræða.
Í bifreiðinni var ökumaður
ásamt þremur farþegum og
mun enginn hafa slasast alvar-
lega þrátt fyrir að þrír hafi
kastast út úr bifreiðinni og einn
lent undir henni þegar hún
staðnæmdist á réttum kili ofan
í skurði. Bifreiðin fór eina veltu
áður en hún stöðvaðist. Lög-
reglan á Hvolsvelli sendi tvær
sjúkrabifreiðir á staðinn og
segir varðstjóri að allir hafi
kastast út úr bifreiðinni nema
einn drengur sem var í bílbelti
og slapp vel.
Þrír köst-
uðust út úr
bifreið
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÉRGREINALÆKNAR líta svo á að þeir hafi
gengið mjög langt til móts við sjónarmið samn-
inganefndar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis-
ins til að ná samkomulagi um nýjan samning um
greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar í sérfræði-
læknaþjónustu. Samninganefnd HTR hafi hins
vegar ekki hvikað frá þeirri afstöðu að skilyrði nýs
samnings sé að læknar semji af sér ákveðin rétt-
indi sem Hæstiréttur hafi staðfest að læknar hafi í
dómi sínum 11. desember sl. í máli bæklunar-
lækna.
Dómurinn sé skýr hvað varðar ákveðin grund-
vallaratriði er varði atvinnufrelsi lækna og læknar
séu ekki tilbúnir að semja frá sér þennan rétt sem
fyrir hendi er.
Strandar á ágreiningi um 5. grein
samninga frá 1998
Í bréfi sem framkvæmdastjóri Læknafélags Ís-
lands sendi læknum skömmu fyrir áramót þar sem
stöðu deilunnar er lýst, kemur fram að mestur
ágreiningur er um 5. grein eldri samninga frá 1998.
Í hinni umdeildu grein, sem fjallar um greiðslur
sjúkratryggðra, segir: „Fyrir læknisverk skv.
samningi þessum greiðir sjúkratryggður gjald
skv. 36. gr. laga um lamannatryggingar nr. 117/
1993 og/eða samkvæmt reglugerðarákvæðum um
breytingu á því gjaldi, nú reglugerð nr. 68/1996.
Þeim hluta greiðslu, sem TR skal greiða, skal
læknir aldrei veita viðtöku úr hendi hins sjúkra-
tryggða.
Lækni er heimilt að taka sjúkratryggðan ein-
stakling til meðferðar án greiðsluafskipta sjúkra-
trygginga ef sjúkratryggður óskar þess.“
Ágreiningur reis um túlkun þessa ákvæðis þeg-
ar upp kom mál þar sem sjúklingur var tekinn til
meðferðar án greiðsluafskipta sjúkratrygginga.
Taldi viðkomandi læknir sig ekki geta veitt þjón-
ustuna skv. samningi við Tryggingastofnun rík-
isins (TR) vegna þess mikla afsláttar sem hann
hefði þurft að veita hefði hann unnið verkið innan
samnings. Var viðkomandi sjúklingi því veitt þjón-
ustan utan samnings án þess að persónuleg sjón-
armið lægju þar að baki, skv. bréfi framkvæmda-
stjóra LÍ. TR taldi þetta ekki heimilt þar sem 2.
málsgrein 5. greinar ætti eingöngu við ef sjúkra-
tryggður einstaklingur óskaði meðferðar án
greiðsluafskipta sjúkratrygginga af persónu-
verndarsjónarmiðum.
Málið kom til kasta dómstóla og í dómi meiri-
hluta Hæstaréttar segir m.a. að í lögum 117/1993
sé hvergi mælt fyrir um bann við því að sérfræði-
læknir, sem gengist hefur undir samning við TR á
borð við þann, sem gerður var fyrir bæklunar-
lækna 27. mars 1998, leysi af hendi læknisverk fyr-
ir annað endurgjald en það, sem um ræði í samn-
ingnum.
Þá sé ekki kveðið á um það í lögunum að lækni í
þessari aðstöðu sé skylt að sinna sérhverjum sjúk-
lingi, sem leitar til hans, eða að greiðsla fyrir þjón-
ustu, sem hann veitir sjúklingi, þurfi ávallt að fara
eftir ákvæðum slíks samnings um endurgjald úr
sjúkratryggingum.
Í bréfi framkvæmdastjóra LÍ til lækna segir að í
samræmi við fyrri yfirlýsingu samninganefndar
HTR hafi hún að gengnum þessum dómi gert
kröfu um að hinu umþrætta ákvæði yrði breytt og
að það yrði svohljóðandi:
„Sjúkratryggðum einstaklingi er heimilt að óska
eftir því að læknir taki hann til meðferðar án
greiðsluafskipta sjúkratrygginga. Sú ósk skal vera
skrifleg. Ekki er heimilt að nota þetta ákvæði
nema sjúklingi standi jafnframt til boða þjónusta
samkvæmt öðrum greinum samnings þessa á sama
tíma. Ekki er heldur heimilt að nota þetta ákvæði
til að veita sjúklingi forgang á biðlista. Lækni er
óheimilt að krefja viðkomandi sjúkratryggðan ein-
stakling um hærra gjald fyrir verkið en umsamið
er samkvæmt gjaldskrá viðkomandi sérgreinar og
TR. Gefa skal út reikning til sjúklings á hefð-
bundnu TR formi. Ef sjúklingur krefur síðan TR
um endurgreiðslu viðkomandi reiknings skal verk-
ið talið unnið af lækni „innan samnings“ í þeim
skilningi að reikningsfjárhæðin skal umreiknuð í
einingar með venjulegum hætti og þær einingar
síðan taldar unnar af viðkomandi sérgreinalækni
og teljast með þegar afsláttur hans og síðan af-
sláttur sérgreinar og allra greina er reiknaður með
venjubundnum hætti.“
Fara að pólitískum fyrirmælum
Í bréfi framkvæmdastjóra LÍ segir að með hin-
um auðkennda hluta málsgreinarinnar sé girt fyrir
að læknar geti veitt þjónustu utan samnings með
tilliti til fjárhagslegra aðstæðna, t.d. þegar afslátt-
arkjör eru orðin þannig að taki læknir verk að sér
innan samnings þá verði hann að gefa vinnu sína.
„Niðurlag málsgreinarinnar byggist á þeirri laga-
túlkun samninganefndar HTR, á 36. gr. almanna-
tryggingalaga, að TR beri á grundvelli þeirrar
greinar að endurgreiða sjúklingi, sem greitt hefur
sjálfur fyrir læknisverk utan samnings, en síðar
snúist hugur og leitað endurgreiðslu TR. Í ákvæð-
inu segir m.a. að sjúkratryggingar veiti þá hjálp
utan sjúkrahúsa sem samið hefur verið um skv. 39.
gr. laganna.
Með breytingum þessum á hinni umþrættu
grein er samninganefnd HTR að fara að pólitísk-
um fyrirmælum. Það er að þegar það fjármagn á
hverju ári sem ætlað er til samtryggingarinnar í
formi kaupa á sérgreinalæknaþjónustu utan
sjúkrahúsa er uppurið, þá megi sjúklingar ekki
kaupa læknisþjónustu fyrir eigin reikning af þeim
læknum sem gert hafa samning við TR. Eða með
öðrum orðum þá vill hið pólitíska vald ráða hversu
miklu fjármagni það ver í umrædda þjónustu en
jafnframt koma í veg fyrir að sjúklingar kaupi sér
sjálfir þjónustu, af þeim sem vilja selja hana, þegar
sú þjónusta er búin sem ríkið hefur ákveðið að
kaupa,“ segir í bréfinu.
Að mati lækna er ekki eðlilegt að hið pólitíska
vald hafi áhrif á möguleika einstaklinga til að
kaupa sér læknaþjónustu, af þeim sem vill selja
hana utan kerfis svo framarlega sem þau þjónustu-
kaup gera stöðu þeirra sem eru á biðlistum ekki
verri.
Sérgreinalæknar segjast hafa gengið mjög langt til að ná samningum
Ekki tilbúnir að semja frá sér
grundvallarrétt um atvinnufrelsi
„ÚTSÖLURNAR eftir jólin eru hefðbundnar
og þær byrja gjarnan í kjölfar vörutalningar
um áramót,“ segir Sigurður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjón-
ustu.
Kaupmenn létu almennt vel af jólasölunni
en engu að síður bíða margir neytendur eftir
janúarútsölunum. Sigurður bendir á að út-
sölurnar séu gjarnan beggja hagur, kaup-
menn þurfi að rýma til fyrir nýjum vörum og
kaupendur fái vörur á hagstæðu verði. Þetta
eigi sérstaklega við um fatageirann en nái
jafnframt til annarra sviða verslunarinnar. Í
fyrra hafi verið mjög góð jólaverslun og því
hafi menn almennt ekki búist við mikilli sölu
á útsölunum en annað hafi komið á daginn.
„Ég held því að menn hafi almennt nokkuð
miklar væntingar í tengslum við útsölurnar
þrátt fyrir töluverða veltuaukningu víða í
jólasölunni,“ segir hann. „Jólasalan hér er
öfugt við það sem gerðist í Bretlandi. Þar var
jólasalan ömurleg en útsölurnar hafa gengið
mjög vel.“
Vörutalning tekur nú skemmri tíma en áð-
ur og því byrja útsölurnar fyrr, að sögn Sig-
urðar. „Og svo er rétt að minna á að almennt
er skilatími vara sem merktar eru sem jóla-
gjafir til 6. janúar,“ segir hann.
Talningin búin og útsölurnar byrjaðar
Morgunblaðið/Ásdís
LÖGREGLAN í Keflavík
handtók tæplega tvítugan pilt
sl. þriðjudag vegna gruns um
nauðgun í heimahúsi í Kefla-
vík. 17 ára stúlka kærði piltinn
til lögreglunnar og var hún
send á neyðarmóttöku Land-
spítalans vegna kynferðisof-
beldis. Ekki liggur fyrir hvort
hinn kærði hafi játað sakar-
giftir en lögreglan í Keflavík
rannsakar málið og verst
fregna af því.
Handtekinn
vegna gruns
um nauðgun