Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 47
að ég var pínulítil var ég í pössun
hjá afa og ömmu á veturna og
sumrin tvö, þegar ég var alveg í
sveitinni, voru án efa dýrmætustu
sumur lífs míns og á ég margar
góðar minningar frá þeim tíma.
Man ég til dæmis eftir því þegar ég
vaknaði oft við það að afi kom inn í
herbergi og sagði: „Á fætur með
ykkur, rollurnar eru sloppnar á tún-
ið hans Gumma.“ Afi hafði gaman af
fénu sínu og hugsaði mikið um dýr-
in á bænum. Hann skírði kálfana
mjög fyndnum nöfnum og margar
kvígur voru skírðar eftir útlenskum
vinnukonum.
Afi fór mikið í heimsóknir á
bæina í sveitinni, svo á kvöldin sat
hann oft með okkur ömmu við eld-
húsborðið og sagði okkur hitt og
þetta um það sem var að gerast í
sveitinni því hann fylgdist alltaf vel
með öllu. Þegar bílar voru að keyra
að hinum bæjunum á Reykjum rauk
afi upp og velti því mikið fyrir sér
hver þetta hefði nú verið. Hann
spáði mikið í eyrun á mér og fing-
urna, sagði að ég hefði alveg ein-
kennileg eyru, alveg eins og pabbi
og hélt oft í höndina mína og horfði
mikið á fingurna. Það er alveg
óhætt að segja að hann afi hafi allt-
af verið mjög hreinskilinn maður.
Mér er líka ansi minnisstætt þegar
við sátum uppi í sjónvarpsherbergi
og vorum að horfa á sjónvarpið. Afi
sofnaði strax með „apparatið“ á
maganum, vaknaði svo og spurði
hvaða andskotans vitleysu við vær-
um að horfa á. Þetta endurtók hann
næstum því á hverju kvöldi.
Afi notaði ýmis hjálpartæki, s.s
heyrnartæki og tanngóma, þeim
tækjum týndi hann iðulega eða að
þau enduðu í eldhúsglugganum. Ég
er þakklát fyrir allar þær góðu
minningar sem ég á um hann afa og
munu þær koma til með að fylgja
mér alla ævi.
Fríða Margrét Þorsteinsdóttir.
Það er sumar og margt að gera á
stóru búi. Bræðurnir, Steini, Bjarni
og Ingvar, heyjuðu alltaf saman og
ég man eftir Ingvari koma ,,pomm-
andi“ upp brekkuna heim á hlað og
spyrja: ,,Hvað eigum við að gera,
strákar?“ Þessir hlaðfundir fóru
nánast fram daglega meðan
heyannir voru. Þegar mikið stóð til,
var eins gott að hlutirnir gerðust
gagnvart Ingvari frænda mínum.
Ég man eftir einu atviki sem segir
margt um það. Ingvar var að moka
heyi upp á vagn á traktor með kvísl
framan á og faðir minn, Bjarni, var
að laga og troða á vagninum og vildi
ekki betur til en að kvíslin stakkst í
fótlegg föður míns og þá sagði Ingv-
ar: ,,Fjandann varstu að þvælast
fyrir!“ Einnig man ég að mikið lá
fyrir í heyskap og ég var að raka
saman og hann að ,,ýta“. Eitthvað
bilaði og ég átti að sækja verkfæri
sem hann tiltók, en ég heyrði ekki
alveg hvað hann sagði, en hljóp af
stað, því hann var búinn að end-
urtaka tvisvar. Ég vissi samt ekki
hvað ég átti að sækja, sagði svo
þegar ég kom til baka að ég hefði
ekki fundið það. Þetta líkaði Ingvari
ekki og sagði hversu skelfileg rola
ég væri að finna þetta ekki. Þetta
væri þarna sem hann sagði. Ein-
hvern veginn bjargaðist þetta samt
og heyskapurinn gat haldið áfram
eins og alltaf þegar þeir bræður
tóku sig saman og létu hlutina ger-
ast.
Ingvar var raungóður og ef eitt-
hvað bjátaði á var hann sterkastur
og traustsins verður. Ekkert mátti
henda okkur krakkana. Hann varð
að vernda okkur öll. Á veturna var
oft gaman að leika sér í fjósinu hjá
honum. Við lékum okkur að því að
fela okkur í heyinu og láta hann
bera okkur fram í hneppinu til
kúnna. Honum fannst þetta bara
gaman og lét okkur ekki finna það
að við værum að tefja.
Ingvar hafði listafagra bassarödd
og söng oft við vinnu sina. For-
söngvari var hann til margra ára við
Fleiri minningargreinar
um Ingvar Þórðarson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Skálholtskirkju og margir aðrir
kórar nutu krafta hans á því sviði.
Alltaf þegar við börnin á Reykjum
áttum að framkvæma eitthvað var
farið og leitað álits hjá honum fyrst.
Ingvar og Fríða kona hans höfðu
ákaflega gaman af ljóðum. Á jólum
minnist ég þess að þau gerðu að
leik sínum að Ingvar reyndi að reka
Fríðu sína á gat með vísum eftir
hina ýmsu höfunda og bæði nutu
þess til hins ýtrasta. Hann keppnis-
og stríðnismaður, en hún fluggreind
á ljóðanna tungu. Elsku Fríða og
allir Reykhlíðingar. Við höfum
misst mikið þar sem Ingvar er horf-
inn af sjónarsviðinu, en biðjum guð
að styrkja okkur í trúnni á að hann
fór að hitta ,,strákana“, en minn-
ingin lifir um góðan dreng, maka,
föður, afa og frænda.
Þórdís á Reykjum.
Mig langar hér í fáum orðum að
minnast Ingvars Þórðarsonar, góðs
félaga og nágranna til margra ára.
Manns sem setti sterkan svip á um-
hverfi sitt.
Það var 1977 sem við hjónin hóf-
um búskap hér á Reykhól, sem bar
nokkuð brátt að við heilsumissi
tengdaföður míns. Þá kom sér vel
að geta leitað til Ingvars um margt
það sem að búskapnum sneri, því
satt að segja var ég nú svolítið
blautur á bak við eyrun hvað bú-
skap varðaði, þó ég hefði verið í
sveit sem unglingur. Og Ingvar lá
ekki á liði sínu að leiðbeina og upp-
fræða. Þegar ég lít til baka þá átta
ég mig á því hvað það var mér mik-
ils virði að hafa hann til að leita til.
Margar stundir áttum við saman
eftir mjaltir á morgnana, þar sem
spáð var í búskapinn. Hvað þyrfti
að gera, og hvernig best væri að
standa að því.
Ingvar var hamhleypa til vinnu
og fljótur að taka ákvarðanir og
framkvæma. Mér eru sérstaklega
minnisstæð árin sem var verið að
endurbyggja Reykjaréttir. Hann sá
um verkstjórn og verklegar fram-
kvæmdir á endurbyggingunni. Það
var ótrúlegt hvað hann hafði þá enn
mikla orku til vinnu, þeir sem yngri
voru og betur á sig komnir áttu fullt
í fangi með að fylgja honum eftir.
Það er með trega í hjarta að ég
kveð þig, en eftir standa góðar
minningar frá liðnum stundum.
Gamli vin, hafðu þakkir fyrir allt
og allt.
Guðmundur Sigurðsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 47
Antíkborð til sölu. Sérlega fal-
legt borð, "breakfast /teatable".
Upprunalegt ástand. Eftirspurð,
lítið framboð. Danskt að uppruna.
Mahogany. Tilboð óskast. Sími
698 1724.
Andleg leiðsögn, miðlun, tarot,
spilaspá, draumaráðningar og
huglækningar. Er við frá hádegi
til kl. 2.00 eftir miðnætti.
Hanna, s. 908 6040.
Lítil íbúð með húsgögnum og
líni til leigu í einn dag eða fleiri
fyrir 2-4. Upplýsingar í síma 555
2712 eða 822 1941.
Startplanið stórgóða frá Herb-
alife! Thermo Complete og For-
mula 1 sojaprótein næringar-
drykkur. Frábær byrjun á nýju ári.
Verð kr. 8.000. Jonna, s. 896 0935/
562 0936. www.heilsufrettir.is/
jonna.
Léttari og hressari með
Herbalife. Þarftu að létta þig? 30
kg? Þú getur það með Herbalife!
Hringdu í síma 557 5446 eða 891
8902, Ásta, sjálfstæður dreifing-
araðili Herbalife.
Anna H. léttist um 30 kg. Ægir
um 7,5 kg á 6 vikum. Ég um 25 kg.
Dóra um 15 kg. Vilt þú léttast, fá
meiri orku og líða vel?
www.diet.is Hringdu núna!
Margrét s. 699 1060.
Frábær ofn með góðum jólaaf-
slætti! Nýr Dé Longhi perfecto
örbylgjuofn, mjög fullkominn. Er
allt í senn örbylgja, venjulegur
ofn og grill! Kostar 59.100 kr. en
selst á aðeins 45.000 kr. Upplýs-
ingar í síma 892 2582.
www.leigulidar.is
Nýjar 2ja og 3ja herb. leiguíb. við
Jörfagrund á Kjalarnesi og Sam-
byggð Þorlákshöfn til afh. strax.
Uppl. í s. 891 7064 og 867 2583.
Vel staðsett íbúð, laus strax. 70
fm, 2ja herb. vel staðsett íbúð.
Leigist aðeins reyklausum og
reglusömum. Laus strax til loka
maí. Kjörin fyrir námsmenn. Leiga
70.000. Uppl. í síma 867 2715.
Kaupmannahöfn - Hótelíbúð Nú
er hægt að leigja frábærar ný-
uppgerðar ferðamannaíbúðir á
frábærum kjörum. Dagleg þrif og
morgunverður. Fyrirlestur fyrir
íslenska nýbúa í Kaupmannahöfn
alla þriðjudaga og spurningum
svarað. Sendið fyrirspurn að
kostnaðarlausu á netinu og við
sendum okkar besta tilboð þá
daga sem þið óskið gistingar.
Mánudagstilboð: Vika 3.500 d.kr.
fyrir 1-2 persónur í stúdíóíbúð.
hotel@valberg.dk -
www.valberg.dk
2ja herb. íbúð til leigu í Kóp. 50
fm með fallegu útsýni á 6. hæð
í átta hæða húsi. Laus strax, 56
þús. Hússjóður og hiti innif. Uppl.
í síma 695 6199.
Stúlka óskast til vinnu við
dansk/íslenskan hestabúgarð á
S-Jótlandi. Uppl.: Elías Árnason
í síma 0045 25677998 eða 0045
57805509. Óli Árni, s. 869 2459.
Faxaból - Fákur Höfum nokkur
laus pláss í vetur í mjög góðu
húsi í Faxabóli. Leigist með fóðri
og hirðingu.
Upplýsingar í síma 860 1180.
ALMENN DYRASÍMA- OG
RAFLAGNAÞJÓNUSTA
Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri.
Endurnýja raflagnir i eldra húsnæði
ásamt viðgerðum og nýlögnum.
Fljót og góð þjónusta
Geymið auglýsinguna
Sími 893 1733 og 562 6645
JÓN JÓNSSON
löggiltur rafverktaki
jon@netpostur.is
Skolphreinsun
Ásgeirs sf.
s. 892 7260 og 567 0530
Losa stíflur úr salernum, vöskum,
baðkörum og niðurföllum.
Röramyndavél til að staðsetja
skemmdir í lögnum.
FJARLÆGJUM STÍFLUR
VALUR HELGASON ehf.
Sími 896 1100 - 568 8806
Röramyndavél til að skoða og
staðsetja skemmdir í frárennslislögnum
DÆLUBÍLL
úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og
niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki
Björt og rúmgóð 2ja herb. íbúð
í Garðabæ! Á besta stað í Garða-
bæ. Leiga 65 þús., 3 mánuðir fyrir-
fram. Löggiltur samningur. Leigu-
tími a.m.k. 1 ár. Geymsla fylgir og
góð sameign. Sími 690 4333.
Skólavörðustígur 3.
104 fm verslunarhúsnæði til
leigu á Skólavörðustíg 3. Laust
strax. Uppl. í síma 821 9215.
Vesturhlíð 7.
Atvinnuhúsnæði, skrifstofur og
lager til leigu. Frá 200-900 fm.
Næg bílastæði. Laust 1. febrúar.
Upplýsingar í síma 821 9215.
3ja borða amerískt rafmagns-
orgel til sölu. Einnig magnari og
hátalarar. Á sama stað er til sölu
Sting borðtennisborð. Upplýsing-
ar í s. 555 1037 og 869 1033.
Hestar. Höfum til leigu nokkur
pláss í nýendurbyggðu hesthúsi
í Víðidal.
Upplýsingar í símum 553 2608
og 892 4476.
Ný og falleg stúdíóíbúð í hverfi
101, með húsgögnum og eld-
húsdóti, er til leigu.
Upplýsingar í síma 588 7432.
Glæsibæ, sími 588 8050
Útsalan hefst í dag laugardag
opið frá kl. 11—16.
Til sölu
Ísskápur, Íkea skápur, hjóna-
rúm, þvottavél, stofuborð, verð
5 þúsund kr. pr. stk. Frí heim-
sending. Sími 697 5850.
Herbalife. Ég sel Herbalife fæðu-
bótarefni,frábær eigin reynsla.
Heimsending samdægurs ef
pantað er fyrir 12. Ásta, s. 691
5187/www.angelfire.com/folk/
betterlife.
Antik skrifborð úr eik til sölu.
Upplýsingar í síma 896 3533.
3ja herbergja 75 fm íbúð í hverfi
112. Langtímaleiga - trygginga-
víxill. Einungis reglusamir og skil-
vísir koma til greina. 75 þ. á m.
Upplýsingar í síma 692 3570.
Íbúð til leigu frá 15. jan. - 15. maí
2004: 72 fm íbúð á 2 hæðum í
Hlíðunum (105) m/húsgögnum,
sjónvarpi, hljómflutningstækjum
og öllu tilheyrandi. Leiga 75 þús.
Nánari uppl. í síma 897 9761.
Svartur skápur Til sölu er svart-
ur skápur, neðri hluti er skúffur,
efri hluti hillur með ljósi.
Tvö sófaborð, annað ílangt og hitt
sporöskjulagað.
Upplýsingar í síma 862 2057.
Mjög vandaður og vel með
farinn antiksófi og stóll til sölu.
Verð kr. 90.000.
Nánari uppl. í síma 897 9761.