Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
F
ólk er stundum spurt
að því í fjölmiðlum
hvaða hlutar það
gæti síst verið án.
Farsímans, er oftast
svarið. Enginn telur sig geta ver-
ið án farsíma. Þetta hefur í gegn-
um tíðina farið óskaplega í taug-
arnar á mér. Hvað er málið?
Þykist fólk vera svona mikilvægt
og ómissandi að ef farsíminn
glataðist væri lífið bara búið, til-
gangslaust? Eða er fólk farið að
lifa algjörlega í gegnum símann,
samskipti þess við vini og ætt-
ingja alfarið háð því að síminn sé
ekki utan þjónustusvæðis eða all-
ar rásir uppteknar? Þegar fólk
hefur lýst því yfir að það myndi
sakna farsímans mest af öllu hef
ég oft tautað
með sjálfri
mér að þetta
fólk eigi nú
ekki merki-
legt líf. Að
það hljóti að
vera aðrir veraldlegir hlutir sem
það myndi sakna meira. T.d.
myndaalbúmanna, myndavél-
arinnar sem festir minningarnar
á filmu eða kannski gjafa, t.d.
skartgripa. Neibb, þessir hlutir
virðast fjarri því að vera ómiss-
andi. Það fyrsta sem fólki dettur
í hug er alltaf blessaður farsím-
inn. Og aldrei mun ég aftur
hneykslast á fólki sem gæti ekki
án farsímans verið. Ástæðan er
einföld: Ég týndi símanum mín-
um!
Það var eina napra vetrarnótt
nýverið að ég uppgötvaði að far-
síminn minn var ekki á sínum
stað. Upphófst mikil leit. Hjálp-
arsveit var kölluð á vettvang en
allt kom fyrir ekki. Það hring-
snérist allt í höfðinu á mér. Ég
þurfti á áfallahjálp að halda og
hóaði í bestu vinkonur mínar
sem komu færandi hendi með
konfekt í bland við ómissandi
huggunarorð. Í huganum var far-
ið aftur og aftur yfir það hvar
síminn sást síðast og í hverja var
hringt rétt áður en hann hvarf
sporlaust. Hringt var í þjón-
ustuver Símans til að njósna um
hvort hringt hefði verið úr hon-
um og auðvitað var tilkynnt um
hvarfið til lögreglunnar. Þegar
líða tók að kvöldi var ákveðið að
loka símanúmerinu. Ég hafði
dregið það í lengstu lög, vildi
ekki trúa því að þessi trausti fé-
lagi minn, síminn, hefði yfirgefið
mig. En lokunin varð ekki umflú-
in. Síminn minn var týndur og
tröllum gefinn.
Þegar þessi afdrifaríka
ákvörðun um að loka símanum
hafði verið tekin tók við sorg-
artímabil. Í bland við reiði,
sjálfsásakanir og samsæriskenn-
ingar í garð vina og kunningja,
kom kökkur í hálsinn. Allt í einu
gerði ég mér grein fyrir hversu
stór hluti af lífi mínu síminn
minn var. Ég áttaði mig á því að
ég hafði verið að safna símanúm-
erum vina og kunningja í mörg
ár án þess að kunna eitt einasta
þeirra utan að. Jú, reyndar
mundi ég númerið hjá systur
minni sem hafði fengið sér far-
síma á undan mér.
Minningarnar hrönnuðust upp.
Öll frábæru símtölin sem ég
hafði átt, öll skemmtilegu sms-
skilaboðin sem ég hafði fengið …
en það var ekki það versta. Verst
var að mér fannst ég hálfpartinn
vera alein í heiminum. Allir vinir
mínir hlutu að vera búnir að
reyna að ná í mig og voru nú
hundfúlir út í mig fyrir að svara
ekki hringingum og skilaboðum.
Síminn sjálfur, glænýr, skipti
litlu máli í þessu sambandi. Það
var þessi trausta og haldgóða
símaskrá sem ég hafði sett sam-
an sem ég saknaði mest. Hvernig
gæti ég nokkurn tímann heyrt
aftur í öllu fólkinu mínu þegar ég
mundi ekki eitt einasta númer?
Með tilkomu farsímanna
þjappaðist heimurinn skyndilega
saman í pínulitla kúlu. Inni í
þessari kúlu voru ég og vinir
mínir. Þegar heimilissíminn
hringdi í gamla daga var fyrst
spurt: Hvernig hefurðu það? en
þegar farsíminn hringdi var
spurt: Hvar ertu? Maður getur
nefnilega verið hvar sem er með
farsímann, leyft vinum að taka
þátt í lífi sínu í beinni útsend-
ingu. Vinkona mín sem fer und-
antekningalaust á Þjóðhátíð í
Vestmannaeyjum var t.d. vön að
leyfa mér að heyra brekkusöng-
inn í beinni. Önnur vinkona mín
sendi mér sms aðeins örfáum
mínútum eftir að hún eignaðist
fyrsta barnið sitt. Í stað póst-
korta frá fjarlægum löndum
senda vinir manni skilaboð af
veitingahúsum í París. Allir vin-
irnir hafa frá upphafi far-
símavæðingarinnar verið svo
þægilega nærri. Verið nálægir á
ögurstundu, innan þjón-
ustusvæðis. Vinátta um gervi-
tungl er engin gervivinátta.
Þetta litla undratæki, gsm-
síminn, sem ég blótaði stundum
fyrir það eitt að vekja mig með
óhljóðum og titringi á morgn-
anna, var óneitanlega orðinn sá
hlutur í mínu lífi sem ég gat síst
lifað án. Ég var líkt og fræga
fólkið sem fékk þessa spurningu
í fjölmiðlum, háð símanum mín-
um. Síminn var risastór hluti af
mínu hversdagslífi.
Það er einhvern veginn svolítil
uppgjöf í því að viðurkenna
hversu mikilvægur farsíminn er.
Maður játar að síminn hálfpart-
inn ráði ferðinni, sé sá aðili (ef
svo má að orði komast) sem
tengir mann við umheiminn, við
vini og fjölskyldu.
Árin fyrir komu farsímanna
rifjuðust upp fyrir mér. Þegar
maður fór út að skemmta sér og
varð að hringja á undan í vinina
til að mæla sér mót og ef þeir
létu ekki sjá sig var engin leið að
ná tali af þeim fyrr en að mörg-
um tímum liðnum. Þetta var svo
sem ekki slæmur tími. Maður
átti alveg vini. En síminn minn
breytti samt miklu í samskiptum
við þá. Hann var brúin sem auð-
veldaði okkur förina yfir fljótið.
Gleðitíðindi bárust mér aðeins
sólarhring eftir að ég tapaði sím-
anum mínum. Ókunnugur maður
fann símann í jakkavasanum sín-
um af óþekktum ástæðum og
skilaði honum til mín. Í símann
hafði verið hringt 31 sinni frá því
að ég týndi honum. 30 sinnum úr
heimasímanum mínum. Einu
sinni úr síma Hönnu systur.
Vinátta um
gervitungl
Ég þurfti á áfallahjálp að halda og hó-
aði í bestu vinkonur mínar sem komu
færandi hendi með konfekt í bland við
ómissandi huggunarorð.
VIÐHORF
Eftir Sunnu Ósk
Logadóttur
sunna@mbl.is
LANDSMENN hafa fylgst agn-
dofa með þróun á fjármálamarkaði
síðan ríkisbankarnir voru einka-
væddir og seldir.
Fólki blöskrar vaxta-
okur, há þjón-
ustugjöld og gríð-
arlegur hagnaður
bankanna. Fákeppni
ræður ríkjum og sið-
ferði er ekki til traf-
ala. Æðstu stjórn-
endur skammta sér
himinhá laun og fríð-
indi sem ekki hafa
þekkst í íslensku sam-
félagi fram til þessa.
Allt þetta var þó fyr-
irsjáanlegt. Þingmenn
Vinstri – grænna vöruðu við því að
sala bankanna leiddi til græðgi-
svæðingar peningamarkaðarins.
Vinstri- grænir lögðu til að ríkið
ætti einn öflugan þjóðbanka til
mótvægis við einkabankanna og
sem tryggði atvinnulífinu og öllum
almenningi lágmarks þjónustu
óháð búsetu. Bankarnir nú bera
engar samfélagsskyldur, aðeins
arður hluthafanna og laun stjórn-
enda ráða ferð.
Áhlaupið á sparisjóðina
Sparisjóðirnir eru ein helsta stoðin
við byggð víða um land, m.a. vegna
þess að íbúarnir hafa sjálfir for-
ræði yfir þeim. Sparisjóðurinn er
ein helsta trygging fyrir þjónustu á
staðnum og lánum til einstaklinga
og smærri fyritækja. Þeir hafa
veitt almenna fjármálaþjónustu og
unnið á grundvelli hugsjóna um
eflingu og uppbyggingu atvinnulífs
og menningarstarfs á sínu heima-
svæði. Markmið þeirra er ekki að
hámarka arðgreiðslur til einstakra
stofnfjáreigenda. Það er aftur
markmið eigenda í hlutafélags-
bönkum. Fyrir um 2 árum var gert
áhlaup á sparisjóðina. Stór-
gróðamenn reyndu að brjótast inn
og sölsa þá undir sig. Því áhlaupi
tókst að hrinda. En
græðgin beið rétt
handan hornsins.
Ljóst var að áfram
yrði sóst í að hlut-
félagavæða sparisjóð-
ina og sölsa þá undir
braskið.
Græðgin ræður
ferð
Þingmenn Vinstri-
hreyfingarinnar –
græns framboðs lögð-
ust gegn hluta-
félagavæðingu spari-
sjóðanna. Við vildum tryggja með
lögum framtíð sparisjóðanna, sér-
stöðu þeirra og samkeppnishæfni
og standa jafnframt vörð um eðli
þeirra og hugsjónir. Hefði betur
verið farið að tillögum okkar, en
við vöruðum við því að þær laga-
breytingar sem alþingi samþykkti
myndu ekki ná að veita sparisjóð-
unum þá vörn sem að var stefnt.
Nú fyrir jólin var tilkynnt að
Kaupþing Búnaðarbanki hefði
keypt SPRON og greiddi stofn-
fjárfestum hluti sína á yfirverðum.
Þingmenn annarra flokka virðast
koma af fjöllum og töldu að nýsett
lög ættu að girða fyrir slíkt. Ljóst
er að gangi þessi kaup eftir mun
fjármagnsgræðgin rífa í sig spari-
sjóðina sem nú standa berskjald-
aðir. Hægt er að taka undir rit-
stjórnargrein Morgunblaðsins 23.
des. sl. um nýtt gjafakvótakerfi í
sparisjóðunum: „Fákeppni eykst
stórlega í íslenska fjármálakerfinu,
þar sem augljóst er að bankarnir
þrír munu skipta sparisjóðunum í
landinu á milli sín og skiptir þá
engu þótt þeir haldi áfram að reka
þá um tíma sem sjálfstæðar ein-
ingar undir þeirra hatti. – Er þetta
vilji fólksins?“ Þingmenn Vinstri –
grænna segja nei, þetta er ekki
vilji fólksins.
Ráðherra Fram-
sóknar fagnar
Þau koma ekki á óvart viðbrögð
framsóknarþingmannsins og
bankamálaráðherra ríkisstjórn-
arinnar, Valgerðar Sverrisdóttur,
sem virtist fagna yfirtöku Kaup-
þings Búnaðarbanka á SPRON og
þessum ofurgreiðslum til stofnfjár-
eigenda enda sé það allt gert í
miklu bróðerni. „Löggjafinn sem
slíkur geti ekki komið í veg fyrir
þróun og hagræðingu á fjár-
málamarkaði“( Rúv 22.12.) Ráð-
herra viðskipta og bankamála, Val-
gerður Sverrisdóttir, hefur staðið
fyrir afar umdeildri einkavæðingu
og sölu á þjónustustofnunum rík-
isins, bönkunum, og leitt feril til
svo gríðarlegs samruna og fá-
keppni í viðskiptum og á pen-
ingamarkaði að hagsmunum fólks
og öllu frjálsu athafnalífi um land
allt stendur ógn af. Undir sama
ráðherra heyra þær eftirlitsstofn-
anir sem eiga að fara yfir lögmæti
þessara umskipta allra, Samkeppn-
isstofnun og Fjármálaeftirlit. Eru
þær settar í býsna erfiða stöðu að
meta réttarstöðuna, setja hömlur
„Hvar er bankinn minn“
Jón Bjarnason skrifar
um bankamál ’Við vöruðum við því aðþær lagabreytingar sem
alþingi samþykkti
myndu ekki ná að veita
sparisjóðunum þá vörn
sem að var stefnt.‘
Jón Bjarnason
Margir munu kannastvið það að upp geturkomið nokkur óvissaum tölumynd sagn-
orðs sem stendur með samsettu
frumlagi. Væntanlega eru þó
flestir sammála um að rétt er að
segja:
A. Bíllinn og flugvélin eru biluð
B. Kaffi og tóbak er óhollt
Í dæmi A er um að ræða tvo
teljanlega hluti og þá eru þeir
lagðir saman og notuð fleirtala og
lýsingarorðið (biluð) stendur í
hvorugkyni fleirtölu þar sem
nafnorðin eru ósamstæð að kyni
(kk. og kvk.). Í dæmi B hins veg-
ar eru báðir liðir frumlagsins
óteljanlegir og er í slíkum til-
vikum jafnan notuð eintala og
lýsingarorð, ef um það er að
ræða, samræmist oftast síðari
liðnum. Ég hef veitt því athygli
að regla B virðist eiga nokkuð
erfitt uppdráttar í nútímamáli,
sbr. eftirfarandi dæmi: ?Verslun
og þjónusta hafa [þ.e. hefur]
staðið í stað; ?Örvænting og von-
leysi valda [þ.e. veldur] flótt-
anum; ?Óttinn og sorgin buguðu
[þ.e. bugaði] hann; ?Hungrið og
kuldinn surfu [þ.e. svarf] að;
?Eyðilegging og dauði blöstu
[þ.e. blasti] við; ?Bush og rík-
isstjórn hans voru búin [þ.e. var
búinn] að samþykkja ákvörðunina
og ?Ég kemst í hátíðaskap, / ef
úti eru [þ.e. er] snjór og krap.
Dæmi af þessum toga eru algeng
í nútímamáli, t.d. í fjölmiðlum, og
þau eru mismunandi að því leyti
að einstakir liðir frumlagsins
geta verið ósamstæðir, t.d. að
kyni (Vöxtur og aflið víða fer /
vitið þó fyrir öllu er) eða tölu
(flokkadrættir og ósamlyndi
magnaðist), svo að nokkuð sé
nefnt. Af þessu leiðir enn fremur
að slík dæmi eru misvond að mati
undirritaðs, sum eru með öllu
ótæk en önnur eru á mörkunum.
Fjölmörg dæmi úr elstu heim-
ildum og fram til nútímamáls
staðfesta reglu B, t.d.: Órækt og
gáleysi stendur mest fyrir iðrun
synda; Ánauð og ófrelsi gekk þar
yfir allt fólk; Fjúk og frost gekk
alla nóttina; Fals og flærð er
undir þessu boði; Auðna og ham-
ingja mun ráða; þú hefir nú feng-
ið helming afls þess og þroska er
þér var ætlaður; Allt hans megin
og máttur var brott horfinn og
drottnar nú dramb og ofsi en
frelsi og falsleysi er niður brotið.
Eins og áður
gat virðist
regla B eiga
erfitt upp-
dráttar í nú-
tímamáli enda
er hún að því
leyti sérstök að
hún á sér ekki
hliðstæðu í
grannmálum
okkar. Eftir því
sem ég best
veit er ávallt notuð samlagning-
arreglan í ensku, dönsku og
þýsku eins og áhugasamir les-
endur munu sjálfir geta gengið
úr skugga um. Íslenska er að
þessu leyti eins og í mörgu öðru
íhaldssamari en grannmálin.
Þetta kann að valda einhverju
um að regla B á í vök að verjast
en þó held ég að meira máli
skipti að oft er unnt að persónu-
gera frumlagið og þá er notuð
fleirtala. Um þetta er að finna
einstök dæmi í elsta máli og all-
mörg í síðari alda máli, t.d.:
Hjarta mitt og hold fögnuðu í
guði lifanda (s12 = síðari hluti
12. aldar); Jörðin, loftið og lög-
urinn vegsama hann (m14); Spott
og spé koma mörgum á kné
(s17); Spott og spé kemur mörg-
um á kné (f19); hiti og kuldi léku
lausum hala (f19) og tæring og
hósti eru þessu samfara (f19).
Þrátt fyrir slík dæmi virðist sam-
beyging í tölu og kyni í stórum
dráttum vera í föstum skorðum í
íslensku, þar skipta reglur A og
B mestu máli, þótt frávik séu
vissulega mörg (undantekningar
sem reyna (‘prófa’) reglurnar
tvær).
Úr handraðanum
Jón prestur Egilsson (f. 1548,
d. um 1634) hefur ritað Bisk-
upaannála en þeir eru m.a. ágæt
heimild um Jón biskup Arason og
þar er að finna lýsingu á aðdrag-
anda þess að ákveðið var að taka
hann og syni hans af lífi. Um
þetta segir í annálum Jóns Egils-
sonar:
Síra Jón Bjarnarson ansar þá
til: ‘Eg em fávísastur af yður öll-
um, og kann eg ráð til að geyma
þá.’ Þeir sögðust það vilja heyra.
Hann sagði þá: ‘Öxin og jörðin
geymir þá best.’
Í fleygu tilsvari Jóns Bjarn-
arsonar er síðari liður frumlags-
ins jörðin og í merkingunni
‘mold, jarðvegur’ er það orð ekki
til í fleirtölu. Það er því í góðu
samræmi við reglu B að nota hér
eintölumyndina geymir eins og
Jón Egilsson (eða Jón Bjarn-
arson) gerir og í sömu átt bendir
yngri heimild um sama atburð.
Ég þykist hins vegar viss um að í
nútímamáli muni ýmsir kjósa að
persónugera öxina og jörðina og
nota þá fleirtölumyndina geyma.
Hér virðast því naumast efni til
að telja aðra myndina betri eða
réttari en hina, þetta verða menn
að eiga við málkennd sína.
Ég þykist hins
vegar viss um
að í nútímamáli
muni ýmsir
kjósa að per-
sónugera öxina
og jörðina og
nota þá fleir-
tölumyndina
geyma.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Eftir Jón G. Friðjónsson