Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  HEIMIR Guðjónsson, knatt- spyrnumaður, var á gamlársdag út- nefndur íþróttamaður FH 2003. Heimir var fyrirliði FH-liðsins sem hafnaði í öðru sæti Íslandsmótsins og bikarkeppninnar á nýliðnu ári en hann er í hópi reyndustu knatt- spyrnumanna landsins og er í 11.-12. sæti yfir leikjahæstu leikmenn úr- valsdeildar frá upphafi með 224 leiki.  ÍRIS Andrésdóttir, knattspyrnu- kona, var útnefnd íþróttamaður Vals 2003 á gamlársdag. Íris lék alla landsleiki Íslands á árinu og hún var fyrirliði Valsliðsins sem varð bikar- meistari og vann að auki bæði deildabikarinn og Reykjavíkurmótið á árinu.  KEFLVÍKINGAR vonast eftir því að Falur Harðarson, þjálfari og leik- maður úrvalsdeildarliðs þeirra í körfuknattleik, verði kominn af stað með liðinu á ný seinni hluta mán- aðarins. Falur þarf að fara í speglun á hné vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann undanfarnar vikur en sam- kvæmt heimasíðu Keflvíkinga eru þau ekki alvarleg.  ABEL Xavier, portúgalski knatt- spyrnumaðurinn, er kominn til Liv- erpool á ný en hann hefur verið í láni hjá Galatasaray í Tyrklandi. Ekki er þó reiknað með að hann spili aftur með enska liðinu, Gerard Ho- ullier, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst eiga von á að Xavier semji við annað félag nú í janúar, enda sé honum í mun að spila einhvers stað- ar sem fyrst til að eiga möguleika á að komast í landslið Portúgals fyrir úrslitakeppni EM í sumar.  TOTTENHAM hefur augastað á Roberto Mancini sem næsta knatt- spyrnustjóra félagsins. Mancini er samningsbundinn Lazio til næstu fjögurra ára en forráðamenn ítalska félagsins segja að vegna slæmrar fjárhagsstöðu sé óvíst að það geti haldið honum. Hann fari þó ekki fyrr en að tímabilinu loknu, og óvíst er að Tottenham hafi þolinmæði svo lengi.  IOAN Viorel Ganea, leikur í fremstu víglínu hjá Wolves fram á sumar. Ganea er 30 ára gamall Rúmeni sem gat sér gott orð um tíma hjá Stuttgart og þótti mark- heppinn. Hann gekk til liðs við Bursaspor í Tyrklandi sl. sumar en hefur ekki náð sér á strik þar og var í framhaldi af því lánaður til enska liðsins. Ganea á að baki 40 landsleiki fyrir Rúmeníu og gert 19 mörk í þeim leikjum.  FRAMHERJINN Eddie Griffin hefur samið við NBA-liðið New Jer- sey Nets en Griffin var látinn taka pokann sinn hjá Houston Rockets eftir að hafa staðið í ströngu utan vallar í sumar þar sem margt fór úrskeiðis hjá leikmanninum. Griff- in var upphaflega valinn af Nets í nýliðavalinu árið 2001, þá var hann sjöundi í röðinni í fyrstu umferð. GUÐMUNDUR Þórður Guðmunds- son landsliðþjálfari karlaliðsins í handknattleik hefur fækkaði um sex leikmenn í æfingahópi fyrir Evrópumótið, sem fram fer í Slóv- eníu í lok þessa mánaðar. Þeir sem féllu úr hópnum eru: Vignir Svav- arsson og Andri Stefan úr Haukum, Vilhjálmur Halldórsson, Stjörn- unni, Arnór Atlason, KA, Fannar Þorbjörnsson, ÍR og Baldvin Þor- steinsson, Val. Nú eru því eftir 22 leikmenn í landsliðshópnum sem hóf æfingar á ný síðdegis í gær eftir tveggja daga frí yfir áramótin. Að- eins einn leikmaður af 22 manna hópnum mætir ekki til æfinga fyrr en á sunnudaginn og það er Guð- mundur Hrafnkelsson. Guðmundur og eiginkona hans eignuðust dóttur á dögunum og því fékk hann lengra frí en aðrir landsliðsmenn. Guðmundur landsliðsþjálfari reiknar með að halda óbreyttum hópi fram yfir þrjá vináttulands- leiki við Sviss sem fram fara hér á landi 9. - 11. janúar. Að þeim leikj- um loknum verður aftur fækkað og endanlegur 16-manna hópur valinn. Fyrsti leikur Íslands á EM verður 22. janúar við heimamenn en auk þess verður íslenska liðið í riðli sem fer fram í Celje með Ungverjum og Tékkum. Áður en haldið verður til Slóven- íu leikur liðið á æfingamóti í Dan- mörku við heimamenn, Svía og Egypta. Fækkað um sex menn í EM-hópnum „ÞAÐ stóð til að ég yrði í leikmannahópi Gillingham gegn Hermanni Hreið- arssyni og félögum í Charlton á morgun en það var síðan dregið til baka á síðustu stundu,“ sagði Helgi Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær. Helgi hefur æft alla vikuna með enska 1. deildarliðinu Gillingham og honum var í gær boðinn samningur til eins mánaðar. „Enska knattspyrnusambandið tilkynnti Gillingham að ef félagið myndi ekki framlengja þann samning við mig, gæti ég ekki skipt um félag á ný fyrr en í sumar. Það gekk að sjálfsögðu ekki upp. Ég var orðinn mjög spenntur fyrir því að spila og mæta Hermanni en því miður varð ekkert af því af þessum sökum. Knattspyrnustjórinn vildi helst sjá mig í leik áður en hann semdi við mig til lengri tíma, og ætlunin var að ég léki gegn Charlton á morgun og síðan deildaleik gegn Sheffield United. En mér hefur greini- lega tekist að sýna eitthvað þessa viku sem ég hef dvalið hjá félaginu og mér líst ágætlega á mig hjá Gillingham,“ sagði Helgi, sem er laus allra mála eftir að hafa leikið með Lyn í Noregi í hálft þriðja ár. Hann mun æfa áfram með félaginu og í lok næstu viku verður tekin ákvörðun um hvort honum verður boðinn samningur út þetta tímabil. Gill- ingham er í 15. sæti af 24 liðum í 1. deild og hefur siglt lygnan sjó um miðja deildina undanfarin ár. Helgi átti að mæta Her- manni og félögum í Charlton BJARNI Þorsteinsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, gekk um áramótin frá þriggja ára samningi við Íslandsmeistara KR. Hann snýr því aftur í Vesturbæinn eftir þriggja ára dvöl hjá norska úrvals- deildarfélaginu Molde. Bjarni er 27 ára varnarmaður en hann lék 76 leiki með KR í efstu deild áður en hann fór til Molde í ársbyrjun 2001. Hann er þriðji leikmaðurinn sem KR fær í sínar raðir fyrir næsta tímabil en áður höfðu Ágúst Gylfa- son, fyrirliði Fram, og Sigmundur Kristjánsson frá Utrecht í Hollandi samið við Vesturbæjarliðið. Viktor Bjarki samdi við Víking Viktor Bjarki Arnarsson gekk um áramótin frá tveggja ára samningi við Víkinga, nýliðana í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Viktor Bjarki er tvítugur miðju- maður og lék með Víkingi í yngri flokkunum en hefur verið í Hol- landi frá 17 ára aldri. Lengst af með úrvalsdeildarliði Utrecht þar sem hann lék með unglingaliði og síðan varaliði, en allt síðasta ár spilaði hann með TOP Oss í 1. deild. Í HÓFI Íþrótta- og ólympíusam- bands Íslands (ÍSÍ) og Samtaka íþróttafréttamanna á Grand Hóteli Reykjavík að kvöldi 30. desember af- henti ÍSÍ viðurkenningar til íþrótta- manna í 29 greinum sem eru innan vébanda ÍSÍ en að mati forvígis- manna þessara íþróttagreina þóttu íþróttamennirnir hafa skarað fram- úr á nýliðnu ári. Badminton: Sveinn Logi Sölvason og Ragna Björg Ingólfsdóttir. Blak: Einar Sigurðsson og Karen Gunnarsdóttir. Borðtennis: Guðmundur E. Stephensen og Halldóra S. Ólafs. Dans: Adam Clinton Reeve og Karen Björk Björgvinsdóttir. Fimleikar: Rúnar Alexandersson og Sif Pálsdóttir. Frjálsíþróttir: Jón Arnar Magnússon og Þórey Edda Elísdóttir. Golf: Birgir Leifur Hafþórsson og Ragnhildur Sigurðardóttir. Glíma: Ólafur Oddur Sigurðsson og Inga Gerða Pétursdóttir. Handknattleikur: Ólafur Stefánsson og Hrafnhildur Skúladóttir. Íþróttir fatlaðra: Jón Oddur Halldórsson og Kristín Rós Hákonardóttir. Júdó: Bjarni Skúlason og Gígja Guðbrandsdóttir. Karate: Jón Ingi Þorvaldsson og Edda Lúvísa Blöndal. Keila: Magnús Magnússon og Elín Óskarsdóttir. Körfuknattleikur: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermansdóttir. Knattspyrna: Eiður Smári Guðjohnsen og Ásthildur Helgadóttir. Hestaíþróttir: Jóhann Skúlason og Berglind Ragnarsdóttir. Lyftingar: Gísli Kristjánsson. Siglingar: Hafsteinn Ægir Geirsson. Róður: Sveinbjörn Hrafn Kristjánsson. Skautaíþróttir: Ingvar Þór Jónsson og Audrey Freyja Clarke. Skíðaíþróttir: Björgvin Björgvinsson og Dagný Linda Kristjánsdóttir. Skotíþróttir: Guðmundur Kr. Gíslason og Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Sund: Örn Arnarson og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir. Taekwondo: Björn Þorleifur Þorleifsson og Sigrún Nanna Karlsdóttir. Tennis: Arnar Sigurðsson og Soumisa Islami. Skylmingar: Ragnar Ingi Sigurðsson og Guðrún Jóhannsdóttir. Hnefaleikar: Þórður Sævarsson. Hjólreiðar: Gunnlaugur Jónasson. Skvass: Róbert Fannar Halldórsson og Rósa Jónsdóttir. Morgunblaðið/Arnaldur 53 íþróttamenn heiðraðir af ÍSÍ Bjarni til KR-inga TEITUR Þórðarson knattspyrnu- þjálfari verður að öllum líkindum næsti þjálfari norska knatt- spyrnuliðsins Ull/Kisa, sem leikur í 2. deild. Teitur staðfesti við Rome- rikes Blad í gær að hann hefði rætt við forráðamenn félagsins og að hann hefði áhuga á starfinu þó að fleira kæmi til greina og hann hefði fengið tilboð frá liðum, bæði innan Noregs og utan. „Það yrði öðruvísi að þjálfa í neðri deild eftir að hafa verið lengi í þeirri efstu, og það gæti verið skemmtilegt að fást við þjálfun undir minna álagi,“ sagði Teitur sem lét af störfum hjá Lyn í ágúst. Ull/Kisa er eitt af bestu liðunum í norsku 2. deildinni. Teitur í 2. deild?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.