Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 27
KRINGLAN - SMÁRALIND
VETRARDAGAR
dagana 3. janúar til 15. janúar
30% AFSLÁTTUR
af öllum kuldaskóm,
leðurstígvélum og ökklaskóm
Hverfisgötu 105
Reykjavík • sími 551 6688
www.storarstelpur.is
STÓRAR
STELPUR
Tískuvöruverslun
Ú
TS
A
LA
Ú
TS
A
LAHUGLEIÐIR heitir bókin. Vanter að ráða hvort líta beri á orðiðsem kvenkyns nafnorð í fleirtölu
eða karlkyns nafnorð í eintölu.
Hvort heldur er mun það teljast til
nýyrða. Alltént mun það sprottið af
orðasambandinu: að leiða hugann
að einhverju. Orðið er að því leytinu
vel til fundið að skáldskapurinn
leiðir hugann, vísar veg til áður
óþekktra heima, beinir hugsuninni
þangað sem hún hefði ekki ratað
ella. Framar öðru kann þetta að
eiga við kveðskap Jóns Þ. Björns-
sonar. Frjór hugur býr að baki ljóð-
um hans. Jón – en hann mun vera
maður á efra aldri – yrkir að jöfnu
rímað og órímað. Óhætt er að full-
yrða að honum takist betur upp í
rímuðu kvæðunum. Rím getur að
vísu sveigt yrkjandann undir ok
sitt, haft áhrif á orðaval hans; þegar
verst gegnir tekið af honum ráðin.
Að hinu leytinu getur það svo kallað
á hugmyndir og – þegar best lætur
– leitt skáldið til nýs skilnings á því
sem hann taldi sig áður vita en sér
nú í nýju ljósi. Sú þykir mér einmitt
vera raunin í bestu kvæðum Jóns.
Rímið í kvæðum hans er víðast hvar
til áhersluauka, til að skerpa útlín-
ur, dýpka myndina. Tilvalið dæmi
þess er örstutt erindi sem nefnist
Heiðin:
Arnarvatnsheiðin
full af frelsi og kvaki.
Hestur, hálfur peli,
og hamingjan sjálf
á baki.
Skessuhorn heitir annað stutt er-
indi, órímað. Það tel ég vera síðra.
Af því dreg ég þá ályktun að Jón
hafi aldrei meðtekið modernismann
af þeim eldmóði og innlifun sem til
þarf ef skáld ætlar að taka þess
konar gagngerðum trúskiptum sem
þvílík umbreyting getur heitið.
Hvor stefnan fyrir sig fylgir sínum
lögmálum sem heimta allt eða ekk-
ert.
Að þessum útúrdúr kláruðum er
óhætt að fullyrða að kvæði Jón séu
með því betra sem út er að koma
þessi árin frá þeim sem yrkja sér til
hugarhægðar en teljast ekki bein-
línis vera atvinnumenn í greininni.
Náttúrulýsingar hans eru margar
klárar, sumar með ágætum. Hvað
þær varðar tekst honum mörgum
betur að feta í spor annarra en vera
samt hann sjálfur. Mat hans á lífs-
hlaupinu er í senn stílfært og trú-
verðugt. Minnisstæðust má örugg-
lega telja kvæði sem hann yrkir um
samferðamenn á lífsleiðinni. Hún-
bogi Hafliðason heitir eitt þeirra,
langt kvæði þar sem jafnframt er
horft af háum sjónarhóli út yfir lífið
og tilveruna. Hjöri heitir annað
styttra, gagnorð mannlýsing og
ævisaga í hnotskurn, órímað að
sönnu en með ljóðstöfum og reglu-
bundinni hrynjandi:
Lágvaxinn maður en þéttur
varst þú og víða um sveitir
tókstu til hendi,
sinntir um sauðfé og hesta,
samdir þeim kjarngóðar stökur,
þótti best kaffi ef bætt var
brennivínstári svo flóði
á undirskál út.
Öll eru handtök þín horfin,
þögnuð röddin þín ráma
og mynd þín að mást – þá verður
minningu þína að finna
í fáeinum stökum
sem aldrei þú settir á blað
en lýstu sem leiftur upp myrka
leitarnótt á fjalli.
Þarna gefur raunsæja innsýn í
gamla tímann í sveitinni, jafnframt
því að minnt er á þann örlagadóm
að allt hlýtur stríð okkar og streð
að týnast og gleymast, hversu sem
okkur þykir það merkilegt meðan
varir.
Nokkrar ljóðaþýðingar eru í bók-
inni. En að þýða ljóð, sem sumir
kalla að enduryrkja, lítur margur á
sem meirapróf í skáldskapnum. Ju-
an Ramón Jiménez er meðal þeirra
framandi skálda sem Jón hefur
glímt við en skrifar hann óvart Juan
Ramon Jimenes. Slæm villa því
Spánverjar bera s og z fram með
ólíkum hætti. Að sleppa kommu yfir
sérhljóða er ekki heldur alsaklaus
yfirsjón því slík komma gildir sama
sem áherslumerki í spænskunni.
Rainer Maria Rilke hét og annað
þeirra skálda sem Jón þýðir en
skrifar aðeins Rilke. Ef til vill má
reikna til smámunasemi að bent
skuli á þetta hér. En hvað finnst
okkur Íslendingum ef við rekumst á
nöfn okkar afbökuð eða stytt í er-
lendum ritum?
Ennfremur verður og að telja til
annmarka að efnisskrá er þarna
enga að finna. Það er einkum baga-
legt ef unnið er með kvæðin eins og
undirritaður hefur leitast við að
gera í línum þessum. Sömuleiðis
vantar bókarnúmer.
Bók þessi gat orðið mun betri ef
Jón hefði notið góðrar aðstoðar við
frágang hennar og útgáfu.
BÆKUR
Kvæði
eftir Jón Þ. Björnsson. 80 bls. Útg. höf-
undur. Prentun: Gutenberg. 2003.
HUGLEIÐIR
Menntin slyng
Erlendur Jónsson
ÞETTA listaverk getur að líta á
Nútímalistasafninu í Sydney í Ástr-
alíu en þar stendur þessa dagana
yfir sýning á verkum eftir Leigh
Bowery sem kallaður hefur verið
„næturklúbbalistamaðurinn“.
Ástæðan er sú að hönnun Bowe-
rys var upphaflega aðeins sýnd á
uppákomum í næturklúbbum í
Lundúnum á níunda áratug síðustu
aldar.
Þess má geta að Bowery er einn-
ig þungamiðjan í nýjum söngleik á
Broadway, þar sem Boy nokkur
George fer með hlutverk hans.
Reuters
Höfuðprýði