Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Opið hús: laugardag 3/1 kl. 10 - 16sunnudag 4/1 kl. 11 - 16 Hér erum viðbrautatasgata gu r Ba ró ns stí gu r álsgataugata Skarphéð.gKarlagVífilsg MánagSkeggj Sn or ra br au t Ra uð ar ár st íg ur Þv er ho lt Ei nh oltMeða Stórholt Stangarho Skipholt Brautarholt Nó at ún Laugavegur Hátún Miðtú Samtú Borg H öf ða tú n Sæt únSkúlatún Skúlagata Steintún HLEMMUR M jö ln is h. Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 eldaskalinn@simnet.is www.invita.com Möguleiki á allt að 30 ára veðláni frá SPRON. Lánið getur náð yfir fullfrágengið eldhús með tækjum, flísum, gólfefnum, málningu og uppsetningu. Ýmsar nýjungar Ýmsir fylgihlutir frítt um helgina. Skipuleggjum, teiknum, heimsækjum, mælum. Komdu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Nýárstilboð núna um helgina INVITA Innréttingar á allt að 30 ára láni Gleðileg t nýtt ár Val um 160 mismunandi hurðagerðir FRÖNSK stjórnvöld aflýstu sex áætlunarferðum Air France milli Parísar og Los Angeles í síðasta mánuði vegna mistaka bandarískra leyniþjónustumanna. Bentu þeir ranglega á sex farþega sem hugs- anlega hryðjuverkamenn að sögn talsmanns franska innanríkisráðu- neytisins. Talsmaðurinn sagði í gær, að FBI, bandaríska alríkislögreglan, hefði byggt upplýsingar sínar á far- þegalistum en þar hefði hún fundið nöfn, sem svipaði til nafna félaga í al-Qaeda, hryðjuverkasamtökum Osama bin Ladens. Sagði talsmað- urinn, að viðkomandi fólk hefði ver- ið athugað en ekkert fundist at- hugavert við það. „FBI styðst við lista með fjölskyldunöfnum, sem geta stundum verið mjög lík hvert öðru þótt ekki séu þau alveg eins. Ruglingurinn verður svo enn meiri þegar ekkert kemur fram á listan- um um skírnarnafn eða fæðingar- ár,“ sagði talsmaðurinn. FBI segist hafa fengið upplýs- ingar um, að al-Qaeda hyggist ræna Air France-þotu og fljúga henni á einhver mannvirki í Bandaríkjunum en fram kom í Wall Street Journal í gær, að einn farþeganna hjá Air France, sem FBI benti á sem hugs- anlegan hryðjuverkamann, hefði verið barn með líkt nafn og eft- irlýstur hryðjuverkamaður frá Tún- is. Annar var öldruð, kínversk kona, sá þriðji tryggingasölumaður í Wal- es og síðan þrír franskir borgarar. Talsmaður FBI staðfesti í gær, að nafnaruglingur hefðu verið ástæðan fyrir því, að sex áætlunar- ferðum Air France hefði verið frest- að. British Airways aflýsti í fyrradag áætlunarferð frá London til Wash- ington og aftur í gær af „öryggis- ástæðum“. Síðustu tvo daga hafa einnig ferðir Aeromexico milli Mexíkóborgar og Los Angeles legið niðri vegna áhyggna af öryggismál- um. Paul Beaver, sérfræðingur í varn- ar- og öryggismálum og fyrrverandi ritstjóri Janés Defence Weekly, sagði í gær, að bandarískar leyni- þjónustustofnanir hefðu upplýsing- ar um „raunverulega og ákveðna hættu“ á að hryðjuverkamenn reyndu að ræna farþegaþotu og fljúga henni á mannvirki í Wash- ington. Áætlunarflugi til Bandaríkjanna ítrekað frestað af öryggisástæðum Frönsk stjórnvöld kenna um mistökum hjá FBI Upplýsingar fyrirliggjandi um hættu á hryðjuverkaárás á Washington París. AFP. ÍSLENSK stúlka, Saga Ásgeirs- dóttir, meiddist á nýársdag er hún var að mótmæla nýreistum múr Ísr- aela við smábæinn Budrus á Vest- urbakkanum, sem aðskilur Palest- ínumenn frá Ísrael. Saga fékk gúmmíkúlu í ann- an fótinn og sagð- ist hafa verið mjög hrædd. „Ég fékk skot í mig af um 15 metra færi og það var mjög sárt. Ég var auð- vitað mjög hrædd, en sem betur fer var þetta ekki eins slæmt og það leit út fyrir í fyrstu. Ég fór ekki á sjúkrahús, en fóturinn er mjög bólginn,“ sagði Saga í samtali við Fréttavef Morg- unblaðsins í gær. Saga sagði að gúmmíkúlurnar, sem Ísraelar skjóta, væru í raun stálkúlur húðaðar með plasti og gætu verið mjög hættulegar ef skot- ið er af stuttu færi. „Við vorum hér nokkrir friðarsinnar að mótmæla friðsamlega byggingu múrs sem verið er að byggja. Þá var skotið á okkur og ég varð fyrir einu skotinu. Sænskur strákur, sem hefur verið með okkur hér, varð einnig fyrir skoti,“ sagði Saga. Þrír ungir Íslendingar hafa dvalið á hernumdu svæðunum við sjálf- boðastörf frá því fyrir jól. Þetta eru Finnbogi Vikar Guðmundsson (25 ára), æskulýðsfulltrúi og sjómaður, og Steinunn Gunnlaugsdóttir (20 ára) og Saga Ásgeirsdóttir (20 ára), nemar. Steinunn og Saga voru við mótmæli í Budrus í fyrradag, en Finnbogi var í Nablus. Íslensk stúlka varð fyrir gúmmíkúlu Reuters PALESTÍNUMAÐUR ríður asna sínum meðfram umdeildum vegg sem Ísraelar hafa byggt í útjaðri Jerúsalem- borgar. Ísraelar segja vegginn reistan til að tryggja öryggi borgara vegna hryðjuverka palestínskra öfgamanna en Palestínumenn segja hins vegar um „aðskilnaðarvegg“ að ræða. Saga Ásgeirsdóttir Á asna við umdeildan aðskilnaðarvegg ÞING Pakistans samþykkti á fimmtudag stuðningsyfirlýs- ingu við Pervez Musharraf, for- seta landsins. Hún gerir forset- anum kleift að stjórna Pakistan til ársins 2007 án þess að til kosninga komi. „Þetta er merkur dag- ur í sögu lýð- ræðisins í Pakistan,“ sagði Sheikh Rashid, upp- lýsingaráð- herra Pak- istans en fulltrúi stjórnarandstöðunnar var ekki sama sinnis. „Fyrsti dagur nýja ársins hefur reynst sá dapurlegasti í sögu pakist- anskra stjórnmála,“ sagði Farhatullah Babar, þingmaður Þjóðarflokksins. HABL á ferð í Kína? RANNSÓKNIR sýna að 32 ára maður í Kína „kunni hugsan- lega“ að vera smitaður af HABL-veirunni, samkvæmt yf- irlýsingu frá Alþjóðaheilbrigð- isstofnuninni, WHO. Stofnunin segir að ekki verði hægt að stað- festa endanlega hvort um HABL-veiru er að ræða fyrr en eftir helgi en rannsóknir á gena- mengi hennar benda til þess að svo sé. Áður hafði fulltrúi heil- brigðisyfirvalda í Guandong- héraði lýst því yfir að um HABL-tilfelli væri að ræða en heilbrigðisráðuneytið vildi framkvæma frekari prófanir áð- ur en endanleg niðurstaða yrði tilkynnt. Sjúklingurinn, sem er sjónvarpsmaður, er á batavegi. Hyskni í Kína EMBÆTTISMENN í Kína segja að hyskni starfsmanna hafi valdið gassprengingu í suð- vesturhluta landsins á Þorláks- messu sem kostaði 233 lífið. Sun Huashan, fulltrúi yfirvalda, seg- ir að gasholustarfsmenn, sem báru ábyrgð á slysinu, fái til- hlýðilega refsingu. Skotar vilja banna reykingar LAGT hefur verið til að banna reykingar á opinberum stöðum í Skotlandi. Verður tillaga um það tekin til almennrar umræðu á vori komanda. Í Bretlandi eru reykingar einna mestar í Skot- landi og þar eru 13.000 dauðsföll rakin beint til þeirra á ári hverju. „Við viljum búa í heil- brigðu og reyklausu samfélagi,“ sagði Tom McCabe, aðstoðar- heilbrigðisráðherra Skotlands, en talsmaður stjórnvalda lagði áherslu á, að til að gera þann draum að veruleika, yrði hann að njóta stuðnings almennings. Kom þetta fram á vefsíðu BBC, breska ríkisútvarpsins. Nú á nýju ári gengur í gildi bann við reykingum á opinber- um stöðum, svo sem veitinga- stöðum, á Írlandi og slíkt bann er einnig á döfinni í nokkrum öðrum Evrópulöndum. Í Bandaríkjunum er það sums staðar komið til framkvæmda, til dæmis í New York. STUTT Musharr- af ríkir til 2007 Pervez Musharraf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.