Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 55  ÁRNI Gautur Arason, markvörð- ur íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, fer ekki til Sturm Graz í Austurríki eins og allt útlit var fyr- ir fyrir áramótin. Árni Gautur seg- ir í norskum fjölmiðlum í gær að hann útiloki ekki að vera áfram í Noregi og talsmenn Rosenborgar segjast ætla að ræða við hann þó svo þrír markverðir séu hjá félag- inu um þessar mundir.  STURM Graz fékk á landsliðs- markvörðinn Thomas Mandl lánað- an frá Austria Vín, en þar á bæ er Joey Didulica fyrsta val þjálfarans.  VELIMIR Petkovic, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Wetzl- ar, sem Gunnar Berg Viktorsson og Róbert Sighvatsson landsliðs- menn leika með, hættir þjálfun liðsins í vor og tekur við þjálfun Göppingen, þar leikur meðal ann- ars Jaliesky Garcia, landsliðsmað- ur.  STEFAN Kretzschmar, leikmað- ur Magdeburg, verður ekki með þýska landsliðinu í handknattleik á Evrópumótinu í Slóveníu í lok þessa mánaðar. Kretzschmar er meiddur í nára og fer í uppskurð á næstu dögum af þeim sökum og verður frá æfingum næstu fjórar vikur.  ÞORVARÐUR Tjörvi Ólafsson skoraði fjögur mörk og Róbert Gunnarsson þrjú þegar lið þeirra Århus GF gerði jafntefli, 24:24, við Ajax í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á næstsíðasta degi síðasta árs. Århus GF er í sjötta sæti deildarinnar með 15 stig að loknum 14 leikjum. Hlé verður nú gert á keppni í dönsku úrvalsdeild- inni fram í ferbrúar vegna EM í Slóveníu.  FULHAM hefur fengið hollenska knattspyrnumanninn Bobby Petta að láni frá Glasgow Celtic út þetta tímabil. Petta er miðjumaður og lék með Feyenoord og Ipswich áð- ur en hann gekk til liðs við skoska félagið.  CORRADO Grabbi er farinn frá Blackburn eftir hálfs þriðja árs dvöl þar og genginn til liðs við An- cona í heimalandi sínu, Ítalíu. Grabbi náði sér aldrei á strik með Blackburn, sem keypti hann frá Ternana sumarið 2001.  ARSENAL hefur lánað gríska varnarmanninn Stathis Tavlaridis til Lille í Frakklandi út þetta tíma- bil. Tavlaridis hefur fyrst og fremst leikið með varaliði Arsenal en hann hefur þó spilað alla leiki fé- lagsins í deildabikarnum í vetur.  FILIP De Wilde, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Belgíu, er genginn til liðs við Íslendingaliðið Lokeren. De Wilde er 39 ára og lék síðast með Sturm Graz í Austur- ríki en varði mark Anderlecht lengi vel. FÓLK ÍSLENDINGAR mæta Lettum í vin- áttulandsleik í knattspyrnu í Riga þann 28. apríl. Frá þessu var gengið um áramótin. Með þessu er KSÍ að endurgjalda Lettum heimsókn þeirra hingað til lands árið 1998. Þá mættust þjóðirnar í fyrsta og eina skiptið til þessa og Ísland sigraði þá, 4:1. Þórður Guðjónsson skoraði tvö markanna og Ríkharður Daðason og Auðun Helgason eitt hvor. Lettar komu geysilega á óvart í undankeppni Evrópukeppni lands- liða og náðu öðru sæti í sínum riðli. Í umspilinu slógu þeir síðan hressi- lega í gegn með því að slá Tyrki út og Lettar verða því með í loka- keppni EM í Portúgal í sumar. Þeir hafa aldrei áður komist í úrslita- keppni stórmóts. „Við skulduðum Lettum leik og þeir hafa ýtt á okkur af og til. Leikurinn verður á alþjóð- legum leikdegi og við eigum því rétt á öllum okkar mönnum frá mánu- degi til fimmtudags, en vissulega má búast við því að einhver vanda- mál gætu komið upp þar sem deildakeppni er víðast að ljúka um þetta leyti,“ sagði Geir Þorsteins- son, framkvæmdastjóri KSÍ, við Morgunblaðið. Hann sagði að ekki væri ljóst hvort fleiri vináttuleikir fengjust fyrri hluta ársins. „Þetta skýrist betur þegar niðurröðun leikja í riðl- inum okkar í heimsmeistarakeppn- inni liggur fyrir, eftir fund á Möltu 27. janúar,“ sagði Geir. Sex ára skuld við Letta gerð upp KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna: Keflavík: Keflavík - UMFG..................17.15 Njarðvík: UMFN - ÍS ................................14 Seljaskóli: ÍR - KR .....................................14 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur - Valur.........17.15 Egilsstaðir: Höttur - Fjölnir .....................15 Selfoss: Selfoss - Þór A. .............................16 Sunnudagur: Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Ásvellir: Haukar - KFÍ .........................19.15 Hveragerði: Hamar - Keflavík .............19.15 Njarðvík: UMFN - UMFG...................19.15 Seljaskóli: ÍR - Þór Þ. ...........................19.15 Smárinn: Breiðablik - KR.....................19.15 Stykkishólmur: Snæfell - Tindastóll....19.15 UM HELGINA KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit á gamlársdag: Boston - New Orleans .......................... 94:96 Detroit - Portland................................. 78:71 New Jersey - Golden State.................. 88:70 LA Clippers - Denver ...................... 120:104 Houston - Philadelphia ........................ 80:72 Staðan (sigrar/töp): Atlantshafsriðill: New Jersey 17/14, Bost- on 16/17, Philadelphia 14/18, New York 14/ 19, Miami 13/19, Washington 8/21, Orlando 8/24. Miðriðill: Indiana 23/10, New Orleans 20/ 12, Detroit 19/13, Toronto 16/14, Milwau- kee 15/16, Cleveland 10/22, Chicago 9/22, Atlanta 9/24. Miðvesturriðill: San Antonio 22/10, Minne- sota 20/10, Dallas 18/12, Denver 19/13, Ut- ah 17/14, Houston 17/14, Memphis 15/17. Kyrrahafsriðill: LA Lakers 21/7, Sacra- mento 21/8, Seattle 15/14, Portland 15/15, Golden State 14/16, LA Clippers 13/15, Phoenix 12/20. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Gamlárshlaup ÍR Karlar: Sigurbjörn Á. Arngrímsson, UMSS ... 35.59 Kári Steinn Karlsson, UMSS.............. 36.00 Burkni Helgason, ÍR............................ 36.58 Chris Nowakowski, Bandar. ............... 37.53 Anders Gudme, Danmörku ................. 38.06 Konur: Gerður Rún Guðlaugsdóttir, ÍR.......... 40.54 Jóhanna Skúladóttir, LHR.................. 43.44 Íris Anna Skúladóttir, Fjölni............... 44.14 Anna Einarsdóttir, LHR ..................... 44.15 Rakel Ingólfsdóttir, NR ...................... 45.02  Þátttakendur voru 253 og 251 lauk hlaup- inu sem var 10 km langt. ÚRSLIT Heiðar sagði við Morgunblaðið ígær að mikil eftirvænting væri í Watford vegna leiksins. „Það verð- ur skemmtilegt að taka á móti Chelsea, þó það hefði vissulega ver- ið meira gaman ef það hefði verið síðar í keppninni. Með því er ég þó ekki að segja að við eigum enga möguleika, það er allt hægt í bik- arnum og við munum reyna að stríða þeim eins og við getum. Fyrir Watford er þetta að sjálfsögðu geysilega stór leikur, fullur völlur og leikurinn sýndur beint í sjón- varpi, þannig að tekjurnar af honum eru miklar og koma sér vel fyrir fé- lagið. Umfjöllunin um leikinn hefur verið geysilega mikil, enda gífurlegt fjölmiðlafár í kringum Chelsea. Ég vona bara að Eiður Smári spili með Chelsea, maður veit aldrei hvernig Ranieri stillir upp liðinu,“ sagði Heiðar. Hann er í byrjunarliði Wat- ford, sem var tilkynnt í gær, leikur í fremstu víglínu. „Ætli ég verði ekki ansi oft eini leikmaður Watford á vallarhelmingi Chelsea,“ sagði Dal- víkingurinn. Það verða fleiri Íslendingar á ferðinni í bikarnum í dag. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton sækja Gillingham heim. Jóhannes Karl Guðjónsson og hans samherjar í Wolves fara til 3. deildarliðsins Kidderminster. Rúmenski miðherj- inn Ioan Ganea mun leika sinn fyrsta leik með Úlfunum. Ívar Ingimarsson fer með Read- ing til Preston. Helstu stórleikir umferðarinnar eru Southampton og Newcastle í dag og á morgun þegar Aston Villa tekur á móti Manchester United og Leeds fær Arsenal í heimsókn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Hvað ertu að gera inn á mínu yfirráðasvæði…“ gæti Oliver Kahn, markvörður Þýskalands, verið að segja við Heiðar Helguson, er hann sækir að marki Þjóðverja í landsleik á Laugardalsvellinum. „Verð oft einn á vallarhelm- ingi Chelsea“ ÍSLENSKU landsliðsmiðherjarnir Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen verða í sviðsljósinu í dag þegar lið þeirra, Watford og Chelsea, mætast í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Leikið er klukkan 12.30 á Vicarage Road, heimavelli Watford, sem rúmar 21 þúsund áhorfendur en uppselt er á leikinn fyrir löngu. Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen mætast í enska bikarnum í dag á Vicarage Road ÓLAFUR Sigurjónsson, handknatt- leiksmaður úr ÍR, fer í dag til Kan- aríeyja þar sem hann verður til reynslu hjá spænska 2. deildarliðinu Tres De Mayo. Með því leikur Hlyn- ur Jóhannesson markvörður, sem áður spilaði með HK. Ólafur var ann- ar markahæsti leikmaður ÍR í 1. deildinni í fyrra, skoraði 113 mörk í 26 leikjum, en ákvað síðan að taka sér frí frá handboltanum vegna meiðsla í baki. Tres De Mayo hefur átt í erfiðleikum vegna meiðsla lyk- ilmanna og er að leita eftir liðstyrk fyrir síðari umferð deildarinnar en liðið er í næstneðsta sæti. Ólafur til Tres De Mayo ERLA Steinunn Arnardóttir hefur skipt um félag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hún er nú gengin til liðs við Sunnanå. Erla, sem spilaði með Breiðabliki sumarið 2002, lék síðasta tímabil með Stattena frá Helsingborg en liðið hafnaði í tíunda sæti af tólf lið- um í deildinni. Sunnanå, sem er frá bænum Skellefteå í Norður-Svíþjóð, endaði hinsvegar í sjöunda sæti úrvals- deildarinnar. Erla, sem er tvítug og leikur sem miðjumaður, æfði um skeið í vetur með sænsku Evrópumeisturunum Umeå, sem sýndu áhuga á að fá hana í sínar raðir. Hún hefur verið búsett í Svíþjóð alla tíð, nema sumarið 2002 þegar hún skoraði 7 mörk í 12 leikjum með Breiða- bliki og lék einn leik með íslenska 21- árs landsliðinu. Erla til liðs við Sunnanå
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.