Morgunblaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ingibjörg Skúla-dóttir var fædd á
Ljótunnarstöðum í
Bæjarhreppi í
Strandasýslu 16. maí
1944. Hún lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Ísafirði 25. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Skúli
Guðjónsson, bóndi á
Ljótunnarstöðum, f.
30. janúar 1903, d.
20. júní 1986, og
kona hans, Þuríður
Guðjónsdóttir, f. 25.
nóvember 1908, d. 15. júlí 1963.
Ingibjörg var næstyngst fjögurra
systkina. Bræður hennar eru:
Bragi, f. 27. janúar 1938, Björg-
ar er Fylkir Eyberg Jensson, f.
23. október 1996. Þau búa í Bol-
ungarvík. 2) Sveinbjörg, f. 12.
mars 1980. Sambýlismaður henn-
ar er Jóhann Benedikt Hjálmars-
son, f. 6. júní 1976. Þau búa á Ísa-
firði.
Ingibjörg og Sveinbjörn hófu
búskap á Ljótunnarstöðum 1972.
Árið 1976 fluttu þau að Norð-
urfirði II í Árneshreppi og bjuggu
þar í 19 ár. Árið 1995 brugðu þau
búi og fluttu til Ísafjarðar. Ingi-
björg sinnti barnauppeldi og bú-
störfum á Ljótunnarstöðum og í
Norðurfirði. Eftir að þau hjón
fluttu til Ísafjarðar hóf hún störf
á næturvöktum í Bræðratungu,
sambýli fyrir fatlaða. Hún hélt
áfram vökustörfum á vegum
Svæðisskrifstofu Vestfjarða, eftir
að einn skjólstæðingur hennar
fluttist í eigið húsnæði, meðan
hún hafði heilsu til.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
vin, f. 11. nóvember
1940, og Heiðar, f.
13. febrúar 1951.
Eftirlifandi eigin-
maður Ingibjargar
er Sveinbjörn Svein-
björnsson, f. 15.
október 1944. Þau
gengu í hjónaband
hinn 15. desember
1972. Foreldrar hans
voru Magnús Svein-
björn Guðbrandsson,
bóndi í Litlu Ávík og
kona hans Þórdís
Jóna Guðjónsdóttir,
húsfreyja. Börn Ingi-
bjargar og Sveinbjörns eru: 1)
Skúli, f. 7. ágúst 1972. Eiginkona
hans er Ásgerður Magnúsdóttir,
f. 2. desember 1973. Sonur henn-
Þótt ár og fjarlægð skilji okkur að
og engin geti komið í þinn stað
mun samt minningin lifa
á meðan lifi ég,
á meðan lifi ég.
Og ég þakka vil
þá dýru gjöf
að lífið leit til mín
og leiddi mig til þín.
(Friðrik Erlingsson.)
Á jóladag var stórt skarð höggvið í
fjölskyldu okkar þegar tengdamóðir
mín kvaddi þetta jarðneska líf. Hún
var haldreipi okkar allra, kletturinn
sem stóð upp úr í lífsins ólgusjó,
tilbúin að hjálpa og leiðbeina okkur
þegar eitthvað bjátaði á. Hún benti
okkur fram á veginn með bjartsýni
sinni, óþrjótandi von og trú á hið
góða. Hún var dul á sína hagi, en svo
hlý og góð, svo sterk og óeigingjörn.
Ég minnist þess þegar ég og son-
ur minn komum fyrst inn á heimili
hennar og tengdapabba, þá höfðum
við Skúli aðeins verið saman í stutt-
an tíma, okkur var tekið opnum örm-
um og við tilheyrðum fjölskyldunni
strax frá fyrstu stundu, rétt eins og
okkur hefði alltaf verið ætlaður þar
staður. Syni mínum varð hún sem
besta amma.
Allt upp frá því urðu þær margar
stundirnar sem ég sat í eldhúsinu
hennar og spjallaði við hana um
heima og geima. Það varð að eins-
konar reglu að fara til Ingu og
Sveina á laugardagseftirmiðdögum
eftir að innkaupum var lokið, fá
mjólk og kex og ræða atburði líðandi
viku og það sem var framundan.
Þessi samtöl voru okkur jafnan mik-
ils virði og skrítið til þess að hugsa
að verslunarferðir hér eftir endi ekki
þannig.
Í mínum augum var Inga mikil
hetja, hún kvartaði aldrei, sama á
hverju gekk. Tókst á við það sem að
henni var rétt af einurð og æðru-
leysi. Hún hlífði sér aldrei við nokkr-
um hlut eða verki. Nú hefur hún lok-
ið nokkurra ára baráttu við illvígt
krabbamein. Veikindin voru löng og
ströng og tóku mikið á, en hún hélt í
vonina um bata allt til enda. Þegar
ég horfði á hana taka síðasta and-
ardráttinn, líta á mig sinni hinstu
kveðju, langaði mig í eigingirni að
halda í hana, en hún sofnaði út af svo
friðsæl. Í sorginni gleðst ég yfir að
nú er hún komin á betri stað. Ég trúi
því að foreldrar hennar hafi tekið á
móti henni hinum megin og hún hafi
nú öðlast hvíld, frið og ró. Ég kveð
hér kæra tengdamóður, hennar er
sárt saknað af okkur sem eftir stönd-
um.
Ásgerður Magnúsdóttir.
Í dag er til moldar borin elskuleg
mágkona mín, Ingibjörg Skúladótt-
ir.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð.
Hjartans þakkir fyrir liðna tíð.
Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiði Drottinn sjálfur þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Með sorg í hjarta rita ég þessar
línur til að votta einstakri konu virð-
ingu mína og þakka dýrmæt kynni. Í
mínum huga er Inga ímynd þess sem
við metum mest í fari náungans.
Hreinskilni, ró og yfirvegun í orðum
og gerðum. Staðfesta og hlýja í
handtaki, kímni, jafnvel glettni, í
augum. Hún sýndi, með allri fram-
göngu sinni, hvernig taka skal örlög-
um með reisn og bera byrðar lífsins,
hversu þungar sem þær kunna að
vera, möglunarlaust og af hógværð,
á leiðarenda. Gestrisni þeirra Ingu
og Sveinbjörns og höfðinglegar mót-
tökur eru mér minnisstæðar frá
heimsóknum til þeirra, í Norðurfjörð
II og síðar til Ísafjarðar.
Þau nutu þess að ferðast saman,
skoða landið og hitta ættingja og
vini. Þau létu ekki langvinnan, erf-
iðan sjúkdóm Sveinbjörns aftra sér
frá ferðalögum, heldur sniðu sér
stakk eftir vexti og skipulögðu ferðir
sínar með tilliti til hans. Heimsóknir
þeirra til okkar voru kærkomnar og
samverustundirnar dýrmætar minn-
ingaperlur. Fyrir þær allar vil ég
þakka.
Barátta Ingu við sinn illvíga sjúk-
dóm var háð af æðruleysi og ein-
beittum sigurvilja. Hún vildi hafa
sigur til að geta haldið áfram að vera
fjölskyldu sinni stoð og styrkur þeg-
ar á þyrfti að halda. Hún vildi geta
staðið lengur við hlið eiginmanns
síns svo þau mættu halda áfram að
vinna sigra hversdagsins saman,
halda áfram að styðja hvort annað,
takast í sameiningu á við áhyggjur
og erfiðleika og halda áfram að
gleðjast saman, ferðast saman, njóta
lífsins saman. Sá sigur vannst ekki,
því miður, en hún er í mínum huga
margfaldur sigurvegari þrátt fyrir
það. Inga bar ekki áhyggjuefni sín á
torg. Hún sinnti störfum sínum og
viðfangsefnum í þágu fjölskyldunnar
af slíkri alúð og kostgæfni að lær-
dómsríkt var. Samhentari hjónum
en Ingu og Sveinbirni hef ég ekki
kynnst. Gagnkvæm virðing og vænt-
umþykja voru þeirra aðalsmerki og
augljós þeim er til þekktu.
Fjölskylda Ingu átti hug hennar
allan og hún var vakin og sofin yfir
velferð hennar, hverja stund sem
hún mátti.
Ég votta þeim Sveinbirni, Skúla
og Sveinbjörgu og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð og bið
góðan Guð að styrkja þau og halda
verndarhendi sinni yfir þeim.
Blessuð sé minning Ingibjargar
Skúladóttur.
Ingunn Sigurðardóttir.
Við viljum minnast kærrar vin-
konu okkar Ingibjargar Skúladóttur
fæddrar á Ljótunnarstöðum í Hrúta-
firði. Foreldrar hennar voru Skúli
Guðjónsson bóndi og rithöfundur á
Ljótunnarstöðum og kona hans Þur-
íður Guðjónsdóttir frá Heiðdalsseli.
Ingibjörg lést á sjúkrahúsinu á Ísa-
firði eftir baráttu við krabbamein.
Við systur höfum þekkt Ingu frá
barnsaldri. Kynni fjölskyldna okkar
hófust er Eygló fór í sveit að Ljót-
unnarstöðum þegar þær Inga voru á
barnsaldri. Síðan fékk hver af ann-
arri að dvelja þar lengri eða
skemmri tíma. Fyrst Ingibjörg og
síðast Guðrún sem snúningastelpa
hjá Ingu og Sveinbirni á þeirra
fyrsta búskaparári. Einnig var Inga
skólasystir Biljar á Kvennaskólan-
um á Blönduósi og þær fóru saman í
skemmtiferð norður að Löngumýri í
Skagafirði að hitta skólasysturnar
vorið 2002. Ekki lét Inga veikindin
aftra sér frá að taka þátt í ferðinni.
Inga ólst upp á mannmörgu heim-
ili á Ljótunnarstöðum, þar sem ætíð
var mikill gestagangur og mikil gest-
risni. Hún tók ung við heimilishaldi á
Ljótunnarstöðum er móðir hennar
dó. Þetta var merkilegt heimili, því
Skúli faðir Ingu var blindur frá þrí-
tugs aldri, en gekk til allra verka
eins og sjáandi. Auk þess stundaði
hann ritstörf, eftir hann komu út
nokkur skáldverk, en þekktastur var
hann fyrir útvarpspistla um málefni
líðandi stundar.
Eftirlifandi eiginmaður Ingu er
Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá
Litlu-Ávík í Árneshreppi á Strönd-
um. Eiga þau tvö börn; Skúla og
Sveinbjörgu.
Inga og Sveinbjörn byrjuðu bú-
skap á Ljótunnarstöðum í félagsbúi
við Björgvin bróður hennar og Guð-
rúnu konu hans. Stuttu eftir að bú-
skapur þeirra hófst, greindist Svein-
björn með parkinson-veiki, sem
hefur hrjáð hann ætíð síðan. Veik-
indi hans urðu meðal annars til þess
að þau fluttu búferlum í átthaga
hans í Norðurfjörð á Ströndum.
Inga hélt þar heimili með myndar-
brag eins og hún gerði alla tíð. Skúli
faðir hennar dvaldi hjá þeim síðustu
æviárin.
Heilsu Sveinbjarnar hrakaði, svo
að þau brugðu búi og flytja til Ísa-
fjarðar í nálægð við Skúla son sinn.
Jörðina seldu þau Ferðafélagi Ís-
lands, sem rekur þar ferðaskála.
Þau komu sér vel fyrir á Ísafirði
með Sveinbjörgu dóttur sinni. Á Ísa-
firði starfaði Inga á næturnar við
gæslu á Bræðratungu, heimili fatl-
aðra.
Við systur minnumst margra sam-
verustunda með Ingu og síðar þeim
Sveinbirni gegnum tíðina, t.d. í viku-
dvöl okkar sumarið 2001 er við ferð-
uðumst um Vestfirði og fórum sam-
an dagsferð út í Vigur og fleira
ánægjulegt. Það var oft kátt á hjalla
á Ljótunnarstöðum á okkar æskuár-
um, fjöldi barna og unglinga auk
eldra fólksins, þrjár til fjórar kyn-
slóðir. Það var margt dundað og leik-
ið, farið á hestbak, skroppið inn í Bæ
eða á berjamó og dundað í búi. En
stundum færðist nú fjör í leikinn
INGIBJÖRG
SKÚLADÓTTIR
✝ Elínborg Sigurð-ardóttir var fædd
á Skammbeinsstöðum
í Holtum í Rangár-
vallasýslu 20. maí
1909 . Hún andaðist á
Dvalarheimilinu
Lundi 19. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru bæði
úr Landsveit, Guðríð-
ur Þorsteinsdóttir frá
Holtsmúla og Sigurð-
ur Jakobsson frá
Neðra Seli. Systkini
Elínborgar voru:
Margrét, Ágústa,
Dagmar, Elísabet og Sigurður, öll
látin, á lífi eru Lára, Guðmundur
sem er hálfbróðir og uppeldisbróð-
irinn Benedikt Björnsson.
Elínborg giftist 20. maí 1933
Bjarna Jóhannssyni frá Lunans-
holti, f. 16. sept 1908, d. 2. febr.
2002. Börn þeirra eru: 1) Guðríður,
f. 4. mars 1934, maki Arnþór
Ágústsson, d. 22. febr 2001. Þau
eiga tvo syni. 2) Jóhanna Helga, f.
23. maí 1939, d. 23. febr. 1941. 3)
Jóhann, f. 18. apríl 1942, maki
Kristbjörg Sigur-
jónsdóttir. Þau eiga
þrjú börn. Þau
skildu. Sambýliskona
1) Kristín Sigurðar-
dóttir, þau slitu sam-
vistir. Sambýliskona
2) Elsa Þ. Árnadóttir.
4) Sigrún Bjarna-
dóttir, f. 15. júní
1944, maki Valur
Haraldsson. Þau eiga
þrjú börn. 5) Pálmi, f.
26. nóv. 1949 maki 1)
Ásdís Magnúsdóttir.
Þau eiga einn son.
Þau skildu. Maki 2)
Ólöf H. Ásgrímsdóttir. Þau eru
skilin.
Elínborg og Bjarni hófu búskap
í Haga í Holtum 1933. Árið 1938
fluttu þau að Snjallsteinshöfðahjá-
leigu sem síðar hlaut nafnið Ár-
bakki. Þar bjuggu þau í 48 ár en
fluttu þá að Hólavangi 1 á Hellu.
Þegar heilsunni tók að hraka fóru
þau á Dvalarheimilið Lund.
Útför Elínborgar fer fram frá
Árbæjarkirkju í Holtum í dag og
hefst afhöfnin klukkan 14.
Nú blundar fold í blíðri ró,
á brott er dagsins stríð,
og líður yfir land og sjó
hin ljúfa næturtíð.
(J. Helgason)
Móðir mín Elínborg Sigurðar-
dóttir var fædd á Skammbeinsstöð-
um, vesturbæ, 20. maí 1909 og þar
ólst hún upp í stórum systkinahópi.
Þegar Elínborg var tveggja ára
lést faðir hennar af slysförum, þá
voru systurnar sex, sú elsta átta
ára og bróðirinn Sigurður rétt
ófæddur. Erfitt hefur verið fyrir
ekkjuna að standa ein uppi með sjö
ung börn. Síðar kom á heimilið
Árni Guðmundsson sem gerðist
ráðsmaður hjá Guðríði. Þau eign-
uðust soninn Guðmund. Árni
reyndist heimilinu einstaklega vel.
Börnin fengu að alast upp með
móður sinni sem ekki var nú sjálf-
gefið í þá daga. Þá ólst Benedikt
Björnsson þar upp svo alls voru
börnin níu. En allt blessaðist þetta
með hjálp Guðs og góðra manna. Í
austurbænum voru einnig mörg
börn. Æskan leið við leik og störf.
Börnin fóru að hjálpa til eins og
sjálfsagt þótti í þá daga. Í minn-
ingu móður minnar var bjart yfir
bernskuárunum. Þegar Elínborg
var komin á unglingsár fór hún til
vinnu bæði í sveitinni og til Reykja-
víkur.
Hinn 20. maí 1933 gengu þau í
hjónaband Elínborg og Bjarni Jó-
hannsson frá Lunansholti. Hann
var fæddur 16. sept. 1908 í Reykja-
vík. Foreldrar hans voru Helga
Tómasdóttir frá Seli í Grímsnesi og
Jóhann Björnsson frá Hjallanesi í
Landsveit. Aðeins nokkurra vikna
gamall fór hann í fóstur að Lunans-
holti til föðurbróður síns Bjarna
Björnssonar sem þar var til heim-
ilis og sæmdarhjónanna Ingiríðar
Árnadóttur og Odds Jónssonar.
Allt þetta fólk og afkomendur
þeirra hjóna reyndust Bjarna frá-
bærlega vel. Elínborg og Bjarni
byrjuðu búskap 1933 í Haga, Holt-
um, en 1938 fluttu þau að Snjall-
steinshöfðahjáleigu, fyrst sem
leiguliðar, síðar festu þau kaup á
jörðinni sem þau gáfu nýtt nafn,
Árbakki. Elínborg var vel verki
farin og vinnusöm. Samhent voru
þau hjón um öll verk. Þegar þau
byrjuðu búskap voru engar vélar
við heyskapinn eða önnur verk en í
búskaparlok var vélaöldin komin
fyrir mörgum árum. Breytingar
urðu því mjög miklar í þau 53 ár
sem þau bjuggu í sveitinni. Árið
1986 brugðu þau búi og fluttu að
Hólavangi 1 á Hellu sem þau höfðu
keypt fyrir nokkrum árum. Þar
áttu þau góð ár og ræktuðu garð-
inn sinn og prýddu húsið. Þau hófu
búskap á kirkjustað og Árbakki var
í þjóðbraut þegar Landmenn fóru á
hestum í kaupstaðinn. Gaman var
að fá góða gesti. Mörg börn dvöldu
hjá þeim í sveitinni og ég þakka
fyrir mína syni sem voru mörg
sumur hjá ömmu og afa.
Okkur börnum sínum var hún
góð og umhyggjusöm móðir. Þegar
heilsu Elínborgar fór að hraka
fluttu þau á Dvalarheimilið Lund á
Hellu.
Ég þakka starfsfólki Lundar frá-
bæra umönnun og hlýju sem það
sýndi móður minni og bið góðan
Guð að blessa bæði starfsfólk og
vistmenn og gefa þeim öllum gleði-
legt nýtt ár.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Guð blessi þig.
Guðríður Bjarnadóttir.
Þá ertu horfin mín elskuleg móðir,
nú englarnir vaka yfir þér.
Og áfram þig leiða um ókunnar slóðir,
því ævin sem andartak er.
(Sig. Bj.)
Ævin hennar móður minnar El-
ínborgar Sigurðardóttur varð í ár-
um talið níutíu og fjögur og hálft
ár. Löngu dagsverki er lokið og
þreyttur líkami hefur fengið hvíld.
Hún fæddist á Skammbeinsstöð-
um í Holtum, fjórða yngst átta
systkina. Ung missti hún föður sinn
en móðir hennar ól hópinn sinn upp
af dugnaði. Í austurbænum var
einnig barnmargt og hefur líkast til
oft verið glatt á hjalla. Austurbæj-
arsystkinin voru móður minni mjög
náin og hún talaði um þau alla tíð
af augljósri væntumþykju.
Hún ólst upp við sveitastörf
þeirra tíma sem voru harla ólík
þeim sem við þekkjum í dag. Hún
fór í kaupavinnu á sumrum er hún
óx úr grasi. Einnig vann hún í fiski
í Reykjavík en lengstum dvaldi hún
í sveitinni og undi hag sínum vel.
Hún giftist föður mínum Bjarna
Jóhannssyni 20. maí 1933. Saman
gengu þau æviveginn í næstum 70
ár. Þau voru afar samhent í bú-
skapnum, skepnuvinir og hugsuðu
vel um bú sitt.
Móðir mín var forkur dugleg sem
féll aldrei verk úr hendi. Hún var
glaðsinna að eðlisfari og fljóthuga
eins og svo margir af Skammbeins-
staðaættinni. Henni lét vel að vinna
í höndunum en tíminn til slíkra
hluta var oft ekki mikill. Og því
miður skorti hana sjón til að vinna
að þessu hugðarefni sínu síðustu
árin. Hún sagði oft, að þegar hún
var ung hefði sig langað til að læra
að spila á hljóðfæri en tækifærin
vantaði í þá daga til að slíkt væri
hægt.
Atvikin höguðu því svo að sú er
þetta ritar var heima í foreldra-
húsum til tuttugu og fjögurra ára
aldurs. Þegar ég flutti að heiman
átti ég tvö af þremur börnum mín-
um. Varð þetta til þess að tengslin
við þau urðu sterk. Öll þrjú voru
þau á Árbakka í mörg sumur. Verð
ég ævinlega þakklát fyrir þann
þroska er þau öðluðust í sveitinni
hjá afa og ömmu. Einnig höfum við
verið saman á aðfangadagskvöld
alla tíð.
Foreldrar mínir voru afar gest-
risnir og meðan menn ferðuðust á
ELÍNBORG
SIGURÐARDÓTTIR